Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
RagnheiðurElín Árna-dóttir, al-
þingismaður, hefur
fengið svar frá
Össuri Skarphéð-
inssyni, utanrík-
isráðherra, við
nokkrum spurningum um
kostnað við aðildarumsóknina
að Evrópusambandinu. Upp-
lýsingarnar í svari ráðherra
eru því miður af sama meiði og
aðrar upplýsingar sem frá rík-
isstjórninni koma, rýrar, óljós-
ar og ófullnægjandi.
Það eina sem ljóst er af svari
ráðherra er að stjórnvöld
leggja mikið á sig við að draga
úr sýndum kostnaði við um-
sóknarferlið. Þannig er ferða-
kostnaður ríkisins vegna um-
sóknarinnar ekki reiknaður
nema að hluta til, því að ferðir
verða ekki taldar tengjast um-
sókninni nema þær snúist ein-
göngu um umsóknina. Geti
menn gert sér upp önnur erindi
í leiðinni bókar ríkisstjórnin
ferðina ekki sem kostnað við
aðildarumsóknina.
Ferðalögin eru aðeins eitt
dæmi um kostnað sem er fal-
inn, en þrátt fyrir það fullyrðir
ráðherra að haldið sé utan um
„allan kostnað í bókhaldi ráðu-
neytisins með tegunda- og við-
fangslyklum“. Þannig er reynt
að halda því að almenningi,
sem borgar brúsann, að aðild-
arumsóknin kosti ekki mikið og
að haldið sé vel utan um kostn-
aðinn, þegar hið gagnstæða er
staðreynd.
Ein leið sem farin er við að
fela kostnaðinn er að segja að
mikil óvissa ríki um þróun við-
ræðnanna og augljóst er af
svarinu að öll óvissan er notuð
til að lækka kostnaðaráætl-
unina. Við þetta bætist, að ráð-
herra virðist einnig óviss um
hvaða leið hann ætlar að fara í
umsóknarferlinu. Í fyrsta lið
svarsins segir að sá varnagli sé
sleginn í kostnaðarmati fjár-
málaráðuneytisins
„að ef farið væri í
aðildarviðræður
með ,,mjög víðtæk
samningsmarkmið
þar sem fátt væri
undanskilið og þau
væru undirbyggð
af mjög mikilli sérfræðilegri
greiningu, erlendri ráðgjöf og
virku baklandi“ gæti kostn-
aðurinn orðið umtalsvert meiri
en gert er ráð fyrir í áætlun
ráðuneytisins.“
Í öðrum lið svarsins segir
hins vegar að ráðuneytið hafi
tekið þá afstöðu „að fara leið
víðtækra samningsmarkmiða
sem byggjast á greiningu, inn-
lendri og erlendri ráðgjöf og
virku baklandi“. Í þessum lið
segir að kostnaðarmatið
grundvallist á þessari afstöðu,
ólíkt því sem sagði í fyrsta lið
svarsins. Áfram er svo haldið
að slá úr og í og nefna að auki
að ef til vill verði ákveðið að
greina hluti enn betur eða leita
yfirgripsmeiri sérfræðiað-
stoðar.
Eins og sjá má – og hér er þó
fjarri því allt rakið – er svar ut-
anríkisráðherra um kostnað við
aðildarumsókn með miklum
ólíkindum. Öllum brögðum er
beitt til að svara ekki þeim ein-
földu spurningum um kostnað
sem óskað er eftir að svarað sé
á Alþingi. Leyndin og óvissan
eru í fyrirrúmi. Einna verst er
þar að ráðherra virðist ekki
sjálfur vita hvort samnings-
markmið Íslands eru mjög víð-
tæk og hvort þau eru studd
mjög mikilli sérfræðilegri
greiningu. Það eina sem eftir
stendur er að þingmenn voru
þvingaðir til að styðja umsókn
um aðild að Evrópusamband-
inu og þurfa svo að fylgjast
með vanbúinni ríkisstjórninni í
viðræðum sem enginn veit hvað
munu kosta en gætu orðið þjóð-
inni til stórtjóns. Þingið verður
að taka af skarið og stöðva
þessa óvissuferð.
Óvissa er um kostn-
að, undirbúning og
samningsmarkmið
vegna umsóknar um
aðild að ESB }
Hættuleg óvissuferð
Niðurstaðna úrvorralli Haf-
rannsóknastofn-
unar er jafnan beð-
ið með mikilli
eftirvæntingu.
Vorrallið gefur vísbendingu
um hvað framundan er og að
þessu sinni má segja að horfur
séu blendnar. Stofnstærð
yngstu árganga þorsksins gef-
ur til kynna að eftir nokkur ár
muni Hafrannsóknastofnun
mæla með auknum veiðum, en
til skemmri tíma eru litlar eða
engar líkur á því.
