Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VERÐ á raforku til almennings hef- ur lækkað um 19 prósent frá árinu 2002, þegar tekið er tillit til verð- lagsþróunar. Raforkuverð á Íslandi er umtalsvert lægra en í helstu ná- grannalöndunum, þar sem raf- orkuverð hefur hækkað á sama tímabili, en gengissveiflur gera slík- an samanburð alltaf erfiðan. Kom þetta meðal annars fram í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, á ársfundi fyr- irtækisins í gær. Verð á raforku til stóriðju hefur hækkað umtalsvert undanfarið vegna tengingar raforkuverðs við ál- verð. Raforkuverð til stóriðju er hins vegar lægra en til almennings, jafn- vel þegar horft er framhjá sköttum og dreifingarkostnaði. Þegar aðeins er borinn saman hlutur raforkuvinnslu í raforkuverði til almennings og stóriðju sést að heimilin borga um 3,5 krónur fyrir hverja kílóvattstund, en stóriðjufyr- irtæki greiða hins vegar um 2,5 krónur, þegar skoðað er verðið í jan- úar og febrúar í ár. Hörður segir hins vegar að stíga verði afar varlega til jarðar í slíkum samanburði. Eins og áður segir er verð til stóriðju tengt álverði og er reiknað í bandaríkjadölum og getur því sveiflast í samanburði við verð til heimila. Hins vegar er nýting stóriðju á raforku mun betri en almennra not- enda. Nýting stóriðjunnar er um 96 prósent, en aðeins um 56 prósent hjá almennum notendum. Sveiflur í notkun almennings eru með öðrum orðum mun meiri en hjá stóriðjunni. Til að geta þjónustað almenning þegar orkueftirspurn hans er sem mest þarf Landsvirkjun að leggja í framkvæmdir og fjárfestingar, sem ekki nýtast að fullu af þessum sök- um. Eiga að greiða hærra verð Þá eru samningar við stóriðjufyr- irtækin gjarnan gerðir til mjög langs tíma og er því eðlilegt að þau greiði lægra verð en aðrir fyrir raforkuna. Hann tók þó fram að hann teldi að bæði stórfyrirtæki og almenningur ættu að greiða hærra verð fyrir raf- orku en gert er nú. Það verð sem stóriðja á Íslandi greiðir er lægra en meðalverð í heiminum, en Hörður varar við slík- um samanburði. Miða verði við verð í löndum og við aðstæður sem eru sambærilegar við Ísland. Sum álfyr- irtæki eigi sín eigin raforkuver á meðan önnur þurfi að kaupa raforku á opnum núvirðismarkaði og sé því munur á hæsta og lægsta verði til stóriðju mjög mikill í heiminum. Þá segi raforkuverð eitt og sér ekki alla söguna um kostnað álvera í mismun- andi löndum. Tók hann sem dæmi að raforkuverð í Kína væri mjög hátt, en á móti kæmi að byggingarkostn- aður þar væri mjög lágur og mjög væri slegið af kröfum um meng- unarvarnir. Gildandi orkusölusamningar end- urspegla hins vegar markaðs- aðstæður á þeim tíma sem samning- arnir voru gerðir. Sagði hann að raforkuverð í Evrópu hefði farið hækkandi frá árinu 2003, en flestir orkusölusamningar hér á landi hefðu verið gerðir fyrir þann tíma. Lands- virkjun hefði hins vegar notið góðs af því að orkuverð til stóriðju hefði verið tengt álverði. Hörður sagði jafnframt að sala á raforku til stóriðju hér á landi hefði staðið undir kostnaði Landsvirkj- unar. Sjóðstreymi fyrirtækisins stæði undir skuldsetningu þess og undanfarin ár hefðu verið Lands- virkjun hagstæð. Hvað varðar framtíðina vill Hörð- ur að meiri áhersla verði lögð á rekstur og markaðsmál en fram- kvæmdir, án þess að framkvæmdir sitji á hakanum. Telur hann að hægt sé að auka arðsemi fyrirtækisins, einkum í ljósi þess hve raforkuverð hefur hækkað í Evrópu. Auðveldara ætti að vera að fá hingað fleiri og fjölbreyttari fyrirtæki sem þurfa á raforku að halda. Ekki þurfi mörg fyrirtæki hingað til lands til að máli skiptir fyrir rekstur fyrirtækisins og því ætti þetta að vera raunhæft markmið. Meiri sátt um virkjanir Þá sagði hann að sveiflukennt orkuverð í Evrópu gæti boðið upp á mikla möguleika fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun ef lagður yrði sæ- strengur milli Íslands og Evrópu. Mikill munur væri á hæsta og lægsta verði á evrópska markaðnum og vatnsaflsvirkjanir hentuðu vel til að selja orku til álfunnar þegar verð er sem hæst án þess að þurfa að veita orku þar inn þegar verð er lægra. