Morgunblaðið - 17.04.2010, Side 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
FLESTUM mun
kunnugt um stefnu rík-
isstjórnarinnar um
fyrningu aflaheimilda í
íslenskum sjávarútvegi.
Hún er liður í boðaðri
endurskipulagningu á
íslenskum fiskveiðum,
en ekki skiptir í sjálfu
sér máli þótt stefnan sé
komin frá Samfylkingu.
Ýmsir hafa rætt þannig
um þessi mál að vöntun sé á rökstuðn-
ingi á þessum breytingum. Það er
rangt eftir haft en ritari vill fara
nokkrum orðum um málin þótt ekki
hafi hann heimild til að fjalla um þau
af hálfu ríkisstjórnarinnar en hann er
áhugamaður um sjávarútveg og vel-
farnað í íslensku atvinnulífi á lands-
byggðinni. Af langri reynslu af sjávar-
útvegi veit hann að málin eru flókin
og viðkvæm og erfitt er að ná fram
breytingum svo allir séu sáttir.
Samtök í útgerð hafa skrifað um
kvótakerfið og reynt að verja það allri
gagnrýni og hafa þau sum hver geng-
ið ansi langt í þeim efnum. Kvótakerf-
ið hefur fengið á sig dóm
af hálfu mannréttinda-
nefndar SÞ gagnvart ís-
lenskum sjómönnum.
Hann byggist á því að
sumir sjómenn geta starf-
að á sjó hjá útgerðum
sem hafa fengið ókeypis
eða keypt kvóta einhvern
tíma í fortíð. Þeir fá því
aðrar og hærri tekjur en
þeir sjómenn, sem starfa
hjá útgerðum, sem verða
að kaupa sér aflaheim-
ildir eða leigja hverju
sinni. Þetta er alkunnugt. Þetta er
mismunun sem getur ekki viðgengist
til frambúðar og er það vegna réttlæt-
iskenndar þjóðarinnar.
Reiknað hefur verið út fyrir samtök
útgerðarmanna að 5% fyrning eða ár-
leg minnkun á úthlutuðum aflaheim-
ildum feli í sér 5% árlega minnkun á
tekjum útgerðarfyrirtækja. Og þau
einnig hafa fengið matsfyrirtæki til að
reikna út hversu langan tíma það taki
útgerðirnar að fara á hausinn með 5%
árlegum tekjusamdrætti. Síðan hafa
mörg samtök og einstaklingar rætt
opinberlega um þessi mál og haldið
fram ofanritaðri útreikningsaðferð og
farið hinum verstu orðum um áætl-
anirnar og skammast út í stjórnvöld.
– Þetta hefur haldið áfram þrátt fyrir
mótmæli ýmissa og þar á meðal ritara
þessara orða. Honum þykir það með
ólíkindum að menn skuli leyfa sér að
halda þessu fram en stefnt er að því
að jafna aðstöðu útgerða til öflunar
kvóta. Það þýðir að kvóti sem „losn-
ar“ eða er ekki úthlutað skv. fyrir-
fram áætluðu kerfi eða hlutfallstölum,
sem stuðst hefur verið við, stendur
öllum til boða jafnt. Það sem um er að
ræða er því fyrning á forréttindum en
ekki tekjum. Það eru bara sjálf for-
réttindin sem sumir hafa haft en ekki
aðrir sem minnka um 5% á ári.
Það á ekki að þurfa að deila um það
að kvótakerfið svokallaða er kerfi for-
réttinda. Og samtök útgerða eða út-
gerðarmanna eru félagasamtök sem
byggjast aðallega á félögum sem hafa
forréttindi. Það er því ljóst að þeim
hættir til að taka réttindamál þeirra,
sem eru í samtökunum, fram yfir rétt-
indi almennings í landinu og sjó-
manna sem njóta ekki forréttindanna.
Það er skiljanlegt en ekki stórmann-
legt hvað þá siðrænt.
Ritari vill með þessum orðum
reyna að aðstoða við útskýringar en
hvernig útgerðir munu fá úthlutanir
veiðiréttinda að fyrningu lokinni er
alls ekki á færi ritara að geta sér til
um.
Fyrning forréttinda
Eftir Jónas
Bjarnason »Um er að ræða fyrn-
ingu á forréttindum
en ekki tekjum. Það eru
sjálf forréttindin, sem
sumir hafa haft en ekki
aðrir, sem minnka um
5% á ári.
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Kreppuráðherrann
sagði í sjónvarpinu
núna eitt kvöldið að
engir peningar væru í
ríkissjóði til að hjálpa
þeim sem hanga í bið-
röð undir húsvegg
niðri í bæ og vonast
eftir matarbita frá
Mæðrastyrksnefnd.
Börnin eru svöng
heima. Ríkissjóður á
ekki peninga segir ráðherra til að
hjálpa þeim. Liggur á þeim sem
ormur á gulli. Ráðherra er sam-
þykkur ástandinu. Greinarhöf-
undur vill stofna nýja matarhjálp
til viðbótar við Mæðrastyrksnefnd
sem starfa myndi áfram. Best væri
ef þetta væri Hjálparstofnun
kirkjunnar eða álíka nýr aðili.
Margir koma til greina.
