Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
✝ Kristín RósaSteingrímsdóttir
fæddist á Selfossi 24.
febrúar 1967, hún lést
af slysförum 6. apríl
sl.
Kristín Rósa ólst
upp á Torfastöðum 1 í
Grafningi hjá for-
eldrum sínum, Stein-
grími Gíslasyni, f. 22.
september 1921 og
Birnu Aðalheiði Árdal
Jónsdóttur, f. 24.
ágúst 1937, d. 22. maí
2003. Hún var næst-
yngst átta systkina sem eru: 1) Birg-
ir Árdal Gíslason, f. 1955, kvæntur
Margréti Jónsdóttur, börn þeirra,
Jón Sveinberg, Birna Aðalheiður
Árdal, Sveinn Ægir og Sesselja Sól-
veig. 2) Sigríður María, f. 1959, látin
1994, sambýlismaður hennar var
Helga Bergmann. 7) Sigurður Þór, f.
1971, sambýliskona hans er Guð-
björg Bergsveinsdóttir, börn þeirra,
Rebekka Rut og Birkir Máni. Kristín
Rósa eða Stína eins hún var oftast
kölluð ólst upp í stórum systkinahóp
og lærði snemma til verka og gekk í
flest störf sem til féllu í sveitinni.
Hún gekk í barnaskólann á Ljósa-
fossi og síðan í gagnfræðaskólann á
Selfossi. Stína flutti að heiman á
haustdögum 1984, og hóf sambúð
með Trausta Sigurjónssyni. Fyrst
bjuggu þau á Selfossi, síðan í Kefla-
vík, fluttust svo til Reykjavíkur.
Stína og Trausti slitu samvistum
1992. Fljótlega upp frá því kynntist
hún Magnúsi Inga Guðmundssyni,
foreldrar hans eru Guðmundur
Karlsson og Svanhvít Magnúsdóttir,
hófu þau sambúð upp frá því. Lengst
af bjuggu þau á Kleppsvegi 108 sem
þau keyptu og gerðu upp saman.
Þau slitu samvistum fyrir nokkru.
Kristín vann ýmis verslunar- og
þjónustustörf um ævina.
Útför Kristínar Rósu fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 17. apríl 2010,
og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett
verður að Úlfljótsvatni.
Bergur Geir Guð-
mundsson, börn
þeirra, Guðmundur,
Andri Már og Kristín
Hanna. Bergur er í
dag kvæntur Sigrúnu
Óskarsdóttur. 3) Árný
Valgerður, f. 1960,
gift Friðgeiri Jóns-
syni, börn þeirra,
Steingrímur, Linda
Björk, Katrín Ýr og
Anna María. 4) Jens-
ína Sæunn, f. 1962,
gift Ægi Stefáni Hilm-
arssyni, börn þeirra,
Haukur Páll og Helena Dögg. 5) Að-
alheiður Jóna, f. 1963, gift Birni
Magnússyni, dóttir þeirra er Hug-
rún Harpa. 6) Gísli Steingrímsson, f.
1965, sambýliskona hans er Ragn-
heiður Sigmarsdóttir. Börn þeirra,
Árdís Lilja, Guðlaug Bergmann og
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú
og hennar ljós?
Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú
er burt mitt hrós.
Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið,
uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.
(Matthías Jochumsson)
Elsku Stína mín. Þessi bíltúr varð
undarlegt ferðalag og ótrúlega
kuldaleg örlög, grjónið mitt (þú hélst
svo upp á „grjónið mitt“). Þið stöll-
urnar hírðust þarna í ísköldum bíln-
um í marga langa klukkutíma og von-
uðust til að hjálpin væri að berast, að
Fjalar félagi ykkar hefði komist í
símasamband og getað kallað eftir
hjálp. Það fór heldur betur á annan
veg, hann fórnaði lífi sínu til að reyna
að ná í aðstoð – blessuð sé minning
hans. Þú, jafnveik og þú varst í fót-
unum, fórst bara út úr bílnum til að
pissa en veðurofsinn og hríðarbylur-
inn sem þarna var varð til þess að þú
fannst ekki bílinn aftur, elsku kerl-
ingin mín, og því fór sem fór. Mér
finnst ljóðið hér að ofan bókstaflega
vera eins og það sé samið um þig og
þetta ferðalag. Þar sem þú áttir svo
marga ástvini sem voru farnir en
voru þér svo kærir geri ég ráð fyrir
að það hafi verið mikil hátíð í himna-
sal þegar þú mættir á svæðið.
