Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 8284 / 551 3485
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝ Kristín Magn-úsdóttir fæddist
29.10. 1918 að Foss-
völlum í Jökulsárhlíð.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Garðv-
angi, 17. febrúar
2010.
Foreldrar hennar
voru Magnús Arn-
grímsson, f. 21.2.
1887, d. 30.6. 1977, og
Guðrún Helga Jó-
hannesdóttir, f. 10.12.
1896, d. 11.6. 1951.
Systkini Kristínar
voru: Guðrún Jóhanna, f. 1917, d.
2002. Þorbjörn, f. 1920, d. 1992.
Ingimar, f. 1922, d. 2006. Heiðrún
Sesselja, f. 1924, d. 1993. Arn-
grímur, f. 1925, d. 2007. Jónína, f.
1927. Eiríkur Helgi, f. 1928. Val-
geir, f. 1932. Hörður Már, f. 1933,
d. 1992. Ásta, f. 1941.
Kristín giftist 30.12. 1939 Guð-
mundi Guðjónssyni frá Réttarholti,
Garði, f. 9.5. 1913, d. 20.10. 1981.
Börn þeirra:1) Rúnar Guðjón, f.
15.6. 1939, kvæntur Sylvíu Halls-
dóttur, f. 16.11. 1944, börn þeirra
eru: a) Vignir, f. 25.7. 1965, b)
Bryndís, f. 10.12. 1966, maki Sig-
urgeir Þór Svavarsson, f. 30.1.
1963, börn þeirra aa) Guðjón Árni
Antoníusson, sambýliskona Finna
er Gústav Adolf Bergmann Sig-
urbjörnsson, f. 31.7. 1985, barn
þeirra er Hugrún Lilja, d) Sigrún
Guðbjörg, f. 7.9. 1993. 4) Birgir
Þór, f. 15.2. 1964, giftur Þórönnu
Rafnsdóttur, f. 13.1. 1973, börn
þeirra eru: a) Bergur Rafn, f.
18.12. 1996, b) Rúnar Steinn, f.
12.12. 2001, c) Magnús Fannar, f.
12.12. 2001.
Kristín ólst upp í Másseli í Jök-
ulsárhlíð við hefðbundin sveita-
störf. Átján ára gömul fór hún í
skóla í Hveragerði og í framhaldi
af því flutti hún í Garðinn þar sem
hún kynntist eiginmanni sínum og
hófu þau búskap í Réttarholti og
þar bjó hún alla sína búskapatíð.
Hún dvaldi hjá Rúnari syni sínum
og Sylvíu tengdadóttur sinni síð-
ustu tvö árin. Fyrri hluta ævinnar
sinnti hún húsmóðurstörfum og
barnauppeldi. Þegar börnin uxu úr
grasi fór hún að vinna utan heim-
ilis við ýmis fiskvinnslustörf, svo
sem síldarsöltun, saltfiskvinnslu,
vinnu í hraðfrystihúsi og vinnu í
niðursuðuverksmiðju. Hún tók
mikinn þátt í félagsstarfi, starfaði í
kvenfélaginu Gefn í áratugi, söng í
kirkjukór Útskálakirkju í 47 ár,
síðast á aðfangadag 2008, söng í
Eldeyjarkórnum í 16 ár. Kristín
var mikil hannyrðakona og tók
virkan þátt í starfi eldri borgara í
Garði.
Kristín verður jarðsunginn frá
Útskálakirkju í dag, 27. febrúar
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
Pálmadóttir, barn
þeirra Bryndís Björk,
ab) Sylvía, ac) Rúnar
Þór. 2) Guðný Anna,
f. 8.9. 1947, gift Birni
Gunnari Jónssyni, f.
28.1. 1947, börn
þeirra eru: a) Kristín
Elfa, f. 13.6. 1973,
maki hennar er Birk-
ir Söebeck Viðarsson,
f. 15.3. 1970, börn
þeirra eru aa) Bjart-
ey Guðný, ab) Bene-
dikt Viðar, ac) El-
ísabet Árný. b) Líney
Helga, f. 18.11. 1974, maki hennar
er Þórir Örn Gunnarsson, f. 29.3.
