Morgunblaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 56
 Alþjóðlegu samtökin ,,Kids Parlia- ment“, sem stofnuð voru og stjórnað er af skartgripahönnuðinum Hend- rikku Waage, gerðust í vikunni formlegir samstarfsaðilar Samein- uðu þjóðanna. Á fundi sem fram fór í New York, m.a. af þessu tilefni, voru samtök Hendrikku kynnt. Var þar margt um frægan manninn en meðal gesta voru meðal annarra Ban-Ki- moon, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, Sarah Ferguson, hertogaynja af York og Geena Dav- is, Óskarsverðlaunahafi með meiru. ,,Það er altalað að þátttaka og for- ysta kvenna er mikilvæg til að byggja upp sterkt efnahagskerfi, stöðugra þjóðfélag og ná mark- miðum sem eru viðurkennd al- þjóðlega á sviðum mannréttinda og þjóðfélagsþróunar,“ segir Hend- rikka. Hún segir undirbúning að- ildar að SÞ hafa verið mikinn en við- burðurinn í New York „einstaklega ánægjulegan“. MANNRÉTTINDI Góðgerðarsamtök Hend- rikku í samstarf við SÞ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 58. DAGUR ÁRSINS 2010 Heitast 1 °C | Kaldast 13 °C  Austlæg átt og hvessir NV- lands eftir hádegi. Gengur í suð- austan 8-13 undir kvöld. »10                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-) )./,*0 )*),-+ *0,1-0 *),2)3 )3,.12 )).,-0 ),100+ ).2,*3 )31,*  456  4 *2" 7 58 5 *-)- )*+,0* )./,3 )*),10 *0,13) *),2+) )3,... )).,02 ),10+ ).2,+/ )31,2. *0-,0211 %  9: )*+,20 ).2,)3 )*),3+ *0,/0. *),31/ )+,-/* )).,2. ),11** ).3,10 )3/,)+ FÓLK Í FRÉTTUM» TÓNLIST» Tyler er kominn upp á hnakkinn aftur! »51 FSU og FB tóku þátt í laufléttri Mogga- keppni í tilefni af Gettu betur og háðu hugumdjarfir harða hildi. »52 SJÓNVARP» 3. umferð Gettu betur TÓNLIST» Valgeir Sigurðsson gefur út Draumalandið. »48 TÓNLIST» Bubbi blúsar og blúsar og blúsar og blúsar. »48 Malneirophrenia einbeitir sér að blendingi kvik- myndatónlistar, rokks og nýklass- íkur. »50 Malneiro- phrenia??? TÓNLIST» Menning 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Faiza fannst myrt inni í skógi 2. Lést í fæðingu eftir rifrildi lækna 3. Ný Solla stirða tekur við 4. Lögregla hvetur fólk til að ganga  Íslenska krónan stóð í stað.  Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson munu leiða saman hesta sína á sýn- ingunni Villidýr & Pólitík í Borgar- leikhúsinu sem frumsýnd verður 24. apríl. Sýningin er byggð á tveim vinsælum uppi- standssýningum breska leikarans og grínistans Ricky Gervais, Animals og Politics. Gervais er þekktastur fyrir handritsgerð og leik í bresku þáttunum The Office og Extras en hefur jafnframt gert það gott í Hollywood. Leikstjóri sýningar- innar er Gunnar B. Guðmundsson, sem á m.a. að baki kvikmyndina Astrópíu. Sýningin er tvískipt, fyrir hlé er boðið upp á Villidýr með Steini og eftir hlé Pólitík með Davíð. UPPISTAND Steinn og Davíð byggja á uppistandi Gervais Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is TUTTUGU milljóna króna húsnæði í Reykjanesbæ átti að verða auðveld fjárfesting fyrir Óla Jón Sigurðsson og Sonju Sigurjónsdóttur þótt af- borganirnar væru í kringum 160 þúsund krónur á mánuði. Óli Jón er með meistarapróf í vélaverkfræði frá Danmörku og var í góðri og vel launaðri vinnu. Hann missti vinnuna í desember og Sonja er heimavinn- andi. Afborganirnar eru nú tæplega 420 þúsund krónur á mánuði, sem er útilokað að þau geti borgað. Bank- inn býður hins vegar ekki upp á nein úrræði. Sonja og Óli Jón eru með fjögur börn og þau segja verst að vita ekki hvað er fram undan. Tannlaus bolabítur Óli Jón segir í viðtali í Sunnudags- mogganum að þau hafi átt von á því að eiga frekar áhyggjulaust líf. „Við teygðum okkur ekki of langt, á með- an aðrir keyptu flatskjái og ný sófa- sett héldum við okkur við lampa- sjónvörpin og gömlu húsgögnin. Eins og sést er þetta ekki nýjasta nýtt,“ segir hann og lítur í kringum sig í húsinu þeirra í Reykjanesbæ, „en við erum ánægð með það, sem við eigum, og það er búið að borga fyrir innbúið. En við tókum ekki lán til að kaupa óþarfa, ef svo má segja. Við einsettum okkur að fara öruggu leiðina, kaupa hús, sem við hefðum í raun efni á, og nota peningana, sem yrðu umfram, í fjölskylduna sjálfa, ferðast og gera eitthvað með börn- unum. Til þessa hefur hins vegar verið barningur bara að halda hús- inu og við höfum ekki getað leyft okkur að gera neitt með börnunum.