Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 22
í Straumi námu 38% af eiginfjár- grunninum en lán til sonar hans námu 26%. Fimmtungur af eigin- fjárgrunninum fór í lánveitingar til Eimskips. Björgólfur Thor tók einnig mikil lán í Glitni en alls námu lántökur hans þar tæpum þriðjungi af eiginfjárgrunni bank- ans. Að þessu sögðu má sjá að útlána- áhætta vegna þeirra feðga í ís- lenska bankakerfinu var umtals- verð. Það virðist ekki hafa haldið vöku fyrir stjórnendum bankanna en í skýrslunni er sagt að bankarnir hafi átt lítið sameiginlegt þegar kom að því að skilgreina eigna- tengsl Björgólfsfeðganna. Þannig er tekið dæmi af því í skýrslunni að lán Landsbankans til Samson Pro- perties ehf. annarsvegar og Rauðs- víkur ehf. hinsvegar eru ekki skil- greind sem lán til tengdra aðila þó svo að fyrrnefnda félagið hafi átt hið síðarnefnda að fullu. feðgar umsvifamiklir lántakendur í Landsbankanum og Straumi. Þann- ig námu útlán til fyrirtækja með tengsl við Björgólf Guðmundsson á árunum 2007 til 2008 37% af eig- infjárgrunni Landsbankans. Útlán til Björgólfs Thors í bankanum á Örn Arnarson ornarnar@mbl.is SAMKVÆMT skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um bankahrunið námu samanlagðar skuldir fyrir- tækjahópa á vegum þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar við bankakerfið hér á landi um millj- arði evra við fall bankanna haustið 2008. Hér er tekið tillit til eign- arhalds þeirra feðga á Samson, stærsta hluthafa Landsbankans, en félög tengd feðgunum skulduðu jafnframt háar upphæðir hjá dótt- urfélagi Landsbankans í Lúxem- borg eða um 320 milljónir evra. Björgólfsfeðgar skipa því þann hóp einstaklinga sem höfðu eigna- tengsl við fyrirtæki sem samanlagt- skulduðu yfir milljarð evra í ís- lenska bankakerfinu. Sem kunnugt er leiðir skýrsla rannsóknarnefndarinnar í ljós að ís- lensku bankarnir voru stórtækir í útlánum til eigenda sinna og fyr- irtækja á þeirra vegum. Þrátt fyrir að reglur kveði á um takmarkanir á hámarksáhættu í einstaka útlánum miðað við eiginfjárgrunn þeirra og skynsamleg áhættustýring gangi út frá því að bankar reyni að dreifa útlánaáhættu þá virðast stjórnend- ur íslensku bankanna hafa leitt það hjá sér og einbeitt sér að sam- þjöppun útlánaáhættu. Eins og sjá má á umfjöllun rann- sóknarnefndarinnar þá voru þeir sama tímabili námu tæpum fjórð- ungi af eiginfjárgrunninum. Lán til Eimskips, sem Björgólfur eldri fór með ráðandi hlut í, námu ennfrem- ur um fjórðungi af eiginfjárgrunn- inum. Lán til Björgólfs Guðmundssonar Voru frekir á fóðrum í eigin banka  Samanlagðar skuldir fyrirtækjahópa á vegum þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar við bankakerfið hér á landi voru um milljarður evra þegar bankarnir hrundu Hópur tengdra aðila þegar Samson eignarhaldsfélag ehf. er aðalaðili, áramót 2007-2008 Rauðir hringir tákna einstakling Dökkbláir hringir eru fyrirtæki sem annað hvort eiga að minnsta kosti 40% í Samson eignar- haldsfélagi ehf. eða fyrirtæki sem Samson eignarhaldsfélag á að minnsta kosti 40% í. Ljósbláar nóður tákna á sama hátt félög sem tengjast Samson eignarhaldsfélagi með að minnsta kosti 20% eignarhaldi Svartar nóður tákna félög sem tengjast með að minnsta kosti 10% eignarhaldi. Örvar á milli hringja tákna bein