Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Kristján Jónsson og Sigurð Boga Sævarsson ÞAÐ breytir miklu að AGS hafi nú samþykkt aðra endurskoðun á þeirri efnahagsáætlun sem Íslendingar starfa eftir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Við er- um í raun komin í allt aðra stöðu enda er sá stimpill sem samþykkið veitir okkur mikils virði. Lánin sem nú fást ættu að gera íslenskum stjórnvöldum kleift að ráða við af- borganir af öllum lánum á árunum 2011 og 2012 og þannig komumst við í allt aðra og betri stöðu en var. Samþykki stjórnar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins breytir miklu. Við er- um komin í skjól.“ AGS mun sjálfur lána Íslending- um upphæð sem samsvarar 20 millj- örðum ísl. kr. Norðurlöndin leggja til 76 milljarða kr. og Pólverjar níu milljarða kr. Þá eiga Íslendingar inni fyrningar úr fyrsta áfanga norrænu lánanna og gætu því úr norræna pottinum komið alls um 100 milljarð- ar króna. Steingrímur var spurður um frétt sem Bloomberg-fréttaveitan birti í gær, þar sem haft var eftir heimild- armanni í Hollandi að þarlend stjórnvöld væru ekki andvíg af- greiðslu lánsins frá AGS. Ástæðan væri að Íslendingar hefðu heitið að greiða Icesave-skuldbindingarnar með vöxtum. Steingrímur segir þetta ekki rétt enda þótt Íslendingar séu tilbúnir að greiða sanngjarna vexti og semja. Mikilvægast að losna við gjaldeyrishöftin Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera ánægður með að Íslendingar hafi núna aðgang að þessum lánum, það skipti máli vegna þess trúverðug- leika sem fylgi áætluninni í heild. „Mestu skiptir samt að þetta getur orðið til þess að við getum sem allra fyrst losað okkur við þessi skaðlegu gjaldeyrishöft, það vona ég að gerist. Hins vegar held ég að nú þurfi að ígrunda að hve miklu leyti þörf er á að draga á þessi lán, það verður að vega og meta. Þetta sýnir líka að það stenst ekki skoðun sem haldið hefur verið á lofti allt frá miðju ári 2009 að hér myndi ekkert gerast án þess að búið væri að ganga frá Icesave-samningunum, útilokað yrði t.d. að fá aðgang að AGS-lánunum. Hins vegar finnst mér skorta á að ríkisstjórnin geri betur grein fyrir áformum sínum um uppbyggingu gjaldeyrisvaraforðans, hvað sé réttlætanlegt að kosta miklu til að byggja hann upp. Það er dýrt að draga á þessi lán.“ Bjarni var spurður um frétt Blo- omberg en sagðist ekki hafa séð viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar gagnvart AGS og gæti því ekki stað- fest neitt í þessum efnum. Að sögn Benedikts Stefánssonar, aðstoðar- manns Gylfa Magnússonar efna- hags- og viðskiptaráðherra, er ekki hægt að birta viljayfirlýsinguna strax vegna reglna AGS sem á eftir að ganga endanlega frá skýrslum sínum í tengslum við endurskoð- unina. Menn vonuðust til að geta birt yfirlýsinguna eftir helgi. „Við erum komin í skjól“  Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir samþykkt stjórnar AGS merkja að Íslendingar fái nú svo miklar lánaheimildir að þeir ráði við allar afborganir erlendra lána á árunum 2011 og 2012 » Dagsetningum á næstu endurskoðun er hliðrað vegna seinkana sem urðu á annarri endurskoðun endurreisnaráætlunarinnar » Framkvæmdastjóri AGS álítur að efnahagur Íslands muni taka við sér á seinni helmingi 2010 Bjarni Benediktsson Steingrímur J. Sigfússon TÖLUVERT skemmdir urðu við Þorvaldseyri eftir hlaupið í Svaðbæl- isá en ljóst að þær hefðu getað verið mun meiri. Varnargarðar héldu að mestu en óvíst að þeir geri það komi annað hlaup í ána. Bærinn var rýmd- ur í gærkvöldi eftir að gríðarlegt og kolsvart öskuský stefndi á bæinn. Heitavatnsleiðslan sem lá yfir ána tættist í sundur í flóðinu en raf- magnsleiðsla sem grafin er í jörð slapp. