Morgunblaðið - 19.01.2011, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
Með Jóni Braga er genginn einn
helsti frumkvöðull í uppbyggingu
líftækni á Íslandi. Um og upp úr
1985 beitti Jón Bragi sér mjög fyrir
því að hafin yrði markviss uppbygg-
ing á líftækni hér á landi.
Ég var einn af þeim sem störfuðu
mikið með honum að þessum málum,
sem leiddi m.a. til þess að hér fór af
stað einstakt átak á þessu sviði, og
sem fullyrða má að hafi lagt grunn
að flestu því sem síðan byggðist hér
upp á sviði líftækni. Jón Bragi var
óþreytandi í þessari vinnu sinni og
lét ekki duga að birta niðurstöður
rannsókna sinna í virtum vísindarit-
um heldur fór alla leið með þær á
markað og stofnaði hann m.a. nokk-
ur sprotafyrirtæki. Hann varð jafn-
framt helsti forstjóri og markaðs-
maður þessara fyrirtækja og vann að
öllum þáttum starfseminnar, þ.m.t.
alþjóðlegri markaðssetningu.
Allt sem Jón Bragi tók sér fyrir
hendur var unnið af fagmennsku og
dugnaði en ekki síst með hans léttu
lund og var allt samstarf við hann
því einstaklega ánægjulegt og gef-
andi. Félagar í Samtökum íslenskra
líftæknifyrirtækja vilja því þakka
honum fyrir hans mikla framlag og
gott samstarf í gegnum tíðina. Fyr-
ir þeirra hönd sendi ég eiginkonu
hans, Ágústu Guðmundsdóttur, for-
eldrum, börnum og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Jakob K. Kristjánsson.
Leiðir okkar Jóns Braga lágu
saman fyrir 40 árum þegar kennsla
í efnafræði til BS-prófs hófst við
verkfræði- og raunvísindadeild Há-
skóla Íslands. Jón Bragi var einn af
okkar fyrstu nemendum. Jón Bragi
var sérstaklega skemmtilegur nem-
andi, hann var glaðvær, jákvæður
og spurull, vildi vita hvers vegna
hlutirnir væru svona.
Á þessum fyrstu árum efnafræði-
kennslu var öll aðstaða til kennslu
mjög erfið, það vantaði kennsluhús-
næði, kennara og flest tæki og tól.
Stúdentarnir sýndu okkur mikla
þolinmæði.
Við kennararnir lögðum áherslu á
að veita þeim þá kennslu og þjálfun
sem gerði þeim kleift að fara í fram-
haldsnám í bestu skóla í Evrópu og
Norður-Ameríku.
Jón Bragi lauk sínu BS-prófi á
þremur árum og fór síðan í fram-
haldsnám í lífefnafræði til Colorado
State University í Bandaríkjunum.
Þegar Jón Bragi hafði verið þar við
nám um stund fékk ég bréf frá há-
skólanum, Colorado State Univers-
ity, og óskuðu þeir eftir að fá fleiri
nemendur eins og Jón Braga í dokt-
orsnám.
Jón Bragi stóð sig mjög vel í
framhaldsnáminu og lagði stund á
ensímrannsóknir.
Að doktorsnámi loknu kom hann
til starfa hjá Háskóla Íslands og hóf
kennslu og rannsóknir í lífefna-
fræði. Hann var ötull baráttumaður
fyrir eflingu lífefnafræðinnar og átti
hann drjúgan þátt í stofnun lífefna-
fræðistofu á Raunvísindastofnun.
Hélt Jón Bragi áfram rannsókn-
um á ensímum og hóf rannsóknir á
ensímum úr þorski, ensímum sem
kljúfa prótein í smærri einingar.
Jón Bragi var eldhugi sem vildi
vinna að nýtingu náttúruefna fyrir
íslenskt samfélag og valdi hann
þorskaensím úr fiskslógi. Hann fór
ótroðnar slóðir og kannaði hvort
þessi prótein-kljúfandi ensím virk-
uðu útvortis á menn, hvort þessi
ensím gætu hjálpað þeim sem glíma
Jón Bragi Bjarnason
✝ Jón Bragi Bjarna-son, prófessor í
lífefnafræði við efna-
fræðiskor raunvís-
indadeildar Háskóla
Íslands, fæddist í
Reykjavík 15. ágúst
1948. Hann lést í
Maryland í Banda-
ríkjunum 3. janúar
2011.
