Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FYRSTU varnargarðarnir við Markarfljót voru reistir vestan við bæinn á Seljalandi frá Seljalands- múla niður á sléttuna vorið 1910 og verða því senn 100 ára gamlir. Þórður Tómasson, safnvörður á Skógum, segir að Ungmennafélagið Drífandi hafi staðið fyrir gerð fyrsta varnargarðsins við Mark- arfljót fyrir tæplega 100 árum. Fram að þeim tíma hafi bæirnir oft verið eins og hólmar umluktir ís. Varnargarðurinn hafi breytt far- vegi árinnar og fljótið hætt að renna austur með Eyjafjöllum. „Þetta er voldugur og mikill garður enda hefur honum verið haldið við og oft verið bætt á hann,“ segir hann. Brúin yfir Markarfljót við Litla Dímon var byggð 1933 til 1934. Þórður segir að þá hafi verið byggðir miklir varn- argarðar frá Stóra Dímon niður að Mark- arfljótsbrúnni. Þá hafi líka verið hlaðnir varnargarðar fyrir Þverá, Affall, Ála ofan frá Þórólfsfelli og öllu vatninu í Markarfljóti veitt í einn farveg. Varnargarðarnir hafi jafnt og þétt verið styrktir og því hafi þeir staðið áhlaupin af sér. Ey- steinn Einarsson leiddi verkið við Þverá, Affall og Ála og sonur hans Dofri er verkefnisstjóri hjá Suð- urverki í sambandi við fram- kvæmdir við Landeyjahöfn. Þórður segir að í kringum 1900 hafi menn byrjað að reyna að hlaða fyrir Markarfljót á Seljalandi. Grjótið og annað efni hafi verið flutt í mykjukláfum á hestum en þessi garður hafi ekki dugað. Tíma- mótaárið hafi verið 1910. Fólk á hverjum einasta bæ undir Vestur Eyjafjöllum hafi unnið við hleðsl- una og verkinu hafi verið lokið fyrir slátt. „Garðarnir vernda geysilega víðáttumikið land og Mark- arfljótsaurar fyrir neðan Stóra Dímon eru allir að gróa upp,“ segir Þórður. Ljósmynd/Vegagerðin - úr safni Geirs G. Zoëga Bygging Unnið við hleðslu varnargarðs við Markarfljót 1933. Stóri Dímon er í baksýn. Garðarnir við Markarfljót hafa alveg haldið í 100 ár Þórður Tómasson ...verði gjafa gagnstreymi. Framlag Myndlistaskólans í Reykjavík til Barnamenningarhátíðar 2010 er margþættur listrænn viðburður, Dyndilyndi - verði gjafa gagnstreymi, þar sem börn, hönnuðir, myndlistarmenn, arkitektar, danshöfundur, leikarar, rithöfundar, hljóðmyndasmiðir og tónskáld leggja til hár úr hölum sínum. Hlutdeild eiga á fimmta hundrað nemenda og kennara úr grunnskólum Reykjavíkur og suðvesturhorninu, nemendur úr Myndlistaskólanum í Reykjavík, Tinna Gunnarsdóttir, Huginn Þór Arason, Kristín Ómarsdóttir, Magga Stína, Harpa Arnardóttir, Mundi, Kristinn G. Harðarson, Megas, Margrét Bjarnadóttir, Hilmar Örn Hilmarsson, Rikke Houd, Rán Flygenring, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Sara María Skúladóttir, Borghildur Ína Sölvadóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Theresa Himmer, Kristján Eggertsson og Margrét H. Blöndal. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar 2010 www.dyndilyndi.is LISTASAFN ÍSLANDS 17.4 - 2.5. 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.