Fréttablaðið - 17.12.2011, Qupperneq 118
17. desember 2011 LAUGARDAGUR86
Sláttur ★★
Hildur Knútsdóttir
Ágætlega stíluð saga, en ófullburða
og klisjukennd. - fsb
Upp á líf og dauða ★★★
Jónína Leósdóttir
bráðskemmtileg, sannfærandi og
ágætlega spennandi unglingabók
þar sem mikilvægt málefni er sett í
brennidepil. - þhs
Hálendið ★★★★★
Steinar Bragi
Gríðarflott, frumlegt og hyldjúpt
skáldverk. - þhs
Lýtalaus ★★
Tobba Marinósdóttir
Skvísubókaformúlubók frá A-Ö.
Gamalkunnugt og margtuggið
djammlíf ungra kvenna. Vottar hvergi
fyrir frumlegri hugsun. - fsb
Tunglið braust inn í húsið
★★★★★
Ljóðaþýðingar Gyrðis Elíassonar
Fádæma vel unnar ljóðaþýðingar.
Stórvirki sem á erindi við alla. - fsb
Feigð ★★★
Stefán Máni
Röff, töff og spennandi saga, sem þó
tapar allnokkru af slagkrafti sínum
undir lokin. - þhs
Blindir fiskar ★★★★
Magnús Sigurðsson
Þaulhugsuð og þaulunnin ljóð sem
tala bæði til heilans og hjartans og
ættu að gleðja alla ljóðaunnendur.
- fsb
Játningar mjólkufernuskálds
★★★
Arndís Þórarinsdóttir
Þrælskemmtileg og spennandi
unglingasaga. - þhs
Skrælingjasýningin ★★★★
Kristín Svava Tómasdóttir
Skemmtilegasta ljóðabók sem
út hefur komið lengi, en um leið
hárbeitt og ögrandi samfélagsmynd
sem sest að í minninu og vekur óróa.
-fsb
Hvernig ég kynntist fiskunum
★★★★★
Ota Pavel, Gyrðir Elíasson þýddi.
Yndislega fallegt verk. Tregafullt og
kímið í senn. - þhs
Kafbátakórinn ★★★
Steinunn G. Helgadóttir
Vel ort og myndræn ljóð sem draga
upp sterkar myndir, en eru óþægilega
misjöfn að gæðum. - fsb
Tannbursti skíðafélagsins
★★★★
Anton Helgi Jónsson
Einhver jafnskemmtilegasta ljóðabók
síðari missera. - þhs
Mannorð ★★★
Bjarni Bjarnason
Lipurlega skrifuð og vel byggð
skáldsaga sem sogar lesandann inn í
heim á mörkum draums og veru og
vekur óþægilegar spurningar. -fsb
Jarðnæði ★★★★
Oddný Eir Ævarsdóttir
Einkar fallega skrifað verk, óvenjulegt
og fullt af djúpum pælingum. - þhs
Glæsir ★★★★
Ármann Jakobsson
Fantavel skrifuð og meistaralega
byggð saga sem hefur skírskotanir
jafnt til fortíðar sem nútíðar. - fsb
Trúir þú á töfra? ★★★★
Vigdís Grímsdóttir
Falleg en ógnvekjandi saga, ljóðræn
bæði og taktföst. - þhs
Hjarta mannsins ★★★★
Jón Kalman Stefánsson
Glæsilegt lokabindi þríleiksins um
Strákinn og Plássið. Meistaralega
stíluð, sár og hrífandi saga. - fsb
Fallið ★★
Þráinn Bertelsson
Fróðleg bók, sem er best þegar Þrá-
inn skrifar um eigin líðan og reynslu.
Almennari sögur og heilræði mættu
þó missa sín. - þhs
Meistaraverkið ★★★
Ólafur Gunnarsson
Fjórtán ólíkar smásögur frá sagna-
manni af guðs náð. Grimmd, húmor
og fullkomið vald á forminu. - fsb
Stórlaxar ★★
Þór Jónsson og Gunnar Bender
Bók sem veiðimenn munu vafalítið
hafa gaman af því að lesa. Nauð-
synlegt hefði verið að leggja meiri
vinnu í útlit og nostra eilítið meira við
textann. - th
Úr þagnarhyl - Ævisaga
Vilborgar Dagbjartsdóttur
★★★★
Þorleifur Hauksson
Bráðskemmtileg saga merkilegs ljóð-
skálds og baráttukonu. - þhs
Nóvember 1976 ★★★
Haukur Ingvarsson
Brokkgeng saga með kunnuglegum
persónum, en prýðilega stíluð og
bráðskemmtileg. - fsb
Með heiminn í vasanum
★★★★
Margrét Örnólfsdóttir
Spennandi unglingabók í háum
gæðaflokki, samin af innilegri löngun
til þess að jafna aðstöðumun barna
og bæta heiminn. - þhs
Bernskubók ★★★★
Sigurður Pálsson
Heillandi lýsing á uppvexti skálds,
þar sem skynjun barnsins rennur í
gegnum rökhugsun hins fullorðna
manns og skapar dýpt og víddir sem
vandfundnar eru í æviminningum.
