Morgunblaðið - 17.04.2010, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
Breyting á vindáttum í gærkvöldi
varð til þess að eldgosið varð sýni-
legt fólki úr byggð. Farið var að bera
á öskufalli í Mýrdalnum og undir
Eyjafjöllum og er hætt við að askan
berist til Eyja í dag, samkvæmt veð-
urspám. Líklegra er þó að það gerist í
ríkari mæli á mánudag.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur segir nokkuð eindregnar norð-
an-, vestan- og suðvestanáttir næstu
daga og ólíklegt að vindar snúist til
austanáttar. Spám beri þó ekki sam-
an um það um miðja næstu viku, en
hætt er við að suðvesturhorn lands-
ins verði fyrir barðinu á sterkum
austanvindum frá gosinu, ekki síst
millilanda- og innanlandsflug. Einar
segir vindstyrkinn alveg upp í flug-
hæð vera mjög eindreginn og lítil
hætta sé á að háloftavindar beri ösku
niður á einhverjum öðrum lands-
hlutum en þeim sem eru næst gos-
stöðvunum.
Hánorðanátt verður ríkjandi í dag
og léttskýjað á Suðurlandi. Á morgun
snýst hann í norðvestan- og vest-
anátt. Veðurstofan reiknar þá með
öskufalli frá Eyjafjöllum og austur að
Mýrdalssandi. Á mánudag eru norð-
anáttir á ný í kortunum og norðaust-
anátt er líður á daginn. bjb@mbl.is
Áhrif á flugumferð í Evrópu vegna eldgossins
Flugsvæði með lokun
eða röskun flugvalla.
Áhrif í nágrenni gossins
Vindaspá fyrir sunnudag
Vindaspá fyrir mánudag
8
12
10
6
8
8
4
6
8
10
4
4
8
8
4
4
6
4
8
6
Kl. 12.00 á hádegi
Kl. 12.00 á hádegi Heimild: vedur.is
Heimild: vedur.is
12
Spá um öskufall
6 Spá um öskufall
Vestmannaeyjar
Mýrdalsjökull
Torfajökull
Tindfjallajökull Kirkjubæjarklaustur
Vík
Hella
Eyjafjallajökull
Hvolsvöllur
10 mílna bannsvæði flugs
Takmarkanir á blindflugi m.v. spá kl.
18.00 í gær. Gildir til kl. 12.00 í dag.
Öskufallsspá
fyrir laugardag
Öskufall miðað við
vindáttir frá upphafi goss
Heimild: vedur.is
Tímabundin
vegalokun í gær
vegna öskufalls
Áhrifasvæði eldgossins stækkar
og askan fellur á fleiri stöðum
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ELDGOSIÐ í Eyjafjallajökli heldur
áfram að valda gríðarlegum truflun-
um á flugumferð um Evrópu og í
raun frá öllum heimsálfum. Áhrifa
öskunnar frá gosinu gætti allt suður
til Spánar og Ítalíu og austur til
Rússlands. Talið er að um 17 þúsund
flugferðir hafi fallið niður í gær og
allar líkur á að þetta ástand verði
viðvarandi næstu daga. Að jafnaði
eru um 28 þúsund flug um Evrópu á
hverjum degi.
Þetta hafði þau áhrif í gær að mik-
ið öngþveiti var á lestarstöðvum víða
um Evrópu. Langar biðraðir mynd-
uðust og gaf bókunarkerfi Eurostar-
lestarinnar sig um tíma. Bílaleigur,
ferjur, rútufyrirtæki og leigubíl-
stjórar nutu góðs af truflunum á
fluginu og dæmi voru um að fólk tók
leigubíla langar leiðir á milli landa,
samanber fréttina hér til hliðar.
Sum flugfélög ákváðu í gær að
fresta öllu sínu flugi fram á mánu-
dag, eins og Ryanair, og útlit er fyrir
að fleiri flugfélög muni grípa til sömu
ráðstafana yfir helgina. Langflestir
flugvellir í Evrópu voru ýmist lok-
aðir eða lamaðir í gær en þó rofaði til
í norðurhéruðum Noregs og Svíþjóð-
ar, sem og á Norður-Írlandi og nyrst
í Skotlandi.