Þessi aðili myndi kaupa mat, t.d.
fisk af útgerðinni og dreifa til
þurfandi. Greiðslan til útgerðar-
manna væri í formi skuldabréfa
sem ekkert væri greitt af fyrstu
5-7 árin eins og vera átti með Ice-
save. Svo væri langur árafjöldi
sem færi í að greiða bréfin upp
eins og vera átti með Icesave. Svo
væri skuldari bréfanna ríkissjóður
eins og vera átti með Icesave.
Einnig kæmi ríkisábyrgð eins og
vera átti á Icesave. Munurinn á
öllu þessi er sá, að stórt, ofurstórt,
risaskuldabréf Icesave átti að fara
fyrir lítið til Breta og Hollendinga
upp í uppskáldaða skuld.
Þessi mörgu smáskuldabréf, lík
spariskírteinum ríkissjóðs að upp-
hæð, færu til útgerðarmanna sem
létu á móti fisk til Hjálparstofn-
unar kirkjunnar til að
dreifa til fátækra og
þurfandi. Svo gætu
útgerðarmenn greitt
skuldir sínar í bönk-
unum með þessum
skuldabréfum rík-
issjóðs og kæmu
þessi bréf ríkissjóðs
með ríkisábyrgð í
stað vanskilaskulda
útgerðar en vanskila-
skuldir útgerðar eru
miklar í bönkunum.
Þannig kæmist nokkurt lag á
skuldir útgerðar í bönkunum. Allir
græddu og engan gjaldeyri þarf í
þetta.
Þar sem ekkert er greitt í bili í
peningum af þessum mörgu smá-
skuldabréfum ríkissjóðs en bréfin
væru öll notuð til kaupa á inn-
lendum mat, bæði fiski og svo
ýmsu öðru handa Hjálparstofnun
kirkjunnar. Þá gætu menn verið
flottir á því í innkaupum handa fá-
tækum. Enga beina peninga þarf
næstu árin að borga úr ríkissjóði
upp í þetta. Allt upp á skuldabréf
og krít. Allir fengju nægan mat.
Svo skapar þetta hagvöxt með
nýrri veltu í þjóðfélaginu og meiri
vinnu.
Ný leið til að
allir fái nægan mat
Eftir Lúðvík
Gizurarson
Lúðvík Gizurarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
» Greinarhöfundur
vill stofna nýja
matarhjálp til viðbótar
við Mæðrastyrksnefnd
sem starfa myndi
áfram
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Heimili og hönnun
föstudaginn 23. apríl.
Í blaðinu verða kynntir geysimargir
möguleikar og sniðugar lausnir
fyrir heimilin.
Skoðuð verða húsgögn í stofu,
hjónaherbergi, barnaherbergi og
innréttingar bæði í eldhús og bað.
MEÐAL EFNIS:
Hvaða litir verða áberandi í vor og sumar?
Hönnun og hönnuðir
Sniðugar lausnir
Stofan
Eldhúsið
Baðið
Svefnherbergið
Barnaherbergið
Innlit á fallegt heimili
Þjóvavörn
Vorverkin á heimili og í garðin
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni um
heimili og hönnun
Heim
ili o
g hö
nnu
n
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Heimili og hönnun
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, mánudaginn 19. apríl.
Spöngin 37, 2. hæð. 112 Reykjavík
Sími 575 8585. Fax 575 8586
Sigrún Stella Einarsdóttir
Lögggiltur fasteignasali GSM 824-0610
Sími 575 8585 FASTEIGNASALAN ÞÍN
ÁHUGAVERÐAR EIGNIR Á WWW.FMG.IS
Nesbrauð í Stykkishólmi er til sölu
Reksturinn er í eigin húsnæði á góðum og áberandi stað í bænum, rétt við
tjaldstæðið. Góð veitingaaðstaða inni og einnig framan við húsið. Mikill
ferðamannastraumur yfir vor og sumartímann.
Starfsemin er í 170,1 fm eigin húsnæði á horni Nesvegar og Aðalgötu á
áberandi stað í bænum rétt við tjaldstæði. Húsnæði og allur aðbúnaður
hefur verið mikið endurbættur frá árinu 2005.
Frábært tækifæri fyrir duglegt fólk, miklir möguleikar á aukinni framleiðslu.
Möguleg skipti á íbúð í Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Fasteignamiðlunar Graf-
arvogs. sími 575-8585 og 824-0610.
www.fmg.is
Jón Hólm Stefánsson
Lögg. fasteigna-,
fyrirtækja- og skipasali
www.gljufurfasteign.is
Náttúruperla á bökkum Ölfusár
Gljúfur fasteignasala hefur fleiri eignir í dreifbýli til sölu, sjá
www.gljufurfasteign.is. Leitið upplýsinga hjá fasteignasala í
síma 896-4761.
Til sölu er jörð við Ölfusá í svonefndu Arnarbælishverfi, lögbýlið
Ósgerði. Landstærð jarðarinnar er um 50 hektarar og liggur
landið að Ölfusá og aðliggjandi vatnasvæði. Veiðiréttur bæði
neta- og stangveiði fylgir jörðinni, sem nýttur er af eiganda
jarðarinnar. Á jörðinni er góð, virkjuð, hitaveituhola tilheyrandi
jörðinni, ásamt dæluhúsi. Mikið fuglalíf og víðsýni. Á jörðinni er
íbúðarhús, ásamt bílskúr. Góðar og skemmtilegar göngu- og
reiðleiðir. Hér er um að ræða vel staðsetta og afar athyglisverða
útivistarjörð. Óskað er tilboða í jörðina. Frekari upplýsingar
eingöngu hjá fasteignasala í síma 896-4761.