Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að niðurstöður vorrallsins séu í sam- ræmi við úttekt síðasta árs varð- andi þorskinn. Skoðanir hafa komið fram síðustu vikur um að óhætt sé að auka þorskkvóta þessa árs og kröfur þess efnis. Jóhann segir að- spurður að hann telji svo ekki vera. „Við miðum við að veita ráðgjöf einu sinni á ári og miðað við þá nýtingarstefnu sem hefur verið mörkuð er það stílbrot að auka aflamark á miðju fiskveiðiári. Við mælum ekki með slíku, auk þess sem engin gögn hafa komið fram sem gefa tilefni til þess,“ segir Jó- hann. Aukin afföll seiða Hann sagði að fyrr á árum hefði það verið algengt í seiðamælingum að einstakir árgangar ýmist minnk- uðu eða stækkuðu, misjafnt milli ára. Síðustu ár hefðu seiða- árgangar hins vegar nánast allir minnkað eftir fyrstu mælingu. Þessi auknu afföll seiða á síðustu árum gætu tengst breyttu hitastigi í sjónum sem hefði í för með sér minni lifun eða að meira afrán væri í gangi. „Þó svo að talsverð afföll hafi orðið á 2008 árganginum er hann eigi að síður nálægt meðallagi og 2009 árgangurinn lítur einnig ágætlega út. Þetta eru hins vegar ekki árgangar sem við gerum út á strax, en ef fleiri slíkir koma fer verulega að birta til eftir 5-6 ár,“ sagði Jóhann. Hann sagði að tiltölulega mikið væri af stórum fiski í aflanum, en það mætti skýra með minni sókn síðustu ár. Jafnframt væri lítið af millistórum fiski sem helgaðist af því að árgangarnir sem komust á legg eftir aldamótin væru allir lé- legir fram til ársins 2008. Tímabil lélegra árganga „Þó að það komi kannski ekki á óvart eru það mikil vonbrigði að vísitölur þorsks skuli ekki vera sterkari,“ segir Friðrik Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um niðurstöður úr vorralli Haf- rannsóknastofnunar. „Það eru vonbrigði að matið sé svipað og í fyrra og það eru von- brigði að stofnstærðin skuli ekki mælast meiri. Þarna stendur að bráðabirgðastofnmat, byggt á ald- ursgreindum vísitölum og aldurs- greindum afla, bendi til að stofn- stærð í ársbyrjun 2010 sé nálægt fyrra mati. Samkvæmt stofnmati þorsks í fyrra gaf 20% aflaregla 150 þúsund tonn á þessu fisk- veiðiári. Miðað við sömu aflareglu og ef ekki koma nýjar jákvæðar upplýsingar gæti aflamarkið farið niður í 147 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Nú liggur fyrir frum- varp í þinginu um strandaveiðar, sem á að auka umtalsvert frá síð- asta ári. Ef það fer í gegn verður aflamarkið einungis rúmlega 140 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Það er ólíðandi að enn eigi að taka afla frá atvinnusjómönnum og út- gerðum, sem hafa tekið á sig mikl- ar skerðingar til að byggja upp þorskstofninn, og flytja til annarra með þessum hætti, “ segir Friðrik. Hann sagði jákvætt að árgang- arnir frá 2008 og 2009 virtust ætla að verða þokkalegir. Vandinn væri hins vegar sá að framundan væri tímabil lélegra árganga og langt væri í þessa tvo árganga sem væru nálægt meðallagi. „Við höfum talið að það hafi aldr- ei átt fara með aflamarkið niður í 130 þúsund tonn. Við höfum haldið því fram að þess í stað eigi að miða við 155-160 þúsund tonn og höfum gert tillögur um það. Í fyrra lögð- um við til að þorskaflinn yrði 160 þúsund tonn,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson. Ekki tilefni til að auka kvóta  Jákvætt að þorskárgangarnir 2008 og 2009 séu nálægt meðaltali miðað við niður- stöður úr vorralli  Aflamark gæti lækkað á næsta fiskveiðiári samkvæmt aflareglu Vonbrigði að þorskstofninn skuli ekki hafa mælst stærri, segir framkvæmdastjóri LÍÚ. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir engin gögn hafa komið fram í vorrallinu sem gefi tilefni til að auka kvótann á fiskveiðiárinu. Niðurstöður úr vorralli 500 400 300 200 100 0 Stofnvísitala þorsks Ví si ta la (þ ús un d to nn ) 19 85 19 89 19 93 19 97 20 01 20 05 20 09 Vorrall Haustrall Fæða 70-100 cm þorsks Í vorralli 1985-2010 og haustralli 1996-2009. Skyggða svæðið og lóðréttu línurnar sýna óvissuna í mati á vísitölum. Í vorralli 1996-2010, sýnt sem hlutfall af þyngd fisksins. 2,0 1,5 1,0 0,5 0 (%) 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Annað Ljósáta Ísrækja Rækja Síld Kolmunni Ýsa Síli Loðna Þorskur Stofnvísitala ýsu Í vorralli 1985-2010 og haustralli 1996-2009. Skyggða svæðið og lóðréttu línurnar sýna óvissuna í mati á vísitölum. 