Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 4

Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 4
17. desember 2011 LAUGARDAGUR4 FRÉTTASKÝRING Gefur tölfræði um atvinnuleysi villandi mynd af efnahagsástandinu vegna fjölda brottfluttra? Í opinberri umræðu um atvinnu- leysi á Íslandi frá hruni er því haldið fram að hafa beri fólksflótta í huga á tímabilinu ef greina á vandann af nákvæmni. Um sex þúsund manns hafa flutt af landi brott umfram þá sem hafa leitað aftur heim og því haldið fram að atvinnuleysistölur væru 3 til 4 prósentustigum hærra ef ekki hefði komið til þessa. En er það svo? Hafa ber í huga í þessu samhengi að fjölmargt ræður því hvort og hvenær fólk flyst búferlum. En að öllu öðru óbreyttu, ef engin breyt- ing hefði orðið á búferlaflutningum Íslendinga frá venjubundnu árferði, má setja upp módel til að meta sam- band fólksflótta og tölfræði um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi í nóvember 2011 var 7,1%, eða 12.354 atvinnu- lausir, samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar. Að jafnaði hafa tæplega 500 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta á ári síðustu ára- tugi, þannig að við horfum fram hjá þeim fjölda. Á síðustu þremur árum (2009-2011) hafa að auki 4.500 Íslendingar flust á brott, eða 1.500 að jafnaði á ári, og það er sá fjöldi sem líta ber til. Af þessum 4.500 voru um 4.200 á vinnualdri. Af þessum 4.200 hefðu um 750 farið í skóla eða verið heima- vinnandi, ef miðað er við opinberar tölur um atvinnuþátttöku almennt, og 3.450 manns væru því á vinnu- markaði. Vandamálið er því að áætla hve margir af þessum 3.450 væru atvinnulausir. Í fréttaskýringu um atvinnu- leysi sem Fréttablaðið birti fyrr á þessu ári kom fram að meirihluti þeirra sem þá höfðu flutt var ekki á atvinnuleysisskrá fyrir flutninga. Trúlegt er að menn hafi samt í ein- hverjum mæli flutt vegna þess að þeir voru að missa vinnu og hefðu skráð sig atvinnulausa að öðrum kosti. Þegar menn hætta í vinnu og flytja til útlanda er trúlega eitthvað um ráðningar af atvinnuleysisskrá í staðinn. Við vitum þó að í mörgum tilvikum taka þeir starfsmenn sem fyrir eru þau verkefni sem sá brott- flutti sinnti, fremur en að ráðinn sé nýr inn. Síðan verður að gera ráð fyrir að ef þessir 4.500 manns hefðu búið áfram á Íslandi, þá hefðu þeir skap- að einhver störf, bæði beint og svo óbeint í þjónustu og verslun. Því er forvitnilegt að reikna út frá þeim forsendum hvernig dæmið liti út ef þriðjungur áðurnefnda hóps- ins væri atvinnulaus, helmingur eða einn fjórði hópsins. Dæmi með þriðjungi atvinnu- lausra gefur að atvinnulausir væru um 1.150 af 3.450. Atvinnulausir í lok nóvember væru þá 13.504 í stað 12.354. Atvinnuleysið væri þá um 7,6% í stað 7,1%, eða hærra sem næmi hálfu prósentustigi. Ef gert er ráð fyrir að fjórðungur væri atvinnulaus af þeim hópi sem flutti brott gæfi það 7,4% atvinnuleysi. Helmingur hópsins gæfi síðan 7,9% atvinnuleysi. Samkvæmt dæminu hefði atvinnuleysið á Íslandi því verið frá 0,3 og upp í 0,8 prósentustigum hærra ef ekki hefði komið til þessi brottflutningur Íslendinga síðustu þrjú ár. svavar@frettabladid.is Atvinnuleysi í nóvember að teknu tilliti til brottfluttra Íslendinga. 