Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 29
ur í Dæló þegar mamma og pabbi fóru í Veiðivötnin. Spenningurinn var ekki bara hjá okkur Skottunum held- ur leyndi sér ekki tilhlökkunin hjá þér sjálfri. Við eyddum þessum góða tíma saman og fórum meðal annars í sund á Selfossi og Hveragerði. Þú eldaðir handa okkur og hugsaðir vel um okkur. Þetta var góður og skemmtilegur tími og við Skotturnar nutum þess í botn að Stína frænka væri að passa okkur. Ligg ég nú, horfi upp, sný mér við, sé mynd og spyr hví þú? Stend upp, sé tár heimsins falla af himnum ofan, englarnir gráta líkt og ég. Sest niður, kvíði upp kemur, ég finn anda þinn, sé þig í móðu. Þú mig upp reisir, ljós sólar birtist, englar hætta að gráta, Því nú ég sé þig brosa. Hvíldu, hvíldu vel. (Dagný Pálsdóttir) Nú þegar við kveðjum þig, elsku Stína okkar, viljum við biðja Guð að hjálpa okkur að styðja Magga, afa og systkini þín á þessum erfiða tíma. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Skotturnar þínar, Anna María og Katrín Ýr Friðgeirsdætur. Skyndilega skall svartamyrkur á um miðjan dag hinn 6. apríl sl. Það myrkur sem enginn átti von á eða vildi sætta sig við og tók við mikil reiði og sorg. Þú hefur kvatt okkur elsku Stína frænka, það er erfitt að hugsa til þess, en við fáum engu um það ráðið eins ósanngjarnt og það er. Ég þakka fyrir alla þá góðu tíma sem við áttum saman, hvort sem það var heima í sveitinni okkar þar sem við nutum þess að vera til eða þeim fjölmörgu ferðalögum sem við fórum saman í, á fjöll, í sumarbústað og úti- legur, þær ferðir voru yndislegar. Einnig voru ófáar stundir sem við áttum saman á Kleppsveginum, þeg- ar byggt var afar fallegt heimili, þá var bílskúrinn sérstaklega vinsæll, alltaf nóg að narta í fyrir litla sí- svanga orma sem reyndu hvað þeir gátu að aðstoða þá fullorðnu við sína vinnu. Öll þau áramót sem við áttum saman í faðmi fjölskyldunnar, alltaf voru þau frábær. Þrátt fyrir erfiða tíma þegar mót- vindurinn blés hvað mest, þá munu þessar frábæru minningar lifa með okkur um ókomna tíð og þú munt ávallt eiga stað í hjarta okkar. Hvíl í friði elsku frænka. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Linda Björk Friðgeirsdóttir. Elsku Stína okkar allra. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Sorgin er yfirþyrmandi fyrir okk- ur öll en það eina sem við huggum okkur við er að það hlýtur að vera einhver tilgangur með svona hræði- legum atburði. Af hverju ertu tekin svona ung frá okkur? Það verða fagn- aðarfundir þegar þú hittir Siggu og mömmu sem báðar fóru á besta aldri en þetta er okkur ætlað að læra að lifa við. Við höldum utan um pabba sem hefur misst svo mikið og núna „Rósina“ sína, við huggum hvert annað í djúpri sorg. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér fyrir allt. Jóna, Björn og Hugrún Harpa.  Fleiri minningargreinar um Krist- ínu Rósu Steingrímsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. un af litlum börnum, þau fundu það fljótt að þau voru velkomin og hvergi var mýkra fang en hjá ömmu. Þú varst svo sannarlega rík, komin 19 barnabörn og sjö barnabarnabörn. Bara eitt áður en við kveðjum: Við keyptum rósir handa þér – litinn þinn manstu. Þú tekur þær með þér. Vilhjálmur, Eva, Torfi, Þórdís, Pétur, Ólöf, Sveinbjörg og Ágúst. Það fylgir hækkandi aldri að kveðja æ fleiri ættingja og vini sem voru ögn eldri en maður sjálfur. Þegar ég var 10 ára fluttu foreldrar mínir að Ferju- bakka og fengu að byggja Ráðagerði á smáparti úr jörð Jóhannesar, bróð- ur mömmu. Síðan hefur Lalla frænka, dóttir Jóhannesar og Evu, verið fast- ur punktur í tilveru minni. Létt lund, yndislegt skopskyn og stórt hjarta einkenndu hana auk listrænna hæfi- leika. Í húsmæðraskóla á Varmalandi lærði hún