Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 EFTIR birtingu rannsóknarskýrslu Al- þingis hlýtur ykkur að vera orðið ljóst hverj- ir ollu bankahruninu. Það voru mennirnir sem áttu og stjórnuðu bönkunum. Aldrei hafa eins fáir valdið eins miklu tjóni. Þar fara fremst Baugs- feðgar og fyrirtæki tengd þeim. Baugur skuldaði mest 975 milljarða í bankakerfinu og 53% af eiginfjárgrunni bankanna þriggja. Útlánahæsti fyrirtækja hópurinn hjá Kaupþingi var Baug- ur með 42,30%. Gaumur, 75% eigandi Baugs skuldaði íslenska bankakerfinu ríf- lega 279 milljarða króna í október 2008. Mestar voru skuldirnar hjá Kaupþingi, eða 103 milljarðar króna. Jóhannes Jónsson og Ása K. Ásgeirsdóttir eiga 45% og sonur þeirra Jón Ásgeir á 41% hlut í Gaumi. Baugur og tvö félög tengd Baugi voru með part af 1.392 milljónir evra í framvirkum samn- ingum við bankana. Gjaldeyrinn keyptu þeir af Kaupþingi. Hefur nefndin til- kynnt þetta til rík- issaksóknara þar sem grunur leiki á mark- aðsmisnotkun. Af topp 10 skuld- settustu einstakling- unum í bankakerfinu lok september 2008 eru: númer 3 Jón Ásgeir Jóhann- esson með 125,7 milljarða, númer 6 Jóhannes Jónsson með 62,5 milljarða, númer 7 Ása K. Ásgeirs- dóttir með 62,6 milljarða og númer 9 Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir með 56,8 milljarða. Bankastjóri Arion banka Finnur Sveinbjörnsson er fyrrverandi bankastjóri Icebank. Icebank keypti skuldatryggingu fyrir skuldabréf að fjárhæð átta millj- arðar af fyrirtæki sem var með 105 milljónir í eigið fé í árslok 2007. Málið er hjá sérstökum sak- sóknara. Eigendur og stjórnendur Arion banka verða að ákveða sig; hvort þeir ætla að þjónusta mennina sem keyrðu bankakerfið í þrot haustið 2008 eða ekki. Spurning mín er: Að öllu framangreindu, finnst ykkur Jóhannes Jónsson, stjórn- arformaður Haga hf., traustsins verður sem stjórnarformaður og kaupandi að ráðandi hlut í fyr- irhuguðu almenningshlutafélagi Hagar hf.? Heimildir: Skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis Spurning til stjórnar og eigenda Arion banka Eftir Guðmund F. Jónsson »… finnst ykkur Jóhannes Jónsson, stjórnarformaður Haga hf., traustsins verður sem stjórnar- formaður og kaupandi að ráðandi hlut í fyrir- huguðu almennings hlutafélagi …? Guðmundur Franklín Höfundur er viðskiptafræðingur. Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s MÁVANES - EINSTÖK EIGN Á SJÁVARLÓÐ Einstaklega vel staðsett einbýlishús á 1.576 fm sjávarlóð við Mávanes á einum allrabesta stað á Arnarnesi. Húsið sem er alls 435 fm að stærð hefur hlotið mjög gott viðhald að ut- anverðu og vandað að allri gerð að innan. Mjög góður garður við húsið og aðkoma góð. Stórar svalir meðfram allri suðvesturhlið hússins. Einstakt útsýni út fjörðinn og flóann og til Álftaness. 5576 Suðurmýri - gott einbýli Tvílyft 159,8 fm einbýlishús á Seltjarnarnesinu. Húsið er upphaflega byggt árið 1940 en var síðan end- urbyggt og stækkað árið 2002. Við húsið var byggður bílskúr sem nú er nýttur sem íbúðar- rými med sérinngangi og geymslulofti fyrir of- an herbergin. Einnig var rishæð byggð ofan á húsið. V. 44,0 m. 5554 Hrauntunga 64 - eftirsótt staðsetning Vel staðsett tvílyft 212 fm parhús á eftirsóttum stað innst í Hrauntungu með glæsilegu útsýni. Timbur- verönd í garði. Við húsið austanmegin er búið að byggja viðbyggingu sem er fokheld, Húsið er laust strax. V. 36,9 m. 5582 Árakur 9-29 í Garðabæ - ný verð Nútímaleg og falleg 2ja hæða funkis raðhús sem byggð eru á skjólsælum stað á Arnar- neshæðinni. Húsin eru klætt ýmist flísum eða báraðri álklæðningu sem gefa þeim nútíma- legt útlit. Allur frágangur að utan tryggir lág- marksviðhald. Verð frá 37,0 millj. tilbúin til innréttingar. 