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra og Bryndís Hlöðvers- dóttir, stjórnarformaður Lands- virkjunar, lögðu á það áherslu í ávörpum sínum að það ættu að vera stjórnvöld sem legðu línurnar í stefnu Landsvirkjunar. Hörður tók undir þetta sjónarmið og sagði að fyrirtækið myndi leitast við að ná meiri sátt um nýtingu orkulinda á Íslandi. Hins vegar þyrfti fólk að gera sér grein fyrir því að ákveðinn hópur Íslendinga yrði aldrei sáttur við virkjun vatnsfalla en vonandi væri hægt að ná breiðari sátt en hingað til um nýtingu nátt- úruauðlinda. Raforkuverð til heimila lækkaði  Forstjóri Landsvirkjunar vill hærra verð til almennings og stóriðju  Orkusala til stóriðju stóð undir kostnaði við framkvæmdir  Samningar við stóriðjufyrirtæki í samræmi við markaðsaðstæður Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, vill meiri og opn- ari umræðu um málefni Lands- virkjunar, þar á meðal orkusölu til stóriðjufyrirtækja. Auðlindanýting Hörður Arnarson segir að hægt sé að ná víðtækari sátt meðal íslensku þjóðarinnar um nýtingu náttúruauðlinda. 16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 Hagnaður Landsvirkjunar nam 193 milljónum dala í fyrra, eða um 24,4 milljörðum króna á nú- virði. Til samanburðar varð 344,5 milljóna dala tap á rekstri fyrirtækisins árið 2008. Skýrist þessi mikli bati einkum af breytingum á fjármagnsliðum, einkum gangvirðisbreytingum innbyggðra afleiðna í tengslum við orkusölusamninga fyrirtæk- isins. Er þar átt við að reglulega þurfa orkufyrirtæki að núvirða orkusölusamninga sína og eru þeir færðir með þeim hætti í bækur. Áðurnefndar breytingar eru því að mestu óinnleystar og verður að hafa það í huga, eins og bent er á í ársskýrslu Lands- virkjunar. Þá hefur það einnig áhrif á af- komuna að vextir hafa verið lágir á árinu, en stærstur hluti lána Landsvirkjunar er með breyti- legum vöxtum. Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, fór yfir afkomu fyrirtækisins á ársfundinum í gær og sagði að þrátt fyrir ágæta stöðu þyrftu helstu kenni- tölur að batna svo Landsvirkjun gæti á eigin forsendum bætt lánshæfi sitt og þyrfti ekki að reiða sig á lánshæfi ríkisins eins og áður. Í því felist að hlutfall EBIDTA (hagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði) og vaxtagjalda þurfi að hækka og sama eigi við um hlutfall skulda og EBIDTA. Þróun þessara kennitalna tveggja hafi verið í rétta átt und- anfarið og geri spár fyrirtækisins ráð fyrir því að þær verði komnar á réttan stað eftir nokkur ár. Sagði hann ríkið hafa stutt við Landsvirkjun, m.a. með því að falla frá kröfu um greiðslu arðs. Viðunandi afkoma Landsvirkjunar Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - 20. apríl 2010 Mataræði og heilsufar Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 20. apríl 2010 kl. 20:00 Hollt mataræði - Gott heilsufar - Meiri lífsgæði! Fundarstjóri: Dr. Jan Triebel, yfirlæknir á Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði Frummælendur: Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við matvæla og næringarfræðideild HÍ “Hvernig verður þekkingin til” Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir, Jurtaapótekinu “Matur – melting – upptaka” Írís Judith Svavarsdóttir, Sjúkraþjálfari B.Sc, Lýðheilsufræðingur MPH, HNLFÍ “Heilbrigði óháð holdafari” Hildur Guðmundsdóttir Stofnandi Yggdrasils “Lífsstíll og menningarsjúkdómar” Auk frummælenda í pallborði: Heiða Björk Sturludóttir sagnfræðingur og umhverfisfræðingur. Móðir drengs með Tourette heilkenni. Ingibjörg Gunnarsdóttir Allir velkomnir! Aðgangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir félagsmenn. Berum ábyrgð á eigin heilsu Dr. Jan Triebel Kolbrún Björnsdóttir Írís Judith Svavarsdóttir Hildur Guðmundsdóttir Heiða Björk Sturludóttir · Hefur mataræði áhrif á heilsufar ? · Hvað skiptir þyngd eða holdafar miklu máli ? · Getur mataræði haft áhrif á sjúkdóma ? · Geta orsakir sjúkdóma og ofnæmis tengst mataræði? Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Auglýst er eftir umsóknum í Rannsóknasjóð. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknaverkefni einstaklinga, rannsóknahópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki með umsóknafrest 1. júní 2010: l Öndvegisstyrki l Verkefnastyrki l Rannsóknastöðustyrki Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur sem hlutu styrk til verkefna árið 2010 með áætlun um framhald á árinu 2011 skulu senda ársskýrslu til sjóðsins fyrir 10. janúar 2011 en þurfa ekki að endurnýja umsókn. Allar umsóknir og umsóknagögn skulu vera á ensku. Undanþágur eru aðeins veittar frá þessari meginreglu ef birtingar á viðkomandi fræðasviði einskorðast við íslenska útgáfu. Í þeim tilvikum skal umsækjandi fá leiðbeiningar hjá starfsmönnum Rannís. Allar umsóknir um öndvegisstyrki skulu vera á ensku. Ítarlegar upplýsingar um Rannsóknasjóð, styrkina og umsóknar- eyðublöð er að finna á www.rannis.is Rannsóknasjóður Umsóknafrestur er til 1. júní 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.