Ef litið er til aflareglu er
jafnvel útlit fyrir að lagður
verði til sam-
dráttur í veiðum á
næsta fiskveiðiári,
sem er mikið
áhyggjuefni, ekki
síst fyrir sjáv-
arbyggðir landsins.
Stofnmælingarnar gefa til-
efni til að farið sé varlega í út-
hlutun kvóta en um leið er mik-
ilvægt að farið sé vel með þann
kvóta sem unnt er að úthluta.
Nauðsynlegt er að hann verði
veiddur með sem hagkvæm-
ustum hætti og útgerðum
landsins verði ekki stefnt í
hættu með tilraunastarfsemi
stjórnmálamanna.
Takmarkaður þorsk-
kvóti krefst hag-
kvæmrar nýtingar}
Blendnar niðurstöður A
lveg er það merkilegt hve lista-
menn hitta oft naglann á höfuðið.
Stundum ekki á það höfuð sem
miðað er á en listina má teygja og
toga í svo margar áttir að allt
verður þetta skiljanlegt á endanum. Eða
ekki …
Frystikistulag hljómsveitarinnar Greifanna
hefur leitað á mig síðustu daga. Það er sama
hvað ég reyni að þagga niður í tónlistinni, hún
fer alltaf sjálfkrafa í gang aftur. „Oj bara, oj
bara, oj bara, ullabjakk …“ er sungið háum
rómi í hausnum á mér.
Það er ljótt að segja frá því en ég vakna
stundum upp með martröð; finnst ég oftast
vera á leið í stærðfræðipróf í fyrramálið, illa
undirbúinn. Man að tveir plús tveir eru fjórir
en lítið meira. Er alltaf jafn sannfærður um að
þetta reddist.
Í síðustu viku sótti að mér í svefni óttinn við að siðfræði-
próf væri strax um morguninn. Gerði mér reyndar grein
fyrir því að ég þyrfti líklega ekki miklu að kvíða, en leið illa
fyrir hönd hinna sem voru með mér í draumnum. Má ekk-
ert aumt sjá. Þetta var töluverður hópur fólks, margir með
gullúr á handleggnum og í fínpússuðum skóm. Flestir töl-
uðu útlensku en ég hafði á tilfinningunni að það væri ekki
móðurmálið. Mér fannst glitta í fjóshaug í fjarska en
skyndilega hvarf hann eins og hendi væri veifað. Ein-
kennilegt. Og samstundis hvarf brosið af hópnum.
Á sömu stundu birtust mér í draumnum nokkrar gaml-
ar byggingar í miðbænum. Í stóru steinhúsi
var gömul plata á fóninum en fyrir utan stóðu
nokkrar syngjandi húsmæður. Auglýsing frá
Víkingalottóinu yfirgnæfði þær um stund:
„Peningar, eins og þú getur í þig látið!“ Þá
fannst mér allt í einu eins og aftur færðist bros
yfir andlitin sem hímdu þar sem fjóshaugurinn
stóð áður. Eða var þetta ófrýnileg ásjóna
Eyjafjallajökuls?
Prófið fólst í því að greina texta gamals
dægurlags með Greifunum.
Einhver vaknaði á sunnudagsmorgni, sá
hjásvæfuna í nýju ljósi. Hún minnti hann á
belju í fjósi. Hvort sú átti að tengjast fjós-
haugnum er mér ekki ljóst en okkar maður var
ekki að tvínóna við hlutina heldur ákvað að
kál’enni og skellti henni svo í frystikistuna.
En þegar ég ætlaði að loka þá hreyfð’ún sig, hún var
víst ekki alveg dauð svo ég ákvað þarna aðeins að
doka.
Góð ráð voru dýr er verðir laganna knúðu dyra. En hug-
myndaauðgin var ekki fyrir bí. Snúið skyldi á lögregluna
eins og annað yfirvald. Í kistuna skreið hann.
Þá allt í einu mundi ég þar sem ég lá að fjandans frysti-
kistan var læst utan frá.
Svo ómaði viðlagið í huga mér: „Oj bara, oj bara, oj
bara, ullabjakk.“ Hvar er þessi frystikista? Er ég herfan?
Er þetta ekki bara gott á hann? skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Oj bara, oj bara, oj bara, ullabjakk
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
S
kráð atvinnuleysi hjá
Vinnumálastofnun hefur
aldrei verið meira en nú.
Áætlaður mannafli á
vinnumarkaði var
162.150 í mars og voru 9,3% þeirra
atvinnulaus eins og í febrúar en voru
8,9% á sama tíma í fyrra og 1,0% í
mars 2008.
Þrátt fyrir þessa dökku stöðu
metur Vinnumálastofnun hana
þannig að senn sjáist til sólar. Karl
Sigurðsson, sviðstjóri vinnu-
málasviðs, bendir á að atvinnuleysi
hafi aukist síðastliðið haust og í vet-
ur en nú hafi sú þróun stöðvast og
gert sé ráð fyrir að það fari minnk-
andi með hækkandi sól.
