Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 33
Þetta var ógleymanleg ferð í alla staði. Stórstjörnur, glæsikerrur, pelsar, kokteilar og stórinnkaup er það sem kemur upp í hugann og eru minningarnar úr þessari ferð mér svo kærar að ég mun aldrei gleyma henni. Það er svo erfitt að hugsa til þess að hafa þig ekki hjá mér, ég þekki ekkert annað. Ég mun sakna þín svo mikið að það er sárt að hugsa til þess. Veit að núna líður þér vel og ert í faðmi afa Kára. Ég elska þig amma mín og það mun ekki líða dagur sem mér verður ekki hugað til þín. Þín Eva. Það er farið að vora í Skagafirði, og þessi sérstaka silfurbláa aprílbirta sem liggur til hafsins er hvergi til nema hér. Og einmitt núna þegar birtan er vaxandi og myrkur vetrar dvínar, sól hækkar á lofti dag frá degi, og allt líf að endurfæðast, þá lagði Eva mágkona mín af stað í sína hinstu för, hljóðlega lagðist hún til hvíldar, sofnaði og vaknaði ekki aft- ur. Ég minnist þess er ég kynntist þeim hjónum Evu og Kára, og heimili þeirra, sem var dálítið á annan veg en ég áður þekkti og ekkert hversdags- legt. Alla daga kenndi hún við Tónlistar- skólann og flesta daga komu nem- endur heim til Evu og æfðu sig þar, enda ekki hljóðfæri á hverju heimili. Að loknum kennsludegi gat það svo gerst að kennarinn settist við hljóðfærið, slakaði á og þá gat allt heyrst í bland; klassík, djass, söng- leikjatónlist eða lög eftir Eyþór, Pál Ísólfs eða einhverja af íslensku önd- vegistónskáldunum. Og Kári kunni vel að meta tónlistina þótt hans aðal- áhugasvið lægju nær hinu ritaða og talaða orði, og maður komst ekki upp með að hafa ekki lesið nýjustu ljóðin hans Hannesar og hafa á þeim skoð- un eða skáldverkum Indriða G. en skagfirsku listamennirnir skipuðu öndvegi í huga Kára. Þannig sköpuðu þau og nutu menningar, og leiklistin varð ekki út- undan, því bæði léku þau burðarhlut- verk í stórum sýningum hjá Leik- félagi Sauðárkróks. Að loknu námi byrjaði Eva sem einkakennari í píanóleik, en eftir að stofnaður var tónlistarskóli varð hún fastráðinn kennari og raunar allt frá byrjun staðgengill skólastjóra, Ey- þórs Stefánssonar. Þegar svo Eyþór lét af störfum tók Eva við skóla- stjórninni, og undir hennar hand- leiðslu óx Tónlistarskóli Sauðárkróks og dafnaði, og vann sér sess í menn- ingarlífi bæjarins. Upphafsár eru oft erfið og þannig var einnig um Tón- listarskóla Sauðárkróks. Vilji til að bjóða kennslu í sem flestum greinum var mikill, en skólinn réð ekki yfir húsnæði og ekki voru á staðnum kennslukraftar til að svara þeim ósk- um sem bárust. Því komu um árabil t.d. fiðlukennarar viku og viku til kennslu og til að lágmarka kostnað var kennarinn oftast í fæði og hús- næði heima hjá skólastjóra þær vikur sem staðið var við. Eva lét af störfum 1999, og sagðist þá ganga ánægð og áhyggjulaus frá borði þar sem skól- inn, þetta óskabarn hennar, væri í öruggum höndum nýs skólastjóra, Sveins Sigurbjörnssonar. Eva Snæbjarnardóttir var Skag- firðingur í húð og hár. Hún sagðist hafa notið þeirra forréttinda að geta farið út í heim til að læra það sem hugur hennar stóð til, en síðan komið heim til að miðla þar menntun sinni og þekkingu, og fá í samvinnu við hóp af góðu fólki að byggja upp öflugan og góðan skóla. Við leiðarlok vil ég þakka Evu Snæbjarnardóttur frábæra vináttu, samvinnu og samstarf um árabil. Megi sá Guð sem yfir okkur öllum vakir leiða hana á móti bjartari degi í eilífu ríki sínu. Við Birna sendum öllum aðstand- endum Evu Snæbjarnardóttur inni- legar samúðarkveðjur. Björn Björnsson.  Fleiri minningargreinar um Evu Snæbjarnardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 ✝ Margrét fæddist áSauðárkróki 14. júlí 1935. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðárkróki, deild II, 6. