Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 36
36 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 Sudoku Frumstig 2 3 5 9 7 1 2 4 9 1 6 9 4 1 3 1 9 7 7 3 4 4 7 2 6 2 8 6 9 5 2 9 8 9 1 5 8 3 2 6 8 5 3 4 9 4 1 3 2 6 9 2 9 1 5 7 6 3 6 6 1 4 7 9 5 4 6 1 1 5 3 9 7 1 2 1 2 9 7 8 3 6 5 4 5 6 3 9 1 4 8 2 7 4 7 8 2 5 6 3 9 1 8 9 1 4 7 5 2 3 6 6 4 2 3 9 1 7 8 5 3 5 7 6 2 8 4 1 9 9 3 6 5 4 2 1 7 8 7 8 4 1 3 9 5 6 2 2 1 5 8 6 7 9 4 3 6 2 4 3 8 5 1 7 9 8 7 3 4 9 1 5 6 2 9 5 1 7 6 2 3 8 4 5 4 8 9 2 6 7 1 3 2 3 6 1 7 4 9 5 8 7 1 9 5 3 8 4 2 6 3 9 2 6 5 7 8 4 1 1 8 5 2 4 3 6 9 7 4 6 7 8 1 9 2 3 5 7 9 8 4 2 1 5 6 3 4 2 5 6 3 8 9 1 7 3 6 1 7 9 5 4 8 2 8 5 9 1 6 2 7 3 4 1 4 3 5 8 7 2 9 6 6 7 2 9 4 3 8 5 1 2 1 4 8 5 6 3 7 9 9 8 7 3 1 4 6 2 5 5 3 6 2 7 9 1 4 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 17. apríl, 107. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Við Vitastíg í miðborg Reykjavík-ur stendur lítill veitingastaður sem heitir Balkanika. Þar fæst mat- ur sem ættaður er frá Balkanskaga, fyrst og fremst frá Búlgaríu að því er virðist, og þar snæddi Víkverji kvöldverð í gær. Balkanika er lítill og notalegur staður, þar eru aðeins um 10 borð, viðarklæddur salur, út- saumaðir dúkar á borðum, búlg- arskar veggskreytingar og misgóð balkönsk popptónlist í græjunum. Máltíðin minnti Víkverja á sum- ardvöl sína í Króatíu fyrir nokkrum árum og ekki síður á hefðbundna lettneska máltíð sem hann borðaði eitt sinn í Riga. Í stuttu máli er mat- urinn bæði góður og ódýr; kjöt, kart- öflur, grænmeti og baunir með sósu, salti og pipar. Þetta er matur sem á ákaflega vel við á Íslandi og rennur sérstaklega vel niður með köldum bjór á svölu vorkvöldi. x x x Reyndar er alltaf ástæða til aðfagna því þegar ný tegund matargerðar ryður sér rúms á Ís- landi líkt og sú balkanska hefur nú gert. Víkverji er til að mynda mikill aðdáandi indverskrar matreiðslu og hefur það fyrir sið að leita alltaf uppi indverska veitingastaði í útlöndum. Það er því Víkverja skiljanlega gleðiefni hversu indverskum veit- ingastöðum fer fjölgandi á Íslandi. Fremst í flokki fer Austur-Indía fé- lagið og dóttir þess Austurlanda- hraðlestin, sem er nú á þremur stöð- um í borginni. Shalimar í Austur- stræti er hinsvegar ekki síðri og nýjasta viðbótin, Tandoori, góð líka. x x x Taílenskur matur er svo búinn aðskjóta föstum rótum á Íslandi núna, tyrkneskur, kínverskur, mexí- kóskur og ítalskur auðvitað. Á Skólavörðustíg hefur svo verið opn- að veitingahúsið Brasilía sem Vík- verji hefur ekki prófað en heyrt góða hluti um og stefnir þangað sem fyrst. Hinsvegar saknar Víkverji þess að á Íslandi sé hvergi að finna gríska veitingastaði, enda grískur matur góður mjög, en þess verður vonandi ekki langt að bíða með þess- ari þróun. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 örþunn, 8 rúmið, 9 koma á ring- ulreið, 10 elska, 11 hreinar, 13 eldstæði, 15 fugls, 18 baslar við, 21 gerist oft, 22 laglegur, 23 endurtekið, 24 land. Lóðrétt | 2 telur, 3 dysj- ar, 4 þjónustustúlka, 5 blökkumaður, 6 viðauki, 7 heimili, 12 sár, 14 rödd, 15 róa, 16 votur, 17 dreng, 18 stétt, 19 dá- in, 20 lítilfjörlega. