Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 10
„Það er fastur liður á laugar-
dögum að koma við í Vínberinu á
Laugavegi og kaupa smá nammi
handa börnunum – og mér!
Þrátt fyrir risavaxnar og of-
hlaðnar sælgætisdeildir í stór-
mörkuðum þá langar þau alltaf
að fara frekar í Vínberið og
mér þykir vænt um það. Ég
vona að þeirri verslun verði
ekki lokað. Mikið væri það
sorglegt.
Ég ætla síðan að hitta góða vinkonu mína og
drekka með henni kaffi og spjalla og gæti svo ekki
án þess verið að blaða í gegnum þykka bunka af
blöðum og tímaritum í leiðinni. Á leiðinni heim ætla
ég að muna eftir því að kaupa rjóma því það er alltof
langt síðan ég hef steikt pönnukökur og því þarf ég
nauðsynlega að rúlla upp nokkrum með rabarbar-
asultu frá ömmu áður en ég fer að ryðga í brans-
anum.
Í kvöld ætla ég síðan að horfa á góða kvikmynd
og þá er tilvalið að horfa aftur á 2012 eða The Volc-
ano.“
Kristjana Guðbrandsdóttir
Ritstjóri Ynja.net
Hvað á að gera í dag?
Pönnukökur með sultu og
rjóma, kaffihús og kvikmyndir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
UPPBOÐ
á ýmsum munum
Vörumiðstöð Samskipa, laugardaginn 17. apríl kl. 12.00
Uppboðið verður haldið af sýslumanninum í Reykjavík í aðstöðu vörumiðstöðvar Samskipa,
Kjalarvogi 7-15, Reykjavík. Aðkoma að húsnæði Samskipa: Gengið er inn um dyr nr. 33 hjá vöru-
afgreiðslu inn á svæðið. Bílastæði eru fyrir framan húsið.
Meðal þess sem boðið verður upp eru hurðir, skápar, borð, ýmiskonar húsgögn, dekk og felgur,
garðhúsgögn og garðvörur, grill, byggingarefni, glerrúður, fatnaður, hárskraut, skór, heimilistæki,
varahlutir í mótorhjól, álnavörur, sængur, koddar og margt fleira.
Skútuv
ogur
Kjalarvogur
Sæbra
ut
B
rú
arvo
g
u
r
K
leppsm
ýrarvegur
H
o
ltaveg
u
rBarkarvo
gur
Uppboð
hlið 33
Einungis peningar eða debetkort eru
tekin gild sem greiðsla, hvorki ávísanir
né kreditkort.
Greiðsla við hamarshögg.
10 Daglegt líf
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
J
ú, ég vissi að Japanir væru
sjúklega nákvæmir þegar
kemur að matargerð en
þegar Snorri fór að segja
sögur af dvöl sinni í Japan
og öllum serimóníunum og smá-
munaseminni í tengslum við nám
hans í sushi-gerð fylltist ég miklum
efasemdum um að ég væri rétta
manngerðin í þetta. Hamhleypueðli
sem vill vaða í verkin með djöf-
ulgangi, hentar greinilega ekki til
sushi-gerðar.
En það breytir ekki því að ég dá-
ist að fólki sem hefur langlundargeð
til að búa til slíkan „slow-food“ og
leggja svona mikið upp úr fegurð
matarins sem raun ber vitni.
Sushi-bitarnir gleðja ekki aðeins
bragðlaukana heldur eru þeir mikið
augnayndi.
Fegurð þeirra vekur lyst.
Það fylgir því mikil ánægja að
borða fallegan mat og auðvitað er
frábært að geta borið á borð fyrir
gesti sína eitthvað sem maður hefur
lagt svona mikla vinnu í.
Sagt er að sushi-gerð heppnist
best ef fyrir hendi eru meðal annars
matarást, sköpunargleði og hug-
arró.