Elskurnar okkar, mamma og
Sigga systir, hafa örugglega tekið
hlýlega á móti þér inn úr kuldanum
og vafið þig örmum. Það hafa þau
líka gert afi og amma Magnúsar svo
og fyrrverandi tengdaforeldrar þínir
Svana og Sigurjón frá Stóru-Borg.
Þér þótti svo mikið vænt um þetta
fólk og talaðir oft um það. Þetta er
ljósið í myrkrinu Stína mín og óska
ég þér sannarlega góðrar ferðar.
Hvíldu í friði, elsku systa.
Jensína Steingrímsdóttir.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Elsku Stína mín, þegar ég hugsa til
þín þá er það bara; margs er að minn-
ast, margs er að sakna og margt er
hér að þakka. Síðasta kveðja mín til
þín verður kveðjan sem við notuðum
ávallt okkar á milli: „Bið að heilsa eft-
ir Inga T.“ Þinn Gísli besti bró.
Hvíl í friði.
Gísli Steingrímsson
og fjölskylda.
Elsku Stína, nú er skynilega komið
að kveðjustund og viljum við þakka
öll árin sem við áttum saman. Við trú-
um því að mamma og Sigga hafi tekið
vel á móti þér en minningin um þig
lifir með okkur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku pabbi, Maggi og fjölskyldan
öll, megi guð og góðir englar varð-
veita okkur á þessum erfiða tíma.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Árný og Friðgeir.
Elsku Stína, nú er komið að
kveðjustund og viljum við Skotturn-
ar þakka þér fyrir alla æðislegu tím-
ana sem við áttum saman.
Okkur eru efst í huga allar
skemmtilegu sleðaferðirnar þar sem
við þeyttumst um hálendið með app-
elsínugulu og grænu hjálmana aftan
á sleðunum hjá pabba og Magga og
þið mamma voruð á jeppanum og elt-
uð hjálmana, í von um að halda í við
okkur.
Þótt við værum ekki háar í loftinu
og reynsluleysið með hamarinn og
sögina einkennandi vorum við engu
að síður alltaf til í að fara í helgarferð
á Kleppsveginn og hjálpa til við smíð-
ar, því við áttum alltaf von á að Stína
frænka byði upp á dýrindispítsu frá
Pizzahöllinni í nágrenninu. Pítsan
var þá borin fram í bílskúrnum á
Kleppsveginum og var það mikil hefð
hjá okkur á meðan á byggingu
Kleppsvegarins stóð.
Gríðarlegur spenningur var í loft-
inu þau sumur sem þú varst hjá okk-
Kristín Rósa
Steingrímsdóttir
✝ Lára Jóhann-esdóttir fæddist í
Rauðanesi í Borg-
arhreppi 28. júli 1928.
Hún lést á Dval-
arheimili aldraðra í
Borgarnesi 6. apríl
2010.
Foreldrar hennar
voru Jóhannes Ein-
arsson og Eva Jóns-
dóttir. Lára var næst-
elst fimm systkina,
elst var Ingibjörg, f.
1926, lést 1939, Júlíus
Ágúst, f. 1930, lést
1963, Þórdís, f. 1938, og Ragnar, f.
1948.
Eiginmaður hennar var Sumarliði
Páll Vilhjálmsson, f. 22. nóvember
1930, foreldrar hans voru Vilhjálmur
Jónsson og Sesselja Sveinbjörns-
dóttir. Lára og Sumarliði eignuðust
níu börn. 1) Vilhjálmur Einar. Áður
kvæntur Jóhönnu Hlín Ragn-
arsdóttir, sonur þeirra Sumarliði
Einar Már, kona hans er Anna Björg
Úlfarsdóttir. Dætur þeirra Sara Lou-
sie og Elisa Lind. Önnur kona Vil-
hjálms var Inga Kolfinna Ingólfs-
dóttir, börn þeirra eru Ingólfur
Haukur, kvæntur Rósu Hlín Sigfús-
hanna Lóa, unnusti Óðinn Guð-
mundsson, og Sumarliði Páll. 7)
Sveinbjörg Rósa, eiginmaður henn-
ar er Albert Ólafsson. 8) Ágúst Páll,
kvæntur Hafdísi Gunnarsdóttur.
