Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 114

Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 114
17. desember 2011 LAUGARDAGUR82 Eruð þið bestu vinir? S: Já, litla skrímslið er langbesti vinur minn. Eiginlega eini besti vinur minn. L: Stóra skrímslið er líka besti vinur minn. En við höfum reyndar ekkert alltaf verið bestu vinir. S: Nei, stundum verður litla skrímslið eitthvað pirrað. L: Þú ert nú ekkert betri! Rífist þið oft? S: Nei, ekkert oft. En litla skrímslið hefur reyndar öskrað á mig alveg brjálað. L: Það var nú bara einu sinni. Eða tvisvar. S: Ég þoli ekki þegar litla skrímslið öskrar á mig. L: Ég veit, ég er með mjög háa og sterka rödd. Og ég öskra bara ef stóra skrímslið er fer- lega frekt. S: Æ, eigum við ekki að tala um eitthvað annað, ha? Eigið þið foreldra? L: Auðvitað, það eiga allir for- eldra! Ég er víst mjög líkur mömmu – eyrun sérstaklega. Þau eru einkenni á ættinni, segir mamma. S: Ég bý hjá pabba mínum. Hann er frábær sundkappi. Hann keppir í sjósundi úti um allt. L: Já, skrímslaforeldrar eru sjaldan heima. Oft að keppa eða á ferðalögum eða bara heima að leggja sig! En það gerir ekkert til því skrímsli þurfa ekki neinn til að passa sig. S: Við pössum líka hvort annað! L: Já, og svo verða allir að passa sig! S: Heyrðu, hefurðu heyrt pabba hrjóta? Það er rosalegt! L: Nei, en ég hef heyrt mömmu hrjóta eins og grjótmulningsvél. S: Grjót-hvað? L: Grjótmulningsvél, vél sem mylur grjót, skilurðu? S: Ó, já … Hvað finnst skrímslum best að borða? L: Ávexti og fisk. S: Og möffins! Ekki gleyma því, litla skrímsli! L: Bollakökur, já, okkar finnst kökur líka góðar. Það er gott að setjast niður og hlusta á góða tónlist, lesa bók og borða köku. S: Eða veiða fisk og grilla úti í skógi. Mér finnst það skemmti- legra. L: Það þarf ekkert öllum að finn- ast það sama skemmtilegt. Hvað er það besta sem litla skrímslið hefur gert fyrir þig, stóra skrímsli? S: Það besta er þegar litla skrímslið býður mér að gista hjá sér! Og svo … æ, ég vil ekkert tala um það. Ég var smá leiður og svona. En þá var mjög gott að litla skrímslið var vinur minn. Hvað er það besta sem stóra skrímslið hefur gert fyrir þig, litla skrímsli? L: Það var þegar ég lenti í mjög dularfullum og hættuleg- um aðstæðum. Stóra skrímslið hjálpaði mér að reka ófreskju á flótta. S: Litla skrímslið var aleitt heima, en svo kom ég. Verður loðna skrímslið með ykkur í leikritinu? L: Nei, loðna skrímslið er í Sví- þjóð hjá ömmu sinni. S: Heppni! L: Ha? S: Bara, gott að vera hjá ömmu sinni og fá piparkökur. Hvað gera skrímsli um jólin? S: Synda jólasjósund og borða uppáhaldsfiskinn sinn! L: Það synda ekkert allir sjó- sund! S: En það er svakalega hress- andi. L: Mörg skrímsli lesa mikið um jólin. Og skreyta húsið sitt. Fáið þið jólagjafir? L: Við skiptumst alltaf á jóla- gjöfum sem við búum til sjálfir. S: Ég á eftir að búa til þína gjöf, pabbi ætlar smá að hjálpa mér. L: Ég er að klára þína. Hvað langar ykkur að fá í jóla- gjöf? S: Mér finnst allt flott sem litla skrímslið gerir. L: Þínar gjafir eru líka stórfín- ar, stóra skrímsli. Hvort er betra að vera stór eða lítill? L: Lítill! S: Stór! L: Það er best að vera eins og maður er. Grátið þið einhvern tíma? S: Ég ætlaði nú einmitt ekki að tala um það. L: Stór skrímsli mega gráta. Og lítil skrímsli líka. S: Það mega allir gráta ef þeir þurfa. Meira að segja pabbi minn. Og hann er hrikalega hraustur. Verðið þið hræddir? S: Allir geta orðið hræddir. L: Hárrétt, stóra skrímsli! Allir! Eruð þið aldrei í fötum? L: Úff, nei! Við erum með svo þykkan feld. S: Okkur er ekkert kalt þótt við séum úti í snjónum. L: En það er gott að vera í skóm. Sumir hrækja tyggjói á göturn- ar, brjóta glerflöskur og þess háttar. Það er hættulegt. S: Já, það er ömurlegt að fá tyggjó klessu á tærnar eða gler- brot í hælinn. Hvað eruð þið gömul skrímsli? S: Ég man það ekkert! L: Skrímsli telja ekki árin eins og fólk gerir. Það er frekar heimskulegt. Það ruglar mann bara. Eins og það sé hægt að verða fullorðinn klukkan eitt- hvað. Eða hætta að vera ungur eitt árið. Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið fullorðin? S: Jafn skemmtileg skrímsli! L: Já, og jafn góðir vinir! krakkar@frettabladid.is 82 Það mega allir gráta ef þeir þurfa. Meira að segja pabbi minn. Og hann er hrikalega hraustur. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Einu sinni var strákur sem fór á bókasafn og spurði: „Ég ætla að fá eina pylsu með öllu.“ Þá sagði konan á bókasafn- inu: „Fyrirgefðu, en þetta er bókasafn.“ Þá hvíslaði strákurinn: „Ó, ég ætla að fá eina pylsu með öllu.“ Júlíana Karitas 8 ára. „Af hverju lakka fílarnir táneglurnar rauðar?“ „Bara veit það ekki.“ „Til þess að þeir sjáist ekki innan um jarðarberin.“ „Þú hefur augun hennar mömmu þinnar og nefið hans pabba þíns,“ sagði frænkan. „Já, og buxurnar hans bróður míns,“ sagði barnið. „Þjónn, það er fluga í súp- unni.“ „Jæja, það kostar ekkert aukalega.“ Á SLÓÐINNI WWW.FISHER-PRICE.COM er að finna alls kyns fróðleik og skemmtilegheit fyrir lítil börn. Þar er meðal annars hægt að lita tölvumyndir og fara í leiki. Þar er auk þess að finna vefverslun með ógrynni leikfanga. SKRÍMSLI Í JÓLASJÓSUNDI Litla skrímslið og stóra skrímslið eru bestu vinir. Samt rífast þau stundum og þá öskrar litla skrímslið á það stóra. Skrímslin verða saman öll jólin og skemmta börnum í Þjóðleikhúsinu allt fram í janúar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.