Jón Bragi var jarð-
sunginn frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík
14. janúar 2011.
við ýmsa sjúkdóma
t.d. húðsjúkdóma.
Stofnaði hann fyr-
irtækið Ensímtækni
ehf. þegar hann taldi
sig hafa nægar upp-
lýsingar um virkni
þessara ensíma á
menn og framleiðir
fyrirtækið Pensím-af-
urðir sem fóru á
markaði bæði innan-
lands og erlendis.
Pensím-afurðirnar
fóru fyrst á markað
sem snyrtivörur en
síðar sem lyf eftir klínískar rann-
sóknir erlendis.
Jón Bragi stofnaði fleiri fyrirtæki
sem hafa það m.a. að markmiði að
nýta ensímin til fjölbreyttari fram-
leiðslu, t.d. sem bragðefni í mat-
vælaiðnaði.
Við Jón Bragi höfðum sameig-
inlegt áhugamál en það var að
skapa verðmæti úr náttúruefnum
sem væru vannýtt á Íslandi. Hann
sótti sín náttúruefni í hafið en ég í
íslenskar lækningajurtir.
Það kostar mikla baráttu gegn
margvíslegum fordómum að gera
slík áform að veruleika. Jón Bragi
starfaði einnig að margvíslegum
öðrum verkefnum svo sem nefnd-
arstörfum og stjórnun, en þess er
vænst af dugmiklum háskólakenn-
urum að þeir sinni slíkri þjóðfélags-
þjónustu. Þau verkefni verða ekki
rakin hér. Jón Bragi var mikill bar-
áttumaður og vann marga sigra á
starfsferli sínum, Háskóla Íslands
til mikils sóma.
Ég kveð kæran vin og félaga með
söknuði. Vottum við hjónin Ágústu
og afkomendum Jóns Braga og for-
eldrum hans innilega samúð okkar.
Sigmundur Guðbjarnason.
Jón Bragi Bjarnason, samstarfs-
maður okkar um langt árabil, er
fallinn frá, langt fyrir aldur fram.
Með sviplegum hætti er hann burt-
kallaður frá fjölskyldu, vinum og
verkefnum. Jón Bragi hafði nokkra
sérstöðu í okkar hópi. Hann var
fyrsti lífefnafræðingur landsins sem
hlotið hafði grunnmenntun í efna-
fræði við Háskóla Íslands en í fram-
haldsnámi í Bandaríkjunum sér-
hæfði hann sig á sviði efnafræði
próteina. Fljótlega eftir að hann
kom heim að loknu námi hófst mikið
átak til eflingar líftækni á Íslandi,
bæði innan Háskóla Íslands og hjá
fyrirtækjum með tilstyrk stjórn-
valda. Jón Bragi stóð strax í eldlín-
unni við að afla styrkja innanlands
sem utan, auk þess sem hann kom
að stofnun og stjórnun allmargra
fyrirtækja á sviði líftækni, og stýrði
undir það síðasta eigin framleiðslu-
fyrirtæki á því sviði. Á sama tíma
byggði hann upp umfangsmikla
rannsóknastarfsemi við Raunvís-
indastofnun Háskólans á sviði líf-
efnafræði. Mjög margir hérlendir
lífvísindamenn hafa einhvern tíma á
ferli sínum unnið sem starfsmenn á
tilraunastofu Jóns Braga og eiga
þaðan góðar minningar. Mörgum
þeirra sem nutu þar leiðsagnar
Jóns Braga hefur farnast vel við hin
ýmsu störf í atvinnulífinu sem var
honum mjög að skapi. Segja má að
hann hafi ætíð haft mjög mikinn
áhuga fyrir að koma þekkingu sinni
til hagnýtra nota. Framan af beind-
ist áhugi hans einkum að leiðum til
að efla innlendan grunniðnað, meðal
annars fiskiðnað, með tólum líf-
tækninnar, en nú síðari árin að þró-
un og markaðssetningu ensímtækni
í læknisfræðilegum tilgangi.
Jón Bragi var duglegur við að
kynna fræði sín og rannsóknir fyrir
almenningi með fyrirlestrum og
blaðaskrifum, og fórst honum það
mjög vel úr hendi. Hann vakti á
stundum þjóðarathygli fyrir djarfa
framsetningu hugmynda, enda hafði
hann mikinn sannfæringarkraft til
að bera og framsýni. Hann átti
frumkvæði að stofnun námsbrautar
í lífefnafræði við Háskóla Íslands,
þar sem hann reyndist okkur öllum
vel sem samkennari. Sem kennari
naut Jón Bragi vinsælda meðal
nemenda, hann sagði vel og
skemmtilega frá sínum skilningi á
námsefninu, sem hann fléttaði
gjarnan við sögur úr daglega lífinu
á gamansaman hátt. Við minnumst
Jóns Braga sem kraftmikils hug-
sjónamans og þrautseigs frum-
kvöðuls og góðs vinar á góðri
stundu.
