Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 126

Fréttablaðið - 17.12.2011, Page 126
17. desember 2011 LAUGARDAGUR94 folk@frettabladid.is Jólagjafirnar þínar fást hjá Nýherja NÚ ER NÝHERJI EINNIG Í KRINGLUNNI 3G, þráðlaust net, Bluetooth og GPS. 10,1" skjár 1280x800. 3G 32 GB gagnapláss 64 GB gagnapláss 3 ÁRA ÁBYRGÐ Alex Sehlstedt er mat- reiðslumaðurinn sem sér um matinn á nýja asíska skyndibitastaðnum Nam. Hann hefur eldað á Michel- instað og rekið sína eigin veitingastaði, en langaði að kynna asíska matargerð sína fyrir fleira fólki. „Mér finnst gaman að gera eitt- hvað alveg nýtt,“ segir sænski meistarakokkurinn Alex Sehlstedt sem á heiðurinn að matseðli nýs veitingastaðar Serrano-manna, Nam. Alex gekk til liðs við þá Einar Örn Einarsson og Emil Helga Lár- usson sem yfirmatreiðslumað- ur Serrano-staðanna í Svíþjóð, en hann er eftirsóttur kokkur í heimalandi sínu og hefur unnið á Michelin-veitingastað ásamt því að reka sína eigin staði sem notið hafa mikilla vinsælda. Hann stökk svo á tækifærið til að þróa hugmynd að nýjum asískum skyndibitastað með tvíeykinu, því að eigin sögn þrífst hann á áskorunum og nýj- ungum. „Ég hef alltaf haft mestan áhuga á því að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Fyrir fimmtán árum opnaði ég til dæmis veitingastað með miðausturlenskri matargerð í Svíþjóð, en þá skildi enginn af hverju ég var að því.“ Alex stofnaði svo annan veit- ingastað í Stokkhólmi og bauð þar upp á kínverska „fine-dining“ mat- argerð, sem er öðruvísi asískur matur en fólk á Vesturlöndum á að venjast að sögn kokksins. „Eftir að ég hætti með hann langaði mig að finna leið til að kynna þessa matar- gerð fyrir fleira fólki, og datt þá í hug að hægt væri að gera það með veitingastað sem væri hversdags- legur, fljótlegur og ódýr, í sam- vinnu við Einar og Emil.“ Nam opnaði í vikunni á N1-bens- ínstöðinni á Bíldshöfða, og það má ímynda sér að stökkið sé frek- ar stórt fyrir kokkinn sem hefur unnið að þróun matseðilsins und- anfarna mánuði. Hann viðurkenn- ir að hann sakni þess að elda á fínu veitingahúsi, en honum finn- ist þetta verkefni skemmtilegt og spennandi og hugmyndin frábær. „Ég hef trú á þessari hugmynd að geta boðið upp á bragðgóðan mat úr fersku hráefni á góðu verði. Annað sem mig langar að koma til leiðar er að hækka virðingar- stig kínverskar og asískrar matar- gerðar hér. Þetta er ekki allt matur sem bragðast eins, líkt og margir virðast halda. Þeir hafa ekki haft tækifæri til að komast að öðru, en núna bjóðum við upp á mat frá Kína, Kóreu og öðrum löndum, sem Íslendingar hafa ekki smakk- að áður.“ Alex er á leið aftur til Stokk- hólms en hlakkar til að fylgjast með viðtökum Íslendinga á veit- ingastaðnum. „Ég þekki Reykjavík náttúrulega ekki mjög vel en mér fannst að einhverju leyti undarlegt að byrja með staðinn á bensínstöð. Hins vegar hefur verið löng röð hjá okkur síðan við opnuðum, ég vona að það haldi áfram að vera mikið að gera svo að við getum opnað fleiri staði í borginni.“ bergthora@frettabladid.is Meistarakokkur eldar á bensínstöð ÁNÆGÐUR MEÐ VIÐTÖKURNAR Alex, Einar og Emil hafa undanfarna mánuði undirbúið opnun Nam í tveimur löndum, í Svíþjóð og á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 5.500.000 Útvarpsmaðurinn umdeildi Howard Stern tekur við af Piers Morgan sem dómari í bandarísku hæfileikaþáttunum America´s Got Talent. Hinn 57 ára Stern stjórnar útvarpsþætti á stöðinni Sirius XM. Hann gengur núna til liðs við þau Howie Mandel og Sharon Osbourne sem hafa dæmt í þáttunum við hlið Morgans. Stern er þekktur fyrir að segja skoðanir sínar umbúðalaust og hefur margoft komið sér í vanda vegna þess. Hann segist búast við því að eiga eftir að særa ein- hverja í þáttunum. Stern fer í dómarasætið Bandaríski trúbadorinn Kurt Vile á plötu ársins, Smoke Ring for My Halo, samkvæmt nýjum lista tónlistarveitunnar Gogo- yoko.com. Önnur plata Bon Iver situr í öðru sætinu og í því þriðja er Sin Fang með plötuna Summer Echoes. Í fjórða sæti er enska hljómsveitin Radiohead með plöt- una King of Limbs og þar á eftir kemur Tune-Yards með Who Kill. Listi Gogoyoko nær yfir þrjátíu plötur alls, bæði innlendar og erlendar, og hægt er að hlusta á þær allar og kaupa á síðunni. Kurt Vile á toppnum Í DÓMARASÆTIÐ Howard Stern verður dómari í bandarísku þáttunum America´s Got Talent. ÍSLENSKAR KRÓNUR kostaði mótorhjólið sem Britney Spears gaf kærasta sínum Jason Trawick í afmælisgjöf en hann varð fertugur 15 desember.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.