1971, börn þeirra eru: ba) Hafþór
Helgi, bb) Björn Gunnar, bc) Jenný
Birna. c) Guðmundur, f. 4.2. 1982,
d) Snædís Birna, f. 9.11. 1990, unn-
usti hennar er Heiðar Hrafn Hall-
dórsson f. 10.10. 1986. 3) Magnús
Helgi, f. 7.3. 1953, giftur Höllu Þór-
hallsdóttur, f. 11.10. 1957, börn
þeirra eru: a) Brynjar Þór f. 17.10.
1982, sambýliskona hans er Sig-
urlaug Björk Jensdóttir, f. 12.10.
1983, barn þeirra er Baldur Logi.
b) Guðmundur Ragnar, f. 15.12.
1983, sambýliskona hans er Krist-
jana Björg Vilhjálmsdóttir, f. 23.6.
1986, barn þeirra er Magnús Máni.
c) Kristín, f. 6.5. 1987, maki hennar
Kristín tengdamóðir mín tók mér
strax vel, þegar Guðný kynnti mig
fyrir foreldrum sínum í Garðinum, en
þá var ég í námi í Reykjavík og kom
frá Húsavík. Kristín er fædd og upp-
alin í Jökulsárhlíð og því vön fjöllum
og dölum, þaðan flytur hún suður á
láglendið. Þegar hún kom í heimsókn
til okkar á sumrin til Húsavíkur þá
valdi hún alla tíð stól í stofunni sem
sneri á móti Kinnarfjöllunum og
fylgdist með breytileika þeirra eftir
snjóalögum og veðri hverju sinni,
einnig bátaferðum um flóann. Á með-
an var saumað og önnur handavinna
unnin, því hún var vinnusöm og dug-
leg.
Kristín var mjög trúuð og alla
sunnudaga var útvarpsmessan látin
hljóma, og mætti segja mér að það
hafi haft áhrif bæði á mig og Sylvíu
tengdadóttur hennar, bæði komum
við að safnaðarstarfi í okkar kirkju-
sóknum. Það var sama hvort við
skruppum til Danmerkur eða bara í
Mývatnssveitina og þaðan austur á
Hérað, alltaf skyldi hún gera til-
veruna skemmtilegri. Kristín mín,
þakka þér fyrir allt, Guð blessi þig og
varðveiti, alla tíð.
Björn Gunnar Jónsson.
Þegar æviþrautin dvín,
þegar lokast augu mín,
þegar ég við sælli sól
sé þinn dóms og veldisstól.
Bjargið alda, borgin mín,
byrg mig þá í skjóli þín.
(M. Joch.)
Hvað skal setja á blað þegar ein-
stök kona eins og Stína í Réttarholti
„tengdamóðir mín“ kveður þetta líf.
Ég kom fyrst á heimili hennar að-
eins 17 ára gömul og fann þá strax að
auðæfi hennar voru ekki í veraldleg-
um auði, heldur mannauði. Hélst
hann allt fram í andlátið.
Við áttum margar stundir saman af
ýmsum toga. Mörg undanfarin ár
hafði hún dvalið mikið hjá okkur
Rúnari, en eftir fyrsta áfallið fyrir um
tveimur árum flutti hún alveg til okk-
ar.
Svo var það í október sl. að annað
áfall kom og eftir sjúkrahúsdvölina
flutti hún á Garðvang rétt fyrir jólin.
Aldrei kvartaði hún, það var alltaf
allt í lagi hjá henni, hvernig sem henni
leið.
Hún var mjög mikil félagsvera og
tók þátt víða. Svo sem Kirkjukórinn,
Kvenfélagið Gefn, Eldeyjarkórinn
(eldriborgarar), Auðarstofa (fé-
lagsstarf eldri borgara í Garði) Þessi
félagsstarfsemi var henni alla tíð
mjög kær og tók hún virkan þátt í
starfi þess með mikilli ánægju allt þar
til hún veiktist fyrst síðla sumars
2007.
Hún náði sér vel til baka en eftir
þetta varð hún að kveðja kórana með
miklum söknuði.
Áherslan var þeim mun meiri á
Auðarstofu og kirkjusókn.
Það var henni mikil gleði á að-
fangadagskvöld árið 2008 þegar
Steinar organisti bað hana að koma á
kirkjuloftið og syngja með.
Helgina áður en hún veiktist aftur í
október sl. fórum við á tónleika hjá
Eldeyjarkórnum á laugardegi, messu
á sunnudegi og hún ein á fund hjá
kvenfélaginu á mánudeginum.
Þannig náði hún að þakka fyrir all-
ar samverustundirnar með þeim öll-
um.
