Fréttablaðið - 17.12.2011, Qupperneq 46
17. desember 2011 LAUGARDAGUR46
KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR
SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD
JÓLIN KOMA
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
1 Reykjavík, Lúsíumessa (augun voru stungin úr Lúsíu og höfð til sýnis. Hún er verndari blindra.)
Það er skrýtið að vera komin
heim. Mér er létt en samt finn ég
enn í mér heimþrá. Verð að reyna
að koma mér upp heimili á mínum
eigin forsendum. Líklega ein. Get
kannski fengið mér hund. Verst
hvað er erfitt að ferðast með
hunda yfir hafið. Eru þeir settir í
farangurs rýmið?
Ástin er blind og hún er ekki sú
eina. Mér líður eins og bundið sé
fyrir augu mér. Ég ætla að losa
bandið, skrifa á það í skímunni.
Sólin er að endurfæðast.
2 Hún sleppir hendinni af drengnum og hleypur inn í rökkvaða skemmuna eftir sjónauka. Sól er í hádegisstað
og loftið er þungt og kyrrt og heitt.
Síðast rigndi fyrir mánuði, það var
um nótt. Þá vaknaði hún, fór fram
úr rúminu og opnaði gluggann til
að finna dropana á hand leggjunum.
Lauf ólífuviðarins eru þurr; það
skrjáfar í þeim þegar andvarinn
bifar þeim. Annars er allt hljótt í
fyrsta skipti í langan tíma, engar
hersveitir á leið um veginn niðri í
dalnum, hvergi skotbardagar í hlíð-
unum. Hún veit að það mun ekki
vara lengi. Fuglar eru þögulir í hit-
anum en söngtifan tístir. Innan úr
aðalhúsinu heyrist einhver kalla
nafn hennar en hún svarar ekki
heldur ber sjónaukann að augum
og skimar niður afleggjarann.
3 Brynjar dró jakkann betur að sér í kvöldkulinu. Hann hlakkaði til að komast aftur inn í vaktskúrinn og velti því
fyrir sér hvað hann væri að gera
úti undir beru lofti. Kannski var
það til marks um hversu óspenn-
andi starf hans var að hann skyldi
grípa hvert tækifæri til þess að
auka fjölbreytnina, jafnvel þótt
hann yrði að láta sig hafa bítandi
næðinginn. Höfnin sem hann átti
að vakta var líflaus eins og jafnan
seint á kvöldin og nóttunni og það
sló hann allt í einu að hann þekkti
hana ekki öðruvísi. Hann forðað-
ist hana á daginn þegar allt iðaði
af lífi, vildi sjá hana einmitt svona;
svartan hafflöt, yfirgefin skip. Það
var eins og hann vildi ekki verða
vitni að því að hún lifnaði við í fjar-
veru hans og komast að því hversu
litlu máli hann skipti þegar öllu var
á botninn hvolft.
4 Yfir náttúrunni allri var kyrrð. Skuggarnir úti við sjóndeildarhringinn dökkn-uðu og urðu skarpir við him-
ininn, runnu svo saman við nóttina.
Þau þögðu öll fjögur. Ekkert heyrð-
ist nema lágt muldur frá út varpinu.
Í aftursætinu las Vigdís í bók en
Anna var vöknuð eftir stuttan
blund, nýbúin að opna bjór. Á milli
þeirra lá hundur Önnu, íslenskur
smalahundur sem hún hafði átt í
nokkra mánuði.
5 Ég bý hér ein í bílskúr ásamt farandtölvu og gamalli hand-sprengju. Það er ósköp nota-legt. Rúmið er sjúkrarúm en
önnur húsgögn þarf ég ekki, nema
klósett sem mér leiðist mikið að
nota. Það er svo ári langt að fara;
alla leið fram með rúminu og annað
eins yfir í hornið. Via Dolorosa kalla
ég veginn þann, sem ég má staul-
ast tvisvar á dag eins og hver önnur
gigtarvofa. Ég læt mig dreyma um
að fá hingað bekken & þvaglegg en
umsóknin er föst í kerfinu. Það er
víða harðlífið.