Þannig náðu Icelandair og Iceland
Express að fljúga til Glasgow í gær,
aðallega með þá farþega sem höfðu
beðið eftir flugi hér á landi síðustu
daga til Bretlandseyja og annarra
áfangastaða í Evrópu. Icelandair fór
þrjár ferðir til Glasgow og Iceland
Express eina. Flug á aðra áfanga-
staði félaganna í Evrópu lá niðri í
gær og snerti það þúsundir farþega.
Ferðir Icelandair til Bandaríkjanna
hafa ekki raskast.
25 milljarða tjón á dag
Flugfélög verða mörg hver fyrir
gríðarlegu fjártjóni sem skiptir tug-
um og hundruðum milljarða króna í
það heila tekið. Alþjóðasamtök flug-
félaga, IATA, töldu í gær að félögin
töpuðu um 200 milljónum dollara á
dag, jafnvirði 25 milljarða kr. Önnur
stofnun, Centre for Asia Pacific Av-
iation, taldi að flugfélög gætu orðið
af tekjum um helgina upp á einn
milljarð dollara, eða um 125 millj-
arða króna.
Einna mest er tjónið talið vera
fyrir British Airways, eða um 4 millj-
arðar króna á dag. Enda fór eins
með hlutabréf félagsins og öskuna
frá Íslandi, þau féllu í verði á mark-
aði um rúm 3% í gær líkt og hjá fleiri
flugfélögum. Má þar nefna Virgin
Atlantic, Norwegian Airlines, Luft-
hansa, Air France-KLM og SAS, en
bréf þess félags lækkuðu strax á
fimmtudag um 7% í kauphöllinni í
Stokkhólmi. Hefur fjárhagsstaða
SAS ekki verið góð undanfarið.
Gríðarlegt áhyggjuefni
Íslensk flugfélög hafa ekkert farið
varhluta af þessum truflunum á flug-
inu og fjártjón þeirra er sömuleiðis
mikið. Fyrir utan raskanir á áætl-
unarferðum eru afbókanir farnar að
berast, þó ekki í miklum mæli að
sögn talsmanna félaganna í gær.
Birkir Hólm Guðnason, fram-
kæmdastjóri Icelandair, segir starf
félagsins þessa fyrstu daga eftir gos
aðallega snúast um að koma farþeg-
um á milli staða eða aðstoða þá sem
sitja fastir hér og á öðrum áfanga-
stöðum. Mikil óvissa ríki um fram-
haldið en haldi gosið lengi áfram sé
það gríðarlegt áhyggjuefni fyrir ís-
lenska ferðaþjónustu. Birkir segir
Icelandair standa fjárhagslega vel
og lausafjárstaðan sé góð nú um
stundir. Útlagður kostnaður félags-
ins þessa fyrstu daga vegna raskana
á flugi sé á bilinu 50-100 milljónir
króna, fyrir utan tapaðar tekjur.
„Vissulega er þetta alvarlegt mál.
Við vonumst að sjálfsögðu til þess að
þetta verði ekki langvarandi ástand.
Eitthvað hefur verið um afbókanir
en við höfum meiri áhyggjur af
ímyndinni og að farþegar treysti sér
ekki til að koma til Íslands. Byggja
þarf upp og endurskapa ímynd ís-
lenskrar ferðaþjónustu,“ segir Birk-
ir og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að
hafa ekki komið betur á framfæri
upplýsingum til erlendra fjölmiðla.
„Maður sér engan vera að svara
fyrir Ísland. Allir eru að einbeita sér
að einhverri skýrslu á meðan Róm
brennur og gjaldeyristekjur hverfa
úr landinu. Erlendis birtast fréttir
um að hér gangi um fólk með gas-
grímur út af öskunni og gosið geti
staðið í tvö ár. Enginn er að leiðrétta
þetta frá Íslandi og við höfum orðið
að gera það í samtölum við okkar
söluaðila og viðskiptavini. Þetta er
grafalvarlegt mál,“ segir Birkir.
