Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
✝ Unnur HelgaMöller fæddist á
Siglufirði 10. desem-
ber 1919, hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar 8. apríl
2010.
Foreldrar: Christi-
an Ludvig Möller, f.
5.4. 1887 á Blönduósi,
d. 11.8. 1946 á Siglu-
firði og kona hans
Jóna Sigurbjörg
Rögnvaldsdóttir Möll-
er, f. 18.3. 1885 á
Þrastarstöðum í
Hofshreppi, Skagaf., d. 6.2. 1972 á
Siglufirði. Systkin: Alfreð, f. 1909,
d. 1994, William Thomas, f. 1914,
d. 1965, Rögnvaldur, f. 1915, d.
1999, Jóhann Georg, f. 1918, d.
1997, Alvilda María Friðrikka, tví-
buri við Unni, d. 2001, Kristinn
Tómas, f. 1921, Jón Gunnar, f.
1922, d. 1996.
Unnur giftist Jóni Ólafi Sigurðs-
rún Margrét, f. 1977, 4) Salbjörg
Engilráð, f. 1947, gift Sigurði Jóni
Vilmundssyni, f.1945, börn þeirra
eru: Vilmundur, f. 1968, Jón Ólaf-
ur, f. 1975, Gígja Rós, f. 1976,
Harpa Ósk, f. 1976. Lang-
ömmubörn Unnar eru 29.
Unnur fæddist og ólst upp á
Siglufirði og tók virkan þátt í
blómlegu atvinnulífi þar.
Hún bjó lengst af ævinnar að
Hverfisgötu 27 eða þar til hún
flutti í Dvalarheimilið Skálarhlíð.
Hún stundaði nám við Húsmæðra-
skólann á Laugarlandi í Eyjafirði
1939 til 1940. Auk þess að vera
húsmóðir með fjögur börn tók hún
mikinn þátt í umsvifum eig-
inmanns síns, meðal annars með
því að taka fólk inn á heimilið
bæði í fæði og húsnæði og gesta-
gangur var mikill. Hún vann í síld-
inni bæði við frystingu og söltun
og síðar vann hún í Niðurlagn-
ingaverksmiðjunni Sigló Síld vel á
annan áratug eða þar til hún hætti
vegna aldurs.
Útför Unnar fer fram frá Siglu-
fjarðarkirkju í dag, 17. apríl 2010,
og hefst athöfnin kl. 14.
syni, síldarsaltanda,
f. 14.8. 1918, d. 4.11.
1997, þau slitu sam-
vistir. Foreldrar Jóns
voru: Sigurður Árna-
son, f. 5.8. 1881, d.
17.1. 1959 og kona
hans Salbjörg Engil-
ráð Jónsdóttir, f.
28.4. 1878, d. 2.3.
1954.
Börn þeirra: 1)
Björgvin Sigurður, f.
1942, kvæntur Hall-
dóru Rögnu Péturs-
dóttir, f. 1942, börn
þeirra eru: Halldóra Salbjörg, f.
1960, Jón Ólafur, f. 1962, Sigurður
Tómas, f.1963, 2) Steinunn Krist-
jana, f. 1943, gift Frey Baldvin
Sigurðssyni, f. 1943; Þeirra börn
eru: Helga, f. 1963, Sigurður, f.
1965, Katrín, f. 1977, 3) Brynja, f.
1944, gift Hallgrími Jónssyni, f.
1941, börn þeirra eru: Andrés
Helgi, f. 1967, Unnur, f. 1970, Sig-
Margar mínar bestu minningar
tengjast ömmu Nunnu, það var allt-
af gaman að koma til Sigló að heim-
sækja hana. Ég tel mig alltaf vera
Siglfirðing enda fæddur þar en alinn
upp á Akranesi og hún var stolt af
því að nafni hennar væri Siglfirð-
ingur, ég hét alltaf Helgi hjá henni.
Amma Nunna átti snúrustaura sem
var alveg bannað að leika sér í en
fyrir vikið voru þeir mjög spenn-
andi. Ég held að hún hafi verið
hrædd um að við krakkarnir háls-
brotnuðum við að leika okkur í
þeim. Af þessum sökum voru þeir
mikið notaðir á meðan amma var í
vinnunni í Sigló Síld, en eftir að hún
kom heim var ekki snert á þeim.
Í árlegum ferðum til Siglufjarðar
var mjög mikilvægt að komast fljótt
niður á bryggju til að veiða. Hún
passaði vel upp á þríkrækjuna mína
sem ég notaði til að húkka ufsa úr
torfunum á Ríkisbryggjunni. Þrí-
krækjan átti sinn stað í geymslunni.