19 85 19 89 19 93 19 97 20 01 20 05 20 09 600 400 200 0 Ví si ta la (þ ús un d to nn )  Stofnvísitala ýsu lækkaði um fjórðung frá mælingunni 2009 og er nú einungis rúmlega þriðj- ungur af meðaltali áranna 2003-2007 þegar hún var í há- marki. Lækkunin er í samræmi við það að stóri árgangurinn frá 2003 er að hverfa úr stofninum og minni árgangar að koma í staðinn. Holdafar og lifrarstuð- ull ýsu var eins og undanfarin ár fremur lélegt fyrir norðan land, en með betra móti fyrir sunnan.  Stofnvísitala ufsa hefur lækk- að frá 2006 og er nú lág eða svipuð og árin 1996-2001.  Stofnvísitala skarkola var hærri en árin 1995-2009, en er samt einungis þriðjungur af því sem hún var í upphafi ralls.  Vísitala þykkvalúru mældist há líkt og undanfarin sjö ár, en fer þó heldur lækkandi.  Vísitala langlúru hefur farið lækkandi undanfarin ár og er nú í meðallagi.  Vísitala sandkola mældist hærri en undanfarin ár en er samt í lægri kantinum.  Vísitala lúðu í vorralli lækkaði hratt á árunum 1985-1990 og hefur verið í lágmarki síðan. Aldrei hefur fengist eins lítið af lúðu og í rallinu í ár.  Vísitala gullkarfa mældist há líkt og verið hefur frá 2003.  Vísitala steinbíts lækkaði um 16% og mælingin í ár er sú lægsta frá upphafi stofnmæl- ingarinnar. Lítið fékkst af 30-60 sm steinbít miðað við fyrri ár, sem bendir til að nýliðun í veiði- stofninn verði léleg á komandi árum.  Stofnvísitala löngu er há líkt og hún hefur verið undanfarin ár.  Vísitala keilu hefur farið lækkandi síðustu tvö ár og minna fékkst nú af smákeilu (15-30 cm).  Talsvert fékkst af skötusel fyrir sunnan og vestan land eins og undanfarin sex ár og stöku fiskar fyrir Norðurlandi. Hins- vegar eru árgangar skötusels frá 2008 og 2009 lélegir ef miðað er við meðalárgang frá 1998. Sterkur árgangur ýsu er að hverfa MAT á þorskstofninum samkvæmt niðurstöðum úr svo- kölluðu vorralli bendir til að stofnstærð í byrjun þessa árs hafi verið nálægt fyrra mati. Stofnvísitala og stærð- ardreifing var í samræmi við það sem búist var við, en útbreiðsla jafnari en verið hefur undanfarin ár, segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun. Árgangurinn frá 2008 mældist þó minni en stofnmæl- ing í fyrra gaf til kynna. Af árgangi 2009 mældist mun meira en í meðalári. Undanfarin ár hafa árgangar mælst stærri eins árs en síðari mælingar hafa leitt í ljós og er 2008 árgangur síð- asta dæmið þar um. Í ljósi þess gæti 2009 árgangurinn orðið tæplega meðalárgangur. Mikið af loðnu í fæðunni Tiltölulega mikið er nú af stórum þorski í stofninum en lítið af millifiski eins og búast má við þegar nýliðun hefur verið léleg flest árin frá aldamótum en sókn lítil miðað við meðaltal áranna sem stofnmælingin hefur farið fram. Meðalþyngd eftir aldri mældist lág eins og undanfarin ár, en var þó heldur hærri en í mars 2009 hjá flestum ald- urshópum. Við sunnanvert landið var holdafar þorsks og lifrarstuðull með því hæsta sem verið hefur frá 1993, þegar vigtun hófst. Fyrir norðan var holdafar og lifr- arstuðull svipað og undanfarin ár, en undir meðaltali ár- anna frá 1993. Í mars er loðna venjulega uppistaðan í fæðu þorsks og flestra annarra botnfiska. Í ár var meira af loðnu í þorsk- mögum en undanfarin ár. Mest var af loðnu í þorski fyrir sunnan, suðvestan og norðvestan land en lítið á Breiða- fjarðarmiðum og við sunnanverða Vestfirði. Stöðluð stofnmæling Vorrallið fór nú fram í 26. sinn dagana 28. febrúar til 16. mars. Stofnmæling botnfiska er stöðluð mæling á hlutfallslegu magni botnfisks og nýliðunarhorfum, eink- um hvað varðar þorsk. Fimm skip tóku þátt í verkefninu, togararnir Bjartur NK, Ljósafell SU og Jón Vídalín VE, og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæ- mundsson. Í stofnmælingunni er togað á tæplega 600 stöðum allt í kringum landið. Stöðlun er lykilatriði í stofnmælingunni, þ.e. öll árin er reynt að nota sambærilegan búnað, toga á sömu stöðum, fara á sama tíma árs og nota eins lík skip og kostur er, segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Hitastig sjávar við botn mældist að meðaltali hátt líkt og undanfarin ár og við norðanvert landið var meðalhiti með því hæsta sem verið hefur frá 1985, eða svipað og vorin 2003-2006. Stofnstærð þorsks í upp- hafi árs nálægt fyrra mati Morgunblaðið/ÞÖK  Sterkur 2009 árgangur gæti endað undir meðallagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.