1
2
3
4
4
2
1
3
Öskumökkurinn frá Eyjafjallajökli olli enn mikilli röskun á flugumferð í
Evrópu og víðar í heiminum og raskaði ferðaáætlunum hundraða
þúsunda manna
ÖSKUGOS VELDUR MIKILLI RÖSKUN Á FLUGUMFERÐ
Heimildir: Met Office, Eurocontrol, Airbus
LEIÐIR SEM LOKUÐUST
Flug til og frá svæðinu þar
sem flugumferð
stöðvaðist
Asía-Kyrrahaf
Tel-Aviv
Dubai
Nýja-Delhí
Riyadh
Tókýó
Peking
Hong Kong
Seoul
Singapúr
Bangkok
Sydney
Afríka
Jóhannesarborg
Nairobi
Lagos
Kaíró
Norður-Ameríka
Suður-Ameríka
NewYork
Washingtonborg
Chicago
Boston
Los Angeles
Houston
Toronto
Vancouver
Mexíkóborg
Sao Paulo
Buenos Aires
Santiago
Lima
Ísland
Gjóskuský
Lofthelgi nokkurra landa, m.a.
Bretlands, var lokuð fyrir allri
flugumferð og stórir flugvellir voru
lokaðir, m.a í París, Brüssel, Amsterdam
og Hamborg
Íseyðing á vængjum
Loftþrýstingur
í farþegarými
Inni í hreyflinum
Skemmdir á yfirborði
Svarfandi agnir geta
skemmt yfirborð vélarinnar
og framrúður
Mæligögn glatast
Nemar til að mæla
flughraða geta stíflast
Kerfi fyrir afhleypiloft
Þrýstiloft frá hreyflum er
notað í allri vélinni. Gjóska
getur stíflað síur og
stöðvað loftstreymið,
þannig að loftþrýstingur í
farþegarými getur fallið
Vélarbilanir
Ef aska kemst í hreyfil getur
hún valdið alvarlegum
skemmdum á honum og
jafnvel orðið til þess að
hann stöðvist
Svarfandi agnir geta
valdið skemmdum á
brúnum þjöppublaða
Gleragnir geta bráðnað í
brunahólfi hreyfilsins
vegna hás hita
Bráðnaða efnið kólnar og
festist við túrbínublöð og
getur truflað streymi
brennslulofttegunda
SKEMMDIR Á FLUGVÉLUM
Tugmilljarða tjón
fyrir flugfélögin
Flugumferð um Evrópu áfram lömuð vegna eldgossins
17.000 ferðir féllu niður Hlutabréfin féllu eins og askan
Breski gamanleikarinn John
Cleese varð ásamt hundruð þús-
unda flugfarþega í Evrópu fyrir
barðinu á eldgosinu í Eyja-
fjallajökli. Hann varð stranda-
glópur á flugvellinum í Osló á
leið sinni til London, eftir að
hafa komið fram í norskum
skemmtiþætti, Skavlan. Greip
leikarinn þá til þess ráðs að taka
leigubíl alla leiðina til Brüssel í
Belgíu, sem er 1.500 kilómetra
akstur. Til þess þurfti tvo bíl-
stjóra vegna reglna um hvíld-
artíma en frá Brüssel hyggst
Cleese taka lestina Eurostar til
Lundúna í dag.
Eldgosið verður leikaranum
kostnaðarsamt því leigubíllinn
kostaði litlar 650 þúsund krónur,
eða um 30 þúsund norskar.
Fyrir utan öll hin óborganlegu
gamanhlutverk í kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum, ekki síst Monty
Python, er leikarinn Íslendingum
að góðu kunnur úr auglýsingum
Kaupþings er allt lék þar í lyndi.
Þetta ferðalag leikarans komst
í þarlenda fjölmiðla og frétta-
menn TV2 spurðu hvort Cleese
dytti í hug einhver brandari. Ekki
stóð á svarinu: „Hvernig færðu
Guð til að hlæja? Segðu honum
frá þínum ferðaáætlunum.“
bjb@mbl.is
Leigubíll frá Osló til Brüssel
kostaði Cleese 650 þúsund kr.
Gamanleikarinn John Cleese í hlut-
verki sínu í auglýsingum Kaupþings.
Eldgosið í Eyjafjallajökli