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 karms, 4 gusan, 7 ljúka, 8 ófátt, 9 rif, 11 afar, 13 ýsur, 14 ofnar, 15 fork, 17 afls, 20 err, 22 lútan, 23 eitur, 24 narra, 25 meina. Lóðrétt: 1 kelda, 2 rjúpa, 3 skar, 4 gróf, 5 stáss, 6 næt- ur, 10 innir, 12 rok, 13 ýra, 15 fýlan, 16 ritar, 18 fatli, 19 syrpa, 20 enda, 21 reim. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2 Bg4 4. b3 Rd7 5. Bb2 Rgf6 6. O-O e6 7. d3 a5 8. a3 Bd6 9. Rbd2 O-O 10. De1 e5 11. e4 He8 12. h3 Bh5 13. Rh4 Dc7 14. Kh1 Bg6 15. Rxg6 hxg6 16. De2 Rc5 17. Had1 Had8 18. Hfe1 dxe4 19. dxe4 b5 20. Ha1 a4 21. b4 Re6 22. c3 Db6 23. Rf3 c5 24. Had1 Bc7 25. Bc1 Dc6 26. Hxd8 Hxd8 27. Bf1 cxb4 28. cxb4 Rd4 29. Rxd4 Hxd4 30. Be3 Rxe4 31. Kg1 Hc4 32. Df3 Hc3 33. Bxb5 Dxb5 34. Dxe4 f5 35. Da8+ Kh7 36. Df8 Dd5 37. De7 Bd8 38. De8 Hxa3 39. h4 f4 40. Bc5 Sigurvegari mótsins, bosníski stór- meistarinn Ivan Sokolov (2649), hafði svart gegn Yuriy Kuzubov (2634) frá Úkraínu. 40… Bxh4! 41. Dxe5 41… Dxe5 42. Hxe5 fxg3 43. fxg3 Hxg3+ 44. Kh2 Bf6 45. He8 Hc3 46. Ha8 a3 47. Kg1 Hc1+ 48. Kf2 Hc2+ 49. Ke3 a2 50. Kd3 Hxc5! og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ferstur er á illu bestur. Norður ♠KG ♥K32 ♦109542 ♣K42 Vestur Austur ♠865 ♠109732 ♥D10863 ♥G9 ♦K83 ♦Á7 ♣G5 ♣D963 Suður ♠ÁD4 ♥Á74 ♦DG6 ♣Á1087 Suður spilar 3G. Sú úrspilstækni að fresta því að taka slag til að rjúfa samgang hefur sér- stakt viðhafnarheiti á ensku – „hold-up play“. Íslenskir spilarar hafa ekki valið þessu bragði nafn við hæfi, en hugs- anlega mætti notast við orðið „bið- bragð“. Reyndar er það ekki sérlega bragðmikið heiti, en fyrirbærið sem um ræðir er það svo sem ekki heldur. Biðbragð er til í ýmsum myndum. Einfaldasta birtingarformið er þegar sagnhafi dúkkar með ás þriðja á móti tveimur eða þremur hundum. Dæmið að ofan er svolítið flóknara. Hvernig á að spila með litlu hjarta út? Ef útspilið er frá fimmlit getur verið nauðsynlegt að gefa austri fyrsta slag- inn. Með því móti nýtist ekki innkoma austurs á ♦Á til að spila hjarta og sagnhafi nær að fría tígulinn áður en vörnin losar um hjartað. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þér finnst öll spjót standa á þér og langar mest að draga þig í hlé. Frá- bærir dagar eru framundan hvað ásta- málin varðar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína eða búðu til þína eigin. Reyndu líka að auka við þekkingu þína. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ef lognmollan verður of mikil verður þú óróleg/ur. Allt sem tengist fjölskyldu og heimili getur á einhvern hátt aukið velsæld þína. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Gefðu þér tíma til að finna jafnvægi í sálinni, það er mik- ilvægast núna. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur engar efasemdir varð- andi markmið þín og átt því auðveld- ara með að fá fólk til samstarfs við þig. Gefðu þér tíma til að sinna kroppnum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Maður fær tímann sem maður eyðir fyrir framan sjónvarpstækið aldrei til baka. Settu þér ákveðin tak- mörk til að keppa að bæði í leik og starfi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Breyttu á einhvern hátt út af van- anum í dag. Ferð án fyrirheits þarf ekki að vera svo galin hugmynd. Vertu á varðbergi gagnvart skyndi- hugdettum í innkaupum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er rangt að útiloka aðra þótt þeir séu ekki á sama máli og þú. Jákvæðni þín gerir þér kleift að vinna með bros á vör. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Heima er best. Reyndu að skipuleggja þig áður en þú gerir áætl- anir fyrir kvöldið. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert ákveðin/n í að komast til botns í ákveðnu máli í dag. Aðrir eru í þeirri stöðu að sjá hvað er að ger- ast án þess að vera flæktir í málið. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vandamál sem hefur elt þig lengi virðist auðleysanlegt með hjálp einhvers sem þekkir það af eigin raun. Mundu að gömul reynsla er bara hluti af lífinu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur það réttilega á tilfinn- ingunni að draumar þínir séu að ræt- ast. Sinntu smáatriðum sem þarfnast einbeitingar af þinni hálfu. Stjörnuspá 17. apríl 1913 Járnbraut, sú fyrsta og eina á Íslandi, var tekin í notkun. Hún lá frá Öskjuhlíð að Reykjavíkurhöfn og var notuð við grjótflutninga, aðallega til 1917 en að einhverju leyti til 1928. 17. apríl 1943 Leikritið Niels Ebbesen eftir danska prestinn Kaj Munk var flutt í Ríkisútvarpinu. Þetta var þá talið eina erlenda leik- ritið sem hafði verið frumflutt hér á landi, en hernámsstjórn Þjóðverja í Danmörku hafði bannað flutning þess þar. 17. apríl 1959 Fánar voru dregnir að húni á Austurbrún 2 í Reykjavík. Það var þá hæsta hús sem byggt hafði verið, þrettán hæðir, og var talið marka „enn ný tíma- mót í hinni byltingarkenndu byggingarsögu Íslands“ eins og Vísir orðaði það. 17. apríl 1994 Listasafn Kópavogs, Gerðar- safn, var opnað. Þar eru meðal annars verk eftir Gerði Helga- dóttur myndhöggvara. Sig- urður Geirdal bæjarstjóri sagði við opnunina að safnið væri „yngsta og fegursta blómið í menningarflóru bæj- arins“. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Indriði Jós- afatsson, íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi Borg- arbyggðar, varð 50 ára í gær, 16. apríl. 50 ára „ÉG mun að sjálfsögðu reyna að ná hér holu í höggi,“ segir sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest- ur, staddur í golfferð syðst á Spáni ásamt eigin- konu sinni, Signýju Bjarnadóttur, og hópi 30-40 ís- lenskra kylfinga. Hjálmar verður því að heiman á sextugsafmælinu í dag og heldur upp á það í golf- móti með Íslendingunum, sem snúist hefur upp í afmælismót honum til heiðurs. „Ætli ég bjóði ekki upp á léttar veitingar í tilefni dagsins í mótslok.“ Golfferðina pöntuðu þau hjónin um áramótin síð- ustu en þau hafa verið á kafi í golfíþróttinni und- anfarin þrjú ár. Golfið er nú helsta frístundaiðja Hjálmars á milli anna við prestverkin. „Forgjöfin hjá mér er komin niður í 22, hún lækkar því með hækkandi aldri,“ segir Hjálmar kank- vís en hann heitir fjölskyldu og vinum síðbúnum en hófstilltum afmæl- isfagnaði eftir heimkomu til Íslands í lok næstu viku. „Við vonumst auðvitað til að komast heim og höfum fylgst hér náið með framvindu gossins í Eyjafjallajökli. Þetta er hér fyrsta frétt í öll- um fjölmiðlum, sama hvert við lítum. Hugur okkar er meira og minna heima vegna gossins og við viljum skila góðri kveðju heim til Íslands,“ segir sr. Hjálmar Jónsson. bjb@mbl.is Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur 60 ára Reynir við holu í höggi Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.