eignatengsl. Grandagarður 8 ehf. S - 32 - 34 ehf. Prentmót ehf. Rauðsvík ehf. Laugavegur 71 ehf. Samson Porperties ehf. Vatn og land ehf. Samson Partners - Properties 1 Björgólfur T. Björgólfsson Samson eignarhaldsfélag ehf. Björgólfur Guðmundsson Bell Global Investment S.A.R.L. Landsbanki Íslands hf. Ópera Fjárfestingar ehf. Fjárfestingarfélagið Grettir ehf. Givenshire Equities S.A.R.L. M2 á Íslandi ehf. Mörk 40% eignartengsla Mörk 20% eignartengsla Skuldir Björgólfsfeðga og fyrirtækja tengdra þeim við íslenska bankakerfið námu um 1.000 milljónum evra haustið 2008. FYRIRTÆKJAHÓPAR: BJÖRGÓLFSFEÐGAR 22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010 ALTERNA, nýtt farsímafélag, hóf starfsemi á miðvikudaginn. Róbert Bragason, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, segir að fyrirtækið sé al- farið í erlendri eigu. „Það hefur kom- ið mér töluvert á óvart hversu mikið hefur verið spurt um eignarhald á fyrirtækinu. Fólk er afar tortryggið, og segist óttast að félagið tengist ein- hverjum útrásarvíkingunum,“ segir hann. Hrunið tafði fyrir Róbert segir að félagið sé í eigu bandaríska fjarskiptafélagsins IMC Worldcell. Aðspurður hvort aðstæður í íslensku efnahagslífi og gjaldeyr- ishöft hafi ekki vafist fyrir erlendu fjárfestunum segir hann að svo hafi vissulega verið. „Hrunið tafði fyrir okkur, tvímælalaust,“ segir hann og bætir við að fjárfesting Worldcell nemi milljónum dollara. Að sögn Ró- berts var ákvörðunin um að stofna til starfseminnar endanlega tekin skömmu eftir hrun, en hann segir að félagið hafi haft tilraunaviðskiptavini hér á landi frá áramótum. Róbert segist sjá tækifæri í því hversu keppinautar félagsins, sem fyrir eru á markaðinum, eru skuld- settir. Systurfélag Alterna, IMC Ís- land, hefur gert reikisamning við Símann á stöðum þar sem félagið er ekki með sitt eigið net og hefur því útbreiðslu um allt land. Starfsemin á Íslandi er tvíþætt, annars vegar í gegnum Alterna Tel, sem selur þjón- ustu til viðskiptavina, og hins vegar í gegnum félagið IMC Ísland, sem hef- ur heimild til fjarskiptastarfsemi og rekur fjarskiptanetið. Þá hefur IMC Ísland gert samning við kínverska fyrirtækið Huawei, um kaup á far- símakerfi. Fjárfesting fyrir milljónir dollara  Alterna er að fullu í erlendri eigu Verslun Alterna hóf að auglýsa starfsemi sína á miðvikudaginn.                     !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-./0 +/1.2+ +,-.-0 ,,.2/ ,+.11, +3.045 ++2.21 +.5--/ +/+./5 +34.52 +,0.,0 +/-.,2 +,-./5 ,,./-3 ,+.-4- +3.0-- ++/.+3 +.5-// +/,.- +34.20 ,,0.-45/ +,0.-0 +/-.3- +,0.5 ,5.4,1 ,+.-02 +3.343 ++/.- +.505/ +/5.43 +3+.51 Nú er skýrslan komin. Hvað þarf að breytast í stjórnarfari og stjórnarháttum? Fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands Þriðjudaginn 20. apríl kl. 12.00 Fyrirlesari dr. Daniel Levin Fundarstjóri Bolli Héðinsson Dr. Daniel Levin hefur verið ráðgjafi ríkisstjórna og stofnana í mörgum löndum um vöxt, viðgang og reglur á fjármálamörkuðum, hrun fjármálastofnana, efnahagsmál og stjórnmál, svo sem skuldaaðlögun, einkavæðingu og úrlausnir deiluefna. Ókeypis aðgangur - allir velkomnir Dr. Daniel Levin veitir forstöðu „Liechtenstein Foundation for State Governance“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.