Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 2

Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 2
17. desember 2011 LAUGARDAGUR2 NEYTENDUR „Hvaða líkur eru á að flutningskostnaður hlutar sé upp á sent það sama og andvirði hlutarins út úr búð?“ spyr Páll Árnason sem er afar ósáttur við að hafa verið rukk- aður um jafnvirði 500 Bandaríkja- dollara fyrir sendingu á Ipad spjald- tölvu frá New York til Íslands. Páll gleymdi spjaldtölvunni um borð í flugvél í New York þar sem hann millilenti á heimleið frá Flór- ída um miðjan október. „Tapað-fundið á JFK- flugvelli ákvað að senda mér tækið til Íslands með Fedex ef ég gæfi þeim upp kreditkorta- númer. Í sakleysi mínu gerði ég það og átti von á að kostnaðurinn yrði kannski nálægt tíu þús- und krónum,“ segir Páll. Annað kom á daginn. „Viti menn, það voru dregnir 500 dollarar af kortinu mínu, það kom út á 57.655 krónur. Sú upphæð er fjórfalt það sem Fedex á Íslandi gefur upp fyrir slíkan flutning,“ lýsir Páll sem segir að á fylgiskjöl- um hafi andvirði spjaldtölvunnar verið sagt 500 dollarar. Sjálfur hafi hann einmitt greitt 499 dollara og 99 sent ytra fyrir tækið réttu ári fyrr. Honum þyki einkennilegt að flutn- ingskostnaðurinn sé nákvæmlega sá sami og uppgefið andvirði tækisins. Páll kveðst hafa sent margar fyrir- spurnir á aðalstöðvar Fedex í Banda- ríkjunum. „Þeir benda mér alltaf á að hafa samband við Icetransport í Hafnarfirði sem þeirra fulltrúa á Íslandi. En bæði fulltrúi og fram- kvæmdastjóri Fedex á Íslandi senda mér bara puttann og segja að þeim komi þetta mál bara ekkert við,“ segir Páll óánægður. „Ég varð við þetta mjög reiður, enda atvinnulaus og munar mikið um þennan aur og vandaði Fedex ekki kveðjurnar á Facebook. Eigin- kona mín, sem misbauð þetta líka, ákvað að deila þessum ummælum frá mér og fékk skömmu síðar hótun um lögsókn frá Fedex á Íslandi fyrir skaðleg ummæli.“ Í bréfi lög- manns Ice - transport til eiginkonu Páls er harðlega mót- mælt ummælum hennar á Facebook um að Fedex á Íslandi „ræni fólk“ og þess krafist að hún biðjist opinberlega afsökunar og leiðrétti rangfærslur um fyrirtækið. Ella verði hún lögsótt enda valdi hún fyrirtækinu fjárhagsleg- um skaða. Þá segir að Icetransport taki ekki ábyrgð á á mistökum þegar verslað sé við erlenda aðila. Icetransport hafi aldrei feng- ið greiðslukortanúmer Páls og aldrei tekið fé út af korti hans. gar@frettabladid.is „Ég varð við þetta mjög reiður, enda atvinnulaus og munar mikið um þennan aur.“ PÁLL ÁRNASON Í KEFLAVÍK Yngvi, sér framleiðslan ykkur fyrir salti í grautinn? „Já, við þurfum vonandi ekki að vega salt með það í framtíðinni.“ Yngvi Eiríksson er einn þriggja frum- kvöðla sem hófu í vikunni að selja vestfirskt kristalsjávarsalt í verslunum undir nafninu Saltverk Reykjaness. PÁLL ÁRNASON Heima í Keflavík með spjaldtölvuna sem kostað hefur hann tvöfalt það verð sem hann greiddi fyrir tækið í Bandaríkjunum í fyrra. Hraðsendingin á Ipad jafndýr tækinu sjálfu Fedex á Íslandi krefst afsökunarbeiðni frá hjónum sem gagnrýna fyrirtækið á Facebook. Þau greiddu 500 dali fyrir sendingu á 500 dala tölvu sem gleymdist í flugvél í New York. Ytra er vísað á Fedex á Íslandi sem kveðst ekki bera ábyrgð. DANMÖRK Nokkurra klukkustunda gamall drengur fannst í plast- poka í Maribo í Danmörku í gær. Hundur á göngu með eiganda sínum fann drenginn. Þótt teppi hafi verið vafið utan um barnið áður en það var sett í plastpokann var það orðið afar kalt, að því er greint var frá á vefsíðu Politiken. Barnið var flutt á sjúkrahúsið í Nykøbing á Falstri. Samkvæmt upplýsingum var ástand þess gott miðað við aðstæður. Að sögn lög- reglunnar hafði plastpokanum með barninu verið komið fyrir bak við spennistöð. - ibs Drengur settur í plastpoka: Hundur fann nýfætt barn LÖGRGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu rannsakar enn meint nauðgunarmál, þar sem átján ára stúlka kærði Egil Einarsson og unnustu hans fyrir nauðgun. Ekki er enn ljóst hvort hægt verður að senda málið til ákæruvaldsins fyrir jól. Það var 1. desember sem stúlk- an kærði Egil og unnustu hans til lögreglunnar. Rannsókn var þá þegar hafin og meðal annars aug- lýst eftir leigubílstjóra sem hafði ekið þremenningunum heim til Egils, þar sem hin meinta nauðg- un er sögð hafa átt sér stað. - jss Kæran á hendur pari: Nauðgunarmál enn í rannsókn DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tuttugu og þriggja ára mann fyrir að ráðast á fyrrverandi unn- ustu sína og svipta hana frelsi í allt að tvær og hálfa klukkustund í febrúar á þessu ári. Jafnframt að hafa miðað hlaðinni haglabyssu í andlit hennar. Atburðarásin