SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Qupperneq 25

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Qupperneq 25
6. mars 2011 25 Eftir að hafa farið í fimm daga veiðiferð út á ísröndina og komið til baka að húsi veiðimannsins, þar sem litli hvolp- urinn lá beinfrosinn í snjónum dáinn, spurði ég veiðimanninn af hverju hann hefði ekki reynt að bjarga lífi hans og hjálpað honum yfir erfiðasta hjallann fyrstu dagana. Svarið var einfalt: Ef hann lifir ekki þetta kuldaskeið af eins og hinir hvolparnir verður hann alltaf minnimáttar og hálf- gerður aumingi sem verður aldrei nógu sterkur til þess að verða sleðahundur. Þetta er hart líf, hann verður að spjara sig sjálfur! Litlu bófarnir á Diskóeyju eru dæmi um sleðahunda sem lifa af og bjarga sér sjálfir, lífið er skemmtilegt hjá þeim þar sem þeir veltast um og leika sér. Svo tekur alvaran við. Alvara lífs- ins getur líka verið skemmtileg hjá þeim, að draga sleða, öll spennan við veiðar úti á hafísnum, þar sem frelsið réð ríkjum í árhundruð þar til reglugerðasnatinn tók sér vald og hefur nánast eyðilagt líf og frelsi veiðimannsins. Það væri gott fyrir framtíðina og svo mörg svið lífsins að menn þroskist og sjái hvernig lífið raunverulega er í stað endalausra rangra ákvarðana. Litli hvolpurinn sem fraus í hel átti ekki að geta orðið sleðahundur, en það hefði reglugerðas- natinn ekki getað orðið heldur, lífið er öðruvísi í ylnum við skrifborðið í vernduðu umhverfi. Menn verða að átta sig á því að fyrir utan gluggann er líf og störf sem gætu frosið í hel með ófyrirsjánlegum afleiðingum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.