Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 104

Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 104
17. desember 2011 LAUGARDAGUR72 Þ egar Bítlarnir komu fram á tónleikum í hinni sögufrægu bardagahöll Budok- an í Tókýó árið 1966 móðgaðist fjöldi þar- lendra, sem þótti það jaðra við helgispjöll að síðhærðir, engil- saxneskir popphvolpar fengju inni í einu helsta stolti þjóðarinnar. Sjálfir skildu fjórmenningarnir frá Liverpool lítið í öllum hamagangin- um. „Sko,“ útskýrði Paul McCart- ney á blaðamannafundi. „Ef dans- hópur frá Japan kæmi til Bretlands myndi enginn segja að verið væri að brjóta neinar hefðir eða eyðileggja nokkurn skapaðan hlut... samt bygg- ir breskt samfélag alveg jafn mikið á sterkum hefðum.“ Rótgróin hefð Þar hitti bassaleikarinn naglann á höfuðið, því Bretar eru sannar- lega þjóð hefða. Tedrykkja, fiskur og franskar (eða öllu heldur Tikka Masala, samkvæmt nýlegum rann- sóknum), pípuhattar, gláp á ræðu drottningarinnar á gamlárskvöld, fótbolti á laugardögum og roast beef á sunnudögum eru meðal rót gróinna hefða sem auðkennt hafa England í lengri tíma, þótt sumar skolist til í áranna rás eins og gengur. Ein hefð er þó fráleitt líkleg til að breytast í bráð, en það er hama- gangurinn sem brestur á ár hvert varðandi það hvaða dægurfluga nær efsta sæti vinsældalista síð- ustu vikuna fyrir jól. Þessi æsing- ur í kringum toppsætið um jólin er fyrir brigði sem hingað til hefur verið nokkuð bundið við England, en einnig í minni mæli við nágrann- ana á Írlandi. Þannig hefur það verið nánast óslitið síðan um miðja síðustu öld, þegar tónlistartímaritið New Musical Express (NME) hóf að birta lista yfir mest seldu smáskífur hverrar viku fyrir sig. Grínlögin taka völdin Hefðbundnir poppsmellir manna á borð við Al Martino (sem náði fyrsta toppsætinu á jólunum árið 1952 með laginu Here in My Heart) og téðra Bítla (sem áttu þrjú jóla- topplög í röð á árunum 1963 til 1965 og lögin í tveimur efstu sætunum 1967), sem tengdust jólunum ekki á nokkurn hátt, réðu ríkjum fyrstu árin, með örfáum undantekning- um. Strax árið eftir, 1968, riðu þó sveitungar Bítlanna í hljómsveitinni Scaffold, með Mike bróður Pauls innanborðs, á vaðið með lagið Lily the Pink. Hófst þá sterk til hneiging bresks almennings til að koma lau- fléttum barna- eða grínlögum á jólatoppinn. Mörg slík fylgdu í kjölfarið, til dæmis náði sjálfur Benny Hill topp- sætinu árið 1971 með Ernie (The Fastest Milkman in the West) og fígúrurnar Mr Blobby 1993 og Bob the Builder árið 2000 en dónarnir í South Park rétt misstu af efsta sætinu árið 1998 með hinu eftir- minnilega Chocolate Salty Balls. X-Faktorinn kemur til sögunnar Glysrokkararnir í Slade gerðu allt vitlaust með jólasmellinum Merry Xmas Everybody árið 1973 (eins og nánar er vikið að hér á síðunni) og áttu sinn þátt í að koma þeirri hugmynd í kollinn á poppurum og almenningi að jólasmellir ættu í raun og veru að fjalla um jólin. Með einföldun mætti því segja að jólalög, grín- eða barnalög og hefðbundin popplög hafi skipst á að verma toppsætið í Englandi næstu áratugina, allt þar til raunveruleika- þættir á borð við Popstars og X-Fac- tor héldu innreið sína í þarlenda þjóðarsál eftir aldamótin. Síðan 2005 hafa