Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 46
17. desember 2011 LAUGARDAGUR46 KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD JÓLIN KOMA Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is 1 Reykjavík, Lúsíumessa (augun voru stungin úr Lúsíu og höfð til sýnis. Hún er verndari blindra.) Það er skrýtið að vera komin heim. Mér er létt en samt finn ég enn í mér heimþrá. Verð að reyna að koma mér upp heimili á mínum eigin forsendum. Líklega ein. Get kannski fengið mér hund. Verst hvað er erfitt að ferðast með hunda yfir hafið. Eru þeir settir í farangurs rýmið? Ástin er blind og hún er ekki sú eina. Mér líður eins og bundið sé fyrir augu mér. Ég ætla að losa bandið, skrifa á það í skímunni. Sólin er að endurfæðast. 2 Hún sleppir hendinni af drengnum og hleypur inn í rökkvaða skemmuna eftir sjónauka. Sól er í hádegisstað og loftið er þungt og kyrrt og heitt. Síðast rigndi fyrir mánuði, það var um nótt. Þá vaknaði hún, fór fram úr rúminu og opnaði gluggann til að finna dropana á hand leggjunum. Lauf ólífuviðarins eru þurr; það skrjáfar í þeim þegar andvarinn bifar þeim. Annars er allt hljótt í fyrsta skipti í langan tíma, engar hersveitir á leið um veginn niðri í dalnum, hvergi skotbardagar í hlíð- unum. Hún veit að það mun ekki vara lengi. Fuglar eru þögulir í hit- anum en söngtifan tístir. Innan úr aðalhúsinu heyrist einhver kalla nafn hennar en hún svarar ekki heldur ber sjónaukann að augum og skimar niður afleggjarann. 3 Brynjar dró jakkann betur að sér í kvöldkulinu. Hann hlakkaði til að komast aftur inn í vaktskúrinn og velti því fyrir sér hvað hann væri að gera úti undir beru lofti. Kannski var það til marks um hversu óspenn- andi starf hans var að hann skyldi grípa hvert tækifæri til þess að auka fjölbreytnina, jafnvel þótt hann yrði að láta sig hafa bítandi næðinginn. Höfnin sem hann átti að vakta var líflaus eins og jafnan seint á kvöldin og nóttunni og það sló hann allt í einu að hann þekkti hana ekki öðruvísi. Hann forðað- ist hana á daginn þegar allt iðaði af lífi, vildi sjá hana einmitt svona; svartan hafflöt, yfirgefin skip. Það var eins og hann vildi ekki verða vitni að því að hún lifnaði við í fjar- veru hans og komast að því hversu litlu máli hann skipti þegar öllu var á botninn hvolft. 4 Yfir náttúrunni allri var kyrrð. Skuggarnir úti við sjóndeildarhringinn dökkn-uðu og urðu skarpir við him- ininn, runnu svo saman við nóttina. Þau þögðu öll fjögur. Ekkert heyrð- ist nema lágt muldur frá út varpinu. Í aftursætinu las Vigdís í bók en Anna var vöknuð eftir stuttan blund, nýbúin að opna bjór. Á milli þeirra lá hundur Önnu, íslenskur smalahundur sem hún hafði átt í nokkra mánuði. 5 Ég bý hér ein í bílskúr ásamt farandtölvu og gamalli hand-sprengju. Það er ósköp nota-legt. Rúmið er sjúkrarúm en önnur húsgögn þarf ég ekki, nema klósett sem mér leiðist mikið að nota. Það er svo ári langt að fara; alla leið fram með rúminu og annað eins yfir í hornið. Via Dolorosa kalla ég veginn þann, sem ég má staul- ast tvisvar á dag eins og hver önnur gigtarvofa. Ég læt mig dreyma um að fá hingað bekken & þvaglegg en umsóknin er föst í kerfinu. Það er víða harðlífið. 