“ Óli Jón kveðst ekki vera reiður út í stjórnvöld, en hann hafi orðið fyrir vonbrigðum. Hann segir að þetta ástand í samfélaginu sé enn furðu- legra þegar horft er til þess að á Ís- landi sé vinstristjórn við völd. „Þetta er eins og að hafa tann- lausan bolabít við stjórnvölinn,“ seg- ir hann. „Maður hefði haldið að þeir gætu gert eitthvað fyrir venjulegt fólk, en þeir gera ekki neitt. Það er frekar hægt að segja að þeir séu að verja það, sem þeir hafa gert rangt, en að reyna að gera eitthvað rétt. Ég er mjög hissa á þessu. Það virðist til dæmis vera stórmál að ganga í Evr- ópusambandið, en ég fæ ekki séð að það sé forgangsmál í augnablikinu. Vandamálin heima fyrir eiga að hafa forgang. Ég sé ekki hvernig þeir eiga að fá þjóðina með sér ef þeir geta ekki boðið upp á gott líf hér.“ Óli Jón er nú í atvinnuleit og horf- ir einnig til útlanda, en húsnæðið og lánin, sem á því hvíla, eru fjötur um fót. Hjónin vilja þó búa á Íslandi og taka fram að hvergi annars staðar sé betra að ala upp börn. Áttu von um áhyggjulaust líf Fjölskylda í Reykjanesbæ föst í skuldafeni Ljósmynd/Ellert Grétarsson Bjartsýn Sonja Sigurjónsdóttir og Óli Jón Sigurðsson ásamt börnunum fjórum, Sigurði Breka, Viktori Inga, Kötlu Mist og Thelmu Rún á heimili sínu í Reykjanesbæ. Áhvílandi skuldir eru hátt í helmingi hærri en andvirði hússins. ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ CPO, sem er með helstu útgefendum á klass- ískri tónlist í Þýskalandi, gaf á dög- unum út disk með flutningi Hyper- ion-tríósins þýska á píanótríóum eftir Atla Heimi Sveinsson. Atli Heimir segir að samvinnan við tríóið hafi komið til á óvenju- legan hátt: „Þau sögðu mér að þau hefðu heyrt músík í útvarpinu og fannst hún svo skrýtin að þau hringdu í útvarpsstöðina til að spyrjast fyrir um hvað þetta væri. Þetta var í Kölnarútvarpinu og þar sögðu menn þeim að þetta væri nú einhver strákur sem héti Sveinsson og hefði einmitt verið í Köln einu sinni, en ég lærði einmitt þar. Þau höfðu svo samband við mig og ég var með eitt tríó tilbúið sem ég tileinkaði Thor Vilhjálmssyni vini mínum þegar hann varð sex- tugur, en annað tríóið tileinkaði ég honum áttræðum. Svo samdi ég þriðja tríóið og það stysta og þá voru þau komin með nóg.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Liðsmenn Hyperion-tríósins þýska hrifust af Atla Heimi í útvarpinu. Píanótríó Atla Heimis gefin út í Þýskalandi 190 EINSTAKLINGAR og hópar og ellefu eldri listamenn að auki fá út- hlutuð listamannalaun í ár. Alls bár- ust 712 umsóknir um listamannalaun en flestar bárust til launasjóðs mynd- listarmanna og næstflestar til launa- sjóðs sviðslistafólks. Af einstökum úthlutunum má nefna að tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fær sex mánaða lista- mannalaun og er jafnframt eini tón- listarflytjandinn sem flytur ekki sí- gilda tónlist. | 46 190 fá lista- mannalaun Á hversu mörgum heimilum á Ís- landi eru báðar fyrirvinnur at- vinnulausar? Þau eru nú 446 og hefur fjölgað um 100 frá því í september á síðasta ári þegar þau voru 350. Í júní 2009 voru slík heimili 431 talsins. Hversu mörg börn búa á heimilum þar sem báðar fyrirvinnur eru at- vinnulausar? Alls búa 410 börn við slíkar að- stæður. Er þetta nokkur fjölgun frá því í september þegar 327 börn voru í sömu stöðu. Hversu margir eru án atvinnu á Íslandi í dag? Heildarfjöldi atvinnulausra er um 16.400. S&S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.