sigurvegarar í X-Fac- tor nánast einokað jólatoppsætin á vinsældalistum, í flestum tilfellum með blygðunarlausum vinsældalög- um sem skora himinhátt hjá alþýðu fólks en eiga ekki upp á pallborðið hjá poppmenningarelítunni. Niðurhalið skiptir sköpum Slíkt er að sjálfsögðu gömul saga og ný. Fljótlega eftir að vinsælda- listar hófu að taka niðurhöluð lög inn í reikninginn um miðjan síð- asta áratug sáu þeir vandlátari sér þann leik á borði að koma gömlum eftirlætislögum á toppinn með hjálp nútíma tækni. Hópar hafa komið sér saman um að freista þess að koma gömlum lögum með The Smiths, The Trash men, John Cage og fleiri listamönnum á toppinn með mis- jöfnum árangri, og hið mikils metna jólatoppsæti er engin undantekning. Fyrir tveimur árum var sautján ára gamalt rokklag Rage Against the Machine, Killing in the Name, sett til höfuð X-Factor-lagi þess árs og stóð uppi sem sigurvegari. Nú í ár beinist slíkur kosningaáróður, meðal annars á Facebook (þar sem hlutirnir gerast víst þessi misser- in) að því að koma Nirvana-laginu Smells Like Teen Spirit á toppinn, en lagið á einmitt tvítugsafmæli um þessar mundir. Margir Bretar, sem orðnir eru langþreyttir á X-Factor væðingunni, kættust yfir sigur- göngu Rage Against the Machine og binda miklar vonir við Nirvana þessi jólin. Aðrir eru meira efins um þessa þróun mála. Úthugsaðar markaðsherferðir Einn hinna vantrúuðu er menningar blaðamaðurinn Paul Kilbey, sem skrifar í bresku útgáfu veftímaritsins Huffington Post um þetta nýlega fyrirbrigði. Að ekki sé nóg að kaupa tónlistina sem þér sjálfum líkar heldur þurfi nú líka um að sannfæra alla hina um að kaupa sömu tónlist. „Auðvitað er gaman að gefa X- Factor fingurinn,“ segir Kilbey um toppsætisherferðirnar fyrir Rage Against the Machine og Nirvana. „En það er sjálfsblekking að trúa því að slíkir sigrar vinnist með nokkru öðru en kosninga áróðri, jafn ísköldum og úthugsuðum og þeim sem kemur sigurvegurum X- Factor í topp sætin.“ Kilbey sér lítinn mun á því hvort slíkur áróður komi frá „gras- rótinni“ eða stórfyrirtækjum, og gildi einu þótt lag Rage Against the Machine, sem dæmi, hafi greini- lega verið valið beinlínis vegna þess hversu illa það hentar til spilunar um hátíð ljóss og friðar. Þrátt fyrir allt sé verið að beita fólk þrýstingi til að kaupa tónlist á allt öðrum for- sendum en að því líki hún sérstak- lega. „Smells Like Teen Spirit með Nirvana er svo frægt lag að allar líkur eru á að þú annað hvort eigir það nú þegar eða sért ekkert sér- staklega hrifinn af því,“ heldur Kilbey áfram. „Í mínum huga hafa vinsældalistar alla tíð átt að endur- spegla hvaða tónlist fólk vill í raun og veru kaupa og hlusta á. Þessir listar hafa aldrei verið mælikvarði á gæði tónlistarinnar... að minnsta kosti finnst mér líklega að þeir sem kaupi X-Factor lagið geri það vegna þess að þeir vilji hlusta á lagið. Þeir sem hala niður Nirvana-laginu fyrir jólin gera það væntanlega vegna þess að þeir falla kylliflatir fyrir markaðsherferð eða hafa einhverja falska trú á því að það fái Simon Cowell (æðstaprest tónlistar-raun- veruleikaþáttanna) til að bresta í grát. Það sem gerir þetta enn fárán- legra er að velja lag með Nirvana, hljómsveit sem kunni alltaf frem- ur illa við miklar vinsældir meðal almennings, til að reyna að koma á toppinn.