Morgunblaðið - 17.04.2010, Side 23
Fréttir 23ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
STUÐNINGURINN við Frjáls-
lynda demókrata, þriðja stærsta
flokkinn í Bretlandi, virðist hafa auk-
ist verulega eftir sjónvarpskappræð-
ur leiðtoga þriggja helstu stjórn-
málaflokka landsins í fyrrakvöld.
Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra
demókrata, þótti hafa staðið sig best
í kappræðunum og sigrað Gordon
Brown forsætisráðherra og David
Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins.
Clegg komst út úr skugga turnanna
tveggja og sýndi að baráttan stendur
ekki aðeins á milli Verkamanna-
flokksins og Íhaldsflokksins sem
hafa skipst á um að stjórna Bretlandi
frá árinu 1922 með örfáum undan-
tekningum.
Þótt Clegg eigi litla möguleika á
að verða næsti forsætisráðherra
Bretlands er líklegt að flokkur hans
geti ráðið úrslitum um hvort Brown
eða Cameron myndar næstu stjórn.
Skoðanakönnun, sem ITV-sjón-
varpið birti í gær, bendir til þess að
fylgi Frjálslyndra demókrata sé nú
24% og hafi aukist um þrjú prósentu-
stig frá samskonar könnun sem gerð
var tveimur dögum fyrir kappræð-
urnar. Fylgi Íhaldsflokksins mældist
35% og 28% aðspurðra sögðust
styðja Verkamannaflokkinn. Um
4.000 manns tóku þátt í könnuninni.
Viðaminni skyndikannanir, sem
gerðar voru í fyrrakvöld, bentu til
þess að fylgi Frjálslyndra demó-
krata hefði aukist enn meira, um allt
að 14 prósentustig.
Clegg er 43 ára að aldri og varð
leiðtogi Frjálslyndra demókrata í
desember 2007.
Hann hefur einkum vakið athygli
fyrir andstöðu við aðgerðir sem hann
telur grafa undan borgaralegum
réttindum og fyrir að rjúfa pólitíska
bannhelgi með því að gagnrýna
framgöngu breska hersins í Afgan-
istan og krefjast þess í fyrra að for-
seti neðri deildar þingsins segði af
sér vegna hneykslismála þing-
manna.
36% þekktu hann ekki
Clegg hefur þó reynst örðugt að
komast út úr skugga Browns og
Camerons – þar til nú – og skoðana-
könnun BBC í september benti til
þess að 36% kjósenda þekktu hann
ekki.
Nick Clegg nam félagsmannfræði
við Cambridge-háskóla og starfaði
við blaðamennsku og pólitíska ráð-
gjöf áður en hann hóf störf fyrir
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins. Hann sat á Evrópuþinginu
á árunum 1999-2004 og var kosinn á
breska þingið árið 2005.
Móðir Cleggs er hollensk, faðir
hans hálf-rússneskur og kona hans
spænsk. Hann talar fimm tungumál,
hollensku, frönsku, þýsku og
spænsku, auk ensku.
Reuters
Gekk í augun á áhorfendum Nick Clegg, fyrir miðju, ræðir við blaðamenn á kosningaferðalagi á Englandi í gær.
Jók mjög fylgi Frjáls-
lyndra demókrata
Nick Clegg komst loks út úr skugga Browns og Camerons
» Líklegt er að Verka-mannaflokkurinn og
Íhaldsflokkurinn geri nú
harða hríð að Nick Clegg og
gagnrýni umdeildar tillögur
hans, m.a. um að Bretar taki
upp evruna.
» „Við þurfum að koma hon-um niður úr heiðhvolfinu,
niður fyrir gjóskuskýið,“ hafði
fréttavefur The Times eftir
einum forystumanna Verka-
mannaflokksins.
LÚXUSHÓTEL í Kaupmannahöfn
gefur nú gestum kost á að fram-
leiða rafmagn með því að stíga
reiðhjól sem tengd eru við rafal.
Ef gestir Crowne Plaza-hótelsins
framleiða 100 vattstundir með þess-
um hætti fá þeir mat að andvirði
200 danskra króna, jafnvirði 4.600
íslenskra, að sögn talsmanns hótels-
ins. Hann lýsir Crowne Plaza sem
einu af „umhverfisvænustu hót-
elum heims“.
Tvö reiðhjól hafa verið sett upp í
hótelinu og á stýrum þeirra eru
tveir litlir skjáir sem sýna hversu
mikið rafmagn gestirnir framleiða.
Ef gestirnir eru í góðri þjálfun geta
þeir framleitt 100 vattstundir á um
það bil einni klukkustund, að sögn
talsmannsins.
Gestir framleiða rafmagn
YFIRVÖLD í Kína skýrðu frá því í
gær að minnst 1.144 hefðu beðið bana
í jarðskjálftanum sem reið yfir
Qinghai-hérað á miðvikudaginn var.
Tala látinna gæti hækkað þar sem yf-
ir 400 manns til viðbótar er saknað.
Ríkisfjölmiðlar í Kína segja að yfir
11.000 manns hafi slasast í hamför-
unum, flestir þeirra í bænum Jiegu.
Þúsundir manna, sem lifðu af, bíða í
örvæntingu eftir hjálpargögnum eftir
að hafa sofið undir berum himni í
fimbulfrosti í þrjár nætur.
„Ég hef glatað öllu,“ sagði 52 ára
kona, sem missti foreldra sína og
systur. „Húsið mitt eyðilagðist. Fjöl-
skylda mín missti 10 manns. Við eig-
um ekkert og höfum ekkert að
borða.“
Fyrstu hjálpargögnin komu á ham-
farasvæðið í gær. Yfirvöld segjast
ætla að senda þangað alls 185 tonn af
matvælum og öðrum hjálpargögnum,
41.000 tjöld, 160.000 yfirhafnir og
188.000 teppi.
Rúm 90% íbúa hamfarasvæðisins
eru Tíbetar. Wen Jiabao, forseti Kína,
lauk tveggja daga ferð um svæðið í
gær og lýsti hjálparstarfinu sem
tækifæri til að efla þjóðareininguna.
Minnst 1.140 fór-
ust í skjálftanum
Þúsundir bíða enn eftir hjálpargögnum
Reuters
Björgun Björgunarmenn halda á 13 ára stúlku sem hafði verið grafin í rúst-
um í bænum Yushu í rúmar 50 klukkustundir eftir öflugan jarðskjálfta.
• Sýning á verkum nemenda í Myndlistaskólanum, JL-húsinu, Hringbraut 121.
• Sýning í Hugmyndahúsi Háskólanna á lokaverkefnum nemenda á
Myndlista- og Hönnunarsviði - umsóknarfrestur nýnema rennur út 1.júní.
• Dyndilyndi, á Barnamenningarhátíð í Listasafni Íslands.
• Kynntar 3 nýjar námsbrautir, kl.15.30-16.30 báða sýningardagana: TEIKNING,
TEXTÍL og MÓTUN, 2ja ára Diplómanám í samstarfi viðTækniskólann.
Umsóknarfrestur fyrir nám á haustönn 2010 til 31.maí.
ALLIRVELKOMNIR vöfflur og kaffi
VORSÝNING 2010
laugardag 17/4 og sunnudag 18/4 klukkan 15 - 18
Myndlistaskólinn í Reykjavík
www.myndlistaskolinn.iswww.dyndilyndi.is