Við samstarfsmenn Jóns Braga á
Lífefnafræðistofu Raunvísinda-
stofnunar vottum Ágústu eiginkonu
hans og öðrum aðstandendum
dýpstu samúð.
Baldur Símonarson, Bjarni Ás-
geirsson, Hörður Filippusson
og Magnús Már Kristjánsson.
Hann var einstakur. Við kynnt-
umst í MR, hann var hár og glæsi-
legur, úr Kópavogi, hafði búið í út-
löndum, átti unga og sæta foreldra –
og var í ósamstæðum sokkum. Við
urðum vinir, það eru meira en fjöru-
tíu ár síðan. Heppin var ég og öll hin
sem urðum þess aðnjótandi að njóta
vináttu hans.
Það var spilað og sungið, hlustað
á Bítlana, Ink Spots og Nínu og
Friðrik. Spjallað og fílosoferað og
svo dansað á Borginni um helgar.
Við fórum í fimmtabekkjarferð til
Hafnar í Hornafirði, það var áður
en hringvegurinn var tekinn í gagn-
ið – allir út að ýta ef færðin í sand-
inum reyndist rútunni þung.
Daginn eftir að við komum í bæ-
inn var tekin upp hægri umferð á
Íslandi. Við veltum fyrir okkur að
kaupa bleika rútu, fara í ferðalög og
syngja I am going on a summer
holiday. Það var aldeilis gaman þá
og oft síðar.
Svo þegar hann var í doktors-
námi sagði hann mér ýmislegt um
enzym. Það er til marks um
kennsluhæfileika hans að honum
tókst að vekja áhuga minn á fyr-
irbrigðinu svo ekki sé minnst á að
hann gat líka útskýrt fyrir mér
hvað þetta er. Þótt hann yrði óneit-
anlega næstum óþolinmóður fyrst
þegar ég vildi endilega að þetta
væri að minnsta kosti næstum því
það sama og mólekúl. En það er
einmitt aðal góðra kennara að gef-
ast ekki upp á nemendum sem vaða
í villu og svíma og þykjast vita eða
skilja ýmislegt um hluti sem þeir
vita ekkert um.
Kennsla og rannsóknir urðu ævi-
starf hans. Hann rannsakaði ekki
bara enzym, heldur fann aðferð til
að nota enzym úr fiski til hagnýtra
hluta. Ekki lét hann sér þó vísinda-
og markaðsstarf nægja, hann sat
líka í alls konar stjórnum og ráðum
og var varaþingmaður Alþýðu-
flokksins í eitt kjörtímabil.
Á yfir fjörutíu ára samleið gerist
margt. Hann átti tvær frábærar
eiginkonur, fyrst Guðrúnu og svo
Ágústu. Hann kippti Gurru minni
gjarnan með þegar hann var á leið í
sund með stelpurnar sínar, Sigurrós
og Siggu Dröfn, og dröslaði mér og
krökkunum með bæði í Land-
mannalaugar og að Hveravöllum.
Bjarni Bragi er talsvert yngri en
þær systurnar, næstum því önnur
kynslóð, þeir voru mjög nánir feðg-
arnir, það fór ekki á milli mála í
samtölum við föðurinn.
Að leiðarlokum þökkum við
Kristófer og börnin mín samveruna
alla og biðjum guð og alla góða
vætti að hugga Ágústu, krakkana
og foreldra hans, þau Rósu og
Bjarna Braga.
Valgerður Bjarnadóttir.
Vinur og náinn samstarfsmaður
til fjölmargra ára, Jón Bragi
Bjarnason, er fallinn frá. Þegar
hann varð fimmtugur færði ég hon-
um ljósmynd. Á henni sést fjallið
Háskerðingur á gönguleiðinni um
Laugaveginn. Ef grannt er skoðað
má greina mann sem ber við bláan
himin á leiðinni upp fjallið. Jón
Bragi hafði ákveðið að hlaupa upp á
fjallið meðan hinir í hópnum héldu
áfram í átt að Álftavatni. Myndin
sýnir mann sem fór sínar eigin leið-
ir og tókst á við áskoranir með gleði
og krafti.
