Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 40
Eftir Hólmfríði Gísladóttur
holmfridur@mbl.is
Í VOR mun Listaháskóli Íslands út-
skrifa 25 nemendur af tónlist-
arbraut. Námið sem skólinn býður
upp á er mjög fjölbreytt og verða
veittar gráður fyrir harmónikku,
selló, söng, nýmiðlun, kvikmynda-
tónlist, tónlistarkennslu, píanó,
flautu, orgel, gítar og tónsmíðar.
Blaðamaður ræddi við fjóra nem-
endur sem útskrifast nú í vor.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útskriftarhópur Hluti af þeim 25 nemendum sem útskrifast af tónlist-
arbraut Listaháskóla Íslands í vor. Útskriftartónleikar verða 22 talsins.
Litúrgía og hljóðinnsetningar
Útskriftarhópur tónlistardeildar Listaháskólans aldrei stærri en í ár
Mikil fjölbreytni í náminu og MA-nemar útskrifaðir í fyrsta sinn
40 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2010
Mannlíf og Hið íslenska glæpa-
félag óska eftir sögum í hina árlegu
glæpasmásagnakeppni Gaddakylf-
una.
Gaddakylfukeppnin er nú haldin
í sjöunda sinn. Glæpafélagið hélt
keppnina fyrst í samvinnu við
Grand Rokk árið 2004 en ári síðar
hætti Mannlíf sér út á refilstigu
glæpasagnanna.
Höfundar hafa að mestu frjálsar
hendur svo lengi sem þeir fást við
glæpi af einhverju tagi í smásög-
unum. Tekið er á móti sögum á net-
fanginu gaddakylfan@birtingur.is
en dómnefnd skipuð fulltrúum
Mannlífs og Hins íslenska glæpa-
félags tekur síðan við þeim og velur
þær bestu úr. Skilafrestur rennur
út á miðnætti í lok dags þann 17.
maí og verða úrslit kunngjörð með
athöfn í byrjun júní.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjár
bestu sögurnar. Sigurvegari
Gaddakylfunnar í fyrra var Ingvi
Þór Kormáksson fyrir sögu sína
Hliðarspor.
Keppt um Gaddakylf-
una í sjöunda sinn
Fólk
BAGGALÚTUR samdi lag til heiðurs Vigdísi Finnboga-
dóttur í tilefni af áttræðisafmæli hennar í fyrradag.
Lagið fær frú Vigdís fyrir að vera Baggalúti innblástur,
fyrirmynd og hvatning – en þó einkum og sér í lagi fyrir
að vera til. Lagið heitir „Gjöf“ og hefst á þessu erindi:
Þú mátt fá næstum allt sem ég á
mína ást, mína trú, mína von, mína þrá.
Ég þarf eitt, aðeins eitt fyrir mig
eina einustu minningu um þig.
„Árið 2004 gerðum við lag til hennar, sem er að finna
á síðunni okkar ásamt nýja laginu. Nefndinni sem
skipulagði afmælið hennar Vigdísar barst það til eyrna
að við værum miklir aðdáendur og hún bað okkur þess
vegna að spila í afmælisveislunni á fimmtudaginn. Okk-
ur fannst þá tilvalið að koma með nýtt lag til að gefa
henni,“ segir Karl Sigurðsson, meðlimur Baggalúts, um
fæðingu „Gjafar“.
Hann segir meðlimi Baggalúts vera heita aðdáendur
Vigdísar. „Já, við erum það allir og höfum alltaf verið.
Við værum til í að sjá hana sem forseta aftur og lagið
okkar frá 2004 er stuðningslag til hennar, að hún bjóði
sig aftur fram til forseta. Í textanum er sýnt fram á það
með rökum að hún hafi alltaf verið langbesti kosturinn.
Reyndar hefur þetta líka með nostalgíu í okkur að
gera, við ólumst allir upp í tíð Vigdísar. Það breytir því
samt ekki að hún er ein dásamlegasta manneskja sem
hefur fæðst á Íslandi,“ segir Karl sem varð ekki svo lán-
samur að hitta Vigdísi í afmælisveislunni.
„Hún hafði í mörg horn að líta og mörg atriði að
horfa á svo að við bara veifuðum henni ofan af sviðinu
og hún okkur á móti.“
Baggalútsmenn eldheitir aðdáendur Vigdísar
Morgunblaðið/Kristinn
Baggalútur Finnst Vigdís best.
