Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
Í byrjun vikunnar kom enn betur íljós en áður hversu risavaxnar
skuldir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
og viðskiptafélaga hans voru við ís-
lenska bankakerfið. Jón Ásgeir og
helstu viðskiptafélagar hans skuld-
uðu margfalt á við næstu skuldara,
sem þó eru engir aukvisar í þeim
efnum.
Í byrjun vik-unnar kom
einnig betur í ljós
en áður hvernig
Jón Ásgeir beitti
áhrifum sínum
sem eigandi
banka til að
draga þaðan fé í
eigin þágu.
Þrátt fyrir skuldirnar sem aldreiverða greiddar og slaga hátt í
heila landsframleiðslu eru Jón Ás-
geir og viðskiptafélagar hans enn
eigendur og/eða stjórnendur risa á
fjölmiðlamarkaði og langstærstu
smásölukeðju landsins.
Ástæðan fyrir því að þessum við-skiptajöfrum tekst að eiga og
stýra svo miklum eignum er mikill
velvilji banka sem eru og hafa verið
beint og óbeint undir stjórn ríkisins.
Þetta hefur aðeins verið mögulegt
vegna þess að ríkisstjórn Íslands
hefur látið þetta viðgangast.
Eins og fram hefur komið íMorgunblaðinu hefur fyrrver-
andi formaður Samfylkingarinnar
og núverandi utanríkisráðherra ját-
að að mögulega hafi tengsl á milli
flokksins og Baugsveldisins haft
áhrif á afstöðu flokksins fyrir nokkr-
um árum.
Nú hlýtur sú spurning að vaknahver skýringin er á velvilja í
garð þessara viðskiptajöfra í dag.
Hver er skýringin á því að bank-
arnir reyna enn að veita þessum
mönnum takmarkalausa fyrir-
greiðslu?
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Hver er skýringin?
Veður víða um heim 16.4., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík -1 skýjað
Akureyri -1 alskýjað
Egilsstaðir -2 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 6 léttskýjað
Nuuk -4 snjókoma
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló 10 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 léttskýjað
Stokkhólmur 11 heiðskírt
Helsinki 10 heiðskírt
Lúxemborg 11 heiðskírt
Brussel 13 léttskýjað
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 10 léttskýjað
London 8 skýjað
París 12 léttskýjað
Amsterdam 14 léttskýjað
Hamborg 11 léttskýjað
Berlín 10 skúrir
Vín 14 léttskýjað
Moskva 13 heiðskírt
Algarve 19 skýjað
Madríd 10 alskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 16 léttskýjað
Aþena 21 skýjað
Winnipeg 13 skýjað
Montreal 6 alskýjað
New York 8 heiðskírt
Chicago 11 léttskýjað
Orlando 18 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
17. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:49 21:07
ÍSAFJÖRÐUR 5:44 21:22
SIGLUFJÖRÐUR 5:26 21:05
DJÚPIVOGUR 5:16 20:39
NÁLÆGT Seljalandsfossi hafa fýlar komið sér
vel fyrir í lítilli gjótu sem snýr út að Markarfljóti.
Ekki er ólíklegt að fuglarnir hafi skynjað að
mikil umbrot ættu sér stað í náttúrunni en þeir
voru á besta stað til að fylgjast með flóðunum
sem komið hafa niður ána.
FÝLARNIR FYLGJAST MEÐ VIÐ MARKARFLJÓT
Morgunblaðið/Ómar
ÓLÖF Nordal og Tómas Már Sig-
urðsson hafa beðið Morgunblaðið
að birta eftirfarandi yfirlýsingu:
„Nöfn okkar hjóna koma fyrir í
kafla 8.11.2 í skýrslu Rannsókn-
arnefndar Alþingis, þar sem
fjallað er um lánafyrirgreiðslur til
alþingismanna sem og maka
þeirra og félaga þeim tengdra.
Okkur þykir rétt að gera grein
fyrir því hvernig þau lán eru til-
komin.
Í febrúar árið 2004 tók Tómas
Már við nýju starfi á Reyðarfirði. Í
kjölfarið flutti fjölskyldan til Aust-
urlands. Við ákváðum að koma
okkur þaki yfir höfuðið á Egils-
stöðum, en jafnframt að fresta um
sinn sölu á húsnæði okkar á Sel-
tjarnarnesi. Tókum við af þeim
sökum bankalán vegna nýbygging-
arinnar eystra.
Árið 2007 var Ólöf kjörin alþing-
ismaður fyrir Norðausturkjör-
dæmi og á því ári ákváðum við að
skipta um fasteign á höfuðborg-
arsvæðinu. Af þeim ástæðum
þurftum við að auka fasteignalán,
enda var húseign okkar á Seltjarn-
arnesi enn óseld á þeim tíma sem
lánastaða í skýrslunni greinir frá.
Í lok september 2007 var því
skuldastaða vegna þessara þriggja
fasteigna 113 milljónir króna. All-
ar umræddar lánveitingar eru með
veðum í góðum fasteignum og er
verðmat þeirra hærra en saman-
lögð lán sem koma fram í skýrsl-
unni. Engar lánveitingar komu til
vegna hlutabréfakaupa eða til
eignarhaldsfélaga á okkar vegum.“
Yfirlýsing
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
NÝJUSTU tölur um fjölda flugfarþega til
landsins og frá bentu til þess að flugstarfsemin
væri loks að ná sér á strik eftir mikla lægð. Al-
ger óvissa ríkir um það hvaða áhrif eldsumbrot-
in á Suðurlandi muni hafa varðandi þessa já-
kvæðu þróun.
Farþegum sem fóru um Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar fjölgaði um 15,7% í mars miðað við
sama tíma í fyrra, úr 92 þúsund farþegum árið
2009 í 107 þúsund farþega nú. Farþegum til og
frá Íslandi fjölgaði um 13,8% milli ára, en far-
þegum sem millilenda hér á landi á leið yfir
Norður-Atlantshafið fjölgaði um tæplega 32%.
Farþegum sem fara um Flugstöðina hefur
fækkað flesta mánuði frá því í apríl 2008. Þarf
að fara allt aftur til nóvember 2006 til að finna
jafnmikla fjölgun farþega milli mánaða og í ný-
liðnum mars. Fram til apríl 2008 hafði farþeg-
um sem fóru um Leifsstöð fjölgað hægt og bít-
andi.
Í febrúar fjölgaði farþegum lítillega frá febr-
úar 2009, eða um 1,7%
Fyrstu þrjá mánuði ársins fóru 274.886 far-
þegar um Flugstöðina og hafði fjölgað um tæp-
lega 15 þúsund miðað við sömu mánuði í fyrra.
Fyrstu þrjá mánuði ársins 2008 var farþega-
fjöldinn hins vegar 378.540, sem var met. Það
er því langt í land að ná hápunktinum á nýjan
leik.
Flugfarþegum fjölgar á nýjan leik
Morgunblaðið/Ómar
Leifsstöð Farþegum hefur fjölgað á nýjan leik
eftir mikla lægð, sem nær aftur til ársins 2008.
Aðalfundur VR
verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hóteli,
miðvikudaginn 28. apríl nk. og hefst fundurinn kl. 19:30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Innborgun í VR varasjóð
Virðing
Réttlæti
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK
S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS