Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 54

Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 54
17. desember 2011 LAUGARDAGUR54 K alli hallar sér aftur í stólnum, stillir augnaráðið á punkt fyrir miðjum hlöðu- dyrunum sem eru opnar út í sumarið svo að síðdegissólin flæðir örlát inn, andar laust og reglulega, sáttfús við þindina og sálina. Hann er einn. Hann fyllir huga sinn af mildu vinarþeli í eigin garð – leiðinlegar hugsanir sem birtast eins og svartar flygsur fá að líða burt með því að vera ekki hugsaðar. Það er enginn vandi vegna þess að honum er yfirleitt heldur hlýtt til sjálfs sín eins og raunar allra manna – bara að muna að anda rétt, vera sáttur við þindina og sálina, hugsa ekki um neitt, ekki einu sinni um að hugsa ekki neitt um að hugsa ekki neitt, hugurinn verður léttur og bjartur og hreinn, og í hægum bláma svífur þá kannski inn hugs- un sem hægt er að una sér við, kennd, minning um kennd, minn- ing um grip, minning um kennd sem gripur vakti, kannski minn- ing um indælan bíl sem hann sá einu sinni og skoðaði vel og lang- aði til að eiga því að hann fann að þessi bíll myndi eiga við sig. Kannski minning um þorra blótið í fyrra þegar hann var fenginn til að herma eftir gömlum bíl- flautum og gömlum traktor- um úr sveitinni („Nei – þetta er Farmallinn á Ásgeirsstöðum!“) og fólkið hló dátt vegna þess að það var glatt. Kannski minning um sælu kenndina sem hann fann einu sinni fyrir í miðri sundferð í rigningu þegar hann var búinn að synda hálfan kílómetra og var hættur að hugsa um myntkörfu- lán og daglegt brauð en fann hvernig handleggir og fótleggir og hugurinn unnu saman að því að knýja hann áfram í vorrign- ingunni, og honum fannst hann vera hluti af gróandanum, hluti af lífsaflinu. Kannski minning sem er góð, kennd sem er ljúf. Á eftir ætlar hann að syngja. Þá mun hann stíga fram og út úr kórnum sem hummar eins lágt og honum er mögulega fært og Kata kór getur fengið hann til að gera; hann lyftir handleggjunum, hrukkar ennið, opnar munninn og svo syngur hann: Nú ríkir kyrrð í djúpum dal … Nú ríkir kyrrð. Nú ríkir þögn og minning um kennd því að hugur hans er hreinn og heið- ur. Augu hans hvíla á máríerlu. Hún er með sperrt stél í sólinni í miðjum hlöðudyrunum og hoppar þar um eins og viss í sinni sök, hér sé hún á réttum stað. Hann er að minnsta kosti sjálfur á rétt- um stað. Hann er í hlöðunni sinni sem hann hefur smám saman fyllt – ekki af korni eða heyi heldur af svonefndu drasli, hlut- um sem skilist hafa við uppruna- legt samhengi sitt og bíða eftir nýju til að fá aftur hlutverk í svonefndum raunveruleika. Það er núna verkefni hans í lífinu að taka sundur hluti og setja á ný saman við aðra hluti. Allt bíður hér síns vitjunartíma. Gömul hurð úr Dodge 66 gæti gagnast þegar síst varir og þá væri ógott að vera búinn að henda henni. Staflar af Fálkanum bíða þess að verða bundnir inn, þá gæti Andrés á safninu kannski fengið þetta til að leyfa fólki að fletta. Blá Volkswagen-bjalla úti í horni á eftir að ganga í endurnýjun líf- daganna einn góðan veðurdag. Þá ekur hann kannski til henn- ar Jósu, birtist þar fyrir utan og þeytir bælda bílflautuna sem bíður hér síns vitjunartíma, bara til að sjá svipinn á henni þegar hún kemur út og endurlifir sum- arkvöldið þeirra fyrir hundrað árum þegar hann kom til hennar og sótti hana og þau fóru í bíltúr inn í dal og staðnæmdust inni í dalbotni og fóru út og elskuðust í mosató með álafossteppi undir sér í íslensku fánalitunum. Og fóru svo viku síðar og elskuðust í gömlu kirkjunni af öllum stöð- um. Elskuðust. Þetta er minning um kennd. Öll þessi snæri, hrífutindar, naglar, skrúfur, borð, skrúfjárn, hraðsuðukatlar, bón, hænsnanet, tjakkur, stólar, söðlar, rúðuskafa, fjöltengi, gardínuefni, snæris- spottar, tvistur, rennilásar, feiti, boltar, olía, timbur og járn – allt hefur sinn vitjunartíma. Snúrur, öryggi, bakklóra, vegg festingar, lím, lyklar, kertastjaki, skál, arnarfjöður, blýantur. Sími sem Sidda gaf honum einu sinni og hann opnaði í rælni til að sjá hvernig virkaði en nennti svo ekki að setja saman aftur. Ljós- myndir af Gumma og börnun- um hans. Allt hefur þetta sinn vitjunar tíma, sumt oft á dag. Gamall tuttugu og fimm króna seðill með mynd af Magnúsi Stephensen konferensráði liggur bögglaður hjá nokkrum fyrsta- dags umslögum í gömlum kassa undan kattatungum og hann hefur sinn vitjunartíma; gamlir gardínuhringir frá Láru gömlu bíða þess að verða vitjað; reið- hjól sem hann skipti um keðjuna í og smurði fyrir einhvern krakka; gítargarmur sem hann gerði við einhvern tímann fyrir Gunna tónskáld en hann sótti svo aldrei. Allt hefur sinn vitjunartíma. Sneið af marmaraköku bíður þess að vera kláruð. Ísskápur suðar úti í horni eins og til að minna á að kominn sé tími á síðdegisbjórinn, músin Anganóra sem er næst- um jafn gömul Kalla bíður eftir brauðsneiðinni með hnetusmjöri sem hann er vanur að færa henni um þetta leyti. En það liggur ekk- ert á, hún hefur það ágætt eins og allt annað hér. Hingað koma þeir sem finna ekki ró eða rétta skrúfu því að hér eru allar skrúf- ur réttar og allar rær sem fundnar hafa verið upp: hér er saumur í öllum stærðum, timbur, skrúfjárn, hamr- ar, tangir, dekk, skiptilyklar: alltaf má leita til Kalla með allt og ef menn skila ekki verk- færunum fer hann sjálfur inn í bíl- skúrana til kall- anna og sækir þau þegjandi og hljóða- laust. Einu sinni var þetta h laðan á Ásbjarnar stöðum þar sem hann ólst upp og seinna Réttinga verkstæði Kalla og Gúnda. Fólk kom hingað með bílana sína út af öllu – sjálf- ur var hann eins og heimilis- læknir bílanna og fór meira að segja iðulega í vitjanir heim til fólks þegar það kom þeim ekki í gang en Gúndi sá hins vegar um bókhaldið og reksturinn en hvarf einn daginn með sjóðinn til Suður-Afríku og skildi hann eftir með skuldirnar. En þetta voru bjartir dagar, sífellt ný viðfangs- efni og smám saman varð hlaðan hans hérna að allsherjar lækna- stofu allra hluta; fólk kom hing- að með allt sem þurfti að gera við og hann lagaði það og stund- um urðu hlutirnir eftir hérna hjá honum því að fólkið gleymdi að vitja þeirra. Svo var hann allt í einu kom- inn á kaf í verkalýðsmálin líka, orðinn formaður í Verkalýðs- félaginu, því að einhver með bein í nefinu þurfti að standa uppi í hárinu á Lárusarliðinu. Eftir það var hann eiginlega aldrei heima og þegar hann kom heim var Jósa alltaf hálfönug yfir því hvað hann gerði lítið fyrir heimilið og drenginn – sem var ekki skrýt- ið – þetta fór allt hálfleiðinlega. Svo hitti hann Siddu á balli fyrir sunnan þegar hann var á fundi hjá ASÍ og vissi þá að hann yrði bara því miður að velja á milli þeirra og það var aldrei nokk- ur spurning – með Siddu var hann lifandi, hún hló með honum – lyfti honum upp alla daga og svo var hún svo andskoti fjörug í rúminu. En þau Jósa eignuðust þó að minnsta kosti þennan strák, það áttu þau saman, og í allan dag hefur hann fundið þessa minningu um kennd eins og seyðing í lendunum og fyrir brjóstinu. … Annars er hann hættur öllu, þannig séð. Hann er hættur að gera við bíla nema að gamni sínu en safn- ar úrsérgengnum þvottavélum og gerir þær upp hérna og svo getur hver sem er komið og náð sér í ókeypis þvottavél. Þær standa þarna í röðum fyrir aftan hann eins og glaður og eftirvæntingar- fullur kór í hvítum kyrtlum, mis- jafnlega skjannahvítar og á öllum aldri, reiðubúnar að þjóna þorps- búum eins lengi og á þarf að halda. Hann er einn. Sólin skín á hann, síðdegissólin góða sem vermir og skín, heit og eilíf, og máríerlurnar eru nú orðnar tvær fyrir miðjum hlöðudyrunum. Þær eru að baksa eitthvað. Nú ríkir kyrrð og kvöld- ið má koma, hann hefur hallað sér aftur í stólnum og augu hans hvíla á starfsömum máríerlunum, frið- sæl, mild og brostin. Allt bíður hér síns vitjunar- tíma. Gömul hurð úr Dodge 66 gæti gagnast þegar síst varir og þá væri ógott að vera búinn að henda henni. Allt hefur sinn vitjunartíma Valeyrarvalsinn, sagnasveigur Guðmundar Andra Thorssonar, hefur fengið mikið hrós og er ein fárra bóka sem fengið hafa fullt hús stiga hjá gagnrýnendum Fréttablaðsins. Hér á eftir birtist ein sagan af fólkinu á Valeyri, sem nefnist Vitjunartími. VALEYRARVALSINN Í sagnasveig Guðmundar Andra fléttast sextán sögur af mannfólkinu saman og skarast, enda gerast þær allar á sömu tveimur mínútunum í litlu þorpi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Við gróðursetjum lifandi tré í skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir hvert Sígrænt jólatré sem keypt er. Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu jólatré og stuðlar að skógrækt um leið!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.