Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 126
17. desember 2011 LAUGARDAGUR94
folk@frettabladid.is
Jólagjafirnar þínar
fást hjá Nýherja
NÚ ER NÝHERJI
EINNIG Í
KRINGLUNNI
3G, þráðlaust net,
Bluetooth og GPS.
10,1" skjár 1280x800.
3G
32 GB gagnapláss
64 GB gagnapláss
3 ÁRA
ÁBYRGÐ
Alex Sehlstedt er mat-
reiðslumaðurinn sem sér
um matinn á nýja asíska
skyndibitastaðnum Nam.
Hann hefur eldað á Michel-
instað og rekið sína eigin
veitingastaði, en langaði
að kynna asíska matargerð
sína fyrir fleira fólki.
„Mér finnst gaman að gera eitt-
hvað alveg nýtt,“ segir sænski
meistarakokkurinn Alex Sehlstedt
sem á heiðurinn að matseðli nýs
veitingastaðar Serrano-manna,
Nam.
Alex gekk til liðs við þá Einar
Örn Einarsson og Emil Helga Lár-
usson sem yfirmatreiðslumað-
ur Serrano-staðanna í Svíþjóð,
en hann er eftirsóttur kokkur í
heimalandi sínu og hefur unnið á
Michelin-veitingastað ásamt því að
reka sína eigin staði sem notið hafa
mikilla vinsælda. Hann stökk svo
á tækifærið til að þróa hugmynd
að nýjum asískum skyndibitastað
með tvíeykinu, því að eigin sögn
þrífst hann á áskorunum og nýj-
ungum. „Ég hef alltaf haft mestan
áhuga á því að gera eitthvað sem
hefur ekki verið gert áður. Fyrir
fimmtán árum opnaði ég til dæmis
veitingastað með miðausturlenskri
matargerð í Svíþjóð, en þá skildi
enginn af hverju ég var að því.“
Alex stofnaði svo annan veit-
ingastað í Stokkhólmi og bauð þar
upp á kínverska „fine-dining“ mat-
argerð, sem er öðruvísi asískur
matur en fólk á Vesturlöndum á að
venjast að sögn kokksins. „Eftir að
ég hætti með hann langaði mig að
finna leið til að kynna þessa matar-
gerð fyrir fleira fólki, og datt þá í
hug að hægt væri að gera það með
veitingastað sem væri hversdags-
legur, fljótlegur og ódýr, í sam-
vinnu við Einar og Emil.“
Nam opnaði í vikunni á N1-bens-
ínstöðinni á Bíldshöfða, og það má
ímynda sér að stökkið sé frek-
ar stórt fyrir kokkinn sem hefur
unnið að þróun matseðilsins und-
anfarna mánuði. Hann viðurkenn-
ir að hann sakni þess að elda á
fínu veitingahúsi, en honum finn-
ist þetta verkefni skemmtilegt og
spennandi og hugmyndin frábær.
„Ég hef trú á þessari hugmynd að
geta boðið upp á bragðgóðan mat
úr fersku hráefni á góðu verði.
Annað sem mig langar að koma
til leiðar er að hækka virðingar-
stig kínverskar og asískrar matar-
gerðar hér. Þetta er ekki allt matur
sem bragðast eins, líkt og margir
virðast halda. Þeir hafa ekki haft
tækifæri til að komast að öðru,
en núna bjóðum við upp á mat frá
Kína, Kóreu og öðrum löndum,
sem Íslendingar hafa ekki smakk-
að áður.“
Alex er á leið aftur til Stokk-
hólms en hlakkar til að fylgjast
með viðtökum Íslendinga á veit-
ingastaðnum. „Ég þekki Reykjavík
náttúrulega ekki mjög vel en mér
fannst að einhverju leyti undarlegt
að byrja með staðinn á bensínstöð.
Hins vegar hefur verið löng röð hjá
okkur síðan við opnuðum, ég vona
að það haldi áfram að vera mikið
að gera svo að við getum opnað
fleiri staði í borginni.“
bergthora@frettabladid.is
Meistarakokkur eldar á bensínstöð
ÁNÆGÐUR MEÐ VIÐTÖKURNAR Alex, Einar og Emil hafa undanfarna mánuði undirbúið opnun Nam í tveimur löndum, í Svíþjóð og á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
5.500.000
Útvarpsmaðurinn umdeildi
Howard Stern tekur við af Piers
Morgan sem dómari í bandarísku
hæfileikaþáttunum America´s
Got Talent. Hinn 57 ára Stern
stjórnar útvarpsþætti á stöðinni
Sirius XM. Hann gengur núna
til liðs við þau Howie Mandel og
Sharon Osbourne sem hafa dæmt
í þáttunum við hlið Morgans.
Stern er þekktur fyrir að segja
skoðanir sínar umbúðalaust og
hefur margoft komið sér í vanda
vegna þess. Hann segist búast
við því að eiga eftir að særa ein-
hverja í þáttunum.
Stern fer í
dómarasætið
Bandaríski trúbadorinn Kurt
Vile á plötu ársins, Smoke Ring
for My Halo, samkvæmt nýjum
lista tónlistarveitunnar Gogo-
yoko.com. Önnur plata Bon Iver
situr í öðru sætinu og í því þriðja
er Sin Fang með plötuna Summer
Echoes. Í fjórða sæti er enska
hljómsveitin Radiohead með plöt-
una King of Limbs og þar á eftir
kemur Tune-Yards með Who Kill.
Listi Gogoyoko nær yfir þrjátíu
plötur alls, bæði innlendar og
erlendar, og hægt er að hlusta á
þær allar og kaupa á síðunni.
Kurt Vile
á toppnum
Í DÓMARASÆTIÐ Howard Stern
verður dómari í bandarísku þáttunum
America´s Got Talent.
ÍSLENSKAR KRÓNUR kostaði mótorhjólið sem
Britney Spears gaf kærasta sínum Jason Trawick í
afmælisgjöf en hann varð fertugur 15 desember.