Börn þeirra eru Lára, unnusti er
Bjarni H. Halldórsson, Arnór, unn-
usta Katrín Birna Smáradóttir, og
Dagný. 9) Óskírð Sumarliðadóttir.
Lára stundaði nám við Hús-
mæðraskólann á Varmalandi árið
1948. Alla ævi hafði hún áhuga á
saumaskap og útskrifaðist með
sveinspróf sem dömuklæðskeri 1953
frá Iðnskólanum í Reykjavík. Á
skólaárunum var hún virk í Þjóð-
dansafélaginu. Hún giftist Sum-
arliða Páli Vilhjálmssyni 26. des.
1954 og þau hófu búskap á Ferju-
bakka III í Borgarfirði í samstarfi
við Jóhannes, föður Láru. Lára vann
sem húsmóðir alla ævi og starfaði
við saumaskap fyrir sveitunga sína
og fjölskylduna. Mörg haust vann
hún í Sláturhúsinu í Borgarnesi . Á
hverju sumri dvaldi hjá henni og
Sumarliða fjöldi barna. Hún söng í
mörg ár í Kirkjukór Borgarkirkju
og einnig tók hún virkan þátt í starfi
Kvenfélags Borgarhepps. Haustið
1998 fluttist hún á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi og dvaldi þar
til dauðadags.
Útför Láru fer fram frá Borg-
arneskirkju í dag, 17. apríl 2010, og
hefst athöfnin kl. 14.
dóttur, Eva Lára,
barnsfaðir Ríkharður
Mýrdal Harðarson,
sonur þeirra er Vil-
hjálmur Ingi; Jón Örn
og Adam Orri, unnusta
hans er Erla Rún Rún-
arsdóttir. Vilhjálmur
er kvæntur Hjálmfríði
Björgu Jóhannsdóttur.
2) Eva Ingibjörg, sonur
hennar er Lárus Páll
Pálsson, sambýliskona
hans er Jónína Kristín
Ágústsdóttir, börn
þeirra eru Almar Páll,
Eva Karólína og Ágústa Guðrún. 3)
Jóhannes Torfi, kvæntur Önnu Mar-
íu Sigfúsdóttur. 4) Þórdís Málfríður,
eiginmaður hennar er Jóhann Björg-
vin Marvinsson. Börn þeirra eru
Linda Sólrún, sambýlismaður Ás-
björn Ólafsson, Ásthildur Rósa, De-
bóra Dögg og Ágúst Máni. 5) Pétur
Ísleifur, kvæntur Guðrúnu Kristjáns-
dóttur. Börn þeirra eru Kristján Jó-
hannes, Margrét Hildur og Ólafur
Magnús. 6) Ólöf Sesselja, eiginmaður
hennar er Sigurbergur Dagfinnur
Pálsson. Börn þeirra eru Drífa Mjöll,
sambýlismaður Stefán Orri Ólafsson,
dóttir þeirra er Aldís Karen, Jó-
Nú að leiðarlokum hjá þér kæra
Lalla tengdamóðir langar mig að
þakka þér fyrir þau tæpu 27 ár sem
eru liðin síðan ég kom inn í þína fjöl-
skyldu. Það er margt sem flýgur um
hugann og margt gerst en eitt af því
sem stendur upp úr er hvað þú varst
góð amma barnanna okkar. Enginn
kom á Ferjubakka öðruvísi en þeir
fengju eitthvað að borða, hvort mað-
ur væri ekki svangur og hefði ekkert
fengið.
