Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
MENNTASKÓLINN við Sund fór með sigur af
hólmi í MORFÍS, mælsku- og rökræðukeppni
framhaldsskólanna, í gærkvöldi. Lið skólans atti
kappi við lið Verzlunarskóla Íslands og var um-
ræðuefnið „fáfræði er sæla“ en lið MS-inga
mælti með. Skólinn hefur aðeins einu sinni áður
sigrað í keppninni en það var árið 1989. Þá var
Atli Hjaltested, úr liði MS, valinn ræðumaður
kvöldsins og þar með ræðumaður Íslands.
Morgunblaðið/Eggert
SÆTUR SIGUR MS-INGA Í MORFÍS Í GÆRKVÖLDI
„ÞETTA mál,
sem er notað sem
dæmi í kafla 9.5 í
skýrslu Rann-
sóknarnefndar
Alþingis, verður
kannað í kjölinn
af óháðum ut-
anaðkomandi að-
ila og leitt þann-
ig til lykta,“
segir Gunnar Þ.
Andersen, forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins.
Hann sat í stjórn LB Holding, fé-
lags skráðs í Guernsey, er hann
starfaði fyrir Landsbankann árið
2001. Þá fékk hann tölvubréf um
fléttu um að fela fjármögnun Kaup-
þings á eigin bréfum og LB Holding
var milliliður, samkvæmt skýrslu
Rannsóknarnefndar Alþingis.
„Ég er sjálfur að reyna að afla
mér gagna og raða púslunum sam-
an, því minnið er ekki óbrigðult. Þó
hef ég komið auga á eitthvað, sem
virðast vera staðreyndavillur.“
– Verður afgreiðslu málsins
hraðað?
„Ég legg áherslu á það, að þessu
verði hraðað. Ég hef ekkert að fela.
Það er ekki þannig. Ef einhver
heldur að aflandsstarfsemi sé óeðli-
leg og ólögleg í eðli sínu, þá væri
búið að loka á alla virtustu og
stærstu banka í heimi, svo og
tryggingafélög. Það er alls ekki
svo.“ pebl@mbl.is
Óháð rannsókn
á máli forstjóra
FME
Gunnar Þ.
Andersen
Eftir Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„ÞAÐ eru bara allar hendur á dekki.
Við erum að hjálpa til við að svara
öllum þeim fyrirspurnum sem berast
hingað,“ segir Urður Gunnarsdóttir,
fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneyt-
isins, en hún var stödd í höfuðstöðv-
um Almannavarna þegar blaðamað-
ur náði í hana ásamt fleiri
fjölmiðlafulltrúum. Mikið hefur verið
hringt frá erlendum fréttamiðlum
eftir upplýsingum um gosið í Eyja-
fjallajökli og segir Urður áhuga
þeirra aðallega beinast að aðgengi að
landinu og hamfarasvæðinu og að ná
tali af jarðfræðingum til þess að út-
skýra áhrif gossins. Þá hafi þeir mik-
inn áhuga á áhrifunum sem gosið
hefur á Íslandi. „Þeir vilja vita um-
fangið hérna, hversu margir hafa
þurft að yfirgefa heimili sín og slíkt.
Erlendir miðlar hafa farið nokkuð
geyst í umfjöllun sinni en við reynum
að útskýra ástandið fyrir þeim eftir
bestu getu,“ segir Urður.
Undrast afslöppuð viðbrögð
Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða
krossi Íslands segir reyting af er-
lendum fjölmiðlamönnum hafa verið
á Hvolsvelli í gær og von sé á fleiri í
dag en hún vann að því að koma upp
fjölmiðamiðstöð í húsi Slysavarna-
félagsins í bænum. „Við aðstoðuðum
spænska sjónvarpsmenn, menn frá
ítölsku fréttastofunni ANSA og
Daily Mail í Bretlandi.“ Menn vilji
vita hvaða leiðir séu opnar og hvert
sé hægt að komast, hvernig svæðið
sé rýmt og hve langan tíma það taki.
Flestir þeirra hafi viljað komast
handan yfir Markarfljót en verið
ráðið frá því.
„Það vakti mikla furðu að viðbún-
aðurinn hér út af öskufalli væri
minni en úti í Evrópu og þeim finnst
við mjög afslöppuð í þessu. Þeim
finnst líka kaldhæðnislegt að eini
flugvöllurinn sem sé opinn sé flug-
völlurinn í Keflavík,“ segir Sólveig.
Athygli umheimsins á gosi
Mikið um fyrirspurnir frá erlendum miðlum Fjölmiðlamiðstöð sett upp
á Hvolsvelli Finnst kaldhæðnislegt að Keflavík sé eini opni flugvöllurinn
Öskufall Erlendur áhugi er mikill.
Illugi Gunnarsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
sendi eftirfarandi yfirlýsingu
frá sér um hádegisbil í gær:
„Ég hef ákveðið að taka leyfi
frá þingstörfum og mun ég
senda forseta Alþingis bréf
þess efnis fyrir upphaf þing-
fundar á mánudaginn kemur.
Sú er ástæða ákvörðunar
minnar, að rannsóknarnefnd Al-
þingis hefur vísað málum pen-
ingamarkaðssjóða til athugunar
hjá sérstökum saksóknara.
Ég hef fengið hóp sérfræð-
inga til þess að lesa yfir þann
kafla skýrslunnar sem snýr að
störfum þeirrar stjórnar sem ég
átti sæti í. Niðurstaða þeirrar
skoðunar er sú að í skýrslunni
sé ekki að finna dæmi um brot
sem eru á ábyrgð stjórnarinnar,
en benda megi á atriði sem
betur hefðu mátt fara við
rekstur sjóðanna, eins og áður
hefur komið fram í opinberri
umræðu.
