Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 37
Dagbók 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÆTLAR ÞÚ AÐ BORÐA ÞETTA? NÚ ERU 20 DAGAR Í AFMÆLI BEETHOVEN EF ÞÚ FYLGDIST MEÐ ÞESSU SJÁLFUR ÞÁ ÞYRFTUM VIÐ EKKI AÐ GERA ÞETTA ÉG VEIT EKKI HVERSU HEPPINN ÉG ER SJÁIÐ, STRÁKAR! ÞARNA KEMUR KÖNNUÐURINN OKKAR, HEPPNI EDDI! ÞETTA ER „FACEBOOK“ FYRIR HUNDA ÞETTA ER SÍÐASTA SENDINGIN SEM VIÐ ÞURFUM AÐ FARA MEÐ ÞAÐ ER GOTT FÓLKIÐ SÝNIR ÞAÐ KANNSKI EKKI, EN ÉG VEIT AÐ INNST INNI ER ÞAÐ ÞAKKLÁTT FYRIR ÞAÐ SEM VIÐ GERUM HVER ER ÞAR? VIÐ ERUM MEÐ MATAR- SENDINGU HANDA ÞÉR ERTU ALVEG VISS UM ÞAÐ? SKILJIÐ KASSANN EFTIR SÝNING Á FÁGÆTUM KLUKKUM Í BORGAR- SAFNINU ÞESSI KLUKKU- SÝNING BYRJAR Á MORGUN... VERÐMÆTUSTU KLUKKUR HEIMS VERÐA Á ÞESSARI SÝNINGU EN ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ NOKKUR GLÆPAMAÐUR HAFI ÁHUGA Á KLUKKUM Ber enginn ábyrgð? ÞAÐ var nöturlegt að fylgjast með frammi- stöðu formanna stjórnmálaflokkanna í Kastljósi síðastliðið miðvikudagskvöld. Enginn þeirra sá nokkra sök hjá eigin flokki. Almenningur skilur vel að Stein- grímur J. Sigfússon telji sinn flokk ekki bera ábyrgð á nokkru því sem fór úrskeiðis og Hreyfingin verður heldur ekki sökuð um hrunið. En í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu geta menn ekki enda- laust látið eins og ekkert sé þeim að kenna. Ætla Bjarni Benediktsson, Þor- gerður Katrín Gunn- arsdóttir að sitja áfram á þingi? Getur virkilega verið að þetta fólk hafi ekki manndóm til að skammast sín og víkja? Þjóðinni blöskrar og fjölmiðlar mega ekki láta eins og þetta sé í lagi. Borgari. Ást er… … að eiga hlutdeild í kraftaverki. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Það er eðlilegt að margur eigierfitt um svefn á þessum síð- ustu og verstu tímum og viti ekki hverju hann eigi að trúa. Kristján Karlsson orti: Ég festi ekki blíðan blund fyrir bölvaðri rökfesti um stund. Loks tókst mér að sofna fann samhengi rofna; og símastaur pissaði á hund. Og enn kvað Kristján: „Víst er gaman að ganga upp þil,“ mælti Guðný og labbaði upp þil. „Eða fyndist þér gaman jafngreindum í framan að geta ekki labbað upp þil?“ Í byrjun 17. aldar hefur tóbak ver- ið lítt kunnugt hér á landi, en þeim mun meir hefur þótt til þess koma, og sendu menn kunningjum sínum þumlung af tóbaki í vinargjöf. Í ljóðabréfi sendi séra Bjarni Giss- urarson á Þingmúla séra Eiríki Ólafssyni í Kirkjubæ vísu þessa: Bróðir nefi mínu minn miskunn veittu nokkra, láttu í bréfi liggja þinn að létta kvefi þumlunginn. Sem aftur minnir á gamlan hús- gang: Taktu í nefið, tóbak hef ég til að gefa þetta ef að kannski kvefið kynni að sefa. Þessi staka er af öðru tagi: Vísnahorn pebl@mbl.is … og símastaur pissaði á hund Taktu í nefið, tvinna-hrund, til er baukur hlaðinn. Komdu svo með káta lund og kysstu mig í staðinn. Þessi staka mun vera eftir Sigurð Guðmundsson frá Kolgrímastöðum: Pontan mín er prýdd