Ég var á fyrsta ári í háskólanámi
þegar leiðir okkar lágu saman.
Hann var þá nýkominn til starfa á
Efnafræðistofu Raunvísindastofn-
unar HÍ. Hann var góður kennari
og vakti áhuga nemendanna með
greinargóðum útskýringum og
virkri samræðu í tímum. Við
Ágústa, sem síðar varð kona hans,
unnum á Efnafræðistofu í nokkur
ár og vorum samtímis í framhalds-
námi í Virginíu. Þangað sótti Jón
Bragi einnig vegna rannsóknasam-
starfs. Þessi sameiginlega reynsla
styrkti enn vinabönd okkar þriggja.
Sérsvið Jóns Braga innan lífefna-
fræðinnar var próteinkljúfandi ens-
ím. Eftir heimkomu leitaðist hann
strax við að finna rannsóknarvið-
fangsefni sem gæti nýst í þróun
nýrra atvinnutækifæra í landinu um
leið og þekkingar um ensím væri
aflað. Hann valdi sér meltingaren-
sím úr fiskum sem rannsóknasvið.
Jón var baráttumaður fyrir því að
hið opinbera styrkti hagnýtingar-
rannsóknir og var ötull í að efla líf-
tæknirannsóknir á Íslandi. Rann-
sóknastofa hans var opin ungum
vísindamönnum sem vildu hasla sér
völl. Margir lífefnafræðingar fengu
tækifæri til að hefja starfsferil sinn
við rannsóknir á eiginleikum og nýt-
ingarmöguleikum próteinkljúfandi
ensíma úr fiskum í rannsóknastofu
Jóns Braga. Eftir mislangt starf í
rannsóknastofu Jóns eða í sprota-
fyrirtækjum hans fóru hinir ungu
vísindamenn til starfa víðsvegar í
samfélaginu, til framhaldsnáms í út-
löndum, til sjálfstæðra starfa við
Háskóla Íslands, til opinberra stofn-
ana eða nýttu þekkingu sína í fyr-
irtækjum við framleiðslu, rannsókn-
ir og þróun, eða ráðgjöf.
Jóni Braga tókst ætlunarverk sitt
að nýta þekkingu í lífefnafræði til
að efla atvinnuvegi í landinu. Með
samstarfsfólki sínu var hann drif-
fjöðurin í að sækja um einkaleyfi og
stofna ensímvinnsluna Norður,
bragðefnavinnsluna NorðurBragð
og Ensímtækni, sem þróar og fram-
leiðir Pensimáburð. Í tengslum við
þessi verkefni fengu margir reynslu
af nýtingu á líftækni í iðnaði, fram-
leiðslu lífefna fyrir lyfja- og snyrti-
vöruiðnað, þróun mæliaðferða og
gæðaeftirlit og öðrum aðferðum
sem nýtast í líftæknigreinum.
Á síðari árum myndaði Jón Bragi
rannsóknateymi með eiginkonu
sinni, Ágústu Guðmundsdóttur pró-
fessor, og unnu þau samhent að
rannsóknum og þróun á eiginleikum
og tjáningu kuldavirkra, prótein-
kljúfandi ensíma. Þau voru glæsileg
hjón og ævinlega höfðingjar heim að
sækja, glaðleg og gefandi.
Ég sendi Ágústu, Sigurrós, Sig-
ríði, Bjarna Braga yngri, Bjarna
Braga eldri, Rósu, Guðmundi Jens
og öðrum aðstandendum einlægar
samúðarkveðjur.
Sigríður Ólafsdóttir.
Okkur bekkjarfélögunum úr 6-R
var illa brugðið er við fregnuðum
andlát Jóns Braga. Hann var alltaf
svo kátur, síbrosandi, upplífgandi
og traustur félagi, að við bjuggumst
einhvern veginn við því að hann
yrði allra karla elstur.
Fljótlega eftir að R-bekkurinn hóf
vegferð sína í stærðfræðideild varð
ljóst að Jón Bragi var foringjaefni.