- fsb
Valeyrarvalsinn ★★★★★
Guðmundur Andri Thorsson
Undurfalleg saga, sem ilmar af sól og
seltu og mannlegri þrá. - þhs
Einvígið ★★★
Arnaldur Indriðason
Spennandi og heilsteypt saga með
nokkuð langsóttu plotti sem er
snilldarlega leyst. - fsb
Málverkið ★★★★
Ólafur Jóhann Ólafsson
Eftirminnileg saga, svo vel unnin og
fallega saman sett að það er hrein-
lega aðdáunarvert. - þhs
Jójó ★★★★★
Steinunn Sigurðardóttir
Frábærlega stíluð saga sem leikur á
allan tilfinningaskalann og gerir ofur-
viðkvæmu málefni eftirminnileg skil.
- fsb
Íslensk listasaga ★★★★
Ritstjóri Ólafur Kvaran.
Ekki gallalaust rit en gefur frábæra
innsýn í myndlist tuttugustu aldar
og fram á okkar daga. Sannkölluð
gleði að fletta og skoða, fjársjóður
í bókahillunni sem ég vona að sem
flestir fá að njóta. - rs
Konan við 1000° ★★★★
Hallgrímur Helgason
Mögnuð skáldsaga um einhverja eftir-
minnilegustu persónu sem íslenskar
bókmenntir hafa alið. - fsb
Götumálarinn ★★★★
Þórarinn Leifsson
Mögnuð saga af flakki unglings um
Spán og Marokkó og hvernig hann
þokast áfram á þroskaferlinum. - kóp
Allt með kossi vekur ★★★
Guðrún Eva Mínvervudóttir
Dramatísk saga sem glímir við stórar
spurningar en nær ekki flugi þrátt fyrir
prýðilega spretti. - fsb
Bankastræti núll ★★★
Einar Már Guðmundsson
Ágætis hugleiðingar um hrunið og
eftirmála þess. Fullmikil einföldun á
ferð og lítið um lausnir, en áhugaverð
lesning engu að síður - kóp
Lygarinn ★★★
Óttar Martin Norðfjörð
Öðruvísi spennusaga sem heldur
lesandanum við efnið allt til loka. - fsb
Farandskuggar ★★★★
Úlfar Þormóðsson
Vel skrifuð og áhrifamikil saga, sem
lifir með manni lengi. - fsb
Allt kom það nær ★★★★★
Þorsteinn frá Hamri
Stórvirki frá einu af okkar albestu
skáldum, sem slær nýja tóna og
kemur á óvart í þessari bók. - fsb
Brakið ★★
Yrsa Sigurðardóttir
Tætingsleg bók þar sem ágæt hug-
mynd hverfur í langdregnum texta.
- kóp
Veiðisögur ★★★★
Bubbi Morthens
þroskasaga veiðimanns þar sem
virðingin fyrir laxinum og náttúrunni
er í öndvegi. - th
Gestakomur í Sauðlauksdal
Sölvi Björn Sigurðsson
Undurvel saminn texti um efni sem
ekki er allra. - fsb
Kýr Stalíns ★★★
Sofi Oksanen. Þýðing Sigurður
Karlsson.
Sláandi saga sem hristir upp í
lesendum og veitir nýja sýn, en er
ofurlítið langdregin á köflum. - fsb
Sagan sem ekki mátti segja
★★
Ingimar H. Ingimarsson og Þor-
finnur Ómarsson
Áhugaverð saga en brotakennd
frásögn skilur eftir margar spurningar
sem er ósvarað. - þsj
Það sem ég hefði átt að segja
næst ★★
Ingunn Snædal
Húmorísk og kaldhæðin ljóð sem
skemmta við fyrstu sýn en skilja lítið
eftir. - fsb
86
menning@frettabladid.is
SEX SKÁLDVERK FÁ FIMM STJÖRNUR
Vika er til jóla og bókaflóð-
ið í algleymingi. Fréttablað-
ið tekur saman dóma um
þau innlendu rit sem hafa
verið ritrýnd hingað til.
Fjögur íslensk skáldverk
hafa fengið fimm stjörnur á
árinu og tvær þýðingar.
„Stórgóð bók og vel
skrifuð. Mögnuð saga.“
Kolbeinn Óttarsson Proppé / Fréttablaðið
„Alveg frábær
bók, vel skrifuð,
fyndin, spennandi
og áhugaverð.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
„Þórarinn er mikill
húmoristi og hefur
gott vald á stíl,
tungu og fram-
vindu.“
Eiríkur Stephensen / Eyjan
„Maður hreinlega
tætir sig í gegnum
síðurnar.“
Dóri DNA / Mið-Ísland
„Hér er um frá-
bæra og einlæga
ferða- og þroska-
sögu að ræða.“
Jón Bjarki / DV
„... launfyndinn og á
auðvelt með að fram-
kalla stemningu.“
Arnar E. Thoroddsen / Morgunblaðið
„Þetta er fallega
gerð bók, myndirnar
hans Tóta eru afburða-
skemmtilegar.“
Egill Helgason / Kiljan, RÚV
BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR opnar sýninguna: In the end all we care about is LOVE í Kron Kron við Vitastíg í dag klukkan sex.
Enn fremur verður haldið útgáfuhóf Teiknibókverks sem ber sama titil. Verkin á sýningunni eru ný og unnin með japönsku bleki,
spreyi og akríl á krossvið. Bjargey er nýkomin frá sýningarhaldi í Tókýó og eru nýju verkin á sýningunni innblásin af því ferðalagi.