Aldrei meira atvinnuleysi
Atvinnuleysið var 9,9% á höf-
uðborgarsvæðinu og 8,1% á lands-
byggðinni. Mest var atvinnuleysið á
Suðurnesjum, 14,9%, en minnst á
Vestfjörðum, 3,2%. 10,2% karla voru
atvinnulaus og 8,1% kvenna.
Um 52% atvinnulausra eða 8.533
manns höfðu verið atvinnulaus leng-
ur en í sex mánuði og fjölgaði þeim
um 666 frá febrúarlokum. 4.601
hafði verið atvinnulaus í meira en
eitt ár og hafði fjölgað úr 4.365 í lok
febrúar.
2.421 erlendur ríkisborgari var at-
vinnulaus hérlendis í lok mars og
þar af 1.428 Pólverjar.
Vinnumálastofnun bárust þrjár
tilkynningar um hópuppsagnir í
mars og í þeim var 57 starfsmönnum
sagt upp.
Um 16% skráðra atvinnulausra
eða 2.633 voru í hlutastörfum. 3.155
einstaklingar voru skráðir í sérstök
úrræði hjá Vinnumálastofnun. Þar
af voru um 43% á aldrinum 16 til 24
ára eða 1.362 manns.
Alls voru skráðir 346.409 atvinnu-
leysisdagar í mars og jafngildir það
því að 15.059 manns hafi verið at-
vinnulausir að meðaltali.
Samkvæmt könnunum Vinnu-
málastofnunar batnar atvinnumála-
ástandið yfirleitt frá mars til apríl. Í
fyrra jókst atvinnuleysið reyndar
um 1,8% frá mars til apríl en Vinnu-
málastofnun áætlar að atvinnuleysið
í apríl verði á bilinu 9,0-9,4%. Í fyrra
var það 9,1% í apríl.
Bjartsýni
Karl segir að þótt atvinnuleys-
istalan sé sú sama í febrúar og mars
sé töluvert um afskráningar og ný-
skráningar á móti og nú sé meira um
afskráningar en nýskráningar. Þær
virðist vera í flestum greinum en
minnst á meðal ófaglærðra. „Á með-
al allra faglærðra er farið að draga
úr atvinnuleysi,“ segir hann.
Samkvæmt könnun SA hyggjast
um 50% fyrirtækja SA ekki gera
breytingar á starfsmannafjölda á
árinu, um 25% ætla að fjölga starfs-
mönnum og annar fjórðungur að
fækka þeim. Karl segir að alltaf sé
árstíðabundin sveifla sem svona
könnun mæli ekki. Til dæmis megi
gera ráð fyrir að starfsmönnum í
byggingariðnaði og ferðaþjónustu
fjölgi tímabundið yfir sumarmán-
uðina. Samkvæmt venju megi ætla
að starfsmönnum fækki í haust en
margir þættir hafi áhrif á stöðuna. Í
sumarlok í fyrra hafi Vinnu-
málastofnun óttast að atvinnuleysi
færi í tveggja stafa tölu, en sem bet-
ur fer hafi ræst úr málum.
Senn birtir til á
atvinnumarkaði
Morgunblaðið/Ómar
Vinna Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að hjól atvinnulífsins fari að snúast
á ný með hækkandi sól og atvinnuleysi minnki næstu mánuði.
Samtök atvinnulífsins gera ráð
fyrir að störfum á almennum
vinnumarkaði fækki um rúmlega
1.500 á árinu, en 16.482 manns
voru skráðir atvinnulausir í lok
mars 2010.
Atvinnuleysi er mest á meðal
karla á höfuðborgarsvæðinu
en samkvæmt yfirliti Vinnu-
málastofnunar er ekkert at-
vinnuleysi á tveimur stöðum, í
Skorradalshreppi og Tálkna-
fjarðarhreppi.
Einn er skráður atvinnulaus
í Bæjarhreppi í Strandasýslu,
Akrahreppi á Norðurlandi
vestra og Tjörneshreppi. Tveir
eru skráðir atvinnulausir í Ár-
neshreppi, Eyja- og Mikla-
holtshreppi, Skagabyggð og
Grýtubakkahreppi. Þrír eru
skráðir atvinnulausir í Reyk-
hólahreppi, Borgarfjarð-
arhreppi og Ásahreppi. Sam-
tals eru 9.795 karlar og 6.687
konur skráð atvinnulaus. Þar
af eru 11.113 manns á höf-
uðborgarsvæðinu, 6.735 karl-
ar og 4.378 konur.
Karl Sigurðsson bendir á að
vegna brottflutnings fólks frá
landinu sé mannafli minni en
á sama tíma í fyrra og því
mælist atvinnuleysið meira
nú. Gert sé ráð fyrir að það
minnki í apríl og fari svo
hraðar niður á við næstu
mánuði. „Við erum tiltölulega
bjartsýn hvað varðar næstu
mánuði,“ segir hann.
Erfiðast fyrir karla