Ný saga - 01.01.1987, Síða 40

Ný saga - 01.01.1987, Síða 40
„EN ÞEGAR DAUIÐINN KEMUR SVO SEM EIN VOLDUG HETJA látna laut ofangreindri þrí- skiptinu. Áhuginn á ævilok- unum birtist einnig í ævisög- um og má benda á æviágrip Brynjólfs biskups Sveins- sonareftirTorfa Jónsson í því sambandi. Það er skrásett á seinni hluta 17. aldar og legg- ur frásögnin af banalegunni, andlátinu og jarðsetningunni undir sig hartnær fjórðung ritsins. Það var sem sagt talið skipta töluverðu máli hvernig fólk dó því „þegar endinn svo er góður, þá er allt gott", eins og sagt var í líkræðu yfir Jóni Teitssyni, biskupi á Hólum, árið 1781.36 í þeim útfararræðum sem kannaðar voru við samningu þessarar greinar er iðulega talað um „sætt og sáluhjálp- legt" andlát. Einnig er í þessu sambandi minnst á „friðsam- legt", „farsælt", „hægt", „sætt" og „æskilegt" andlát: „sofnaði hann sætt og frið- samlega í sínum endurlausn- ara Jesú, með einu hægu og æskilegu andláti, með hverju undir eins endaðist, en ei fyrr, mál og sýn, heyrn og ræna."37 Fjörbrotin voru umræðuefni manna á meðal og með því að deyja á ósæmilegan máta átti hlutaðeigandi á hættu að verða að athlægi og spilla orð- stír sínum meðal eftirlifenda. Dæmi eru um það frá Þýska- landi nálægt aldamótunum 1600 að klerkar hafi reynt að spyrna á móti almannarómi þess efnis að viðkomandi persóna hafi skilist við með óviðeigandi látum og öskr- um.38 Auk heimilismeðlima voru það prestarnir sem mest af- skipti höfðu af dauða fólks. Við banabeðið voru þeir eins og kóngar í ríki sínu þar sem guðsorðið rann fram í stríð- um straumum. Veitt var kvöldmáltíðarsakramenti og sálmar sungnir. Við grípum niður í frásögn af „útgangi" konu einnar frá árinu 1766. Hún andaðist þegar húslestri var lokið og verið var að syngja sálma — „hún andað- ist og þá sungið var um Jesú pínu, með þann pínda Jesúm í hjartanu og á tungunni, og fyrir eyrunum. Hún andaðist meðan sungið var um hennar frelsara setu til hægri handar guðs kraftar, því hefur hún í andlátinu líka séð það sem hún talaði og heyrði..."39 Þarf ekki að ganga að því gruflandi að þessi sómakona hefur átt góða aðkomu hinum megin. Lengst af var sjalfdgæft að menntaðir læknar væru við- staddir á dauðastundu fólks; a.m.k. hvað alþýðu varðar. Ef ástæður og efnahagur leyfðu var reynt að nota lyf — ef það gagnaði ekki var röðin komin að Guði. Flestir dóu innan veggja heimilisins. Banasængin var í miðpunkti heimilislífsins er líða tók að andlátinu. Hinn deyjandi maður undirbjó burtför sína með því að ráð- stafa ýmsu og kveðja vini og vandamenn. Það var mjög ríkt í huga fólks að enda ævina í sátt og samlyndi við eftirlif- endur. Þegar Magnús Stephensen dómsstjóri lá banaleguna úti í Viðey snemma á 4. áratug síðsutu aldar lét hann gera boð fyrir Bjarna Thorarensen skáld og síðar amtmann en þeir höfðu lengi eldað saman grátt silf- ur. Bjarni reri yfir Viðeyjar- sund, sættist við Magnús og sagði seinna að þetta hafi ver- ið sín besta för.40 Erlendis gerðist það oft að þorri þorps- búa lagði leið sína að bana- sæng fólks til að kveðja. Var þá oft þröngt á þingi og við- komandi heimili í brennidepli þorpslífisins. Þegar undirbúningi undir aðskilnaðinn lauk var ekkert eftir nema að bíða andarslitr- anna. Ósjaldan mun fólk þá hafa beint „sínum þönkum frá þessu stundlega og til þess eilífa" eins og sagt var um Kristínu Eggertsdóttur: að það hafi þá viljað sem minnst skipti eiga við þá sem eftir lifðu. Þótt allt væri til reiðu fyrir hina hinstu ferð gat komið babb í bátinn ef lífsandinn þrjóskaðist við að yfirgefa líkamann og helstríðið gerð- ist þjáningarfullt. Bjó fólk yf- ir ýmsum ráðum til að hlaupa undir bagga með dauðanum. Algengast var að breiða eitt- hvað yfir andlit hins dauð- vona manns, jafnvel skella yf- ir hann potti. Þessar aðferðir kunna að þykja allharkalegar og því ekki að undra að það hafi hvarflað að Árna Björns- syni þjóðháttafræðingi „að með þessum tiltækjum hafi menn einfaldlega verið að kæfa sjúklinginn eða a.m.k. deyfa í honum hljóðin". 41 TAMINN DAUÐI? Meginhugmynd Philippe Ariés felst í því sem hann kallar „taminn dauða" er einkenndist af æðruleysi and- spænis því óhjákvæmilega; rólyndi hins dauðvona manns og aðstandenda — fólk hafi verið handgengið dauðanum. Eftirsjáin yfirsteig aldrei viss mörk og menn sættu sig við örlög sín án þess að vera með uppsteit. Andlátið fór fram fyrir opnum tjöldum og þeir sem streittust á móti á bana- sænginni höfðu sjálfa sig að fíflum. Hér hafi verið um að ræða arf aftan úr grárri forn- Fjörbrotin voru umræðuefni manna á meðal og með þvi að deyja á ósæmilegan máta átti hlutað- eigandi á hættu að verða að athlægi og spilla orðstir sínum meðal eftirlifenda. Banasængin var í miðpunkti heimil- islífsins er líða tók að andlátinu. Hinn deyjandi maður undirbjó burtför slna með því að ráðstafa ýmsu og kveðja vini og vanda- menn. 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.