Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 31
Þessa fallegu minningu um þig munum við alltaf geyma í hjarta okkar, og þú verður alltaf fyrir- mynd lífsgleðinnar í okkar huga. Amma ljúfa draumadísin mín, draumavængir beri mig til þín, heim í dalinn þar sem þögnin býr, þögnin þögul seiðandi ævintýr. Vilmundur, Jón Ólafur, Harpa Ósk, Gígja Rós og fjölskyldur. Eitt það besta sem getur hent börn í æsku er að eiga góða ömmu. Þegar ég var að vaxa úr grasi á Siglufirði var það Unnur Möller, oftast kölluð amma Nunna, sem var í hlutverki ömmunar sem alltaf var til staðar og alltaf að veita hjálp- arhönd. Fyrstu æviárin bjuggum við í sama húsi þannig að það var stutt að fara. Oft var skotist upp á loft til ömmu og afa þar sem mót- tökurnar voru alltaf hlýjar og inni- legar. Fyrstu sporin á menntaveginum voru ekki auðveld og hvort sem það var skólakerfið eða ég, þá náðum við ekki saman. Á þessum árum vandi ég komur mínar til ömmu á Hverfisgötunni og smám saman tókst henni að kenna mér að lesa og ýmislegt annað. Hennar lífsspeki var afar einföld og fólst fyrst og fremst í því að maður átti að vera duglegur og vinnusamur í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Vinna og vinna því þú eignast aldrei neitt og kemst ekkert áfram nema vinna fyrir því, sagði hún gjarnan. Nokkuð sem við Íslendingar þurfum að hafa í huga þessi misserin. Siglufjörður var einn stór leik- völlur á uppvaxtarárunum, frá bryggjum og upp í fjöll. Amma mat það svo að víða leyndust hættur fyr- ir ung börn og þess vegna gerðist hún sjálfskipaður eftirlitsmaður með okkur krökkunum. Seinna þró- aðist þetta í eftirlit með því hvenær maður kom heim af skemmtanalíf- inu. Þetta þótti manni ekkert sér- stakt í þá daga en þykir vænt um umhyggjuna nú þegar komið er að kveðjustund. Amma hafði mikinn áhuga á íþróttum, þótt einu afrek hennar á því sviði hafi verið að vinna til verð- launa í skíðastökki kvenna. Ég geri ekki ráð fyrir að margar konur hafi stundað þá íþrótt hér á landi og þótt víðar væri leitað. Eitt sinn er ég heimsótti ömmu á Skálarhlíð sagði hún mér að tvær stúlkur hefðu ver- ið að gera könnun um sjónvarps- notkun eldri borgara. Hún sagði mér að þær hefðu farið flissandi út og þegar ég spurði af hverju þá var svarið skýrt og einfalt: „Ég sagði þeim að ég horfi mest á fótbolta, formúlu og hnefaleika,“ sagði sú gamla. Amma var mikið afmælisbarn í sér. Þessi afmælisáhugi lýsti sér þannig að hún hringdi í börn og barnabörn á hverjum afmælisdegi í áratugi og söng afmælissönginn fyr- ir viðkomandi. Á seinni árum bætti hún svo við eigin ljóðum, þannig að þetta var orðin ansi góð dagskrá í gegnum síma. Minnisstæðasta at- vikið var þegar ég varð tvítugur, en þá var ég staddur úti á sjó á afmæl- isdaginn. Amma fékk samband við skipið, en var sagt að ég væri að vinna. Hún gaf sig greinilega ekki því um kvöldið fékk ég handskrifað afmælisskeyti sem skipstjórinn hafði hripað niður eftir ömmu. Þetta þótti mér óendanlega vænt um. Það var svo á 90 ára afmælinu hennar ömmu, í desember á síðasta ári, sem við hittumst síðast. Þá hafði löng lífsganga tekið sinn toll af heilsunni. Hún var þó hress miðað við aðstæður. Þrátt fyrir að heyrn og sjón væru verulega farin að daprast var röddin í lagi. Hún söng því fyrir okkur ættingjana og vini sem þarna voru komin til að sam- fagna. Þannig vil ég minnast ömmu Nunnu sem nú hefur kvatt þennan heim. Sigurður Tómas Björgvinsson.  