Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 11
Daglegt líf 11 Litríkt Sushi er fagur matur og einstaklega bragðgóður ef vandað hefur verið til verka við matargerðina. kúnstarinnar reglum: Kröftug suða í 10 mínútur, við lægri hita í aðrar 10 mínútur og að lokum eiga þau að standa í 15-20 mínútur. Síðan þarf að hella yfir þau sérstöku ediki (sem maður býr til sjálfur) eftir sérstökum reglum. Þegar þessari kennslu í að sjóða grjón fyrir sushi var lokið var blaðamanni líka öllum lokið. Og þetta var einungis byrjunin, allt hitt var eftir, að búa til rúll- urnar og bitana. En óþolinmóðir verða að hafa í huga að það lærist ekki að gera sushi á hálftíma. En það má heldur ekki gleyma að æf- ingin skapar meistarann. Og það getur verið mjög skemmtilegt að vera mörg saman að búa til sushi, jafnvel virkja gestina (en hafa þá klárað grjónadúlleríið áður). Krakkar hafa líka mjög gaman að því að taka þátt í sushi-gerð. Önd og naut ekki síður en fisk Fernt er það auk fyllingar sem verður að vera í sushi: Þang, kaldir engiferbitar, soja- sósa og wasabi (eiturgræn pip- arrót). Sojasósan verður að vera jap- önsk, engiferið verður að vera í sér- stökum legi. Þangið verður að vera ristað, annars er það allt of seigt. Mælt er með að kaupa allt þetta í Asíubúðunum svokölluðu. Og svo verður maður náttúrlega að eiga sérstaka sushi-mottu til að geta búið til rúllurnar. Áherslan á ferskleika hráefnisins í fyllingunni er mikil og þar eru hæg heimatökin hjá okkur Íslend- ingum fiskveiðiþjóðinni. Allskonar fiskmeti hentar í sushi en þó ekki skötuselur. Hrossakjöt og hval sagðist Snorri hafa notað með mjög góðum árangri í sushi-fyllingar sem og lamb, önd og naut. Eftir að hafa fylgst með sushi- gerð Snorra (sem hefur 20 ára reynslu í faginu), smakkað guð- dómlega sushi-ið sem hann töfraði fram og hlustað á allt sem hann hafði að segja um sushi og Japan, þá var iðurstaðan þessi: Sushi-gerð er mikil vísindi. Sushi-gerð er list. Og sushi-gerð er heilmikil heim- speki. www.kokkurinn.is Gráðugar Blaðamaður lætur Huldu mata sig og hún fær líka einn bita. Sushi-gerð er list. Sushi-gerð er mikil vísindi. Og sushi-gerð er líka heilmikil heimspeki. Fyllingin þarf að vera fyrir miðju. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 Aðalfundur SA 2010 verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl á síðasta degi vetrar. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst opin dagskrá kl. 15.00. Fundarstjóri er Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. 15.00 OPIN DAGSKRÁ í aðalsal Nordica: Ræða Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra ÍSLAND AF STAÐ: Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og varaformaður SA Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja 16:30 Fundarlok - Vetur kvaddur Skráning á www.sa.is DAGSKRÁ ÍSLA N D A F STA Ð ! Vilmundur Jósefsson Jóhanna Sigurðardóttir Grímur Sæmundsen Birna Einarsdóttir Stefán Friðriksson Svana Helen Björnsdóttir Ingimundur Sigurpálsson Vefsíðan craigslist.com er ekkert sér- staklega fyrir augað en notagildi hennar er þeim mun meira. Þar er heimurinn allur undir og hægt er að velja land og eða einstök svæði, til að athuga hvað er um að vera þar og hvað er hægt að kaupa á svæðinu. Þetta getur komið sér mjög vel fyr- ir fólk sem er á flakki um heiminn, til dæmis ef fólk langar á tónleika eða aðra viðburði þegar það er statt á einhverjum ákveðnum stað eða stefnir á að vera einhvers staðar á ákveðnum tíma. Þá er hægt að kíkja á flokkinn gigs og athuga hvað er í boði. Síðan er hægt að fara í flokkinn til sölu (for sale) og velja þar: miðar (tickets). Yfirflokkarnir á hverju svæði eru m.a samfélag (pólitík, tapað fundið, gæludýr, svo fátt eitt sé nefnt), per- sónulegt, spjallrásir (flokkað eftir efnum), tónleikar (gigs), til sölu, vinna og þjónusta. Á þessari vefsíðu er hægt að finna „allan fjandann“ eins og einn maður orðaði það og líkti þessu við barna- land á heimsvísu. Þarna er hægt að finna til sölu allt frá minnstu sér- hæfðu skrúfum upp í stóra trukka. Vefsíðan www.craigslist.com Reuters Tveir góðir Ef fólk langar á tónleika með þessum köppum má leita á craigslist. Tónleikamiðar og fleira Þeir sem á annað borð kunna að meta japanska matinn sushi og gera kröfur ættu hikstalaust að gera sér ferð í Kringl- una og koma við á ný- legum sushi-stað, suZushii, sem er þar á Stjörnutorginu (þar sem Boostbarinn var). Ofurkokkurinn frá Vestmannaeyjum, Sig- urður Karl Guðgeirsson, á heiðurinn af matreiðsl- unni en hann opnaði staðinn í febrúar á þessu ári. Sigurður lærði listina miklu að búa til gott sushi í tvö ár í Kaup- mannahöfn undir hand- leiðslu japansks meist- ara að nafni Isao Susuki. www.suzhushii.is. Endilega … … prófið gómsætið á suZushii á Stjörnutorgi í Kringlunni Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.