hófst með því að maðurinn hindraði konuna sem var farþegi í bíl sem hann ók í að yfirgefa bifreiðina, sem hann hafði lagt á bílaplani við Kirkjusand í Reykjavík. Hann greip í handlegg konunnar og læsti hurðinni, að því er segir í ákæru. Maðurinn ók bifreiðinni í kjöl- farið að athafnasvæði Eimskipa við Klettagarða og lagði henni þar upp við gámavörubifreið þannig að ómögulegt var fyrir konuna að kom- ast út. Nokkru síðar hleypti hann henni þó út en þegar honum varð ljóst að hún hafði hringt í Neyðar- línuna þvingaði hann hana aftur inn í bifreiðina. Við það sló hann höfði hennar í tvígang utan í bílinn. Mað- urinn reyndi jafnframt að þvinga hring af fingri hennar og kom henni svo fyrir á gólfi við aftursæti bif- reiðarinnar. Maðurinn ók að Bláfjallaafleggj- aranum þar sem hann stoppaði um stund en ók loks að heimili konunn- ar. Við líkamsárásina hlaut hún áverka á höfði og líkama. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í mars á bifreiðastæði í Kópa- vogi stofnað lífi og heilsu sömu konu í augljósa hættu, með því að miða hlaðinni haglabyssu að bif- reið hennar og að andliti hennar á meðan hún steig út úr bifreið sinni. Maðurinn var með fjaður- hníf, sem lögregla fann við leit á honum. Konan krefur manninn um ríflega 3,4 milljónir í skaða- og miskabætur. -jss VIÐ KIRKJUSAND Atburðarásin hófst á bifreiðaplaninu við Kirkjusand. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ungur maður ákærður fyrir að svipta fyrrverandi unnustu frelsi sínu og beita hana ofbeldi: Miðaði hlaðinni haglabyssu í andlit konu ATVINNA Tryggja á allt að 1.500 atvinnulausum störf með nýjum samstarfssamningi ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Meðal þeirra úrræða sem grípa á til er að greiða andvirði atvinnuleysisbóta til fyrirtækja sem ráða fólk sem skráð er án atvinnu í allt að tólf mánuði. „Flestir vita að atvinnuleysi, og þá sérstaklega langvinnt atvinnuleysi, getur haft skelfileg áhrif á einstaklinga. Atvinnuleysið hefur líka slæm áhrif á borgir, andann, drifkraftinn og auðvitað líka útsvarið,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri þegar skrif- að var undir samninginn. Áherslan verður lögð á að skapa störf og önnur úrræði fyrir þá sem hafa verið atvinnulausir lengi. Áætlað er að aðgerðirnar lækki meðalatvinnuleysið á komandi ári um 0,7 prósentustig. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var í gær eiga sveitarfélögin í landinu að skapa um helm- ing þeirra starfa sem eiga að verða til, en fyrirtæki á almennum markaði hinn helminginn. Þá á að skylda alla atvinnulausa til að sækja „atvinnumessur“ í febrúar til að hjálpa þeim að finna störf. - bj Ætla að tryggja allt að 1.500 atvinnulausum störf með samstarfssamningi: Niðurgreiða starfsmenn með bótum UNDIRRITAÐ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri og aðrir sem koma að samningnum undir- rituðu hann formlega í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNARMÁL Hlutfall negldra hjólbarða á götum Reykja- víkurborgar er nær óbreytt milli ára samkvæmt nýrri talningu. Fram kemur á vef borgarinnar að nú séu 33 prósent ökutækja á negldum dekkum, en í fyrravetur var hlutfallið 32 prósent. „Þrátt fyrir að færðin nú sé töluvert verri en hún var á þess- um tíma í fyrra hefur hlutfallið ekki aukist nema um eitt prósent,“ segir á vef borgarinnar. Talningin fór fram miðvikudag- inn 14. desember. Á sama tíma á árunum 2008 og 2009 reyndust um það bil 35 prósent bifreiða á negld- um dekkjum, en 58 prósent árið 2001. - óká Nagladekkjum fækkar: Svipað hlutfall og í fyrravetur VETRARUMFERÐ Dregið hefur úr notkun nagladekkja síðustu ár þótt hlutfallið í vetur sé svipað og í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HEILSA Ölvunaráhrif hverfa ekki hraðar þó fólk hreyfi sig. Þetta kemur fram á vef Berlingske. Könnun sýnir að fjórðungur Dana undir þrítugu eru haldnir þessum ranghugmyndum. Óttast er að það sé einn orsaka- valdur þess að ungt fólk veldur oftar bílslysum undir áhrifum áfengis, en þau sem eldri eru. „Það þýðir ekkert að hlaupa, dansa eða þess háttar,“ segir Michelle Laviolette verkefnastýra hjá umferðarráði. „Ef maður er fullur á annað borð er aðeins eitt til ráða, að bíða á meðan lifrin vinnur úr áfenginu.“ - þj Misskilningur um ölvunaráhrif: Þýðir ekkert að dansa og hoppa GAGNSLAUS DANS Misskilnings gætir meðal ungra Dana um að hreyfing flýti fyrir að ölvunaráhrif fari úr líkamanum. JÓLAKAFFIÐ frá Te & Kaffi – ómissandi á aðventunni. www.teogkaffi.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 12 98 4 SPURNING DAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.