“ Framboð og eftirspurn Sitt sýnist hverjum um þessi mál öll sömul, enda velta þau í grunninn upp aldagömlum vangaveltum um framboð andspænis eftirspurn, vin- sældir andspænis gæðum, hámenn- ingu, lágmenningu og ótal margt fleira. Ljóst er þó að kapphlaupinu um efsta sætið um jólin mun ekki linna í allra nánustu framtíð. ■ BRESKIR JÓLASMELLIR LIÐINNA ÁRA Breska baráttan um toppsætið Kapphlaupið um að eiga vinsælustu smáskífuna um jólin í Englandi er jafn rótgróin og drottningarræðan og tedrykkja. Kjartan Guðmundsson leit yfir sögu þessarar baráttu og þá nýlegu tilhneigingu að freista þess að koma gömlum rokklögum á toppinn. E itt lífseigasta jólapopplagið er Last Christmas sem breski dúettinn Wham!, með George Michael í broddi hinnar smáu fylkingar, gaf út á hápunkti eitís, 1984. Lagið náði þó aldrei jóla- toppsætinu í Englandi því sama ár tróndi góðgerðarlagið Do They Know It‘s Christmas? (sem George Michael tók þátt í) á toppnum, en síðarnefnda lagið hefur alls náð þessu eftirsótta efsta sæti þrisvar, 1984, 1989 og 2004, í mismunandi útgáfum. Last Christmas-smáskíf- an seldist þó með afbrigðum vel og varð sú smáskífa sem seldist best án þess þó að ná á toppinn í Eng- landi. Lagið náði þó toppsætinu í mörgum öðrum löndum og hefur til að mynda komist á topp fimm í Þýskalandi fyrir jól á hverju ári síðan 1997. Allur ágóði af sölu Last Christmas rann til góðgerða í Eþíópíu. Söngvarinn Barry Manilow höfðaði mál á hendur George Michael vegna líkinda lag hans Can‘t Smile Without You og Last Christmas, en málið var útkljáð utan dómstóla. Komst ekki á toppinn í Englandi Þegar Noddy Holder og Jimmy Lea úr glys-rokksveitinni Slade sömdu einn stærsta jóla- poppsmell allra tíma, Merry Xmas Everybody, á sjóðandi heitum sumardegi árið 1973, voru þeir óvissir um að sex ára farsæll ferill sveitarinnar gæti haldið áfram lengi enn. Trommarinn Don Powell hafði slasast alvarlega í bílslysi nokkrum vikur áður og meðlimir sveitarinnar veltu því alvarlega fyrir sér að hætta öllu tónlistarstússi. Í viðtali við Telegraph segir Holder jóla- smellinn vinsæla hafa verið tilraun til að hressa hljómsveitina við og um leið að stappa stálinu í bresku þjóðina. „Þegar við tókum lagið upp var Bretland í miðri kreppu. Bakarar, námuverkamenn og allir hinir voru í verkfalli. Sjónvarpsdagskránni lauk klukkan tíu á kvöldin. Lagið átti að virka hvetjandi á erfiðum tímum og þess vegna er það enn viðeigandi í dag,“ segir Holder og vísar í texta lagsins: „Look to the future now / It‘s only just begun,“ máli sínu til stuðnings. Lagið náði toppsæti breska vinsældalistans fyrir jólin 1973 og dvaldi þar langt fram í febrúar meðan rúmlega milljón eintök af smáskífunni seldust. Í könnun sem gerð var árið 2007 var Merry Xmas Everybody valið vinsælasta breska jólalag sögunnar. Vinsælasta breska jólalagið NIRVANA Tuttugu ára gamalt lag Kurts Cobain og félaga, Smells Like Teen Spirit, er með í slagnum um jólatoppsætið í Englandi í ár. Þessi æsingur í kringum toppsætið í jólunum er fyrirbrigði sem hingað til hefur verið nokkuð bundið við England, en einnig í minni mæli við nágrannana á Írlandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.