Allar aðrar minningar geymi ég
innra með mér.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(Vald. Briem.)
Sylvía.
Elsku amma mín, þú varst alltaf
svo góð við mig, nú ertu komin til afa
Gumma sem þú sagðir mér svo oft frá
og nú líður þér vonandi betur.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Takk fyrir allt.
Þinn yngsti ömmustrákur,
Magnús Fannar.
Elsku amma mín, ég vil byrja á því
að þakka þér fyrir allar þær ómet-
anlegu stundir sem við áttum saman
alveg frá því að ég fæddist. Þú hefur
kennt mér svo margt og frætt mig um
ýmsa hluti sem skipta mig miklu máli.
Ég gleymi aldrei þegar við komum
í heimsókn til þín í Réttarholt þegar
ég var yngri og við fengum alltaf ball-
erínukex og mjólk. Ég gat talað við
þig um allt og ég gat líka spurt þig að
öllu og alltaf vissir þú svarið og mér
fannst svo gaman að heyra um gömlu
dagana eða þegar þú sagði mér frá
einhverju sem þú gerðir þegar þú
varst yngri. Þú passaðir mig svo oft
og þá gerðum við alltaf eitthvað
skemmtilegt saman eins og að spila
lönguvitleysu sem mér fannst og
finnst enn alveg óendanlega
skemmtilegt spil og svo þegar ég átti
að fara að sofa þá söngstu stundum
fyrir mig og við fórum líka með bæn-
irnar saman. Þú varst alltaf að búa til
eitthvað í föndrinu og gefa mér og ég
á það allt enn og mér hefur alltaf þótt
vænt um þessa hluti og mun alltaf
þykja vænt um þá. Þú varst alveg ein-
stök kona og ég er svo glöð að ég hafi
fengið að hafa þig í alveg heil 16 og
hálft ár af ævi minni.
Nú þegar þú ert farin þá get ég
glatt mig við þessar góðu minningar
og mun alla mína ævi varðveita þær í
huga mínum.
Sigrún Guðbjörg.
Elsku amma.
Þá er komið að kveðjustund og
mikið svakalega er erfitt að þurfa að
sjá á eftir þér en þú varst búin að
skila þínu og vel það og ert eflaust
fegin að komast í faðm afa aftur eftir
langan aðskilnað. Það verður skrítið
að koma í Garðinn og hitta þig ekki
þar en minningarnar eru margar og
yndislegar og verðum við að ylja okk-
ur við þær núna. Við eldri systurnar
komum til ykkar afa í Réttarholt á
hverju sumri og svo til þín og Bigga
eftir að afi dó 8́1. Þá var nú ýmislegt
brasað. Réttarholt stendur niðri við
sjó og á okkar ungu árum kenndi ým-
issa grasa í því sem sjórinn skolaði á
land. Við útbjuggum okkur bú við
stóra steininn og fórum í fjöruna og
keyptum inn. Við vorum fyrir stuttu
að rifja upp þegar þið afi voruð að
fella af netum í eldhúsinu og fengum
við oft að „hjálpa til“, við erum vissar
um að börn í dag myndu ekki einu
sinni vita hvað það væri. Þú varst líka
dugleg að koma til okkar norður á
Húsavík á sumrin í seinni tíð. Þá
dvaldir þú jafnan í einn til tvo mánuði
í senn og áttum við góðar stundir
saman. Þessi tími gaf einnig í seinni
tíð barnabarnabörnunum gott tæki-
færi til að kynnast langömmu sinni.
Við fórum gjarnan í sunnudagsbílt-
úra um sveitir norðursins og þefuðum
jafnvel uppi kaffihlaðborð sem var
góður endir á rúntinum. Einnig var
gjarnan tekinn rúntur austur á þínar
æskuslóðir og systkini þín og ættingj-
ar heimsóttir. Þú varst ætíð dugleg að
ferðast, sumarið 2006 fórst þú í borg-
arferð til Kaupmannahafnar ásamt
mömmu, pabba og Snædísi, konan á
níræðisaldrinum miklaði það nú ekki
mikið fyrir sér enda einstaklega já-
kvæð og hafði gaman af. Þú varst
mikil félagsvera og þér fannst gott að
hafa fólk í kringum þig. Þú tókst
dyggan þátt í félagslífinu og varst
m.a. heiðursmeðlimur í kvenfélaginu.
