Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
Engin gúrkutíð Fjölmiðlafólk hefur staðið í ströngu undanfarna daga við að flytja fréttir af gosinu í Eyjafjallajökli. Sjónvarpsfréttamenn tóku sér stöðu við brúna yfir Markarfljót í gær.
Golli
NÚ LIGGUR fyrir
afar vönduð skýrsla
rannsóknarnefndar
Alþingis. Ekki eitt ein-
asta andartak flögrar
það að mér að verja
neitt það sem í skýrsl-
unni stendur þrátt fyr-
ir að Framsókn-
arflokkurinn hafi verið
í ríkisstjórn á árabilinu
1995-2007. Skýrslan er
sá grunnur sem við verðum að nota
sem stökkpall til bættrar framtíðar,
fortíðinni breytum við ekki en á nú-
tíðina og framtíðina getum við haft
áhrif. Það er skylda mín sem þing-
manns að vinna heilt fyrir þjóðina og
eiga þátt í því að taka ákvarðanir
sem leiða af sér farsæld og bætta
framtíð fyrir Íslendinga sem kjörinn
fulltrúi þjóðarinnar.
Ég hvet stjórnvöld til að leggja
aukinn kraft og fjármagn til rann-
sóknaraðila og dómstóla því þjóðin
þarf á því að halda að þessi mál verði
afgreidd hratt og af fagmennsku.
Við sjáum nú hvaða afleiðingar það
hefur að ríki afsali sér löggjafavaldi
eins og gert var með EES-
samningnum. Meginuppistaða EES-
samningsins er hið svokallaða fjór-
frelsi, sem gengur út á frjálsan
flutnings vöru, fólks, þjónustu og
fjármagns án landamæra innan Evr-
ópusambandsins. Þarna var lagður
grunnur að því gerræðislega og
taumlausa fjármálakerfi sem þróað-
ist hér og í Evrópu sem varð okkur
að lokum að falli. Það leiðir hugann
að því hvers vegna Alþingi var ekki
styrkt faglega og fjárhagslega í kjöl-
far gildistöku samningsins til að lög-
gjafinn myndi hafa þol og styrk til að
takast á við breytt umhverfi laga-
setningar. Hví er Alþingi og lög-
gjafavaldið ekki varið betur? Ég er
þess fullviss að óvönduð lagasetning
undanfarin ár á hlut í því hruni sem
við stöndum frammi fyrir.
Eftir að ég tók sæti á Alþingi hef
ég komist að raun um að innviðir Al-
þingis sem stofnunar eru fúnir. Það
er með ólíkindum hvað vantar upp á
faglega lagasetningu og nefndasvið
Alþingis skilar ekki því
starfi sem ætlast er til
sem ráðgefandi aðili
við lagasetningu. Í
krafti meirihluta-
stjórna fara frumvörp í
gegnum þingið og
verða að lögum sem
vitað er fyrirfram að
standast ekki stjórn-
arskrá, alþjóðasamn-
inga og eru á gráu
svæði gagnvart gild-
andi lögum. Dómsmál
undanfarin ár sanna það og sam-
anburður við Norðurlöndin varðandi
þessi mál er sláandi okkur í óhag.
Ég hef spurt mig hví löggjafinn sé
varinn af starfi lagaprófessora sem
hafa fasta stöðu við þingið. Hví er
ekki starfandi lagaráð eða lagaskrif-
stofa sem hefur það hlutverk að lesa
yfir lagafrumvörp og þingsályktun-
artillögur? Við verðum að hafa kjark
og þor til að horfast í augu við
vandamálin og viðurkenna brota-
lamir stjórnkerfisins, stjórn-
málaflokkanna og stjórnsýslunnar
allrar. Fyrsta skrefið í þessa átt er
frumvarp um lagaskrifstofu Alþing-
is, sem ég hef lagt fram ásamt flest-
um þingmönnum Framsókn-
arflokksins og Hreyfingarinnar, sem
hefði þetta hlutverk. Að mínu mati
er það þó ekki nóg því nú er komið
að þeim tímapunkti að leita til sér-
fræðinga þjóðþinga annars staðar á
Norðurlöndum til að endur-
skipuleggja faglega stöðu Alþingis
Íslendinga.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttir
» Við verðum að hafa
kjark og þor til að
horfast í augu við
vandamálin og við-
urkenna brotalamir
stjórnkerfisins, stjórn-
málaflokkanna og
stjórnsýslunnar allrar.
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur
og þingmaður Framsóknarflokksins
í Reykjavík.
Staða Alþingis
Á DÖGUNUM sat
ég ágætan fund í Há-
skólanum á Akureyri
þar sem niðurstöður
þjóðfunda voru kynnt-
ar. Fundirnir voru
haldnir víðs vegar um
landið undir merki
Sóknaráætlunar 20/
20, hverrar markmið
er að skapa nýja sókn
í atvinnulífi og móta
framtíðarsýn um betra samfélag
með áherslum á verðmætasköpun,
menntun, velferð og sönnum lífs-
gæðum.
