Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 38
38 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
[H]ún er náttúrlega
frekar viðbjóðsleg
en ég sé alveg snilldina í
þessu. 43
»
KOMIÐ ER að lokum sýning-
arinnar Rím í Ásmundarsafni,
en á henni eru verk eftir Ás-
mund Sveinsson og íslenska
samtímalistamenn. Sýning-
arstjórar Ríms eru Sigríður
Melrós Ólafsdóttir og Ólöf K.
Sigurðardóttir og á morgun kl.
14 mun Ólöf vera með leiðsögn
um sýninguna. Á sýningunni
eru, auk verka Ásmundar,
verk eftir Birgi Snæbjörn
Birgisson, Davíð Örn Halldórsson, Eirúnu Sig-
urðardóttur, Finn Arnar Arnarson, Guðrúnu
Veru Hjartardóttur, Hrafnkel Sigurðsson, Krist-
ínu Gunnlaugsdóttur, Ólöfu Nordal, Pétur Örn
Friðriksson, Söru Riel og Steingrím Eyfjörð.
Myndlist
Leiðsögn um Rím í
Ásmundarsafni
Ólöf K.
Sigurðardóttir
Í DAG kl. 13 til 16 er efnt til
myndlistarþings í tilefni af tíu
ára afmæli Listasafns Reykja-
víkur í Hafnarhúsinu. Þátttak-
endur í þinginu, sem verður
haldið A-sal Hafnarhússins,
eru ýmist valdir af Listasafn-
inu eða hafa skráð sig til þátt-
töku sjálfir og liggur fyrir að
ríflega 130 manns hafa staðfest
þátttöku í þinginu. Áður en
þingið sjálft hefst mun Hafþór
Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur,
ávarpa þátttakendur og Jón Proppé listheimspek-
ingur flytja inngangsorð.
Listsmiðja fyrir fjölskyldur verður starfrækt á
meðan málþingið fer fram.
Myndlist
Myndlistarþing í
tilefni af afmæli
Hafþór
Yngvason
STOFNUN Vigdísar Finn-
bogadóttur í erlendum tungu-
málum stendur fyrir ráðstefnu
í tilefni af áttræðisafmæli Vig-
dísar. Ráðstefnan hófst í gær,
föstudag, en í dag kl. 16 til
17.30 verður haldið málþingið
Æfingasvið æskunnar: Bay-
reuth, Wagner og íslensku
heimildirnar. Fjallað verður
um þýðingu alþjóðlegra menn-
ingarsamskipta sem byggjast á
rótgróinni menningararfleifð fyrir kynslóð fram-
tíðarinnar. Sjónum er beint að mikilvægi tónlistar
sem alþjóðlegs tungumáls og dæmi tekið af Tón-
listarhátíð ungs fólks í Bayreuth. Málþingið verð-
ur haldið á Radisson SAS – Hótel Sögu.
Tónlist
Tónlist sem alþjóð-
legt tungumál
Richard
Wagner
Eftir Ásgerði Júlíusdóttur
asgerdur@mbl.is
NÆSTKOMANDI mánudags-
morgun verður Barnamenning-
arhátíðin í Reykjavík sett í fyrsta
sinn í Hljómskálagarðinum af
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borg-
arstjóra. Guðríðu Inga Ingólfs-
dóttir er verkefnastjóri hátíð-
arinnar og hún segir að megin-
markmið hátíðarinnar sé að bjóða
upp á menningu barna, menningu
fyrir börn og menningu með börn-
um. „Hátíðin er hugsuð í víðasta
skilningi menningar því við bjóðum
upp á ýmislegt, allt frá tónlistar-
og myndlistarviðburðum og út í
útivistardag í Esjuhlíðum. Þetta er
hugsað fyrir börn á leik- og grunn-
skólaaldri.
Við erum búin að ganga með
þessa hugmynd í maganum í nokk-
ur ár en það er loksins núna sem
við sáum okkur fært að hrinda
þessu í framkvæmd. Það fer heil-
mikið menningarstarf fram í öllum
leik- og grunnskólum sem er oft
hulið almenningi en með hátíðinni
er verið að teygja þessa starfsemi
barnanna út fyrir sinn venjulega
ramma og út í samfélagið þannig
að það verði sýnilegra.“
Ævintýrahöll og rokktónleikar
Aðspurð hvernig skólarnir á höf-
uðborgarsvæðinu koma að þessari
hátíð segir Guðríður Inga að „há-
tíðin hafi verið kynnt skólunum
fyrirfram og viðtökurnar hafi verið
hreint út sagt frábærar. Flestir
skólarnir hafa þegar skráð sig á
ákveðna dagskrárliði hvort sem
þeir eru flytjendur eða þátttak-
endur með einum eða öðrum
hætti“.