7833 Boðagrandi - nýleg flott íbúð með útsýni. Vönduð og velskipulögð 127,7 fm 4ra her- bergja útsýnisíbúð ásamt bílskýli í nýlegu lyftuhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið var byggt árið 2000. Parket og flísar. Tvennar svalir. Laus 1. júní. Glæsilegt útsýni. V. 37,9 m. 5591 Eskihlíð - jarðhæð - mjög góð staðsetn. Vönduð talsvert endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í góðu húsi sem byggt var 1977. Nýlegt vandað eldhús, endur- nýjað glæsilegt baðherbergi. Parket og flísar. Sérverönd og sérgarður í suður. Einstaklega góður staður. V. 21,7 m. 5580 Blöndubakki - útsýnisíbúð Falleg 3ja herbergja 86,4 fm íbúð á 1.hæð(einn stigi upp) í góðu húsi á mjög góðum stað í Bökkunum. Endurnýjað eldhús. Mjög gott skipulag. Mjög gott útsýni til norðvesturs á Esjuna og yfir hluta borgarinnar. V.16,8 m 5597 Hraunbær - falleg endurn. íbúð. Mjög góð 3ja herb. 82,4 fm íb. á 3.hæð í góðu fjölbýli. Opin og mjög björt íbúð. Nýl. eldhús, eldhústæki, baðherbergi og fl. Parket og flísar. Nýl. þak. Mjög góð staðsetning rétt við grunn- skóla, sundlaug og verslun. Góð sameiginleg barnvæn lóð. V. 16,9 m. 5577 Eskivellir - glæsileg horníbúð m. 2 stæðum. Stórglæsileg 3ja herb. 113 fm íbúð á 4 hæð með tveimur stæðum í bíla- geymslu. Íbúðin er einstaklega vel innréttuð með granít á vinnuborðum, stóru baðh. með stórum sturtuklefa sem gengið er beint inn o.fl. Stórar hornsvalir eru til suðurs og vesturs en þær eru með glerlokum. Á gólfum eru flísar og parket. Laus strax. V. 25,9 m. 4496 Vel skipulagt 134,2 fm raðhús á einni hæð ásamt 23,1 fm bílskúr sem stendur sér í lengju. Húsið skiptist í anddyri, sjónvarpshol, eldhús, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottaher- bergi, geymsla, samliggjandi stofa og borðstofa. Suður garður. V. 27,2 m. 5378 OPIÐ HÚS SUNNUDAG OG MÁNUDAG FRÁ KL 17:00 - 18:00 YRSUFELL 32 - RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ Mjög falleg og rúmgóð 119,3 fm íbúð á 2. hæð í Garðabæ. Íbúðin skiptist í forstofugang, herbergi, stofur með sjónvarpsholi, hjónaherbergi, eldhús, sérþvotta herbergi og baðher- bergi. Íbúðinni tilheyrir stæði í lokaðri bílgeymslu. V. 26,9 m. 5368 OPIÐ HÚS (MÁNUDAG) FRÁ KL. 18:30 - 19:30 - Tinna á bjöllu. STRANDVEGUR 6 - STÆÐI Í BÍLGEYMSLU Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginni. Verð mætti vera á bilinu 90-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sumarbústaður við Þingvallavatn óskast Óskum eftir sumarbústað við Þingvallavatn (við vatnið). Bústaðurinn má kosta á bilinu 30-70 milljónir. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Skrifstofuhúsnæði óskast Traust fyrirtæki óskar eftir 2200 - 2500 fm skrifstofuhúsnæði í Reykjavík (Reykja- víkursvæðinu) til leigu eða kaups. Góð aðkoma og góð bílastæði æskileg. Heil húseign kæmi vel til greina. Staðgreiðsla eða bankatrygging. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. HÚSNÆÐI ÓSKAST SÓLTÚN 30 - ENDAÍBÚÐ Á 4. HÆÐ Falleg og rúmgóð 5 herbergja 108,4 fm endaíbúð á 4. hæð í góðu lyftuhúsi. Fallegt útsýni. Íbúðin selst með öllu innbúi sem er í íbúðinni við skoðun. Íbúðin er til afhendingar strax. V. 26,9 m. 5588 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL 17:00 - 18:00 OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Atvinnuhúsnæði HVAMMUR - KJALARNESI Til sölu lögbýlið Hvammur Kjalarnesi. Um er að ræða glæsilegt 135 fm einbýlishús byggt 1997 og 94 fm bílskúr og hesthús byggt 2002. Eigninni fylgir u.þ.b 6 ha lands. Hitaveita á staðnum. Glæsilegt útsýni. Nánari uppl. á skrifsofu Fasteignamiðstöðinni sími 550-3000. 101650

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.