Mat mitt er að sú óvissa sem
myndaðist við
þá ákvörðun
nefndarinnar
að vísa með
almennum
hætti málum
peningamark-
aðssjóðanna
allra til sér-
staks sak-
sóknara, sé til
þess fallin að draga úr tiltrú al-
mennings á störfum mínum á
Alþingi. Jafnframt kann þessi
óvissa að skaða Sjálfstæð-
isflokkinn í þeirri miklu vinnu
sem framundan er við end-
urreisn íslensks efnahagslífs og
samfélags. Við það get ég ekki
unað.
Ég treysti því að embætti
sérstaks saksóknara ljúki sem
fyrst skoðun sinni og að þess-
ari óvissu linni. Ég er ekki í
vafa um að niðurstaða þeirrar
skoðunar verði jákvæð og gangi
það eftir mun ég í kjölfarið
taka aftur sæti á Alþingi.“
Illugi tekur sér leyfi frá þingstörfum vegna
setu í stjórn peningamarkaðssjóðs Glitnis
FRÉTTASKÝRING
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
UNDANFARNA daga, eða alveg frá
því að rannsóknarnefnd Alþingis
kynnti skýrslu sína sl. mánudag, hef-
ur umræða innan Sjálfstæðisflokks-
ins verið um það, hvort ekki sé rétt að
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
varaformaður flokksins og þingmað-
ur Suðvesturkjördæmis víki.
Flokksráðs-, formanna- og fram-
bjóðendafundur Sjálfstæðisflokksins
verður haldinn í Stapa í Reykjanesbæ
í dag og hefst hann kl. 9.30 með ræð-
um formannsins, Bjarna Benedikts-
sonar og varaformannsins Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur. Þar er búist
við að Þorgerður Katrín greini flokks-
mönnum frá því hvernig hún hyggst
haga pólitískri þátttöku sinni næstu
mánuði og misseri.
Samkvæmt samtölum við óbreytta
flokksmenn Sjálfstæðisflokksins og
þingmenn í vikunni, eru langflestir
þeirrar skoðunar að Þorgerður Katr-
ín verði að víkja, en ekki eru allir sam-
mála um með hvaða hætti það eigi að
verða.
Þannig virðist ákveðinn hópur
þingmanna telja að nóg sé að Þor-
gerður Katrín segi af sér varafor-
mennskunni, en hinn óbreytti flokks-
maður, grasrótin, virðist telja að slíkt
dugi ekki til. Nauðsynlegt sé að
hreinsa andrúmsloftið inni á þingi og
því verði varaformaðurinn líka að
taka sér leyfi frá þingstörfunum. Og
harðasti kjarninn er á því að ofan-
greint dugi hvergi til. Þorgerður
Katrín eigi einfaldlega að segja af sér,
bæði varaformennskunni og þing-
mennskunni.
Baráttujaxl og töffari
Þessi afstaða virtist bara verða
ákveðnari og harðari, eftir að Illugi
Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins tilkynnti í gær að hann hefði
ákveðið að taka leyfi frá þingstörfum
og sagðist hann mundu senda forseta
Alþingis bréf þess efnis fyrir upphaf
þingfundar á mánudaginn. Illugi til-
greindi sem ástæðu stjórnarsetu sína
í peningamarkaðssjóði, sem rann-
sóknarnefnd Alþingis hefur sent til
skoðunar hjá sérstökum saksóknara.
Viðmælendur Morgunblaðsins
sögðu í gær að þetta væri bæði erfitt
og viðkvæmt mál.
Gamalreyndur sjálfstæðismaður
sem rætt var við í gær, kvaðst ekki
endilega sannfærður um að Þorgerð-
ur Katrín myndi segja af sér varafor-
mennskunni og hann taldi harla ólík-
legt að hún segði af sér þingmennsku.
„Menn mega ekki gleyma því að Þor-
gerður Katrín er mikill baráttujaxl og
hún er töffari,“ sagði hann.
Bjarni Benediktsson mun hafa átt í
miklum viðræðum við flokksmenn,
þingmenn og varaformanninn í þess-
ari viku. Bjarni vildi ekkert segja,
þegar Morgunblaðið náði tali af hon-
um í gær.
Þorgerður Katrín kom heim til Ís-
lands frá New York í fyrradag. Ekki
náðist í hana í gær.
Vilja að varaformaðurinn víki
Búist við átakafundi hjá Sjálfstæðisflokknum í Stapa í dag Rætt um að Þorgerður Katrín segi af
sér varaformennsku og jafnvel þingmennsku Þrýstingur eykst, eftir að Illugi ákvað að taka sér leyfi
Krafa um að Þorgerður Katrín
segi af sér sem varaformaður
hefur verið hávær innan Sjálf-
stæðisflokksins undanfarna
daga, bæði meðal þingmanna og
óbreyttra flokksmanna
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Bjarni
Benediktsson
Illugi Gunnarsson
AÐSÓKNARMET á fréttavef Morg-
unblaðsins, mbl.is, innan dags var
aftur slegið á fimmtudag svo um
munaði. Sam-
kvæmt sam-
ræmdri vefmæl-
ingu Modernus
heimsóttu 223.222 notendur vefinn.
Eldra met var frá því á miðviku-
dag en þá voru notendur 205.494.
Þriðji stærsti dagurinn er þegar
gosið hófst á Fimmvörðuhálsi en
22. mars heimsóttu rúmlega 180
þúsund notendur vefinn.
Nýtt aðsóknarmet
slegið á mbl.is