Það er af nógu af taka því dag-
skráin er afar fjölbreytt líkt og
Guðríður Inga tekur fram. „Það
verður stútfullt prógramm alla vik-
una, til dæmis verður Ævintýra-
höllin, eins og við köllum hana,
opnuð strax á mánudag á Frí-
kirkjuvegi 11 en þar má finna ýms-
ar listasmiðjur. Norræna húsið
býður upp á vísindasmiðjuna Til-
raunalandið og á Listasafni Íslands
verður sýningin „Dyndilyndi –
verði gjafa gagnstreymi“ opin öll-
um. Á sumardaginn fyrsta rennur
dagskrá Barnamenningarhátíð-
arinnar saman við hverfa-
hátíðarnar og svo um helgina ætlar
Ferðafélag Íslands að bjóða upp á
Esjudag barnanna.“
Eins og sjá má er af nógu að
taka en hátíðinni lýkur með stór-
tón-leikum sem að sögn Guðríðar
Ingu eru eins konar „barnarokk-
tónleikar“. „Þeir fara fram í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum á
sunnudaginn þar sem Gunnar
Þórðarson verður við stjórnvölinn
en fjölmargir taka þátt með hon-
um, bæði fullorðnir og börn.“ Guð-
ríður Inga er full bjartsýni á að
þessi viðamikla hátíð muni mælast
vel fyrir hjá öllum sem hana sækja
og hún vonast sannarlega eftir því
að hátíðin sé komin til að vera.
Menningarhátíð barna
Barnamenningarhátíð verður sett á mánudaginn í Hljómskálagarðinum
Boðið upp á menningu barna, menningu fyrir börn og menningu með börnum
Morgunblaðið/Ernir
Barnamenning Börn úr öðrum bekk Landakotsskóla með borgarstjóranum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
KIRI Te Kanawa, ein þekktasta
sópransöngkona heims, mun í kvöld
syngja í síðasta sinn í óperu, Rósa-
riddaranum eftir
Richard Strauss,
í uppfærslu Óp-
erunnar í Köln.
Kanawa er orðin
66 ára gömul.
Bjarni Thor
Kristinsson syng-
ur aðalbassa-
hlutverkið í sýn-
ingunni, en hann
rétt náði flugi til
Þýskalands áður
en það var lagt niður vegna eldgoss-
ins í Eyjafjallajökli.
Bjarni segist hafa ákveðið að
fljúga degi fyrr en til stóð, til að
komast örugglega út en hann hélt
utan í fyrradag.
„Ég átti ekki að fljúga fyrr en í
dag, föstudag, en ákvað að færa flug-
ið fram um einn dag,“ sagði Bjarni í
gær, hann hafði farið með síðustu
vélinni til Frankfurt.
„Hún var með tvær kveðjusýn-
ingar, fyrri sýningin var í byrjun
mánaðar og þessi sýning er á morg-
un (í dag),“ segir Bjarni um Íslands-
vininn Kiri Te Kanawa.
Bjarni syngur hlutverk Barons
Ochs í Rósariddaranum, eitt af fjór-
um burðarhlutverkum óperunnar.
Hann segir frábært að syngja með
Kanawa. „Það er mikill heiður, hún
er mikill listamaður og indælis-
manneskja á allan hátt, góð söng-
kona,“ segir Bjarni um þessa merku
söngkonu.
„Það er mjög gaman hjá okkur,“
segir hann og hlær digurbarkalega
enda dimmraddaður með endemum.
helgisnaer@mbl.is
Síðasta
sýning Kiri
Bjarni bassi syngur
með Kiri Te Kanawa
Bjarni Thor
Kristinsson
Heiður Kiri Te Kanawa kveður.
Morgunblaðið/Kristinn
Barnamenningarhátíð í Reykja-
vík verður haldin vikuna 19. til
25. apríl. Dagskráin er afar fjöl-
breytt en á henni má meðal
annars finna skáklistaverkasýn-
ingu á vegum Skákakademí-
unnar í Ráðhúsi Reykjavíkur,
forvitnilega atburði í Þjóðmenn-
ingarhúsinu, þýska barna- og
fjölskyldukvikmyndahátíð á
vegum Goethe Institut á Borg-
arbókasafninu, barnaóperuna
Jörðin okkar, vísindasmiðjuna
Tilraunalandið í Norræna Hús-
inu, listasmiðju í Ævintýrahöll-
inni við Fríkirkjuveg 11, listsýn-
ingar í strætisvögnum Grafar-
vogs, barnabókaráðstefnu í
Norræna húsinu og hönnunar-
sýningu á leikföngum barna í
Hafnarborg.
Nánari upplýsingar um hátíð-
ina og alla dagskrána má finna
á vefsetri hátíðarinnar:
www.barnamenningarhatid.is.
Fjölbreytt dagskrá