Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 7. A P R Í L 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 88. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Sunnudags Mogginn er borinn út með laugardags Morgunblaðinu DAGLEGT LÍF»10-11 MATARÁST OG HUGAR- RÓ ÞARF Í SUSHI-GERÐ ÍÞRÓTTIR»1-3 JAFNTEFLI VIÐ HEIMSMEISTARANA 6 ÞAÐ var jafnmikilfenglegt og skelfilegt að sjá gríðarstórt, bik- svart öskuský læðast niður Eyjafjöllin aftan að þeim bæjum sem standa við rætur fjallgarðsins og gleypa þá. Ljóst er að undirbúningur bænda í gærdag kom að verulega góðu gagni. Um tuttugu bæir undir Eyjafjallajökli voru rýmdir í gærkvöldi af varúðarástæðum. Var það gert ef ske kynni að hlaup yrði um miðja nótt, á sama tíma og aska fellur á svæðinu. Myndi það hægja verulega á viðbragðstíma og rýmingu umræddra bæja. Samkvæmt upplýsingum úr samhæfingarstöð Almannavarna var gert ráð fyrir að íbúar fengju að snúa aftur á bæi sína snemma í dag og gætu þá hugað að skepnum. Reiknað er með áframhaldandi og miklu öskufalli undir Eyjafjöllum í dag. | 6 ÓHUGNANLEGT ÖSKUSKÝ GLEYPTI BÆINN ÞORVALDSEYRI Morgunblaðið/Golli  Verð á raforku til stóriðjufyr- irtækja á Íslandi er lægra en með- alverð í heiminum. Hörður Arn- arson, forstjóri Landsvirkjunar, varar samt við slíkum samanburði þar sem taka verði mið af ólíkum aðstæðum milli landa. » 16 Undir meðalverði Eftir Sigurð Boga Sævarsson og Björn Jóhann Björnsson ÞRÝSTINGUR undir Eyjafjallajökli er að minnka sam- kvæmt því sem GPS-mælitæki, sem staðsett eru beggja vegna jökulsins, sýna. Þetta segir Magnús Tumi Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur. Fram að gosi sýndu mæli- tækin síaukinn þrýsting sem nú er í rénun. Mikið öskufall var í gærdag í nágrenni gosstöðvanna. Samfellt öskufall var í gærkvöldi frá Vík og 40 km til austurs og var því veginum um Mýrdalssand lokað. Í dag er gert ráð fyrir norðanátt og má því gera ráð fyrir ösku- falli undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum. Léttskýjað verður í dag og ætti að sjást vel til gosmakkarins úr sveit- um á Suðurlandi. Ferðaþjónustan hefur áhyggjur „Gerð gosefna og jarðskorpuhreyfingarnar samhliða gosinu benda til þess að kvikan komi af mun minna dýpi en í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Gosið bræðir jökulísinn og þegar vatn blandast kvikunni verða til þær miklu spreng- ingar sem gosinu fylgja,“ segir Magnús Tumi. Minni þrýstingur undir fjallinu og sú staðreynd að kvikan kemur af fremur litlu dýpi bendir til þess að styrkur gossins verði ekki langvarandi. Sú fíngerða aska sem myndast í gosinu verður til við blöndun bræðslu- vatns og kviku. Ef vatn næði ekki að gosrás væri hins vegar líklegt að þar rynni hraun eins og varð á Fimm- vörðuhálsi. Vegna öskufalls varð að aflýsa um 17 þúsund áætl- uðum flugferðum í Evrópu. Sum flugfélög hafa raunar af- lýst öllum ferðum fram yfir helgi. Búsifjar flugfélaganna eru miklar og talið er að vegna eldgossins tapi þau um 25 milljörðum ísl. kr. á degi hverjum. Hefur þetta valdið því að gengi hlutabréfa í félögunum hefur fallið eins og aska. Áhrifafólk í ferðaþjónustu hefur áhyggjur af stöðunni. „Erlendis birtast fréttir um að hér gangi fólk með gas- grímur út af öskunni og gosið geti staðið í tvö ár. Enginn er að leiðrétta þetta frá Íslandi,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.  Eldgos í Eyjafjallajökli | 2, 4, 6, 17, 18-19 og 20-21 Gígarnir stækka og þrýstingur minnkar  17 þúsund flugferðir slegnar af  Hlutabréf falla eins og aska » Þrýstingur undir jökli að minnka » Vatni í kviku fylgja sprengingar » Leiðrétta þarf rangfærslur » Flugfélög tapa miklum fjármunum STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra fagnar því mjög að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skyldi í gær samþykkja aðra endur- skoðun áætlunar sjóðsins og ís- lenskra stjórnvalda. Gera má ráð fyrir að samþykktin merki lánaheim- ildir upp á um 100 milljarða króna. „Við fáum formleg svör frá Norð- urlöndunum eftir helgi en sam- kvæmt samtölum við menn ytra í dag þá lítur þetta mjög vel út,“ segir Steingrímur. Hann væntir þess að þau lán sem nú fást lækki skulda- tryggingaálag ríkisins, styrki krón- una og lánshæfismat Íslendinga og verði jafnframt áfangi í átt til vaxta- lækkana. | 2 AGS-lán samþykkt Steingrímur vonar að krónan styrkist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.