Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 Í DAG kl. 15 opnar Elín G. Jóhanns- dóttir myndlistarkona sýningu á verkum sínum í Gallerí Fold. Sýn- ingin ber heitið Borið á borð. Að- spurð um titil sýningarinnar svara Elín svo: „Ég er að fara að sýna kyrralífsmyndir þar sem ég ber hluti á borð samkvæmt hefðinni en síðan hef ég landslag í bakgrunni sem er nýstárlegt því kyrralífs- myndir voru alltaf uppstillingar innandyra.“ Umfjöllundarefni myndanna eru margvísleg en Elín segist mála það sem er að gerast á líðandi stundu, „ég túlka líðandi stund með tilvísun í hefðina. Hlutirnir í myndum mín- um tengjast á ákveðinn hátt og kalla fram spurningar í huga áhorf- enda. Hlutirnir sem ég ber á borð eru til dæmis fartölva, kaffibolli, leðurhanskar og farsími sem end- urspegla karllægt viðmót til stjórn- unar, síðan í annarri mynd ber ég fram hina kvenlegu búsáhaldabylt- ingu með tilheyrandi vísunum í samtímann“. Elín segir að viðfangsefni list- sköpunar hennar hafi tekið miklum breytingum á undanförnum miss- erum „ég er að gera eitthvað allt öðruvísi núna en áður, ég vann að- allega landslagmyndir en það varð allt í einu ekki nóg fyrir mig að ein- blína bara á tóma fegurðina eða stilla upp appelsínum og eplum. Því breyti ég hefðinni, sem ég sæki að- allega til Kjarval og Erró, og túlka hana á nýjan hátt í samtímanum“. asgerdur@mbl.is „Borið á borð“ í Galleríi Fold Breyting Elín G. Jóhannsdóttir: „Ég er að gera eitthvað allt öðruvísi.“ Á MORGUN, sunnudag, heldur Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara tónleika í Kristskirkju, Landakoti. Á tónleikunum leikur Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari verk eftir J.S. Bach og Jónas Tómasson. Tón- leikarnir hefjast kl. 20 og rennur all- ur ágóði af þeim til Minningarsjóðs- ins. Hlíf Sigurjónsdóttir segir að sig hafi lengi langað til að votta Kristjáni og fjölskyldu hans virðingu sína en einnig þurfi að minna reglulega á starfsemi sjóðsins. Hún hyggst leika Sónötu nr. 1 og Ciaccona úr Partítu nr. 2 eftir J.S. Bach, en bæði verkin er að finna á tvöföldum geisladiski sem hún sendi frá sér á síðasta ári og hefur að geyma flutning hennar á öll- um sónötum og partítur Bachs fyrir einleiksfiðlu. „Ég hef verið að fylgja þeirri útgáfu eftir undanfarið,“ segir Hlíf og liður í því var einleiks- tónleikar sem hún hélt í Merkin Con- cert Hall í New York í janúar síðast- liðnum. Á tónleikunum í New York lék Hlíf einmitt líka verk Jónasar Tóm- assonar, en það segir hún að Jónas hafi einmitt samið fyrir hana þegar hún bjó á Ísafirði. Hún segir að verk- in sem hún hyggst leika hafi mjög persónulega skírskotun fyrir sig. „Fyrir mér er tónlist tilfinningar og við manneskjurnar erum tilfinn- ingaverur. Ást mín á tónlist eftir Bach, tengingin við vini mína fyrir vestan og líka það að verkið hans Jónasar var samið veturinn sem pabbi dó og svo að ég þekkti fjöl- skyldu Kristján heitins, allt tengist þetta á svo marga vegu.“ Aðspurð hve langan tíma það hafi tekið hana að hljóðrita Bach-verkin á disknum segir hún að það megi eig- inlega orða það svo hún hafi byrjað að undirbúa sig fyrir útgáfuna á Bach-sónötunum og patrítunum þeg- ar hún var að læra hjá Birni Ólafs- syni fiðluleikara. „Þetta var hans uppáhald, biblía fiðluleikarans.“ Hlíf segir að þó Bach hafi verið í sviðsljósinu þar ytra og verði í Kristskirkju, þá sé hún mjög stolt af því að geta kynnt íslensk tónskáld með þessum 300 ára tónlistajöfri; „góð tónlist er tímalaus og stendur alltaf fyrir sínu“. Tónlist er tilfinningar TilfinningarHlíf Sigurjóns-dóttir leikur á tónleikunum í Kristskirkju. KARLAKÓRINN Heimir úr Skaga- firði bregður sér austur yfir Trölla- skagann í dag til að halda tvenna tónleika. Þeir fyrri fara fram í Bergi, menningarhúsi Dalvíkinga, kl. 15 í dag og í kvöld, kl. 20.30, verða tónleikar í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal. Einsöngvari er Óskar Pétursson frá Álftagerði, undirleikari Thomas R. Higgerson og stjórnandi Stefán R. Gíslason. Heimir hefur farið mikinn í vetur, m.a. tónskreytt frásögn Sturlungu af Örlygsstaðabardaga og verið í slagtogi við Karlakór Reykjavíkur á stórtónleikum. Vorferðin um Norðurland í dag er einskonar uppskeruhátíð í lok einmánaðar. Flutt verður það besta úr vetr- arstarfinu, m.a. óperukórar og drykkjuvísur, mjúkleg ástarljóð og örlagakvæði, þróttmikil karlakórs- lög og blíðlegir vorsöngvar, sem spanna Evrópu víða frá Miðjarð- arhafsströndum um rússnesku steppurnar til Íslandsstranda, eins og segir í fréttatilkynningu kórsins. Óskar Pétursson Syngur með karlakórnum Heimi. Brot af því besta hjá Heimi í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.