7,9% EFNAHAGSMÁL Matsfyrirtækið Moody´s hefur staðfest lánshæf- iseinkunn Íbúðalánasjóðs Baa3 með neikvæðum horfum. Í rökstuðningi sínum bendir Moody‘s á að þrátt fyrir ríkis- ábyrgð á Íbúðalánasjóði tryggi það ekki að greiðslur verði tíman- legar fari Íbúðalánasjóður í þrot. Þrot sjóðsins telur Moody‘s hins vegar ólíklegt vegna virkrar aðkomu stjórnvalda að rekstri hans og stöðu Íbúðalánasjóðs á íslenskum íbúðalána- og skulda- bréfamarkaði. - óká Lánshæfiseinkunn staðfest: Horfurnar eru enn neikvæðar SVÍÞJÓÐ Tíu ára drengur hefur viðurkennt að hafa valdið dauða fjögurra ára drengs í Ljungby í Svíþjóð í október síðastliðn- um með því að kyrkja hann með sippubandi. Yngri drengurinn hvarf af leik- velli 16. október síðastliðinn eftir deilur. Sama kvöld fannst hann látinn í skógarlundi nálægt heim- ili sínu. Faðir, sem var á leikvell- inum, kvaðst síðar hafa séð börn elta litla drenginn í átt að skóg- inum. Lögreglan vill ekki tjá sig um ástæður deilnanna sem leiddu til dauða litla drengsins. - ibs Harmleikur í Svíþjóð: 10 ára kyrkti fjögurra ára TÓMSTUNDIR Góðir möguleikar eru til að koma upp skautasvelli á Vallargerðisvelli við Sund- laug Kópavogs – séu veðurfars- legar aðstæður hagstæðar. Þetta kemur fram í svari embættis- manna bæjar- ins við fyrir- spurn Hjálmars Hjálmarssonar, fulltrúa Næst besta flokksins og forseta bæj- arstjórnar. Meðal annars þarf að rífa upp yfirborð vall- arins áður en svellið er gert, flóð- lýsa það síðan og hafa með því eftirlit. Talið er að stofnkostn- aður sé 180 til 200 þúsund krónur og rekstrarkostnaður 30 til 35 þúsund krónur á dag. Bæjar- stjórnin hefur ekki tekið afstöðu til málsins. - gar Auka möguleika skautafólks: Skoða svell við Kópavogslaug HJÁLMAR HJÁLMARSSON BRETLAND, AP Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið leyfi til að áfrýja til hæstaréttar úrskurði um framsal hans til Sví- þjóðar Hæstiréttur Bretlands ætlar að hlýða á málflutning Assange í byrjun febrúar, en þangað til þarf Assange að vera áfram í stofufang- elsi heima hjá vini sínum. Lögreglan í Svíþjóð vill yfir- heyra Assange í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í Bandaríkjun- um hófust síðan í gær yfirheyrslur yfir Bradley Manning, bandaríska hermanninum sem sakaður er um að hafa lekið til Wikileaks fjöl- mörgum skjölum frá Bandaríkja- her, sem áttu að vera leynileg en voru birt á vef Wikileaks. Í þeim yfirheyrslum er mein- ingin að taka afstöðu til þess hvort mál Mannings verður tekið fyrir hjá herdómstól. Fyrsta verk lög- manns Mannings var hins vegar að fara fram á að Paul Almanza, herforinginn sem átti að stjórna yfirheyrslunum, víki frá í þessu máli. Yfirheyrslunum yfir Mann- ing var því frestað eftir aðeins hálftíma. - gb Assange fær að áfrýja í Bretlandi og Manning kemur fyrir rétt í Bandaríkjunum: Endasleppt upphaf yfirheyrslna JULIAN ASSANGE Verður áfram í stofu- fangelsi í Bretlandi fram á næsta ár. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 5° 4° 3° 6° 5° 4° 4° 22° 5° 17° 10° 23° 1° 11° 15° 4°Á MORGUN Fremur hægur vindur. SUNNUDAGUR Vaxandi S-átt SV-til. -4 -5 -4 -3 -3 -1 -3 0 -4 -3 -8 2 4 5 8 7 12 11 4 3 5 7 -2 -5 -6 -7 -6 -1 1 -6 -9 -5 HELGIN Strekk- ingur austast í dag en fremur hægur vindur um allt land á morgun. Stöku él á morgun en fínt veður í jólaundirbúning. Vaxandi S-átt SV-til á sunnudag með úrkomu síðdegis og á sunnudags- kvöld. Nokkuð bjart og hægur vindur A-til. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður Fullt verð: 69.900 kr. Öflugur 700 W mótor. Blandari og grænmetiskvörn fylgja með. GENGIÐ 16.12.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,1696 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,87 122,45 189,40 190,32 158,79 159,67 21,359 21,483 20,363 20,483 17,562 17,664 1,5636 1,5728 187,47 188,59 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Er fólksflóttinn ofmetinn? Því er haldið fram í opinberri umræðu að mikill fólksflótti bjagi þá mynd sem tölur um atvinnuleysi gefa. Þegar dæmið er reiknað er það ekki raunin. Atvinnuleysistölur væru aðeins 0,3 til 0,8% hærri en þær eru. Í VINNU Verktakafyrirtæki hafa farið illa í hruninu en næga vinnu er að finna í Noregi fyrir iðnaðarmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.