6 Mjólkurkaffi og 103 brandí innan seilingar og ég nokk-uð ánægður með sjálfan mig. Horfði á barþjóninn hella í
glasið meðan hann opnaði og lokaði
munninum hljóðlaust. Hægt lát-
bragðið og sérkennilegur kækurinn
leiddu hugann að gúbbífiski. Herra
gúbbífiskur var að gefa mér eld í
sígarettuna þegar einhver klapp-
aði á öxlina á mér.
7 Þau óttast mig. Með augun lukt heyri ég þau nálgast af lítt dulinni gætni. Síðan lýk ég þeim upp, hvessi glyrnurn-
ar og gef frá mér eitthvað sem ég
held að sé baul. Mér skilst á Finn-
geirsstaðafólkinu að í mér liggi
ógnarraust, áþekkust ópi beint úr
neðra. Hvað veit ég? Ég kann ekki
tungu nautgripa þó að ég sýnist
vera af því kyni. Hitt hef ég smám
saman lært: að kveða við þannig að
fólkinu á Finngeirsstöðum standi
stuggur af hljóðunum.
8 Af hverju ég, segir maður-inn sem situr hinum megin við skrifborðið. Kjökrandi. Af hverju þarf einmitt ég
að lenda í þessari ógæfu? Að ég
skyldi ekki hafa gefið honum tíma
á mánudaginn, eins og til stóð. Nú
sit ég uppi með hann klukkan 3:18
og langt frá því að ég sjái fyrir end-
ann á vinnudeginum.
Glampandi sól og ég vil út undir
bert vorloft með Petru minni, halla
mér upp að fimm hæða vegg af
kastaníublómum, og fá mér bjór
eða kannski ljósa rósavínið frá
Provence sem Martin kenndi mér á.
Af hverju endilega ég? klifar
maðurinn. Af því bara, góði maður,
þetta er afþvíbara-tölfræði.
9 Á þessum síðum mun ég skrá-setja sögu sem ykkur kann að þykja ótrúleg eða kannski þykir ykkur það ekki. Hún er
ekki um mig nema að því leyti sem
hún fjallar um þörf mína fyrir að
komast að raun um hvað væri satt
og hverju logið um atburðina sem
áttu sér stað fyrir þrettán árum,
veturinn 2003 þegar gosið í Kötlu
stóð sem hæst. Þá var ég átján ára,
ráðvilltur og reiður.
Þekkir þú stílbrögð íslenskra rithöf
Bækur eru samofnar jólahaldi Íslendinga, sem setja margir bók á óskalistann fyrir jólin. Skáldsögur koma margar út þessi jólin sem en
bitastæðar ef marka má gagnrýnendur. Hér býður Fréttablaðið lesendum upp á að reyna þekkingu sína á ritstíl íslenskra höfunda sem
inu í ár. Upphaf tólf skáldsagna af ýmsu tagi er að finna á síðunni og nöfn höfundanna sömuleiðis. Lausn gátunnar er neðst á síðunni
Ármann Jakobsson Hallgrímur HelgasonOddný Eir Ævarsdóttir Yrsa Sigurðardóttir Sölvi Björn Sigurðsson
Guðrún Eva Mínervudóttir
Þessir höfundar eiga allir bækur í jólabókaflóði ársins 2011. Upphaf
skáldsagna þeirra er að finna hér á síðunni, en hver á hvaða upphaf?
Ármann Jakobsson: Glæsir
Guðrún Eva Mínervudóttir: Allt með kossi vekur
Hallgrímur Helgason: Konan við 1000°
Oddný Eir Ævarsdóttir: Jarðnæði.
Ólafur Jóhann Ólafsson: Málverkið
Stefán Máni: Feigð
Steinar Bragi; Hálendið
Steinunn Sigurðardóttir: Jójó
Sölvi Björn Sigurðsson: Gestakomur í Sauðlauksdal
Vigdís Grímsdóttir: Trúir þú á töfra?
Þórarinn Leifsson: Götumálarinn
Yrsa Sigurðardóttir: Brakið
■ 12 HÖFUNDAR – 12 BÆKUR