Árlega fékk ég símtal þar sem hún
söng afmælissönginn og síðan fylgdi
einhver falleg vísa. Vonandi tekur
einhver sem ég þekki upp þennan
góða sið, þetta voru alltaf skemmti-
leg símtöl.
Eftir að ég óx úr grasi og við
Snædís eignuðumst börn var alltaf
tekið vel á móti okkur þegar við
heimsóttum hana. Hún hafði alltaf
gaman af börnunum og faðmaði þau
innilega að sér. Þau fengu svo að
sitja í göngugrindinni á göngum elli-
heimilisins. Hún var yndisleg, ljúf
og skemmtileg kona og hafði mjög
góða og hlýja nærveru. Það var
gaman að vera með henni því að hún
var mikill húmoristi. Íþróttir skip-
uðu stóran sess í hennar lífi, hún var
mikill áhugamaður um allar íþróttir
og í seinni tíð horfði hún á allar
beinar útsendingar sem hún komst
yfir. Oftar en ekki var hringt og við í
Sólheimunum minnt á ef það var
bein útsending með Skagamönnum
eða góður leikur í enska boltanum.
Eftir að Hallgrímur Snær fór að
æfa fimleika fengum við ófáar sögur
af því að hún æfði fimleika á sínum
yngri árum. Hún var óþreytandi í að
segja skíðasöguna þegar hún stökk
fimm metra í skíðastökki, ég held að
hún hljóti að vera ókrýnd drottning
í skíðastökki kvenna þar sem ekki
er oft keppt í þeirri grein. Ef þið
gúglið Unnur Helga Möller er þessi
saga það fyrsta sem kemur upp.
Þegar við heimsóttum hana síð-
asta sumar stríddi hún mér á
slæmri stöðu Skagamanna í fótbolt-
anum, ég reyndi ekki að ybba gogg
við hana, þetta var rétt hjá henni.
En nú er hún amma farin á vit
feðranna og fullt af fólki sem tekur
vel á móti henni. Eftir stöndum við
með ljúfar minningar. Að lokum vil
ég segja það sem hún sagði alltaf við
okkur þegar við fórum frá Sigló:
Farið varlega, það er betra að koma
fimm mínútum of seint en að koma
aldrei aftur heim.
Andrés Helgi og Snædís.
Elsku amma okkar er látin. Þessi
sterka, kjarkmikla kona sem hefur
verið svo stór þáttur í lífi okkar er
farin. Aldrei sá maður hana öðruvísi
en glaða, hún söng og trallaði, talaði
mikið, við sjálfa sig ef engin annar
var til að hlusta og gaf góð ráð við
öll tækifæri.
Þegar við vorum að alast upp var
amma alltaf nálæg, enda bjó hún í
næsta húsi, sat oftast úti í glugga í
stofunni en þaðan var gott útsýni yf-
ir bæinn svo hún gat fylgst vel með
öllu. Þegar við vorum yngri var því
erfitt að gera einhver prakkarastrik
án þess að amma vissi af því. Og
þegar við urðum eldri var ekki auð-
velt að halda partí eða koma heim
með kærasta eða kærustu án þess
að hún vissi en á móti kom að hún
var alltaf til staðar fyrir okkur,
skammaði okkur fyrir óknyttina
þegar við áttum það skilið, var mætt
til að hugga okkur þegar eitthvað
bjátaði á. Það var mesta furða hvað
hún amma þagði yfir mörgum
leyndarmálum. Amma var góður
vinur.
Amma var líka áreiðanlegasti vor-
boði okkar systkinanna, um leið og
sólin náði yfir fjallatoppana var hún
mætt í skotið á bílastæðinu í sólbað
og orðin kaffibrún um leið á hand-
leggjum og í andliti.
Amma hafði mikinn áhuga á
íþróttum. Hún fylgdist með öllum
fótboltaleikjum á vellinum og í sjón-
varpinu, hringdi iðulega til að at-
huga hvort við vissum ekki af leikj-
um ef okkar lið voru að spila. Það
eru ábyggilega ekki margar konur
komnar vel yfir áttrætt sem vaka
langt fram á nótt til að horfa á box.