Undirritaður átti þess kost að
taka þátt í þessari vinnu með setu
á þjóðfundi á Akureyri í lok febr-
úar sl. en þar átti sér stað gagnleg
hópavinna sem skilaði sér að hluta
til í tillögum að framtíðaráherslum
varðandi norðaustursvæðið. Eftir
kynningarfundinn hef ég verið
hugsi yfir því hvað fái stjórnvöld
til að vinna skipulega að því að
höggva í þær stoðir er grunn-
atvinnuvegir þjóðarinnar byggja
afkomu sína á og beita sér á sama
tíma fyrir því að hvetja almenn-
ing, fyrirtæki og sveitarfélög til
sóknar.
Nú þegar sýndarveruleika ís-
lenska fjármálageirans hefur verið
feykt til hliðar blasir við að það
eru náttúrulegar auðlindir til
lands og sjávar sem íslenskt efna-
hagslíf þarf að treysta á til end-
urreisnar og viðhalds. Á Eyja-
fjarðarsvæðinu eru öflug
matvælaframleiðslufyrirtæki innan
landbúnaðar- og sjávarútvegsgeir-
ans sem sinna innlendum sem er-
lendum mörkuðum. Má þar m.a.
nefna Brim og Samherja, Kjarna-
fæði, Mjólkursamsöluna og Norð-
lenska. Samfélagslegt mikilvægi
þessara fyrirtækja fyrir svæðið er
óumdeilanlegt. Þannig námu heild-
arlaunagreiðslur til framleiðslu,
landbúnaðar, skógræktar og fisk-
veiða á norðaust-
ursvæðinu öllu
(Fjallabyggð til og
með Langanesbyggð)
á árinu 2008 um 12
milljörðum króna.
Miðað við að um 80%
þessara tekna verði
til á Eyjafjarðarsvæð-
inu nema útsvar-
stekjur þar, vegna
þessa, um 1,3 millj-
örðum króna.
Hér er eingöngu
horft til beinna tekna
sem þessi fyrirtæki skapa en ekki
er reynt að leggja mat á þau
margfeldisáhrif sem tilvist þeirra
leiðir af sér á svæðinu (viðhald,
ráðgjöf, verslun, afþreying o.fl.).
Sóknarfærin í rekstri þessara fyr-
irtækja eru hins vegar ótvíræð sé
rétt á málum haldið og því ber að
sporna með öllum ráðum gegn
hugmyndum er vega að tilvist
þeirra.
Með aðildarumsókn Íslands að
ESB er vegið leynt og ljóst að
framtíðarmöguleikum íslensks
landbúnaðar og sjávarútvegs m.a.
með framsali á ákvörðunarrétti og
yfirstjórn. Slíkt er með öllu óvið-
unandi og hreint með ólíkindum
að hugmyndir sem þessar skuli
vera til umræðu þegar verkefni
stjórnvalda númer eitt, tvö og
þrjú ættu að vera aukin verð-
mætasköpun þjóðarbúsins. Fullyrt
hefur verið að kostnaður við aðild-
arumsókn muni nema hátt í tveim-
ur milljörðum króna og hlýtur
slíkt að vekja spurningar um hæfi
ráðamanna þjóðarinnar til ráðstöf-
unar á takmörkuðum fjármunum.
Undirritaður hefur lengi verið
talsmaður þess að endurbætur
þurfi að gera á núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi, m.a. með til-
liti til veiðiskyldu. Þrátt fyrir að
núverandi fyrirkomulag sé ekki
gallalaust verður þó ekki litið
fram hjá þeirri staðreynd að það
hefur öðru fremur leitt til þess að
íslenskur sjávarútvegur er sjálf-
bær í dag. Sú var ekki staðan á
níunda áratug nýliðinnar aldar,
þegar ákvörðun um núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfi var tekin.
Hugmyndir stjórnvalda varðandi
breytingar á fiskveiðistjórn-
unarkerfinu eru til þess fallnar að
skapa óvissu um framtíðarrekstr-
argrundvöll greinarinnar. Þetta
leiðir til óróa á veigamiklum
mörkuðum sem hæglega getur
leitt til þess að markaðir tapist.
Handahófskenndar og illa ígrund-
aðar aðgerðir stjórnvalda, s.s.
strandveiðar, eru til þess fallnar
að draga úr verðmætasköpun inn-
an greinarinnar. Færa má rök fyr-
ir því að tekjur sveitarfélaga rýrni
vegna þessa auk þess að vegið sé
að afkomugrundvelli leiðandi fyr-
irtækja innan greinarinnar. Þann-
ig er vegið að grunnstoðum at-
vinnulífs og framþróunar
tiltekinna svæða.
Um leið og við eigum að fagna
og hlúa að hugmyndum er lúta að
nýsköpun og sókn til nýrra at-
vinnutækifæra verðum við að
standa vörð um þær atvinnugrein-
ar sem fyrir eru. Þess vegna ber
bæði þingmönnum og sveit-
arstjórnarmönnum á Eyjafjarð-
arsvæðinu að mæta hugmyndum
sitjandi ríkisstjórnar varðandi
landbúnaðar- og sjávarútvegsmál
af fullri hörku. Óbreyttar eru þær
til þess eins fallnar að rýra fram-
tíðaratvinnumöguleika á svæðinu.
Eftir Björn
Ingimarsson » Færa má rök fyrir
því að tekjur sveit-
arfélaga rýrni vegna
þessa auk þess að vegið
sé að afkomugrundvelli
leiðandi fyrirtækja inn-
an greinarinnar.
Björn Ingimarsson
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins
í Norðausturkjördæmi.
Verjumst aðför að
grunnatvinnugreinunum