Fáið krakkana með
í sushi-gerð
Grundvallaratriðin í sushi-gerð
eru grjónin og meðhöndlun þeirra
og einnig að hráefnið í fyllingunni
sé ferskt og fyrsta flokks.
Forvinnan er aðalmálið.
Og þar skiptir forvinna grjónanna
mestu. Ef grjónin hafa ekki verið
rétt meðhöndluð og eru ekki eins og
þau eiga að vera, þá verður sushi-ið
ekki í lagi.
Maður kemst ekki upp með fúsk í
sushi-gerð.
Grjónin verða að vera japönsk og
þau þarf að meðhöndla af alúð.
Fyrst þarf að skola 5-7 sinnum,
alveg þar til skolvatnið er ferskt.
Síðan eiga þau að standa í eina
klukkustund í köldu vatni.
Að lokum eru þau soðin eftir
Hrossakjöt og hvalur
alveg frábær í sushi
Að búa til sushi krefst mikillar þolinmæði og vandvirkni. Ekkert minna dugir en
taka heilan dag frá til slíkra gjörninga. Blaðamanni féllust hendur í sýnikennslu
hjá meistara Snorra B. Snorrasyni í því að búa til þennan fagra japanska mat.
Morgunblaðið/Golli
Mikill fagmaður Snorri sker ferskan fiskinn eftir kúnstarinnar reglum.
Mottan góða er nauðsynleg.
Prufutíminn
Það eru alltaf uppi alls konar kenn-
ingar um það hvað má segja og hvað
má ekki segja makanum. Á vefsíðunni
msn.com má finna fimm atriði sem
konum er ráðlagt að halda frá maka
sínum.
1. Fyrrverandi sambönd.
Hann gerir sér grein fyrir því að þú
dvaldir ekki í nunnuklaustri áður en
hann kynntist þér en það þýðir ekki
að hann þurfi að vita um gömul skot.
Hann spyr kannski um hina gaurana í
lífi þínu en er að fiska eftir því að
heyra að hann sé bestur. Forðastu að
ljúga með því að svara ekki spurn-
ingum um kynlífsfortíð þína. Þegar
hann spyr segðu að hann sé sá eini
sem þú getir hugsað um í rúminu.
2. Hvernig þú eyðir peningunum þín-
um.
Svo lengi sem þið deilið ekki
bankareikningi þarf kærasti þinn ekki
að vita hvert peningarnir þínir fara.
Það stressar karlmenn að sjá konur
kaupa hluti sem þeir telja óþarfa eins
og föt og skó. Ef hann spyr segðu þá
að nýi kjóllinn hafi verið mikið ódýrari
en sjónvarpið sem hann keypti.
3. Hvað þér finnst um fjölskyldu
hans.
Að setja út á nánustu fjölskyldu
getur skemmt samband ykkar. Þótt
mamma hans sé jafn köld og jökull
skaltu halda þverrifunni á þér saman.
Um leið og þú segir eitthvað neikvætt
fer honum að líða eins og þú sért að
biðja hann um að velja á milli þín og
þeirra.
4. Saklaust daður.
Þú elskar manninn þinn en það
þýðir ekki að þú getir ekki spjallað við
aðra menn. Að daðra er heilbrigt svo
lengi sem það gengur ekki lengra. En
vertu þögul um það, að monta sig af
því gerir hann bara óöruggan.
5. Hvað þér finnst í alvörunni um
gjöfina frá honum.
Í staðinn fyrir að slá hann ut-
anundir skaltu finna eitthvað eitt
gott um hverja gjöf. Ef þú hafnar gjöf-
inni ertu nánast að hafna honum. Í
næsta skipti skaltu gefa honum vís-
bendingu svo hann gefi þér eitthvað
sem þú ert hrifin af.
Sambönd
Reuters
Ást Ætli Carla Bruni segi manni sínum, Nicolas Sarkozy, allt?
Það sem má ekki segja