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Jósafatsson, f. 4. október 1899, d. 14. janúar 1974, og Hólmfríður Jón- asdóttir, f. 12. sept- ember 1903, d. 18. nóvember 1995. Systkini Margrétar eru: Hörður Guðmundsson, f. 1928, d. 1987, Hjalti Jósafat Guðmunds- son, f. 1929, og Anna Jóna Guð- mundsdóttir, f. 1931. Margrét giftist Stefáni Guð- mundssyni, f. 8. júlí 1933, d. 22. mars 2007. Stefán ólst upp hjá for- eldrum sínum í Húsatúni í Haukadal við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru er Guðmundur Jensson, þau eiga tvö börn; Margréti, f. 4. ágúst 1984, og Ingva, f. 2. maí 1988. 3) Ægir Sturla, f. 15. maí 1961, eiginkona hans er Arngunnur Sigurþórs- dóttir, þau eiga tvær dætur; Guð- björgu, f. 11. febrúar 1990, og Mel- korku, f. 5. apríl 1994. Margrét ólst upp á Sauðárkróki hjá foreldrum sínum. Hún fékkst við ýmis störf á sínum yngri árum auk húsmóðurstarfsins. Má þar nefna fiskvinnslu og saumaskap. Síðast vann hún í mötuneyti Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra, þar sem hennar starfsævi lauk, fyrr en hún ætlaði, vegna heilsubrests. Síðustu þrjú árin var heimili hennar á deild II á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, en þangað flutti hún þegar eiginmaðurinn, Stefán, henn- ar stoð og stytta, féll skyndilega frá. Útför Margrétar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 17. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Guðmundur Jón Jóns- son, f. 2. júní 1888, d. 19. janúar 1945, og Sigríður Katrín Jóns- dóttir, f. 27. nóv- ember 1899, d. 24. desember 1995. Börn Stefáns og Margrétar eru: 1) Guðmundur Rúnar, f. 14. febrúar 1957, eig- inkona hans er Arn- fríður Arnardóttir, börn þeirra eru: a) Stefán Örn, f. 22. febrúar 1978, sam- býliskona hans er Svana Hilde- brandt, sonur þeirra er Guðmundur Ernir, f. 3. janúar 2007, b) Berglind Inga, f. 28. apríl 1983, sambýlis- maður hennar er Kristinn Leifsson c) Jónas Rúnar, f. 4. maí 1988, sam- býliskona hans er Steinunn Hulda Magnúsdóttir. 2) Sigríður Katrín, f. 25. janúar 1959, eiginmaður hennar Hinsta kveðja til móður og tengdamóður. Ég sé þig í nóttlausu skini skarta, Skagafjörður um sumartíð, og hvergi slær örar þitt heita hjarta, en hásumarkvöld í Varmahlíð. Þar opnast þinn faðmur til fjalla og stranda, fjörðurinn blár og jökulsins kinn. Hver þarf nýrra að leita landa, sem lifir og starfar við barminn þinn? – – – Þar Mælifellshnjúkur í víðbláins veldi er vörður að sunnan í fjarðarins hring, því sveipast lokkar hans árdegiseldi áður en sól vermir fjöllin í kring. – – – Vornætur tíbrá um Tindastól leikur, í tárhreinu djúpinu speglar hann brá, lyftir mót hásölum kollinum keikur, hvassbrýndur skimar um norðurhöf blá. Þar ytra rís Drangey dimmblá og fögur sem draumsýn máluð á litað tjald, og náttsólin greiðir geislakögur og gulli sáldrar á hafsins fald. – – – En Málmey að austan úr mistri bláu af mararfleti í hillingum rís, og Þórðarhöfði með hraunþilin háu horfir til vesturs mót kvöldsins dís. Hver á sér fegurri átthaga á jörðu, né yndislegri og friðsælli reit, en Skagafjörðinn, sem guðirnir gjörðu einn glóbjartan árdag að minni sveit? (Hólmfríður Jónasdóttir.) Hvíl í friði. Guðmundur Rúnar Stefánsson og Arnfríður Arnardóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Minningarnar um góða ömmu gleymast aldrei. Berglind Inga og Jónas Rúnar. Þegar ég kom í heiminn áttu for- eldrar mínir ekki í mikum vandræð- um með að finna nafn á mig. Mar- grét skyldi ég heita, í höfuðið á báðum ömmum mínum, og alnafna þeirra í þokkabót. Núna eru þær báðar horfnar á braut með 10 ára millibili, nánast upp á dag. Fyrst amma Magga og nú amma Gréta. Amma Gréta bar hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti og gerði aldrei upp á milli okkar barnabarnanna. Eftir að hún fór á sjúkrahúsið og byrjaði að föndra, þá hélt hún því til haga að allir fengju eins. Núna er gaman að eiga þessa fallegu muni eftir hana. Það eru forréttindi að fá að alast upp í nágrenni við ömmur sínar og afa. Margar mínar bestu minningar úr barnæsku eru tengdar ömmu Grétu og afa Stebba. Laugardags- morgnar í sundlauginni, þar sem fyrst var synt aðeins og svo farið í pottinn og spjallað, sunnudagsrúnt- ar um héraðið og ís í Varmahlíð og auðvitað lottóið á laugardögum. Öll fjölskyldumatarboðin, laufa- brauðsgerðin, tertur og heitt kakó á aðfangadagskvöld, gamlárskvöld með ömmu á bak við myndavélina og afi með vindilinn í munnvikinu. Spánardressin, lottókjólarnir og út- landanammið. Fyrir allt þetta og svo ótal margt annað er ég endalaust þakklát, elsku amma mín. Núna ert þú kom- in til afa og þið getið haft það gott saman á ný. Hvíl í friði elsku amma mín. Þín nafna, Margrét. Elsku amma Gréta. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir þessi tutt- ugu ár sem þú hefur verið hluti af mínu lífi. Tuttugu ár eru ekki stór partur af þínu lífi en fyrir mér er það allt mitt líf og því langur tími. Þú varst alltaf svo góð og gjaf- mild, varst alltaf að ota einhverju að manni, sérstaklega mat og sæ- tindum. Þegar ég kom norður í heimsókn til þín og afa þá beið mín fulldekkað borð af kökum og kræs- ingum. Þú varst alltaf dugleg við að prjóna og ég get ekki talið þær peysur sem þú prjónaðir á mig í gengum tíðina, svo margar voru þær. Þið afi voruð dugleg við að skella ykkur út í sólina og komuð heim brún og sæl og auðvitað með gjafir fyrir okkur krakkana. Já, þið afi voruð gjafmild og voru stærstu pakkarnir á afmælum og jólum allt- af frá ykkur. Þú varst alltaf áhuga- söm um hvað ég hefði fyrir stafni í skólanum og fimleikunum. Þú varst mjög lífsglöð og það þurfti ekki mikið til að kæta þig. Ég man eitt sinn þegar ég og Steinunn frænka klæddum okkur í gömul föt af þér og gengum um göturnar á Króknum eins og gamlar konur, okkur fannst þetta þvílíkt fyndið og þér líka og tókst myndir af okkur. Það var alltaf eitthvað hægt að hafa fyrir stafni hjá þér. Áramótin eru mér minnisstæð, að vera yfir áramótin hjá ykkur afa var alltaf langskemmtilegast. Þar vorum við öll saman, við stórfjöl- skyldan, og borðuðum góðan mat saman, fórum á brennuna og skut- um upp flugeldum. Eftir að þú fórst á Heilbrigð- isstofnunina á Króknum varstu dugleg við að mála á diska og dúka og á ég nokkra diska eftir þig. Ég mun sakna þín elsku amma en ég veit að nú ertu komin á betri stað og ég vona að þér líði vel þar. Amma Gréta, þú munt lifa í minningu minni svo lengi sem ég lifi. Þín Guðbjörg Ægisdóttir. Margrét Guðmundsdóttir ✝ Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samhug og vinarþel við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, BJARGAR SÓLEYJAR RÍKARÐSDÓTTUR, Lágholti 23, Mosfellsbæ. Ríkarður Már Pétursson, Þorsteinn Pétursson, Þórunn Pálsdóttir, Þórhildur Pétursdóttir, Þorlákur Magnússon, Jóna Lára Pétursdóttir, Emil Guðmundsson, Hjalti, Sólrún Una, Guttormur, Björg, Ólöf Ríkarðsdóttir, Ásdís Ríkarðsdóttir. ✝ Hugheilar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR. María Helgadóttir, Friðrik G. Gunnarsson, Helgi Helgason, Inga Lára Helgadóttir, Ólafur Haukur Jónsson, Björk Helgadóttir, Sigurður Hauksson, Guðmundur Rúnar Helgason, Inga Á. Guðmundsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BIRNU R. ÞORBJÖRNSDÓTTUR frá Sporði, Hvammstangabraut 20, Hvammstanga. Hjartans þakkir fá allir þeir fjölmörgu sem önnuðust hana í veikindum hennar, bæði í Reykjavík og Hvammstanga. Sérstakar hjartans þakkir fær Rúrí (Guðrún Magnúsdóttir) fyrir hennar ómetanlegu hjálp, kærleika og umhyggju. Ágúst Jóhannsson, Þorbjörn Ágústsson, Oddný Jósefsdóttir, Jóhanna Sigurða Ágústsdóttir, Guðmundur Vilhelmsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns, föður, afa, langafa og langalangafa, BRYNJÓLFS LÍNDAL JÓHANNESSONAR, Sólvangi, Hafnarfirði. Þórunn Þráinsdóttir, Jóhannes Líndal Brynjólfsson, Þráinn Líndal Brynjólfsson, María Líndal Brynjólfsdóttir, Arnar Þór Jóhannsson, Hilmar Þór Jóhannsson, Lárus Þór Jóhannsson, Jakob Líndal Jóhannesson, Brynjólfur Líndal Jóhannesson, Andri Líndal Jóhannesson, Aníta Þórunn Þráinsdóttir, Telma Björg Þráinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.