Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 107. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Ófrýnileg ásýnd Eyjafjallajökuls 2. Nóg að stjakað sé aðeins við Kötlu 3. Miðað við að það gjósi áfram 4. Óku inn í miðjan mökkinn  25 nemendur útskrifast í vor af tónlistarbraut LHÍ. Fyrstu útskrift- artónleikarnir verða haldnir í dag í Þjóðmenningarhúsinu en í heildina verða tónleikarnir 22. »40 Morgunblaðið/Árni Sæberg Útskriftarhópurinn sá stærsti hingað til  Á mánudaginn rennur út frestur til að skila inn ábendingum vegna Íslensku safnaverð- launanna. Þeim skal skilað til Safnaráðs, Þjóð- minjasafninu í Reykjavík, eða á safnarad@safnarad.- is merkt Safnaverðlaun. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Byggðasafn Vestfjarða undir forstöðu Jóns Sig- urpálssonar hlaut þau árið 2008. Óskað eftir ábend- ingum um góð söfn  Vorsýning dans- skólans Dance- Center Reykjavík verður haldin á morgun í Salnum, Kópavogi, kl. 17. Nemendur skól- ans hafa æft af kappi fyrir sýn- inguna og sýna afrakstur námsins en einnig munu sigurvegarar Söngkeppni framhalds- skólanna, Júlí Heiðar og Kristmundur Axel, taka lagið. Nanna Ósk Jóns- dóttir er framkvæmdastjóri skólans. Dansnemar halda vorsýningu í Salnum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 8-13 m/s við austurströndina, annars hægari vindur. Léttskýjað á S- og V-landi, en stöku él fyrir norðan og austan fram eftir degi. Á sunnudag SV 3-8 m/s og stöku skúrir eða él. Hiti 0 til 7 stig. Snýst í norðaustanátt með dálítilli snjókomu á N- og A-landi um kvöldið. Kólnandi veður. Á mánudag og þriðjudag N- og NA-átt og él, en bjartviðri S- og V-lands. Frostlaust við suðvesturströndina að deginum, annars 0 til 8 stiga frost, kaldast norðaustantil. Íshokkílandsliðið lauk keppni á HM í Eistlandi í gær með því að sigra Ísr- ael, 6:2. Þetta er stærsti sigur Ís- lands í viðureign þjóðanna, íslenska liðið náði sínum besta árangri, þriðja sætinu í 2. deild, og bætti eigið stiga- met í deildinni með því að vinna þrjá leiki af fimm á mótinu. Emil Alen- gaard skoraði fjögur af mörkunum sex í gær. »4 Besti árangur Íslands á HM frá upphafi Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson er kallaður „íslenska eldgosið“ og „heitasta hraunið,“ eftir að hann var kjörinn besti leik- maðurinn í sænsku úrvals- deildinni í gær. Jakob Örn leikur með Sundsvall Dra- gons og hann fékk fjölda viðurkenninga fyrir frábæra frammistöðu með liðinu á nýloknu keppnistímabili. »1 Íslenska eldgosið skákaði Svíunum Einvígi Vals og Fram um Íslands- meistaratitil kvenna í handknattleik hefst á morgun. Valur hefur ekki orð- ið meistari í 27 ár og Fram í 20 ár. Rætt er við Önnu Úrsúlu Guðmunds- dóttur úr Val og Kar- en Knútsdóttur úr Fram um slaginn sem er framundan. »2-3 Löng bið hjá Val og Fram eftir meistaratitlinum Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HELGI Þorkelsson var lengi í óreglu en hætti áður en hann missti tökin. Hann reynir að ganga á Esj- una annan hvern dag og hefur gert það um árabil. „Þetta er gott fyrir líkama og sál og styrkir mann all- an,“ segir göngugarpurinn, sem er 71 árs. Í vikunni hafa augu og eyru landsmanna beinst að öflugu gosi í Eyjafjallajökli og afleiðingum þess. Helgi hefur ekki látið það hafa áhrif á sig, heldur hefur hann hald- ið sinni áætlun og gengið á Esjuna. „Það var smá rigning á leiðinni en það birti til í Mosfellsbænum,“ sagði hann skömmu áður en hann kom að rótum fjallsins. Gönguferðirnar bestar Fyrir nokkrum árum fór Helgi í aðgerð á höfði en verkirnir hurfu ekki. „„Þú skalt hreyfa þig,“ sagði skurðlæknirinn þá við mig og það hef ég gert óspart síðan,“ rifjar hann upp. „Hreyfingin slær á verk- ina og svo er þetta líka svo gaman.“ Helgi ólst upp í sveit og hljóp á eftir kindum með meiru en var aldrei í íþróttum. „Ég vann oft erf- iðisvinnu og var lengi sjómaður,“ segir hann. Hann segist hafa farið oft í sund á tímabili en hætt því vegna þess að hann hafi fengið ex- em og ekki þolað klórinn. Hreyf- ingin hafi því fyrst og fremt falist í gönguferðum og hjólreiðum. „Ég hjóla innanbæjar og læt bílinn standa enda hef ég nægan tíma eft- ir að ég hætti að vinna,“ segir hann. Trú móðurinnar bar árangur Fyrir um 30 árum komst Helgi úr klóm Bakkusar og hefur haldið sig sólarmegin síðan. „Það er gott að gleyma henni ekki,“ segir hann um óregluna og bætir við að hann hafi verið ansi langt leiddur. „Móðir mín bað til guðs að hjálpa mér og hún var eig- inlega eina manneskjan sem trúði því að ég myndi hætta.“ Hann segir að ástandið hafi verið mjög dökkt en hann hafi náð að snúa við blaðinu og tekið upp breytt og hollt líferni. „Það er alveg óhætt að mæla með göngum á Esjuna,“ segir Helgi. „Ég er um klukkutíma á toppinn ef ég held stíft áfram en yfirleitt gef ég mér góðan tíma, stoppa og spjalla við fólk á leið- inni.“ Esjan er allra meina bót Helgi Þorkelsson gengur annan hvern dag á fjallið Morgunblaðið/hag Göngugarpur Helgi Þorsteinsson reynir að ganga á Esjuna annan hvern dag að meðaltali og leggur gjarnan upp frá Mógilsá. Hann segist vera um klukkutíma á toppinn en taki því gjarnan rólega og tali við fólk á leiðinni. Hvar er fjallið Esja? Esjan er upp af Kjalarnesi handan Kollafjarðar og tilheyrir landi Reykja- víkur eftir sameiningu höfuðborg- arinnar og Kjalarneshrepps 1998. Hún er syðsta blágrýtisfjall á land- inu, eitt af helstu einkennum höfuð- borgarsvæðisins og vinsælt útivist- arsvæði. Hvað er Esjan há? Hæsti tindur Esjunnar, bungan ofan Gunnlaugsskarðs, er 914 metrar og eru nokkrar gönguleiðir upp á fjallið. Þegar gengið er upp Þverfellshorn er byrjað við Mógilsá en frá Esjubergi upp á Kerhólakamb vestan Kistufells eru 852 metrar. Hvernig er nafnið til komið? Í Esjunni eru móbergs- og blágrýtis- lög. Nafnið hefur verið rakið til mó- bergsins og vísað til þess að esja hafi þýtt tálgusteinn í eldra máli. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.