Börnin mín hafa verið svo heppin
að hafa alist upp svo nærri þér og afa
öll sín ár og fengið að hafa ykkur með
okkur um bæði jól og áramót í þó
nokkur skipti sem er dýrmæt minn-
ing sem lifir með þeim. Okkar sam-
band er ég afar þakklátur yfir að hafa
átt. Þótt heilsan hjá þér væri kannski
ekki alltaf upp á það besta varst þú
alltaf ljúf og stutt í húmorinn. Ef eitt-
hvað þurfti að fara eða gera var það
gert, ég man ekki að það væri nokk-
urt vesen með poka eða pinkla þegar
ég skutlaði þér upp á Bakka af Dvala-
heimilinu og þú sigraðir alltaf tröpp-
urnar níu þegar þú komst í heimsókn,
– við kannski bölvuðum þeim aðeins
en upp komstu og niður aftur.
Takk fyrir árin. Minning um ljúfa
og mjúka ömmu og tengdamóður lifir
hjá öllum.Takk.
Sigurbergur Pálsson.
Elsku amma, nú sitjum við systk-
inin og reynum að brosa í gegnum
tárin þegar við hugsum til þín og rifj-
um upp allar þær yndislegu minning-
ar sem við eigum um þig. Það er erfitt
að trúa því að þú sért farin frá okkur
en við vitum að þú ert á góðum stað
og átt eftir að fylgjast með okkur í
fjarska. Þú varst alltaf svo hjartahlý
og góð og okkur þótti svo gott að fá
faðmlag eða kossa frá þér. Það sem
einkenndi þig var hversu vel þú hugs-
aðir um okkur ömmubörnin þín, þú
passaðir að okkur liði alltaf vel og
sást til þess að við værum aldrei
svöng hjá þér.
Okkur systrum er minnisstæður sá
tími þegar við bjuggum hjá ykkur afa
á Ferjubakka, við áttum góðan tíma
saman og erum við mjög þakklátar
fyrir það. Einnig minnumst við sér-
staklega þess þegar við fengum að
leika okkur með fínu dúkkurnar þín-
ar, stóri dúkkuskápurinn þinn var
eins og stór ævintýrahöll fyrir litlar
stelpur. En það var þó ekki nema í
sérstökum tilfellum sem við máttum
taka dúkkurnar út úr skápnum. Skil-
yrðið fyrir því að leika með dúkkurn-
ar var að þurrka af skápnum, þrífa
glerið og raða dúkkunum fallega upp
aftur og þetta gerðum við þegjandi og
hljóðalaust því okkur fannst það
ómetanlegt að fá að leika með fallega
dúkkusafnið þitt.
Þú hafðir mikinn áhuga á fötum og
hannyrðum enda varstu lærður
dömuklæðskeri. Þessi áhugi þinn á
fötum og kjólum hefur svo sannarlega
erfst til okkar systra. Okkur þótti
ekki leiðinlegt að halda tískusýningar
fyrir þig, þar sem við sýndum þér
nýju fötin okkar og þú skoðaðir þau
vandlega, bæði saumaskapinn og efn-
ið, og ekki fannst þér skemma fyrir ef
fötin voru rauð. Þú fylgdist vel með
tískunni og allt fram á seinustu stund
vildirðu fá að sjá í hvaða fötum við
værum og fékkst að þreifa á efninu.
Við systurnar eigum nokkra jóla- og
sumarkjóla sem þú og mamma saum-
uðuð fyrir okkur. Yfirleitt vorum við
ánægðar með þá en það var þó einn
kjóll sem við vorum ekkert voðalega
ánægðar með en hann var saumaður
úr gardínuefni og blúndum! Við höf-
um mikið hlegið að þessari samsetn-
ingu nú í seinni tíð.
Við systkinin eigum eftir að sakna
þess að hafa þig ekki hjá okkur á jól-
unum en við áttum saman mörg
skemmtileg jól og áramót. Þið afi nut-
uð þess að horfa á okkur opna pakk-
ana og þá sérstaklega þegar Summi
Palli var í stuði. Þér fannst alltaf svo
gott að fá knús og kossa frá litla nafna
eins og þú kallaðir Summa Palla oft.
Honum þótti það nú ekki verra sjálf-
um og neitaði því sjaldan. Svo má ekki
gleyma því hvað þið Summi höfðuð
gaman af því bæði að skreppa fram í
frystikistu og fá ykkur ís saman.