Fleiri minningargreinar um Unni Helgu Möller bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 ✝ Aðalsteinn Ein-arsson fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 9. júní 1929. Hann lést á heimili sínu 5. apríl 2010. Foreldrar hans voru Einar Sigurðs- son og Dagný Ein- arsdóttir, f. 16. jan- úar 1901, d. 1968. Alsystkini Að- alsteins eru: Guðlaug húsmóðir, látin, Rósa- munda húsmóðir, lát- in, Garðar sjómaður, látinn, Birna húsmóðir, látin, Sigurveig hús- móðir, búsett í Kópavogi, Ingi sjó- maður, búsettur í Reykjavík, Ein- ína húsmóðir, látin. Hálfbróðir Aðalsteins samfeðra er Einar Björn skipstjóri, búsettur á Höfn í Hornafirði, hálfbræður Aðalsteins sammæðra eru Hallsteinn skrif- stofumaður, búsettur í Reykjavík, og Vífill sjómaður, búsettur á Seyðisfirði. Aðalsteinn kvænt- ist 16.1. 1960 Mar- gréti Ingibjörgu Sig- urgeirsdóttur, f. 27.8. 1931, d. 18.8. 2003. Börn þeirra eru Jónbjört, f. 26.7. 1957, maki Snorri Jónsson, f. 22.7. 1952, synir þeirra eru Páll Thamrong, f. 1.4. 1991, og Frið- þjófur Vífill Rupan, f. 27.2. 1998. Einar, f. 27.9. 1959, sam- býliskona Hugrún Ósk Guðmunds- dóttir, f. 3.7. 1958. Einar var áður giftur Katrínu Bjarnadóttur, f. 10.12. 1960, börn þeirra eru Að- alsteinn, f. 25.9. 1985, Þórunn, f. 8.2. 1988, sambýlismaður Guð- mundur Björn Birkisson, og Inga Karen, f. 7.8. 1992. Útför Aðalsteins fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 17. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Eftir því sem árin líða og maður öðlast reynslu og vonandi þrosk- aðri sýn á lífið því meiri þörf verð- ur á að leita upprunans og rótanna. Ekki síst ef sá uppruni og þær rætur liggja orðið langt í burtu í tíma og rúmi. Einmitt með þetta í huga lögðum við feðgar upp í helg- arferð á vordegi fyrir tæpum tveimur árum, til Seyðisfjarðar, að heimsækja Alla föðurbróður minn. Í aldri munaði aðeins tæpu hálfu öðru ári á þeim bræðrum og ég fann í heimsókninni að bróðurtaug- in var rammari en ég hafði áður gert mér grein fyrir. Aðalsteinn bjó á Seyðisfirði alla tíð. Hann hefur því á nokkuð langri ævi séð bæinn ganga í gegn- um miklar breytingar, stækka og dafna. Á fyrri hluta síðustu aldar var Seyðisfjörður á meðal fárra reisulegra bæja á landinu; norskir og danskir kaupmenn höfðu þar verslanir sínar og mörg húsin hafa verið endurbyggð. Af þessu státar þessi rólegi bær enn, inni í lygnum firði. Alli, eins og hann var alltaf kallaður, byrjaði að fara á vertíðir upp úr fermingu, fyrstu vertíðina á Sandgerði. Árin þar á eftir stund- aði hann sjómennsku til rúmlega þrítugsaldurs en sneri sér þá að smíðum; smíðaði m.a. innréttingar í hina nýju Hvanney SF, 1975. Alli tók vel á móti okkur feðgum vorið fyrir tveimur árum. Það skorti ekkert á gestrisni og heim- ilisbragurinn var til sóma; það virðist honum og systkinum hans öllum hafa verið í blóð borið alla tíð. Þeir bræður rifjuðu upp gamla daga, koníaksdreitill með kaffinu yljaði enn frekar undir flæði minn- inganna og gamlar sögur og brandarar, sumir gatslitnir, skutu upp kollinum án fyrirhafnar. Hlát- ur og vellíðan fram á hálfrökkvaða vornóttina. Þetta var góð stund. Mér, kynslóðinni yngri, leiddist ekki að sjá og finna hve taug þeirra bræðra var sterk og enn varð mér ljóst að mannsævin er stutt; fjarlægar minningar verða ljóslifandi eftir nærri mannsaldurs tíð. Að morgni dagsins á eftir héld- um við út á