Þú söngst í kirkjukórnum og kór eldri
borgara og hafðir mjög gaman af því
að syngja enda varstu ávallt raulandi.
Við fórum gjarnan með í sunnudags-
messur þegar við komum í Garðinn
og fengum við jafnvel að vera með þér
uppi á lofti hjá kirkjukórnum. Þú
varst einnig í föndri fyrir eldri borg-
ara enda mikil handavinnukona og
einstaklega myndarleg í höndunum.
Þú skilur eftir þig ófáa listmuni sem
ávallt munu varðveita minningu þína.
Elsku amma, þú varst alveg ein-
stök kona, ljúf og góð, alltaf svo hress,
kát og dugleg og sást alltaf það góða í
öllum sem þú hittir, það er ekki
spurning að þú ert okkar fyrirmynd.
Þú hafðir gaman af lífinu og þó þú
hafir verið komin á tíræðisaldurinn
hafðir þú ótrúlegt minni á atburði
gamla sem nýja, þekktir allt fólk úr
nútíð sem fortíð með nafni, og ekki
þvældust afmælisdagar fyrir þér.
Guðmundur var bæði ánægður sem
og hissa þegar þú hringdir í hann á af-
mælisdeginum hans 4. febrúar sl.
Við vorum einstaklega heppin að
eiga þig fyrir ömmu og það er mikill
missir fyrir okkur að fá ekki að njóta
þín lengur sem við hefðum svo gjarn-
an viljað.
Hvíldu í friði, elsku amma, minn-
ingin lifir.
Þín,
Kristín Elfa, Líney Helga,
Guðmundur og
Snædís Birna.
Elskuleg amma mín hefur lokið
sinni tilvist hér á jörð. Ég hef alltaf
verið stolt af því að vera barnabarn
hennar. Samviskusöm, glaðlynd, rétt-
sýn, gjafmild, trúuð og vinsæl eru orð
sem koma upp í huga mér þegar ég
hugsa um ömmu mína.
Amma var fædd og uppalin fyrir
austan en kom ung hér suður með sjó
þar kynntist hún manni sínum og afa
mínum, en hann dó fyrir 29 árum, þau
voru mjög samrýnd hjón, báru mikla
virðingu hvort fyrir öðru og voru
miklir vinir. Amma missti mikið þeg-
ar hann dó. Ég var svo heppin að búa í
næsta húsi við þau fyrstu 9 árin, en
svo var aðeins lengra á milli, en alltaf í
sama bæjarfélagi.
Amma hafði mjög gaman af allri
handavinnu og var hún alltaf eitthvað
að föndra og búa til. Hún söng með
kirkjukórnum í um 40 ár og það eru
ekki nema tæp 3 ár síðan hún hætti,
þá 89 ára gömul. Amma var mjög
stundvís kona, var alltaf mætt tím-
anlega í allt það sem hún tók þátt í.
Það þurfti ekki mikið til að gleðja
hana ömmu, engum var jafn gaman
að gefa eins og henni og ekki var síðra
að þiggja af henni. Allt sem hún gaf
þótti mér svo vænt um. Hún var líka
ein af mínum bestu vinkonum, alltaf
gat ég leitað til hennar ef mér leið
eitthvað illa. Við skildum hvor aðra
svo vel.
Síðustu tvö árin bjó hún hjá for-
eldrum mínum og það var svo gaman
að sjá hvað pabbi var búinn að kenna
henni að hafa gaman af að horfa á fót-
boltaleiki í sjónvarpinu. Hún var farin
að þekkja marga kappana með nafni.
Nú er ég svo þakklát fyrir að hafa
heimsótt hana ömmu mína kvöldið
áður en hún missti meðvitund, við átt-
um gott spjall saman og að því loknu
fylgdi hún mér til dyra og kvaddi mig
svo innilega.
Elsku bestu ömmu mína kveð ég
nú með söknuði og þakka henni allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an.
Þín ömmustelpa,
Bryndís (Bidda).
Jæja amma mín, þá er komið að því
að við þurfum að kveðjast. Þó að ég
viti vel að ekkert fær stöðvað tímann
og á endanum kemur að leiðlokum þá
fannst mér einhvern veginn sem
amma yrði alltaf hjá okkur.