Lagið og nánari upplýsingar má nálgast á http://
baggalutur.is/vigdis
Um síðustu helgi fór Litla haf-
meyjan á Rás 2 af stað með dag-
skrárliðinn Sandhedens time, eða
stund sannleikans upp á íslenska
tungu. Þar semja íslenskar hljóm-
sveitir glænýtt lag eftir fyrir-
mælum meyjunnar á 60 mínútum
og flytja svo í beinni útsendingu í
þættinum. Hljómsveitin Lights on
the Highway reið á vaðið síðasta
laugardag. Í dag treður upp hljóm-
sveitin Bloodgroup og viku síðar,
24. apríl, mætir Haffi Haff til leiks
og danskir sjónvarpsmenn fylgjast
með og filma gjörninginn. Litla haf-
meyjan er á dagskrá Rásar 2 á
laugardögum frá 16 til 18.
Bloodgroup semur lag
í Litlu hafmeyjunni
Íslandsmeistaramót barþjóna
2010 verður haldið á Broadway á
morgun, sunnudag. Húsið verður
opnað kl. 19 og keppnin hefst
stundvíslega kl. 20. Íslandsmeist-
aramót barþjóna hefur verið haldið
nánast á hverju ári frá stofnun Bar-
þjónaklúbbs Íslands 1963. Sigur-
vegari og Íslandsmeistari í keppn-
inni á morgun vinnur þátttökurétt
á heimsmeistaramóti barþjóna sem
verður haldið í Singapúr næsta
haust.
Nú verður keppt í Flair og Klass-
ík auk þess sem hin árlega vinnu-
staðakeppni fer fram. Íslandsmeist-
ari í fyrra varð Anna María
Pétursdóttir, barþjónn á Lækjar-
brekku. Nánari upplýsingar um
mótið er hægt að nálgast á bar.is.
Keppt í Flair og Klassík
á Íslandsmeistaramóti
Tónlistardeild Listaháskólans mun
í vor útskrifa tuttugu og fimm
nemendur, og er það stærsti út-
skriftarhópur deildarinnar til
þessa. Skólinn útskrifar í fyrsta
sinn þrjá nemendur með MA-gráðu
frá tónlistardeild, allar í tón-
smíðum, og veitir einnig í fyrsta
sinn BA-gráður í kvikmyndatónlist,
orgelleik og harmóníkuleik.
Í dag, 17. apríl, verða fyrstu út-
skriftatónleikar vorannarinnar
haldnir í Þjóðmenningarhúsinu en
þeir marka upphaf útskriftardag-
skrár sem mun standa til 30. maí
næstkomandi.
Alls verða útskriftartónleikarnir
tuttugu og tveir talsins, en auk
þeirra verður haldinn einn fræði-
fyrirlestur. Dagskrá viðburðana
má nágast á heimasíðu skólans,
www.lhi.is.
Útskriftartónleikar og viðburðir
– Hvað kom til að
þú valdir þetta
nám?
„Ég var búinn
að prófa margt og
var eiginlega
hættur í tónlist-
arnámi. En þegar
ég fór að skoða
námið sá ég að
það var svo mikið
í þessu, t.d. kór-
stjórn og litúrgírskur orgelleikur, og
þetta er bara mjög fjölbreytt nám.“
– Hvernig er náminu háttað?
„Þetta er sett upp sem þrjú ár og
leiðir til BA-prófs. Ég er á sama tíma
að klára kantorspróf frá Tónskóla
þjóðkirkjunnar en það veitir starfs-
réttindi í stærri kirkjum á Íslandi.
BA-námið er samvinna, Tónskóli
þjóðkirkjunnar leggur til það sem
viðkemur orgelnáminu, en Listahá-
skólinn leggur til það sem upp á
vantar til þess að maður geti fengið
gráðuna. Þannig að þeir sem hafa
BA-próf í tónlist myndu kannski
ekki hafa mikinn hag af því að fara
þessa leið til að verða organisti, en
ég var búinn með kirkjuorganista-
prófið, sem er inntökuskilyrði til að
hefja nám á Kirkjulistabraut í LHÍ,
og stökk á þetta nám því ég var ekki
búinn með neitt BA-próf.“
– Hvað tekur svo við?
„Ég er búinn að vinna sem org-
anisti í þrjú ár með náminu en það
sem er í boði hérna heima þegar
maður er búinn með kantorsprófið
eða BA-prófið frá LHÍ er að fara í
svokallaðan einleiksáfanga sem er á
vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar. En
margir fara líka út í mastersnám og
mig langar að gera það.“
Orgel
Kári
Allansson
– Hvernig er námið í nýmiðlun frá-
brugðið hefðbundnu tónsmíða-
námi?