Amma var mikið jólabarn og
sennilega hafa sum okkar erft það
frá henni. Þegar jólin nálguðust
voru allir veggir (og loft) hjá ömmu
þaktir jólaskrauti og gamla jólatréð
á sínum stað. Seinna fengum við
systkinin að taka þátt í þessum
skreytingum og þegar við fórum að
búa sá amma til þess að við fengjum
nú örugglega jólaskraut. Eftir að
amma fór á Skálarhlíð hafði hún
mikið gaman af því að skreyta her-
bergið sitt og fá svo fólk í heimsókn
til að sýna því skrautið. Þá féll það í
hlut okkar ættingjanna að hengja
upp skrautið sem fór efst á veggina,
en annað sá hún um sjálf og gerði
það í rólegheitum, enginn segir
flýttu þér, eins og hún sagði alltaf.
Amma var með alla afmælisdaga
hjá börnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum á hreinu og eng-
inn afmælisdagur leið án þess að
amma hringdi í afmælisbarnið og
syngi afmælissönginn í símann og
færi með ljóð sem hún sagði vera frá
maka.
Hún amma hafði einstakt lag á
því að láta öllum í kringum sig líða
vel og sjá björtu hliðarnar á lífinu. Í
hvert sinn sem hún kvaddi okkur
systkinin sagði hún; Mundu að vera
léttlynd/ur og lífsglöð/glaður. Við
þessi orð hennar kom ósjálfrátt bros
fram á varirnar og maður fór glaður
í hjarta og léttur í lund.
Við kveðjum ömmu með söknuði
en vitum að nú líður henni vel og að
vel var tekið á móti henni hinumeg-
in.
Við kveðjum hana með fyrsta og
síðasta versinu úr uppáhaldssálm-
inum hennar.
Þú, guð, sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn í friðarlandi
þar mig í þinni gæzlu geym
ó, guð minn allsvaldandi.
(Valdimar Briem.)
Helga, Sigurður og Katrín.
Nú hefur þú kvatt þennan heim
elsku amma okkar og komist á vit
nýrra ævintýra.
Alltaf þegar við hugsum um þig,
þá færist bros yfir andlit okkar og
okkur líður vel. Alltaf gafstu þér
tíma til að tala við okkur og hlusta
og alltaf hafðir þú skoðun á hlutum
og málefnum. Þegar þú talaðir við
okkur í síma þá virtist röddin og fas-
ið svo tímalaust, eins og þú færir
áratugi aftur í tímann og þú hljóma-
ðir svo miklu yngri. Með þessa háu,
fallegu og leikandi rödd, það var
varla hægt að trúa því að þú værir
orðin þetta gömul. Þú sýndir að ald-
urinn er bara hugtak, að maður er
ekki eldri en maður hugsar sjálfur.
Það var alltaf jafn yndislegt þegar
þú hringdir í okkur á afmælisdaginn
okkar, söngst afmælissönginn og
fórst með vísu, þegar símtalinu lauk
þá leið okkur vel, afmælisdagurinn
byrjaði loksins.
Þú fylgdist með flestum íþróttum
á lokakafla ævinnar og vissir mest
um fótbolta, körfubolta og box. Þar
kom maður ekki að tómum kofun-
um.
Ferð á Siglufjörð gat ekki hugs-
ast nema til að hitta þig. Við hrif-
umst með í þínu glaðlega og hisp-
urslausa fasi og komum endurnærð
frá þér til að takast á við lífið á já-
kvæðan hátt. Þegar við sáumst í síð-
asta sinn þá gátum við spjallað um
alla hluti og þegar við kvöddumst þá
var eins og við fyndum öll á okkur
að þetta væri kveðjustund.
Það var mjög erfitt að kveðja þig
þá og sú hugsun kom hvort þetta
væri hinsta kveðjustundin, og það
var það.
Unnur Helga Möller
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem
birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
DAGMAR VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hólavegi 23,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki fimmtu-
daginn 15. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Valgeir Steinn Kárason, Guðbjörg S. Pálmadóttir,
Kristján Már Kárason,
Steinn Kárason, Kristín Arnardóttir,
Soffía Káradóttir, Hafsteinn Guðmundsson,
Jóna Guðný Káradóttir, Gunnar Á. Bjarnason,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar móður minnar,
HELGU BJARGAR JÓNSDÓTTUR
frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal,
síðast til heimilis
Miðvangi 22,
Egilsstöðum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk sjúkradeildar
Sjúkrahússins á Egilsstöðum fyrir einstaka umönnun og hlý samskipti.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Valgerður H. Valgeirsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR ÓSKARSSON,
Leynisbraut 18,
Akranesi,
lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, miðviku-
daginn 14. apríl.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
23. apríl kl. 14.00.
Svavar Kristján Garðarsson, Jóna María Sigurgíslad. Kjerúlf,
Helga Nína Garðarsd. Trankell, Bo Anders Trankell,
Garðar Þór Garðarsson
og fjölskyldur.