Frá mínum fyrsta degi má segja
varð ég strax mjög hændur að ömmu,
enda var Réttarholt annað heimili
mitt og okkar systkinanna þegar við
vorum að alast upp. Fyrir utan að búa
þar eitt ár þegar ég var lítill strákur
minnist ég þess að á hverjum einasta
degi nánast langt fram á unglingsár
lá leið mín niður eftir eins og við sögð-
um alltaf, að hitta ömmu og leika mér
í fjörunni.
Minningarnar um ömmu eru svo
ótal margar, flestar geymi ég bara
hjá mér en að sitja við hliðina á ömmu
meðan hún var að baka og fá að narta
í vöfflurnar hjá henni er eitt af mínum
fyrstu minningabrotum, einnig man
ég vel þegar ég var kominn fram á
unglingsár og við höfðum keypt okk-
ur lítinn bát og vorum eitt skiptið að
koma að landi í fjörunni um miðja
vornótt, klukkan hálfþrjú að mig
minnir, þá var amma búin að baka
fyrir okkur þannig að við fórum beint
í kaffi inni í Réttarholti um miðja
nótt. Sjálfsagt hafði hún ekki getað
sofnað meðan við vorum að þvælast
þetta enda fylgdist hún vel með
hverjum einasta afkomanda sínum
fram á síðasta dag.
Það var enda auðvelt að verða
hændur að ömmu, allir sem kynntust
og umgengust hana fundu hversu ein-
staka nærveru hún hafði og það var
mér því einstök ánægja að vera svo
gæfusamur að eiga hana sem ömmu.
Alltaf svo hlý og góð, það var bara
ekki hægt að vera í vondu skapi með
ömmu við hliðina á sér. Það var ekki
að ástæðulausu að við systkinin vor-
um löngu fyrir jól farin að spyrja
hvort amma yrði nú ekki örugglega
hjá okkur á aðfangadagskvöld, það
var einfaldlega svo gott og gaman að
hafa ömmu.
Ég vil þakka þér fyrir allt, amma
mín, betri ömmu var ekki hægt að
hugsa sér, það verður bara að segjast
eins og er. Þú hvílist nú eftir langan
og góðan ævidag, það er mér huggun
þótt ég sakni þín mikið að ég veit að
þér líður vel núna hjá Guði sem var
þín stoð og stytta í gegnum lífið og er
það áfram þar sem þú ert núna.
Brynjar Þór Magnússon.
Mig langar aðeins til að minnast
þín, elsku amma mín.
Allt frá því að ég man eftir mér
varst þú tilbúin að leika við mig,
kenna mér og leiðbeina fyrstu æviár-
in mín. Alltaf hafðir þú tíma til að
spjalla um hitt og þetta sem barns-
hugann þyrsti að vita. Sögurnar sem
þú sagðir mér af fólki og vinnubrögð-
um í gamla daga heima hjá þér fyrir
austan voru margar hverjar ótrúleg-
ar og það eru ekki mörg börn nú til
dags sem eiga ömmu sem fæddist og
ólst upp í torfbæ.
Í þínum huga var ekkert kynslóða-
bil, þú gast t.d. setið heilu tímana með
mér úti og leikið við mig í sandkass-
anum, skellt þér svo í föndrið með
eldri borgurum eða á kóræfingu. Þú
varst mjög trúuð og kenndir mér
margt um Jesú og Guð, bænir, sálma
og ýmislegt er tengist trúarbrögðum.
Eftir að þú komst á Garðvang kíkti ég
til þín nánast daglega í frímínútum
eða hádegishléinu og alltaf varstu
jafn glöð að sjá mig og fylgdir mér
síðan til dyra þó að þú værir komin
með göngugrind undir það síðasta
„svo þú farir nú ekki með vitið úr
bænum“, sagðirðu stundum.
Ég mun ætíð minnast þín, amma
mín, með þakklæti í huga fyrir það
hversu góð kona þú varst. Það hefði
sannarlega verið gaman að hafa þig
hjá mér á fermingardaginn minn í vor
en ég veit að þú verður með okkur í
anda.
Elsku amma mín, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þinn,
Bergur Rafn.
Elsku amma Stína.
Vaktu minn Jesú, vaktu í mér,
vak,a láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Elsku besta amma mín, takk fyrir
að vera alltaf svona góð við mig.
Guð geymi þig og varðveiti.
Þinn,
Rúnar Steinn.
Kristín Magnúsdóttir
Fleiri minningargreinar um Krist-
ínu Magnúsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.