Morgunblaðið - 19.01.2011, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
Í dag, miðviku-
dag, kl. 8.30-
10.00 mun Ólafur
Ísleifsson, lektor
í viðskiptadeild
HR, halda erindi
um efnahagsmál
á Íslandi. Þar
veltir Ólafur því
fyrir sér hvort
jákvæð umskipti
verði í hagþróuninni fyrir Ísland á
árinu. Ólafur var fulltrúi í stjórn
AGS, framkvæmdastjóri al-
þjóðasviðs Seðlabanka Íslands og
efnahagsráðgjafi ríkisstjórn-
arinnar.
Morgunerindi
um efnahagsmál
Ólafur Ísleifsson
Dagana 5. og
6. janúar sl.
kannaði
starfsmaður
Neytendastofu
verðmerk-
ingar hjá
líkamsræktar-
stöðvum á
höfuðborgar-
svæðinu. Farið
var í 21 líkamsræktarstöð og
kannað hvort verðskrá yfir al-
menna þjónustu og yfir spa-
þjónustu, þar sem það átti við,
væri sýnileg. Einnig var skoðað
hvort verðmerkingar á veitingum
og öðrum söluvörum væru fyrir
hendi.
Í þetta sinn var verðskrá ekki
sýnileg hjá fimm af 21 líkams-
ræktarstöð, það voru Bootcamp,
Grand Spa, Nordica Spa, Sport-
húsið og World Class Spönginni,
og hjá einni stöð, Baðhúsinu, var
einungis lítill hluti af verðskrá
sýnilegur. Verðmerkingar á veit-
ingum voru mun betri en í fyrri
könnun, af þeim 19 stöðvum sem
seldu veitingar voru 14 með verð-
merkingar í lagi.
Verðskrár vantaði
hjá fimm stöðum
Stjórnlaganefnd
hefur sett upp
rafrænt gagna-
safn um stjórn-
skipun og mál-
efni tengd
stjórnarskrá á
heimasíðunni
www.stjornlaga-
thing.is. Safnið
er einkum ætlað fulltrúum á
stjórnlagaþingi, en öllum er frjálst
að nota það. Höfundar og útgef-
endur hafa veitt heimild til tíma-
bundinnar birtingar á efni sínu.
Safnið stækkar stöðugt og er eitt
yfirgripsmesta rafræna gagnasafn
um lögfræðileg málefni hér á
landi.
Rafrænt gagnasafn
öllum til afnota
STUTT
Elli-, örorku- og endurhæfingar-
lífeyrisþegar, sem búa í Reykjavík,
Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ, hafa
í vaxandi mæli tekið tilboði um
kynningarviðtöl frá Þjónustu-
miðstöð Tryggingastofnunar. Um
80% nýrra endurhæfingar- og ör-
orkulífeyrisþega nýttu sér tilboðið
árið 2010 og rúmlega helmingur
nýrra ellilífeyrisþega nýtti sér
það.
Markmiðið er m.a. að kynna
helstu réttindi í almannatrygging-
arkerfinu, þjónustuleiðir, reiknivél
lífeyristrygginga og upplýsinga-
og þjónustuvefi Tryggingastofn-
unar.
Ef vel tekst til eiga lífeyrisþegar
auðveldara með að fóta sig í
flóknu kerfi og notfæra sér að-
gengilegar og fljótvirkar þjón-
ustuleiðir, til dæmis sjálfs-
afgreiðslu á vefnum.
Vaxandi áhugi
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Útsala
40% afsláttur
St. 36
-52
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16
Fyrstu vorvörur komnar
Útsalan heldur áfram
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s
Pantaðu tíma í
heyrnarmælingu í síma
568 6880
og prófaðu Acto
Það er ástæðulaust að láta heyrnarskerðingu koma í veg fyrir að þú getir
notið þess besta í lífinu - að eiga samskipti við ættingja, vini og
samstarfsfólk í hvaða aðstæðum sem er.