Vestdalseyri, æsku- stöðvarnar. Æskuminningar birt- ust, flestar þægilegar því allsnægtir hermannanna frá stríðs- árunum voru drengjum þeirra tíma nýbreytni. Hluti af þessum sam- skiptum drengjanna varð að enskukunnáttu og sígarettureyk- ingum. Alls kyns nauðþurftir þar að auki, svo sem kol og matvara. Framandi og spennandi og órjúf- anlegur hluti æskuminninga drengjanna sem nú, eins og örskoti síðar, voru orðnir gamlir menn. Minningin er ljúf frá þessari ferð okkar feðga til Seyðisfjarðar vorið 2008. Bræðurnir voru hressir og munaði ekki um að labba um tún og haga, margt var skoðað. Alli var léttur í lund, og þeir bræðurnir báðir. Sáttur við sína lífsgöngu eins og þeim hlýtur að vera eðl- islægt sem lifað hefur eftir góðu innræti og sterkum dyggðum sem sumum hlotnast í vöggugjöf. Alla frænda hlotnaðist það. Í dag kveð- ur faðir minn bróður sinn hinstu kveðju á Seyðisfirði, sem og aðrir vinir og aðstandendur. Aðstand- endum votta ég samúð mína og sendi hinstu kveðju yfir höfin. Ég þakka Alla fyrir móttökurnar í sumarbyrjun 2008 og þakka fyrir að hafa farið þá góðu ferð. Alli er lagður af stað í lengri og vonandi enn betri ferð. Viðar Ingason. Aðalsteinn Einarsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginkona, móðir, systir og mágkona, BORGHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Þingvallastræti 2, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. apríl kl. 13.30. Gísli Gunnlaugsson, Jóhanna María Gísladóttir, Jakob Frímann Magnússon, Birna Rún Gísladóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRLEIFUR GUÐNASON, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 21. apríl kl. 13.00. Margrét Hjörleifsdóttir, Eiríkur Ólafsson, Elín Hjörleifsdóttir, Sumarliði Aðalsteinsson, Guðni Hjörleifsson, Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, Ingólfur Hjörleifsson, Steinunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARA BERGÞÓRS FRANZSONAR prentara, áður til heimilis á Sogavegi 133, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfóllki á hjúkrunar- heimilinu Skógabæ fyrir einstaka umönnun og vináttu. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Jóna Aradóttir, Franz Arason, Anney Bergmann Sveinsdóttir, Magnea Bergþóra Aradóttir, Reynir Magnússon, Páll Brynjar Arason, Gunnlaug Kristín Gunnarsdóttir, Þórunn Aradóttir, Ágúst Ágústsson, Jón Arason, Sigríður Margrét Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, BIRNU ÁRNADÓTTUR, Hamraborg 32, Kópavogi, áður Kópavogsbraut 82, og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks blóðlækningadeildar 11G á Landspítala fyrir frábæra umönnun, umhyggju og vináttu. Árni Steingrímsson, Valborg Björgvinsdóttir, Jóhanna Steingrímsdóttir, Stefán Árni Arngrímsson, Birna Steingrímsdóttir, Hafþór Freyr Víðisson, Ásdís Steingrímsdóttir, Gunnar Carl Zebitz, Sigríður Steingrímsdóttir, Bjarki Þór Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BENEDIKT ÞORVALDSSON húsasmiður frá Hólmavík, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 30. mars, verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju mánudaginn 19. apríl kl. 13.00. Guðbrandur Benediktsson, Guðlaug Þorkelsdóttir, Þorvaldur Helgi Benediktsson, Sigurlaug Gísladóttir, Birgir Benediktsson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Steinþór Benediktsson, Hildur Guðbjörnsdóttir og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.