Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 25

Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 25
LAUGARDAGUR 17. desember 2011 25 Allir vita að jólasveinarnir sem nú tínast til byggða einn af öðrum hafa í gegnum tíðina þótt stríðnir, ódælir og hrekkjóttir svo mörgum þótti og þykir nóg um! Já, þessir sveinar hafa hrellt þjóð- ina og skemmt henni á víxl, kallað fram óttablandin tár eina stundina og gleðitár þá næstu. Ég man eftir því að hafa fengið sitthvað í skóinn frá þeim í æsku. Mikið sem það var spennuþrung- in stund að leggjast á koddann með gluggann í beinni sjónlínu og spariskóinn þar fyrir miðju. Ekki veit ég hversu oft ég sá fyrir mér andlit á glugganum fyrir aftan skóinn, þannig að ég klemmdi aftur augun og þóttist jafnvel hrjóta hressilega svo Sveinki myndi heyra að ég væri örugglega sofnaður! Spennan var ekki lítil þessi 13 kvöld á hverju ári og ekki var hún minni þá 13 morgna þegar uppskeran var könnuð, sem var ekki hvað síst umbun þess hversu þægur maður hafði verið dag- inn áður. Dæmi um hluti sem ég fékk voru mandarínur, Pez-karlar, litir og hvers konar smádót. Allir þessir munir veittu mér hamingju sem í minningunni endurspeglar bernskujólin sem eru alltaf svo rík af ljósi og gleði. Milli jóla og nýárs fór maður svo í spariskóna og á jólaball og sá þessa kauða, og varð auðvitað lafhræddur við ólátabelgina enda trúði maður því statt og stöðugt að þeir væru óendanlega stríðnir eins og í ljóðunum hans Jóhannesar úr Kötlum sem allir krakkar þekkja. En í dag virðast jólasveinarn- ir hafa þróað með sér nýja siði – með nýjum tímum hefur skapast tækifæri fyrir þá að vera stríðn- ir með því að nota hugtök á borð við „mismunun“ og „markaðssetn- ingu“. Já, þeir hafa víst tekið upp á því að gefa sumum börnum dýrar og stórar gjafir sem börnin þekkja úr auglýsingabæklingum eða bíó- myndum, en önnur börn fá víst „bara“ mandarínur og hluti sem eru minna umleikis. Æ, þessir jólasveinar! Þeir vita nefnilega að með þessu móti geta þeir sparað sér sporin í því að hrekkja því auðvitað sjá krakkarn- ir um það sjálfir, þeir fara bara og gera grín að þeim sem hafa feng- ið „lítið“ dót í skóinn. Í kjölfarið segja börnin foreldrum sínum frá því, sem veldur þeim áhyggjum og leiða að auki. Ótrúlega sniðugur hrekkur, finnst ykkur ekki? Ég veit ekki með ykkur. En ég var mjög ánægður með allt það sem barst í spariskóna mína í bernsku, nema auðvitað kartöfl- urnar... þó svo að ég hafi eflaust átt þær skilið, stundum! Hrekk- irnir sem sveinarnir sýna hvað best í vísum Jóhannesar úr Kötl- um eru afsprengi samfélags sem er að mestu horfið. Ég hélt að hinir nýju siðir sem ég minntist hér á væru sömuleiðis afsprengi sam- félags sem er horfið. Var það ekki annars? Ef þið sjáið jólasvein þarna úti á förnum vegi, viljið þið vera svo væn að segja honum að þessi hrekkur sé farinn að ganga út í öfgar? Jólasveinarnir – nýir tímar og nýir hrekkir Samfélagsmál Eiríkur Valdimarsson félagsfræðingur Eg hélt að hinir nýju siðir sem ég minntist hér á væru sömuleiðis afsprengi samfélags sem er horfið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.