með Rínar rjóma. Utan gljáir á hana; innan fáir sjá hana. Loks kemur hér tóbaksvísa, þar sem ekki er talað um pontu heldur tóbakspung, en hann var oft kall- aður tuðra: Nú er ekki tóbak til í tuðru minni, mér þótt bjóði maðurinn svinni meginpart af eigu sinni. Séra Stefán Ólafsson á Vallanesi orti: Bauk hér brúka ríkir, bauk hafa sultargaukar, bauk sá ég biskup taka, bauk hafa prestar að auki, bauk hefur bóndi í taki. bauk hefur kona í hrauki, bauk hefur böðull og skækja, bauk hefur þræll í hnauk Og vel fer á því að Kristján Karls- son eigi síðasta orðið: Guðmundur bóndi á Gnípu var gleyptur af mýrisnípu fyrir kunnuglegt ávarp og óþarfa smákarp. Lát þetta í þína pípu. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 8. mars. Spilað var á 13 borðum. Með- alskor: 312 stig. Árangur N/S: Ragnar Björnsson – Jón Lárusson 379 Rafn Kristjánsson – Júlíus Guðmss. 364 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 344 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 336 Árangur A/V: Kristján Guðmss. – Kristín Guðmundsd. 355 Helgi Hallgrímss. – Jón Hallgrímsson 347 Þorsteinn Sveinss. – Matthías Helgas. 340 Magnús Jónsson – Gunnar Jónss. 331 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 13. apríl var spilað á 17 borðum. Meðalskor var 312. Úr- slit urðu þessi í N/S Tómas Sigurjss. – Jóhannes Guðmanns. 385 Ragnar Björnss. – Pétur Antonsson 371 Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 357 Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 346 A/V Oddur Halldórss. – Gísli Friðfinnsson 373 Sveinn Jensson – Jóna Kristinsd. 343 Ásgrímur Aðalsteinss. – Srefán Ólafss. 335 Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldss. 333 Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 15. apríl var spilað annað kvöldið af þremur í Monrad- tvímenningi Bridsfélags Kópavogs. Úrslit kvöldsins urðu þessi, með- alskor var 196: Sigurður Sigurjónss.– Ragnar Björnss. 281 Bernódus Kristinss.– Þórður Björnss. 270 Árni M. Björnss.– Heimir Þ. Tryggvas. 256 Björn Arnarsson– Halldór Þórólfsson 251 Gísli Þ. Tryggvas.– Leifur Kristjánss. 240 Staðan er þá þessi eftir þessi tvö kvöld. Sigurður Sigurjónss.– Ragnar Björnss. 536 Árni Björnsson– Heimir Þór Tryggvas. 498 Bernódus Kristinss.– Þórður Björnsson 468 Guðm. Pétursson– Sigurjón Tryggvas. 458 Þórður Jónsson– Björn Jónsson 436 Góð aðsókn í Gullsmára Og enn á ný er aðsókn í Gullsmára stórglæsileg þessa dagana. Fimmtu- daginn 15. apríl var spilað á 17 borð- um. Úrslit í N/S: Rúnar Magnúss.– Þorleifur Þórarinss. 321 Ómar Óskarsson– Skúli Sigurðsson 320 Tómas Sigurðsson– Sigtryggur Ellertss. 317 Jórunn Kristinsd.– Ólöf Ólafsdóttir 277 A/V Rúnar Hauksson– Lúðvík Ólafsson 374 Örn Einarsson– Bragi Bjarnason 325 Elís Kristjánsson– Páll Ólason 319 Stefán Ólafss.– Ásgrímur Aðalsteinss. 315 Skor þeirra Rúnars og Lúðvíks er tæplega 71%. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.