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segir tjónið á leiðsl- unni ekki gríðarlegt áfall, en þegar henni verður komið fyrir að nýju verður hún grafin í jörð. Ólafur gekk með blaðamanni með ánni og sýndi ummerki flóðsins. Vel mátti sjá á varnargörðum hvers lags kraftur var þar á ferð. Mikill áburð- ur var og náði vatn sumstaðar að brúnum varnargarðs þar sem áður voru tveir metrar niður. Kom það ekki til af vatnsmagni, fremur sök- um þess hversu landið hefur risið. Skarð kom einnig í varnargarða á nokkrum stöðum og telur Ólafur alls óvíst að þeir haldi komi önnur gusa. Óttast hann því mikið um tún sín. Ólafur hugðist vinna fram að ösku- falli við að bæta í varnargarða. Heimarafstöð er í gili ofan við bæ- inn og slapp hún undan flóðinu. Ólafur segir hins vegar að aðeins hafi tilviljun ráðið því hvernig flóðið fór niður hæðina, og framhjá raf- stöðinni. Gríðarlega stór tún eru á Þor- valdseyri, en þar er eitt stærsta kornræktarbú landsins. Þau sluppu nokkuð vel úr flóðinu en aftur er spurning hvaða afleiðingar ösku- fallið sem hófst í gærkvöldi hefur. andri@mbl.is Morgunblaðið/Golli Tættist Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, við heitavatnsleiðslu sem fór í sundur í hlaupinu í Svaðbælisá á fimmtudag. Varnargarðar héldu og björguðu miklu Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, AGS, í Washington sam- þykkti í gær aðra endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS. Við endurskoðunina sendi ríkisstjórnin sjóðnum nýja vilja- yfirlýsingu þar sem lýst er efna- hagsstefnunni, þeim árangri sem þegar hefur náðst og næstu skrefum. Fram kemur m.a. í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðu- neytinu að íslensk stjórnvöld skuldbindi sig í viljayfirlýsing- unni til þess að styrkja enn eft- irlit með fjármálamarkaði til að skjóta enn styrkari stoðum und- ir endurreist bankakerfi. Í því skyni hafi ráðherra lagt fram frumvarp til laga um fjár- málamarkaðinn, um trygg- ingasjóð innistæðueigenda og verðbréfamarkaðinn. „Í viljayfirlýsingunni er einnig áréttað það markmið stjórn- valda að ná samningum við Hol- lendinga og Breta um endur- greiðslu þeirra fjármuna sem þeir hafa reitt af hendi vegna skuldbindinga Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta gagnvart innistæðueigendum netútibúa Landsbanka Íslands hf.,“ segir í tilkynningu ráðu- neytisins. Lofa Icesave-lausn MINNI efna- fræðileg meng- un er af gjósk- unni frá Eyjafjallajökli en búist var við, segir Sigurður Reynir Gísla- son, jarðfræð- ingur hjá Jarð- vísindastofnun HÍ. Bráðið vatn nær, að sögn vísindamanna, að þvo mengun af gjóskunni. Þessi efni koma niður með flóðinu og fara út í sjó og minnka þar með hættuna sem stafar af gjóskunni. „Styrkur þessara mengandi efna, eins og flúors, sem eru vatnsleys- anleg og hanga utan á gjóskunni, er því miklu minni en ella,“ segir Sig- urður og bendir á að af þessari gjósku sé miklu minni mengun en úr Heklugosi. sbs@mbl.is Vatn þvær mengunina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.