Acto frá Oticon eru nýjustu heyrnartækin í milliverðflokki. Acto
heyrnartækin búa yfir þráðlausri tækni og endurbættri örtölvutækni
sem gerir þér kleift að heyra skýrar í öllum aðstæðum.
Acto eru falleg, nett og nærri ósýnileg á bak við eyra.
Ómótstæðileg heyrnartæki!
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Gæðabuxur
Klassískar svartar (ullarblanda), ný snið.
Gallabuxur, mörg snið
laxdal.is
NÝ SENDING
Miðvikudagur 19. janúar kl. 12.00 í Valhöll.
Gestur fundarins er Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir öldrunar
á Landsspítala Fossvogi.
Boðið er upp á nærandi hádegisverð frá HaPP á góðum kjörum.
Aldraðir
og vistun
Opinn fundur hjá Samtökum eldri sjálfstæðismanna
SjálfstæðisflokkurinnAllir velkomnir.Tónlistarmaðurinn
Sigurjón Brink, betur
þekktur sem Sjonni
Brink, varð bráð-
kvaddur á heimili sínu í
Garðabæ á mánudags-
kvöldið. Sigurjón var
36 ára að aldri, fæddur
í Reykjavík 29. ágúst
1974. Hann lætur eftir
sig eiginkonu, Þórunni
Ernu Clausen, og fjög-
ur börn.
Sigurjón fór
snemma að starfa við
tónlist og semja lög. Hann var m.a. í
hljómsveitunum In Bloom, Flavors og
Rokk. Með Rokki flutti Sigurjón lagið
„Love is you“ eftir Pálma Sigur-
hjartarson sem gefið var út í tilefni af
70 ára afmæli Johns Lennons. Árið
2009 gaf hann út sína fyrstu sólóplötu,
nefndist hún Sjonni Brink. Auk þess
að semja eigin tónlist hefur hann sam-
ið lög fyrir aðra listamenn.
Hann var einn af
stofnendum leikhópsins
Vesturports og samdi
m.a. tónlistina við leik-
ritið Brim í uppsetningu
leikhópsins. Hann kom
fram í fjölmörgum leik-
sýningum og söng-
leikjum og fór síðast
með hlutverk Ritchies
Valens í söngleiknum
Buddy Holly í Austur-
bæ. Undanfarið hefur
lagið „Okkar ástarvor“,
sem Sigurjón flutti
ásamt Björgvini Halldórssyni á nýút-
kominni dúettaplötu Björgvins, notið
mikilla vinsælda.
Sigurjón tók nokkrum sinnum þátt
í Söngvakeppni Sjónvarpsins og var í
úrslitum í fyrra með lagið „Water-
slide“. Til stóð að hann tæki þátt í
keppninni í ár, 29. janúar næstkom-
andi, með eigið lag við texta eigin-
konu sinnar, Þórunnar Clausen.
Andlát
Sigurjón Brink
Tæplega 87% landsmanna eru fylgj-
andi lögleiðingu svokallaðrar stað-
göngumæðrunar hér á landi sam-
kvæmt könnun MMR. Fylgið er ívið
meira meðal kvenna en karla, 90%
aðspurða kvenna voru fylgjandi því
að staðgöngumæðrun yrði gerð lög-
leg en 83,4% karla.
Umræða um staðgöngumæðrun
hefur verið fyrirferðarmikil undan-
farið. Könnun MMR var gerð dag-
ana 11. til 14. janúar og náði til 890
einstaklinga á aldrinum 18-67 ára.
Spurt var: „Hversu fylgjandi eða
andvíg(ur) ertu því að staðgöngu-
mæðrun verði gerð lögleg á Íslandi?“
Litlar sveiflur voru eftir kyni og
aldri en mest var andstaðan í aldurs-
hópnum 50 til 67 ára, 17,2%, en
minnst í aldurshópnum 18 til 29 ára
eða aðeins 7,7%. Íbúar landsbyggð-
arinnar voru meira fylgjandi stað-
göngumæðrun en íbúar höfuðborg-
arsvæðisins.
Flestir fylgjandi
staðgöngumæðrun