held ég allt sem hægt var að læra í handavinnu. Allt sem hún gerði var einstaklega fallegt. Hún var líka fús til að reyna að kenna okkur Dísu systur sinni. Því miður reyndist ég bæði klaufsk og áhugalaus. Ég gat bara horft með lotningu á Löllu töfra fram blúndur og dúka úr örfínu garni með bækluðum prjóni sem hún kall- aði heklunál. Trúi í alvöru að hebr- eska hefði hentað mér betur. Æskuárin með systkinunum í Efstabænum og öllum öðrum krökk- um á Ferjubakkabæjunum skilja eftir margar minningarperlur. Til dæmis fyrsta sumarið mitt var farið á hest- um í berjaferð upp í Gufuárland. Ég gat setið á hesti en var ekki gangfær með brákuð ristarbein. Þá bjargaði Lalla öllu með því að taka ræfilinn á bakið og bera á milli berjalauta. Tvítugsafmælið hennar gleymist aldrei. Allt unga fólkið í sveitinni kom á yndislegum sólskinsdegi. Eftir kaffiveislu fór hópurinn upp á Húsa- tún. Farið var í ótal leiki og sungið og dansað við harmonikkuspil. Við litlu krakkarnir fengum að taka þátt í öllu með „stóru krökkunum“, þvílíkur dýrðardagur. Lalla var lærður dömuklæðskeri og síðasta námsveturinn hennar vorum við samhliða í Reykjavík. Þá var gott að geta skotist til Löllu ef eitthvað bjátaði á. Þennan vetur kynntumst við báðar verðandi eiginmönnum okk- ar. Við giftum okkur saman árið eftir og Lalla og Sammi settust að í sam- býli við foreldra hennar. Ég fylgdi sjómanninum mínum á Suðurnes. Þau sumur sem hann var á síld fyrir norðan, fór ég heim til foreldra minna, raunar fannst mér ég alltaf eiga heima í Efstabænum líka. Jói og Eva gerðu aldrei mun á mér og sínum börnum. Raunar var Efstibærinn alltaf fullur af börnum öll sumur, þá voru öll börn send í sveit ef hægt var. Lalla og Summi eignuðust 8 börn, við Óli 2 stráka. Þeir sóttu í sveitina til afa og ömmu öll sumur og sváfu auðvitað þar, en alla daga runnu þeir saman við hópinn hennar Löllu. Það var gaman að heyra þá bræður rifja upp þessi sumur, orðnir fullorðnir menn. Það hafði greinilega verið óskaplega gaman hjá þeim, ekki síst á unglingsárunum. Eftir að bílprófs- aldri var náð þurfti mjög oft að skreppa í Borgarfjörðinn um helgar. Efstibærinn stóð alltaf opinn fyrir þeim þó afi væri dáinn og amma flutt suður til okkar og aðrir teknir við Ráðagerði. Jóhannesi bróður mömmu, Summa og Löllu fáum við fjölskyldan í Hvammi aldrei fullþakkaða aðstoð og umhyggju við aldraða foreldra mína. Svo allar þær ánægjustundir sem við fjölskyldan áttum í Borgarfirðinum. Summa og öllum ástvinum Löllu sendum við fjölskyldan innilegar samúðarkveðjur. Ég kveð Löllu með 18. aldar kveðjunni sem hún setti undir bréfin sem hún skrifaði mér: „Elsku frænka, vertu svo af mér kært kvödd og Guði falin.“ Hjartans þökk fyrir allt. Þín frænka, Ingibjörg. Við Lára vorum systradætur, hún nokkuð yngri. Ég minnist þess þegar ég sá hana fyrst á Ferjubakka, en þá var hún á unglingsaldri. Þó að við værum svona náskyldar hittumst við ekki fyrr þar sem ég átti heima vest- ur á fjörðum en hún í Borgarfirði. Á þeim tíma sem við vorum að alast upp var þetta mikil fjarlægð og meira til- tökumál að ferðast á milli landshluta en síðar varð. Ég var komin til Reykjavíkur til dvalar þegar ég ákvað að taka mér ferð á hendur með rútu og hitta frændfólkið mitt í Borg- arfirðinum. Þegar ég kom að afleggj- aranum að Ferjubakka hitti ég fyrir mann að störfum úti við og spurði hann um ábúendur því bæirnir voru þrír á þessum slóðum. Hann hélt nú að hann vissi um mitt skyldfólk því þar var kominn Jóhannes faðir Láru. Þar fékk ég í fyrsta sinn að kynnast þeirri einstöku gestrisni sem alltaf hefur einkennt heimilisfólkið, þá ung stúlka og síðar fullorðin með mína fjölskyldu. Lára frænka mín var ekki heima, hún var á Brennistöðum að æfa leikrit. Þegar hún kom