6 Mjólkurkaffi og 103 brandí innan seilingar og ég nokk-uð ánægður með sjálfan mig. Horfði á barþjóninn hella í glasið meðan hann opnaði og lokaði munninum hljóðlaust. Hægt lát- bragðið og sérkennilegur kækurinn leiddu hugann að gúbbífiski. Herra gúbbífiskur var að gefa mér eld í sígarettuna þegar einhver klapp- aði á öxlina á mér. 7 Þau óttast mig. Með augun lukt heyri ég þau nálgast af lítt dulinni gætni. Síðan lýk ég þeim upp, hvessi glyrnurn- ar og gef frá mér eitthvað sem ég held að sé baul. Mér skilst á Finn- geirsstaðafólkinu að í mér liggi ógnarraust, áþekkust ópi beint úr neðra. Hvað veit ég? Ég kann ekki tungu nautgripa þó að ég sýnist vera af því kyni. Hitt hef ég smám saman lært: að kveða við þannig að fólkinu á Finngeirsstöðum standi stuggur af hljóðunum. 8 Af hverju ég, segir maður-inn sem situr hinum megin við skrifborðið. Kjökrandi. Af hverju þarf einmitt ég að lenda í þessari ógæfu? Að ég skyldi ekki hafa gefið honum tíma á mánudaginn, eins og til stóð. Nú sit ég uppi með hann klukkan 3:18 og langt frá því að ég sjái fyrir end- ann á vinnudeginum. Glampandi sól og ég vil út undir bert vorloft með Petru minni, halla mér upp að fimm hæða vegg af kastaníublómum, og fá mér bjór eða kannski ljósa rósavínið frá Provence sem Martin kenndi mér á. Af hverju endilega ég? klifar maðurinn. Af því bara, góði maður, þetta er afþvíbara-tölfræði. 9 Á þessum síðum mun ég skrá-setja sögu sem ykkur kann að þykja ótrúleg eða kannski þykir ykkur það ekki. Hún er ekki um mig nema að því leyti sem hún fjallar um þörf mína fyrir að komast að raun um hvað væri satt og hverju logið um atburðina sem áttu sér stað fyrir þrettán árum, veturinn 2003 þegar gosið í Kötlu stóð sem hæst. Þá var ég átján ára, ráðvilltur og reiður. Þekkir þú stílbrögð íslenskra rithöf Bækur eru samofnar jólahaldi Íslendinga, sem setja margir bók á óskalistann fyrir jólin. Skáldsögur koma margar út þessi jólin sem en bitastæðar ef marka má gagnrýnendur. Hér býður Fréttablaðið lesendum upp á að reyna þekkingu sína á ritstíl íslenskra höfunda sem inu í ár. Upphaf tólf skáldsagna af ýmsu tagi er að finna á síðunni og nöfn höfundanna sömuleiðis. Lausn gátunnar er neðst á síðunni Ármann Jakobsson Hallgrímur HelgasonOddný Eir Ævarsdóttir Yrsa Sigurðardóttir Sölvi Björn Sigurðsson Guðrún Eva Mínervudóttir Þessir höfundar eiga allir bækur í jólabókaflóði ársins 2011. Upphaf skáldsagna þeirra er að finna hér á síðunni, en hver á hvaða upphaf? Ármann Jakobsson: Glæsir Guðrún Eva Mínervudóttir: Allt með kossi vekur Hallgrímur Helgason: Konan við 1000° Oddný Eir Ævarsdóttir: Jarðnæði. Ólafur Jóhann Ólafsson: Málverkið Stefán Máni: Feigð Steinar Bragi; Hálendið Steinunn Sigurðardóttir: Jójó Sölvi Björn Sigurðsson: Gestakomur í Sauðlauksdal Vigdís Grímsdóttir: Trúir þú á töfra? Þórarinn Leifsson: Götumálarinn Yrsa Sigurðardóttir: Brakið ■ 12 HÖFUNDAR – 12 BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.