Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 39

Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 girðingar þar sem við komum í hala- rófu á eftir þeim og margt fleira. Oft var mikið um að vera enda við systk- inin átta og töluðum oftast öll í einu og þá sussaði pabbi á hópinn og taldi þetta vera eins og í fuglabjargi. Þegar við fluttum að heiman og stofnuðum okkar eigin heimili, áttum við alltaf athvarf heima hjá þeim. Það var mikið áfall þegar mamma veiktist og lést eftir eins árs baráttu, áttum við erfitt með að sætta okkur við það. Ég flutti með fjölskyldu mína heim og í félagsbúskap með pabba. Bú- skapurinn blómstraði með reynslu pabba og nýjum áherslum okkar, við byggðum nýtt fjós og hlutirnir gengu vel. Mörgum stundum eftir morgun- mjaltir eyddum við pabbi tímanum okkar í að tala um lífið og tilveruna, ég bað pabba stundum um álit á ein- hverju og það var auðfengið. Fyrir rúmum þremur árum fékk pabbi hjartaáfall og náði ekki sömu heilsu aftur. Börnin mín nutu góðs af því að hafa afa inni á heimilinu en aldrei gerði hann upp á milli þeirra. Eitt þeirra vildi of mikinn púðursykur út í súrmjólkina eins og afi og sá yngsti skreið oft í afafang og svaf vært yfir sjónvarpinu eftir kvöldmjaltir. Stund- um fór sá stutti að gramsa í herberg- inu hjá afa. Eitt sinn fann stráksi vasahníf með mörgum sniðugum aukahlutum á og spurði afa hvort hann mætti eiga hann, afi svarar að hann mætti eiga hníf þegar hann væri dáinn, stráksi svarar um hæl, „hve- nær verður það“. Mikið hló pabbi að svarinu en ég var ekki eins hrifinn og sagði við strákinn að það væri langt þangað til. Ég er þakklát fyrir þennan tíma sem við áttum, en hafði gert ráð fyrir lengri tíma. Hvíl í friði, pabbi minn. Þín dóttir, Anna Björk. Elsku pabbi, kveðjustundin er komin og ekki átti ég von á henni svo fljótt. Minningarnar streyma fram og ylja manni um hjartaræturnar, minn- ingar um þig sem varst sá eini sem gat stappað fiskinn handa mér þegar ég var lítil, og hvað það var gott að skríða í fangið á þér yfir fréttunum. Allar ferðirnar á vorin með þér og mömmu út í fjárhús voru ómetanleg- ar stundir, þú varst alltaf reiðubúinn að hlusta og virtir skoðanir manns þó svo að þú værir ekki alltaf sammála. Þú varst kannski ekki alltaf þolinmóð- ur að leiðbeina mér í fjósinu og við vélarnar en ég fann að þú treystir mér fyrir þessu öllu. Þú gast verið stríðinn og mér er minnisstætt eitt atvik þegar ég var unglingur. Ég og vinkona mín vorum sendar út á tún til að raka saman og gleymdum okkur aðeins í kjaftagangi sem varð til þess að við náðum að rífa niður girðingu og skemma rakstrar- vélina. Við þorðum ekki að láta neinn vita og gerðum okkar besta við að laga girðinguna og vélina sjálfar. Nokkrum dögum síðar komstu glott- andi til mín og sagðist telja að rakstr- arvélin hefði ráðist á girðinguna, þú spurðir svo hvort ég gæti ekki hjálpað þér að laga þetta. Ég hugga mig við það að nú líður þér vel og þú ert kominn til mömmu sem þú hefur saknað svo mikið. Takk fyrir allt, elsku pabbi, við sjáumst síðar. Þín dóttir, Rósa Íris. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Með þessum orðum Valdimars Briem vil ég kveðja tengdaföður minn Ólaf Tryggvason frá Raufarfelli, Austur-Eyjafjöllum, því eins og segir í sálminum þá er margs að minnast og margs er að sakna. Ég gleymi því seint þegar ég hitti ykkur Lillu í fyrsta skipti fyrir rúmu 21 ári er ég kom að Raufarfelli. Í þá daga hefði mér þótt það alveg óskap- lega langur tími en í dag þegar ég lít til baka finnst mér það enginn tími og allt of stuttur tími sem ég fékk að njóta með ykkur. Þú varst bóndi af guðs náð og þó þú talaðir þannig að ekkert lægi eftir þig þá er það nú öðru nær, þú kunnir svo sannarlega skil á öllu varðandi bú- skapinn og einnig varstu mjög liðtæk- ur í félagsmálunum, varðst oddviti sem þig hefði ábyggilega aldrei órað fyrir að þú yrðir. Það eru nú ekki margir í dag sem gætu státað af svona stórum barnaskara. Þú eignaðist 8 börn, 18 barnabörn og 3 barnabarna- börn. Geri aðrir betur Það er ekki hægt að minnast þín öðruvísi en að minnst á stjórnmála- skoðanir þína, en ég held að það hafi ekki verið til harðari sjálfstæðismað- ur en þú. Þær voru ófáar stundirnar sem við þrösuðum um pólitík og trú- mál. Þú kímdir og ég held að þú hafir bara haft gaman af hversu vitlaus ég var og hafðir oft allt aðrar skoðanir á hlutum en þú. En þetta var nú allt meira í gamni heldur en alvöru. Ég hefði örugglega ekki gert það fyrir neinn nema þig að lesa upp úr for- ystugrein Morgunblaðsins. Húmorinn þinn var aldrei langt undan hjá þér og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá þér þegar saga var annars vegar. Ég á eftir að sakna hringinganna þinna sem hófust ávallt svona „Sæl, þú þekkir mig ennþá er það ekki.“ Einnig á ég eftir að sakna heimsókn- anna þinna en þá var skylda að eiga vínarbrauð. Börnin voru vön að segja „Mamma þú verður að fara út í bakarí og kaupa vínabrauð, afi á Raufarfelli er að koma“ Aðstandendum Óla sendi ég sam- úðarkveðjur. Raufarfellskrókurinn verður ekki samur eftir að þú ert far- inn. Hinsta kveðja og hjartans þökk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt. Þín tengdadóttir, Anna Kristín. Ég á góðar bernskuminningar af afa mínum. Mér fannst alltaf jafn spennandi að fara upp í sveit og fylgj- ast með honum þegar hann var að sýna mér hvernig búskapurinn gekk fyrir sig, þó að ég á mínum yngri ár- um hafi eflaust verið spenntari fyrir dýrunum, heldur en mjöltunum. Eitt sumarið fljótlega eftir fermingu þá eyddi ég nokkrum vikum að Raufar- felli. Á þeim tíma kenndi afi minn kæri mér marga kosti sem hafa svo sannarlega mótað mig og gert að þeim manni sem ég er í dag og er því hægt með sanni að segja að hann muni alltaf verða hluti af mér. Á síðustu árum hef ég því miður ekki haft mörg tækifæri til þess að hitta hann í eigin persónu, vegna bú- setu minnar erlendis. Alltaf þegar við ræddum saman ríkti í kringum hann góður andi og jákvæðni. Ég á mikið eftir að sakna samverustundanna sem ég átti með honum. Það hryggir mig að ég geti ekki verið viðstaddur til að kveðja hann afa minn og vera fjölskyldu minni til stuðnings, en allur minn hugur er hjá þeim. Hvíl í friði, elsku afi minn. Hlynur Tryggvason. Elsku afi. Þegar við hugsum til baka og rifjum upp hvernig þú varst eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Við munum ávallt minnast þín þegar við sjáum vínarbrauð, nammi og ein- hvern strá miklum sykri yfir blóðmör eins og þú gerðir. Þú varst sko aldeilis nammigrís. Amma þurfti að fela fyrir þér súkkulaðið sem átti að vera á jól- unum og þú áttir alltaf til nammi handa okkur, hvort sem við báðum um það eða ekki eða meiddumst, súkkulaði lagar smásár. Nafnagraut- ur, grjónagrautur, var alltaf í miklu uppáhaldi hjá þér en við elskuðum hann öll með miklum kanilsykri. Þeg- ar við vildum slappa af settumst við hjá þér í hægindastólinn og horfðum á Home Alone eða Denna dæmalausa og við hlógum eiginlega bara út af þínum smitandi hlátri. Í heyskapnum var alltaf farið með mat og kaffi til karlanna út á tún og allir borðuðu saman þar, samlokur, kleinur og flat- kökur. Í fjósinu setti amma upp rólu fyrir okkur svo við værum ekki fyrir þér en við fengum samt að vera með. Sterk minning frá eldri barnabörnunum var þegar þið amma tókuð okkur með í verslunarleiðangur í Kaupfélagið á Hellu. Stundum fengum við að velja okkur morgunkorn, en við völdum bara kornflex, því það var það sem var í boði hjá ykkur. Þegar við kom- um í sveitina til þín bættir þú alltaf litli/a við nafnið okkar. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur alveg sama hvað það var. Þegar þú hættir að mjólka tók annað starf við, að taka úr og setja í uppþvottavélina en þú kunnir ekki að kveikja á henni. Hann Bogi Ljóns- son (kisa) var alltaf inni í herberginu þínu því þar var friðurinn og þegar þú fórst hvarf hann en kom svo þegar þú komst heim. Klara (hundur) sá til þess að viðra þig daglega og fylgdi þér eins og hún væri að passa upp á þig hvort sem það var út að ristarhliði eða til Ástþórs bróður þíns. Þú varst mjög hrifinn af Villa Vill (Vilhjálmi Vilhjálmsyni) og þótti þér gaman að heyra að við barnabörnin þín hlustum á hann líka. Nú er sagt að síðasti sjálf- stæðismaðurinn undir Eyjafjöllunum sé farinn en engar áhyggjur, við flest skulum svo sannarlega halda í rétta flokkinn og halda áfram að kjósa rétt, eins og þú kenndir okkur. Þú varst mjög mikill húmoristi, þótt þú værir við dauðans dyr, eða á grafarbakk- anum eins og þú orðaðir það, og sagð- ir þú til dæmis oft að súpa væri aðeins fyrir gamalmenni og sjúklinga. Eftir 14 ára aðskilnað eruð þið amma sam- an aftur, og hún er eflaust alsæl að fá þig til sín til að dekra við þig. Einnig erum við viss um að Laddi (hundur) og Loppa (kisa) hafa tekið vel á móti þér. Það er erfitt að átta sig á því, þegar fólk segir að þú sért kominn á betri stað, að þessi staður er ekki hjá okkur. Við vitum að þú ert ekkert ánægður að horfa niður til okkar og sjá hvað við söknum þín mikið, þú mundir bara fussa og segja okkur að eyða ekki tárunum í þig. Við söknum þín sárt, og vitum að þið amma eigið eftir að taka á móti okkur opnum örmum þegar þar að kemur. F.h. barnabarnanna, Birgitta Hrund.  Fleiri minningargreinar um Ólaf- ur Guðjón Tryggvason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HINSTA KVEÐJA Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þín barnabarnabörn, Emilía Sara, Embla Karen og Arnór Fannar. Gott verð - Góð þjónusta STEINSMIÐJAN REIN Viðarhöfða 1, 110 Rvk Sími 566 7878 Netfang: rein@rein.is www.rein.is ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUNNÞÓRUNNAR EINARSDÓTTUR, Sólheimum 23, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- heimilinu Skjóli fyrir góða umönnun. Kristín Matthíasdóttir, Guðmundur Matthíasson, Ingrid Matthíasson, Einar Matthíasson, Guðbjörg Guðbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, ÞÓRÐAR JÓHANNS EGGERTSSONAR, Dodda í Dal, Borgarnesi. Sólveig Árnadóttir, Eggert Margeir Þórðarson, Júlíana Júlíusdóttir, Theodór Kristinn Þórðarson, María Erla Geirsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Gylfi Björnsson, Ragney Eggertsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, SIGURLAUGAR ODDSDÓTTUR ljósmóður. Sigríður A. Pálmadóttir, Sigríður J. Friðjónsdóttir, Jakob Ragnar Jóhannsson, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Baldur Már Vilhjálmsson, Jón Oddur Jóhannsson, Embla Baldursdóttir, Gunnar Oddsson, Helga Árnadóttir, Guðrún Oddsdóttir, Knútur H. Ólafsson. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, PÉTURS FRIÐRIKSSONAR, Sunnubraut 6, Þorlákshöfn. Guðlaug Guðnadóttir, börn, tengdabörn, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.