Fréttablaðið - 22.10.2011, Síða 39

Fréttablaðið - 22.10.2011, Síða 39
KYNNING − AUGLÝSING Jólahlaðborð22. OKTÓBER 2011 LAUGARDAGUR 3 Já, það hefur verið nóg að gera hjá okkur að undirbúa jólahá-tíðina og komu gesta okkar. Það yljar okkur alltaf um hjarta- rætur að sjá sömu fjölskyldurn- ar, vinahópana og vinnustað- ina koma hingað ár eftir ár,“ segir Þórey Ólafsdóttir, sölu- og mark- aðsstjóri Veisluturnsins / Nítjánda veitingastaðar. Hún segir veitinga- staðinn sérlega vel búinn til að taka á móti hópum af öllum stærð- um enda vítt til veggja á báðum hæðum, gott aðgengi að húsinu og næg bílastæði. „Nú, síðan er það okkar frábæra starfsfólk, kokk- arnir í eldhúsinu, sem galdra fram þessi óviðjafnanlegu hlaðborð hvert á eftir öðru og þjónarnir í salnum taka á móti hverjum gesti eins og gömlum vini,“ segir hún og bætir við glettin: „Sem hann kannski er þar sem fólk kemur jú alltaf til okkar aftur og aftur.“ Jólaljósin skína skært Það má til sanns vegar færa að það finnast fáir staðir á Íslandi með jafn jólalegt útsýni og Veislu- turninn / Nítjánda veitingastaður sem staðsettur er á tveimur efstu hæðunum í Turninum við Smára- torg í Kópavogi. „Við njótum þess að vera með útsýni yfir allt höfuð- borgarsvæðið. Þegar komið er fram í nóvember og desember og myrkrið er skollið á, þá fyrst njóta ljósin sín við hús og í görð- um. Það er sannkölluð ljósasýn- ing og þegar jólaskreytingarnar eru komnar upp hjá fólki eru fáir staðir sem standa okkur snúning hvað það varðar að njóta þeirra,“ segir Þórey dreymin. New York-stemning Jólin í Turninum hefjast miðviku- daginn 16. nóvember og þá verð- ur boðið upp á gómsætt jólahlað- borð öll miðvikudags- til sunnu- dagskvöld fram að jólum. Meðal þess sem boðið verður upp á á jólahlaðborðinu má nefna blóð- bergsgrafinn lambavöðva með sætri valhnetudressingu, reykta hunangsskinku með trönuberja- sultu, smjörsteikta kalkúnabringu með brasseruðum sætum kart- öflum, léttreykt grísalæri á beini með sætum sinnepsgljáa og heil- steikt nauta Rib Eye með krydd- aðri rauðvínssósu sem ef laust einhverjir kannast við, algjörlega ómótstæðilegt. Boðið verður upp á lifandi tónlist í anda amerísku snillinganna Frank Sinatra, Bing Crosby, Dolly Parton og fleiri en það eru Ólöf Jara & félagar sem munu syngja ljúfa jólatóna fyrir gesti. Jól í hádeginu „Jóla-brunch-inn okkar er alltaf jafn vinsæll og þá er það stórfjöl- skyldan sem kemur til að eiga saman hátíðlega samverustund og gæða sér á gómsætum veiting- um,“ segir Þórey og bendir á að þá sé mikið mikið líf í húsinu. „Þá koma margir krakkar enda vita foreldrar af því að hingað kíkja jólasveinar í heimsókn á hverju ári sem kæta börn á öllum aldri. Dis- ney-leikherbergið er líka á sínum stað en það hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá börnunum og þar erum við líka með tvær yndislegar stúlkur sem hafa auga með þeim meðan þau leika sér.“ Þórey segir um að gera að huga f ljótlega að borðapöntunum. „Það er strax orðið vel mjög bókað og ég get því bara hvatt fólk til að setja sig í samband við okkur sem fyrst til að tryggja sér borð í tíma því það er svo magnað hvað þessi yndis legu jól eru alltaf komin áður en maður veit af,“ segir Þórey og hlær við. Að lokum má nefna að einnig verður boðið upp á hefðbundið hádegisverðarhlaðborð með jóla- legu ívafi allan desember en allar frekari upplýsingar má finna á www.veisluturninn.is eða í síma 575 7500. Hóparnir eiga heima hjá okkur Veitingastaðurinn Nítjánda í Veisluturninum á Smáratorgi hefur fyrir allnokkru hafið jólaundirbúninginn. Margir hafa nú þegar pantað borð á sívinsælu jólahlaðborði staðarins en í ár verður boðið upp á New York-jólastemningu. Þórey Ólafsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, veit allt um það. Boðið verður upp á lifandi tónlist í anda amerísku snillinganna Frank Sinatra, Bing Crosby, Dolly Parton og fleiri en það eru Ólöf Jara & félagar sem munu syngja ljúfa jólatóna fyrir gesti. MATSEÐILL JÓLAHLAÐBORÐS NÍTJÁNDA Forréttir Blóðbergsgrafinn lambavöðvi með sætri valhnetudressingu Heimalöguð síldarsalöt, 4 tegundir Reykt hunangsskinka með trönuberjasultu Skelfisk-terrine með sinnepskremi Birkireykt bleikja með piparrótarkremi Hreindýra-terrine með blönduðum berjum og pekanhnetum Tvíreykt hrefnufillet með rauðlaukssultu Aðalréttir Smjörsteikt kalkúnabringa með brasseruðum sætum kartöflum, kalkúnafyllingu og kastaníuhnetum Heilsteikt nauta Rib Eye með kryddaðri rauðvíns- sósu Léttreykt grísalæri á beini með sætum sinnepsgljáa og rauðrófusalati með pekan- hnetum og fetaosti Svínapurusteik með kanilkrydduðu brún- káli og rauðvínssósu Hangikjöt með heimalöguðu rauðkáli, laufabrauði og uppstúf Eftirréttir Volg amerísk súkkulaðikaka með þeytt- um rjóma og gljáðum berjum Grenikryddað crème brûlée Karamellu eplakaka með tonkabaun- um og kanil Mandarínu- og appelsínufrauð með hnetubakstri Ris à l´amande með kirsuberjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.