Hann lét til sín taka í félagslífi, átti
einkar auðvelt með að eiga vinsam-
leg samskipti við alls konar fólk og
ávann sér traust og hylli. Hann var
enda kosinn til að gegna lykilhlut-
verki í félagslífi skólans sem scriba
scholaris, ritari skólafélagsins, og fór
það vel úr hendi. Það kom okkur
ekki á óvart að hann skyldi ná langt
í vísindastörfum og nýsköpun í at-
vinnulífi. Hann átti létt með að fá
fólk til samstarfs og var óþreytandi
að kynna hugmyndir sínar og
hrinda þeim í framkvæmd. Þessum
hliðum hans og mannkostum kynnt-
umst við vel í menntaskóla.
Jón Bragi hélt uppteknum hætti
frá menntaskólaárunum, var áber-
andi í þjóðlífinu, kom víða við, að-
sópsmikill, myndarlegur á velli og
hraustlegur. Minningar um hann
verða okkur ævinlega gleðiefni.
Við sendum ástvinum hans inni-
legar samúðarkveðjur.
F.h. bekkjarbræðra í 6-R,
Stefán Halldórsson.
Stór, hlýr og hláturmildur. Þetta
er minning mín um Jón Braga. Jón
Bragi var einn af klettunum í vina-
hópi foreldra minna. Hann hefur
verið til staðar eins lengi og ég man
eftir mér. Sem barn vorum við syst-
ur oft sendar í barnapössun til hans
og Guðrúnar í múrsteinahúsið í
Grafarvoginum. Skýrari eru þó
minningarnar þegar ég varð eldri
og þau Ágústa komu í matarboð á
Vesturbrúnina eða við sóttum þau
heim í Skerjafjörðinn. Hús þeirra
hjóna í Skerjafirðnum var alltaf
bjart og hlýtt en það skemmtileg-
asta var þó að Bjarni Bragi átti
mikið safn af leikfangabyssum sem
við lékum okkur mikið með. Í mat-
arboðum á Vesturbrúninni héldum
við feðginin svo alltaf tónleika og
sjaldan hef ég leikið fyrir jafnhvetj-
andi áhorfanda. Það er sárt að
hugsa til þess að Jón Bragi hafi yf-
irgefið okkur. Það er stórt skarð
sem þarf að fylla þegar svo mikill
maður fellur frá. En ég veit með
vissu að góðar hendur taka á móti
honum hinum megin.
Ingibjörg Friðriksdóttir.
Elsku amma, núna
ert þú farin eftir
stutta baráttu, en
þann tíma sem þú
lást banaleguna varð mér ljóst að
það var seigt í þér en þetta vissi ég
nú. Uppvaxtarár þín voru nú ekki
Ástríður
Oddbergsdóttir
✝ Ástríður Odd-bergsdóttir (Ásta)
fæddist á Vesturgötu
18 í Reykjavík 21. jan-
úar 1915. Hún lést á
Hjúkrunarheimili
HSSA á Hornafirði
22. desember 2010.
Útför Ástu fór fram
frá Hafnarkirkju 29.
desember 2010.
auðveld, misstir
mömmu þína þegar
þú varst að verða
fjögurra ára. Það er
margs að minnast frá
uppvextinum sem þú
ásamt fleirum tókst
þátt í að móta. Ekki
held ég að það hafi
nú alltaf verið auðvelt
að eiga við okkur vill-
ingana þegar þú varst
að passa okkur hér í
gamla daga.
Oft er mér hugsað
til ljúfu stundanna
t.d. á gamlárskvöld þegar fjölskyld-
urnar komu saman í Brautarholti,
lambalæri með öllu tilheyrandi sem
einhverra hluta vegna bragðast
hvergi, og ekki hjá nokkrum, eins
og þér. Svo þurfti afi að hlusta á
forsætisráðherra og þá þurftum við
að hafa hljóð, þetta er tími sem
kemur aldrei aftur.
Eftir að þú fluttir upp á Skjól-
garð og síðar upp á hjúkrunar-
heimili áttum við góðar stundir
saman en ég kom alltaf til þín þeg-
ar ég kom til Hornafjarðar, eins
var með Friðrik eftir að hann flutti
að heiman. Við erum ákaflega
heppin að hafa fengið að njóta sam-
veru við þig öll þessi ár svona
hressa eins og þú varst alveg fram
í andlátið.
Síðast þegar ég kom til þín, sem
var í sumar, spurðir þú um Friðrik.
En núna ert þú farin frá okkur og
ég veit að afi Marteinn hefur tekið
á móti þér og nú eruð þið saman
aftur, og mikið þykir mér ef Eirík-
ur frændi er ekki þarna með ykk-
ur. Þín er sárt saknað, elsku amma.
Olga.