„Á nýmiðlabraut er áherslan lögð
á tölvunotkun og að læra á forrit,
en í hefðbundnu tónsmíðanámi er
til dæmis lögð meiri áhersla á út-
setningar og að skrifa út fyrir
klassísk hljóðfæri. Allir læra hljóm-
fræði og tónlistarsögur en í nýmiðl-
un förum við í kúrsa í hljóði og
hreyfingu og í hljóðhönnun. Við er-
um meira að
vinna með hljóð
en hefðbundin
hljóðfæri. Það
eru til svo marg-
ar aðferðir til að
læra á tónlist og
búa hana til, og
þetta er bara
önnur aðferð
heldur en þessi
gamla aðferð við
að skrifa nótur.“
– Af hverju valdirðu þetta nám?
„Ég sá einu sinni útskriftarverk-
efni sem snerist um vídeó og tónlist
og fannst það mjög spennandi.
Þessi samblanda af tónlist og sjón-
list heillar mig mjög mikið og líka
bara það að það er hægt að semja
tónlist á svo margan annan hátt en
að skrifa niður nótur. Mig langaði
líka mikið til að læra að taka upp og
þannig. Ég er mjög ánægð með að
hafa tekið þessa ákvörðun. Mér
finnst ótrúlega gaman að vinna með
mismunandi rými og leggja þannig
áherslu á tónlistina, en ekki endi-
lega að það sé bara tónleikasalur og
fólk komi, setjist niður og klappi.“
Nýmiðlar
Sóley
Stefánsdóttir
– Af hverju þetta
nám?
Mér fannst ég
þurfa að víkka út
tónlistarlegan
skilning. Og að ég
þyrfti að læra á
nótur og fleira.
Og mér fannst
eins og þetta væri
góð leið.
– Hvaða áhersl-
ur eru í náminu?
„Það er lagt heilmikið upp úr því
að maður kynni sér sögu tónlistar al-
mennt og að maður fái alla þá grunn-
þekkingu sem tónlistarmenn þurfa
að hafa. Þessi kvikmyndalína er til-
tölulega ný en þetta eru þrjú ár sem
tónsmíðabrautin er og það er hægt
að sérhæfa sig alveg frá byrjun. Al-
mennar tónsmíðar, kvikmynda-
tónlistin og nýmiðlun helst í hendur,
er með sameiginleg fög og slíkt. Sér-
hæfingin felst helst í því að ég er til
dæmis að vinna með stuttmyndir og
hugsa tónlist eiginlega eingöngu
útfrá kvikmyndum. Þá er ég ekki að
semja verk frá byrjun til enda heldur
hugsa um stemningar og reyna að
búa til tilfinningu við myndefni.
– Og hvert er svo framhaldið?
Vonandi halda áfram að gera kvik-
myndatónlist. Mig langar líka að fara
til Hollands og taka master. Þetta er
mjög skemmtilegt nám.
Kvikmyndatónlist
Örn
Eldjárn
– Hvenær vissir
þú að þú ætlaðir
að leggja tónlist-
ina fyrir þig?
„Ég er búin að
vera að læra
músík frá því að
ég var lítil. Ég
byrjaði að læra 6
ára í tónlistar-
skóla og fór fljót-
lega eftir það að
læra á selló. Svo þegar ég varð 16
ára byrjaði ég í Tónlistarskólanum í
Reykjavík, þá komst svona alvara í
þetta og það varð ekkert aftur snú-
ið.“
– Hvernig er BA-nám í sellóleik
uppbyggt?
„Ég var búin með 7. stig og slatta
af þessum bóklegu fögum sem
fylgja því þegar ég byrjaði. En
þetta er þriggja ára háskólanám og
er mjög mikið skipt í bóklegt og
verklegt. Lokaverkefnið okkar er
tvískipt, annars vegar bóklegt, sem
er þessi BA-ritgerð, sem reyndar er
styttri en gengur og gerist því við
hins vegar höldum síðan opinbera
tónleika sem eru svona alvöru, alveg
einn og hálfur tími á lengd.“
– Og hvað tekur svo við?
„Ég ætla að fara út til Danmerk-
ur í mastersnám í Árósum.“
Selló
Hildur
Heimisdóttir