Ný saga - 01.01.1987, Síða 36

Ný saga - 01.01.1987, Síða 36
„EN ÞEGAR DAUIÐINN KEMUR SVO SEM EIN VOLDUG HETJA hugsa sem oftast um dauð- ann, þá verður hann því indælli, þegar hann kemur, og um það eftirkomanda líf, að þetta verði því leið- ara. Þessi aðferð gjörir dauðann sætan, áður en vér smökkum hans beiskju. Dauðinn drepur engan nema einu sinni, en maka- laus ótti fyrir honum gjörir það oftlega.21 Við höfum nú séð að ævi- lokin bar oft á góma í kristi- legum ræðum og ritum. En hversu mikil áhrif höfðu þessar umvandanir á almenn- ing? Seint verður unnt að átta sig á því með sæmilegri ná- kvæmni. Nauðsynlegt er að hafa í huga hve stóran sess trúin skipaði í bændasam- félaginu og hlutverk prest- anna mikilvægt. Guðsþjón- ustur höfðu allt aðra og meiri þýðingu þá en nú; kirkjur voru samkomustaðir og klerkarnir á sinn hátt fjöl- miðlamenn þeirra tíma. Enn- fremur ber að muna að kristi- leg rit voru mikið lesin; Vída- línspostilla og sálmar Hall- gríms Péturssonar voru gefin út aftur og aftur, öld fram að öld. SAMBÝLI LÍFS OG DAUÐA Skyldi það einhvern tíma hafa flökrað að lesanda að bregða sér út í kirkjugarð til að skemmta sér; efna þar til fagnaðar með söng og dansi? Trúlega þætti flestum það fráleit hugmynd. Ættum við á hinn bóginn þess kost að vekja máls á því við megin- landsbúa sem uppi var fyrir 500 árum eða svo yrðu við- brögðin önnur, enda maður- inn alvanur gleðskap á gröf- um. Árið 1405 samþykkti kirkjuþing úti í Evrópu að banna dansleiki og uppákom- ur tónlistarmanna, leikara og annarra varhugaverðra hópa af því taginu í kirkjugörðum. Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem talsmenn kirkjunnar sáu ástæðu til að hamla gegn slíku. Árið 1657 kvartaði franskur prestur undan því að þurfa að jarð- setja lík við hávaða og læti frá þvottakonum, bóksölum og öðru hyski sem hélt til innan- um leiðin. Allar götur fram á 18. öld Dauðans sætu þankar Ásgeir Bjarnason er maður nefndur, prestur til Ögurþinga við ísafjarðardjúp unt rniðja 18. öld. Dauðans sœtu þankar nefnist rit eftir Frakkann Jean de Serres sem Ásgeir þessi snaraði yfir á ís- lensku. Við grípum niður í nokkr- ar kallafyrirsagnir: „Öngvir þankar eru ununarsamlegri og sætari en þeir er maður hefur um dauðann." „Sá fögnuður, sem maður þar af liefur að hann þeinkir um dauðann." „Að það sé ei stærri fornægja lil í heiminum en þeir þankar, er maður hefur um dauðann." „Að sá sem altíð þeinkir um dauðann sé hinn rík- asti í heiminum." „Sá sem altíð þeinkir um dauðann er hinn lærð- asti í heiminum." „Að deyja séu þau sætustu lög meðal allra þeirra sem oss eru uppálögð." „Ágæt umþeinking yfir þennan hávigtugan sannleika að hvað sem vér gjörum þá deyjurn við hvern þann tíma vér lifum án nokkurs afláts." „Hvaða lyst og unun það sé að lifa vel til að deyja rósamlega." „Ein ágæt og hávigt- ug umþeinking um lífið og dauð- ann." (JS.62,8vo) þjónuðu kirkjugarðar víða í Evrópu sem markaðstorg og samkomustaðir; eins konar félagsheimili þeirra tíma. Brögð voru jafnvel að því að menn reistu sér þar lítil hús til íbúðar. Ekki er greinar- höfundi kunnugt um að ís- lendingar hafi lagt svo mikið kapp á nábýli við látna enda aðstæður hér allar aðrar; ekkert þéttbýli sem bauð uppá slíkt. Þó fór ýmislegt fram í íslenskum kirkjugörð- um sem viðbúið er að gerist þar sjaldan nú. Þeir koma víða við sögu í þjóðsögunum og á síðari hluta 19. aldar var það siður ungra reykvískra elskenda að mæla sér mót í kirkjugarðinum við Suður- götu ,,og sitja þar á leiðum, hjala saman og láta vel hvert að öðru" enda var nefnd gata „aðalskemmtileið" bæjar- búa.22 Á hinn bóginn voru heimsóknir að gröfum lát- inna ástvina óþekkt fyrirbæri í Vestur-Evrópu fram yfir miðja 18. öld en um það leyti skipuðust veður í lofti. Farið var að gagnrýna kirkjuna fyr- ir afskipaleysi gagnvart jarð- neskum leifum fólks á meðan allt væri gert fyrir sálina en langt fram eftir öldum voru graf reitir að jafnaði nafnlaus- ir og fátæklingar jarðsettir í fjöldagröfum. Geta má og þess að um langan aldur voru kirkjur eftirsóttar sem leg- staðir og frá því er sagt að um miðja 18. öld hafi heldri menn og betri bændur hér á landi verið grafnir „innan kirkju".23 Áðurnefnd við- horfsbreyting sýndi sig í kröf- um um að lík yrðu grafin í merktum grafreitum þar sem hægt væri að ganga að þeim vísum. Þá gerðust þau tíðindi í frönskum borgum á síðari hluta 18. aldar að íbúarnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.