heim var hún skellihlæjandi og kát, lundarfar sem ávallt einkenndi hana. Vinskapur myndaðist strax og hélst upp frá því. Nokkru síðar leigðum við saman þeg- ar við unnum báðar í Reykjavík. Lára var einstaklega fær í hönd- unum eins og sagt er. Hún kunni skil á hvers kyns handverki og varla nokkuð sem henni var óviðkomandi á þeim vettvangi, sívakandi, forvitin og fróðleiksfús. Hún lærði til dömuklæð- skera hjá Guðfinnu Magnúsdóttur og kúnstbróderí hjá Júlíönu Jónsdóttur. Verkin hennar voru falleg og vel unn- in og báru merki alúðar og kunnáttu þeirrar sem þau vann. Það átti hins vegar ekki fyrir Láru að liggja að dvelja í Reykjavík því hún bjó alla tíð á Ferjubakka með sinni stóru fjölskyldu. Þar var óvenjugestkvæmt og eins og áður segir og einstaklega vel tekið á móti fólki. Ekki var farið fram hjá Ferju- bakka án þess að koma við og minn- umst við fjölskylda mín með þakklæti þeirra fjölmörgu góðu stunda sem við höfum átt með heimilisfólkinu. Þar ríkti gleðin og gæskan og skemmti- legar sögur voru sagðar við matar- borðið, dekkað mat hverjum sem þiggja vildi. Í hvert sinn sem átti að fara fram að Ferjubakka ríkti spenn- ingur, ekki hvað síst hjá ungviðinu því þar var nóg um að vera og allir fundu einhvern á sínu reki til að eiga samskipti við, ásamt því að upplifa hefðbundin sveitastörf. Þá gafst og tóm fyrir okkur frænkurnar að eiga stundir saman og treysta böndin. Oft þó líði of löng stundin alltaf man þig frænka mín. Verður kær sú von um fundinn vermir hugann fyrri tíð. (Jón Kristófersson frá Selárdal.) Ég kveð nú Láru frænku mína með þökk fyrir allt. Fari hún í friði. Sigríður Kr. Árnadóttir (Didda) og fjölskylda.  Fleiri minningargreinar um Láru Jóhannesdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁRDÍS OLGA STEINGRÍMSDÓTTIR, Árskógum 8, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 15. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ragnar Elíasson, Helga Ragnarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Elísa S. Ragnarsdóttir, Friðrik Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELLEN DANÍELSDÓTTIR, Droplaugarstöðum Snorrabraut, Reykjavík, áður Fellsmúla 9, andaðist á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 15. apríl. Þorkell Árnason, Rakel Egilsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Eric Paul Calmon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR ÁRNASON kaupmaður, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 14. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Magnhildur Friðriksdóttir, Magnús Agnarsson, Ulrika Bladh, Kristbjörg Agnarsdóttir, Konráð Sveinsson, Arnar Jökull Agnarsson, Anna Lára Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kæri fóstri minn, vinur okkar og bróðir, MAGNÚS HRÓLFSSON bóndi á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal, sem lést á sjúkradeild Heilsugæslunnar á Egils- stöðum föstudaginn 9. apríl, verður jarðsunginn frá Þingmúlakirkju mánudaginn 19. apríl kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hans láti sjúkradeildina á Egilsstöðum njóta þess. Magnús Karlsson, Heiða Reimarsdóttir, Arnar Karl og fjölskylda, Málfríður Hrólfsdóttir, Sigríður Hrólfsdóttir og aðrir vandamenn. ✝ Okkar ástkæri BJÖRGVIN HALLDÓRSSON, Grandavegi 47, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi fimmtudaginn 15. apríl. Aðstandendur. ✝ Ástkær systir okkar og mágkona, INGIBJÖRG HEIÐDAL, áður til heimilis á Dalbraut 20, Reykjavík, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík fimmtu- daginn 15. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Margrét Heiðdal, Gunnar Heiðdal, Anna Heiðdal, Haukur Dan Þórhallsson, Kristjana Heiðdal, Eyjólfur Högnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.