Elsku amma, það er svo erfitt að
hugsa til þess að við fáum ekki að sjá
þig aftur en þessar minningar og svo
miklu fleiri hlýja okkur um hjartaræt-
ur og minna okkur á allt það góða sem
þú hefur gefið okkur. Við systkinin
lofum því að passa hann afa fyrir þig
og við munum líka segja börnum okk-
ar seinna meir frá hversu yndisleg
amma þú varst. Hvíl í friði elsku
amma.
Þín barnabörn,
Drífa Mjöll, Jóhanna Lóa
og Sumarliði Páll.
Elsku mamma. Þegar þú áttir 80
ára afmæli fyrir tveimur árum feng-
um við þá hugmynd að setja upp sýn-
ingu á allri handavinnunni sem þú
hefur gert um ævina. Við komumst
fljótt að því að þú hafðir gert miklu
meira en eitt lítið samkomuhús gæti
tekið við. Samt sýndum við bara
brotabrot af því sem þú hafðir gert
því að mikið af því hafðir þú gefið frá
þér. Það sást á þessari sýningu hvað
þú varst geysilega fjölhæf og óhrædd
við að prófa eitthvað nýtt. Það lék allt
í höndunum á þér, það var sama hvað
það var. Þarna voru svo ólíkir hlutir;
myndlist, útsaumur, útskurðarlist,
fatasaumur, listaverk úr skeljum og
steinum. Þú bættir alltaf einhverju
við frá sjálfri þér þannig að hvert verk
varð einstakt.
Þú hafðir unun af dúkkum og safn-
aðir þeim í kringum þig. Fólk kom
með dúkkur alls staðar að úr heim-
inum til að færa þér, sem sýndi að þú
varst þeim ofarlega í huga. En þú
varst fljót að sjá ef saumaskapurinn á
kjólunum þeirra var ekki fullkominn,
þú þoldir ekkert hálfkák. Það var
aldrei ládeyða í kringum þig, yfirleitt
var húsið fullt af börnum, barnabörn-
um og vinum barnanna og alltaf mátti
finna pláss fyrir einn í viðbót. Svo var
spjallað, spáð og hlegið og endalaust
var komið með meira brauð og kökur.
Og alltaf gafstu það sem þykir dýr-
mætast í dag – tíma fyrir hvern og
einn.
Manstu eftir öllum spádómunum
og hvað spilin voru orðin máð í lokin?
Það var alltaf dauðaþögn og spenna
þegar þú lagðir spilin. Þú sagðir öllum
að taka þetta ekki alvarlega en oftast
rættist spádómurinn þótt síðar yrði.
Hvað ætli þú hafir bjargað mörgum
brostnum unglingshjörtum þegar þú
spáðir spennandi ferðalögum og ást-
arævintýrum. Það var ekki nóg að þú
værir með okkur systkinin átta, þú
varst líka með börn sem voru í sveit.
Þessi börn sögðu ekki skilið við þig,
því mörg þeirra komu í heimsókn
fram á fullorðinsár. Börnin þeirra
voru jafnvel líka hjá þér. Þú gast ver-
ið amma þeirra allra, þig munaði ekk-
ert um það. Böndin urðu stundum svo
sterk að sum þeirra urðu eins og
systkini okkar. Þér fannst alltaf
skemmtilegt þegar nóg var að gera og
það var rífandi gangur í öllu. Þú varst
alltaf svo stolt þegar þú horfðir niður
á tún og allir krakkarnir unnu sem
einn í heyskapnum og þá var líka
gaman að koma inn í kvöldkaffi eftir
góðan vinnudag.
Þú elskaðir að ferðast. Síðustu árin
vorum við hrædd um að löng ferðalög
yrðu þér ofviða, eins og ógleymanlegt
ferðalagið í afmælið hennar Debbu í
fyrra til Vopnafjarðar. En gleðin,
þrjóskan og lífsviljinn glæddist við
það. Þú varst manna hressust þegar
þú komst í nýtt umhverfi. Þú þekktir
og mundir örnefnin og sögurnar sem
voru tengdar þeim stöðum jafnvel
þótt áratugir hefðu liðið frá því að þú
komst þar síðast. Þú hafðir alveg un-
Lára Jóhannesdóttir