Ný saga - 01.01.1987, Síða 52

Ný saga - 01.01.1987, Síða 52
bæði menntaður í mannfræði og sagnfræði. í raun og veru er ekki svo ýkja langur vegur frá félagsmannfræði til félagssögu. Annar mannfræð- ingur sem nefna má og notar sögulegan efnivið er Marlyn Strathern í Manchester. Áður stundaði hún rannsóknir í Nýju Guineu en hefur nú snú- ið sér að ensku þorpi fyrr á tímum. Áhugi mannfræðinga á sögunni er því að vakna. Jafnframt eru dæmi þess að sagnfræðingar hafi lært af mannfræðinni. Franski Annálaskólinn hefur litið til mannfræðinnar og ég finn nokkurn skyldleika milli þess sem ég fæst við og viðfangs- efnis sumra sagnfræðinga af þeim skóla. Þótt ég sé hrifin af þessari nýju frönsku sagn- fræði tel ég að hún bregðist að einu leyti. Sagnfræðingar af Annála-skólanum marka enga heildarmynd og beita lýsingu fremur en greiningu, og hugarfarssagan svokallaða á sér hvorki landamæri né skil- greiningu á efnistökum. Þeir nota hugarfarssöguna sem tæki til þess að lýsa horfinni tíð, halda inn á ný svið sem er þakkarvert, en beita ekki nægilega sagnfræðilegri greiningu til að gera lesand- anum ljóst hvert þeir stefni. Það þarf að skilgreina betur hvað hugarfarssaga og lang- tímasaga (l'histoire de longue durée) eru. Langtímasaga er meira en söguleg umfjöllun um langt tímabil, hún hlýtur einnig að vera „rannsókn á tíma" í sögunni. í framhaldi af þessu er rétt að spyrja hvort mannfrœðin leggi annað mat en sagnfrœð- in á sögulegar heimildir? Við leitum að öðru í heim- ildum en sagnfræðingar og við notum þær á annan hátt. Tökum íslenska goðafræði sem dæmi. Þar reyni ég að finna mynstur sem einkenna hugmyndafræðina og svipuð einkenni má finna á öðrum sviðum menningarinnar. Þótt heimild, t.d. um goðafræði, geti verið vafasöm er ástæða til að ætla að sá sem skráði hana, Snorri Sturluson eða einhver annar, hafi ekki spunnið upp það mynstur sem einkennir frásögnina, þótt orðalagið og sjálf frá- sögnin sé hans. Okkar heimildarýni er ekki létt- vægari en rýni sagnfræð- inganna heldur fiskum við eftir ólíkum atriðum í heim- ildunum. Þessi vinna okkar mannfræðinganna getur ef til vill orðið til þess að vísa sagn- fræðingum á nýjar leiðir í að- ferðum, greiningu og notkun likana. Þannig að þú hefur ekki skrifað bókina eingöngu fyrir mannfrœðinga? Ég skrifaði hana aðallega fyrir sjálfa mig! Nei, í alvöru að tala er bókin fyrst og fremst mannfræði, en ég skrifaði hana í þeirri von að hún höfðaði jafnframt til sagnfræðinga og íslensku- fræðinga, sem voru reyndar fullir efasemda í upphafi um verk af þessu tagi. Ég hef lítil viðbrögð fengið frá íslensk- um fræðimönnum enn sem komið er. Markmið mitt með þessari bók er að sýna fram á að með greiningu sé hægt að einangra tímabil eða menn- ingu eins og íslenska þjóð- veldið, greina það sem heild, og nota til greiningarinnar allar tiltækar heimildir. Þar liggur styrkur mannfræðinn- ar miðað við sagnfræðina. Við greinum ferli innan heild- arinnar og lýsum grunndrátt- um hennar. Ég vonast til að hafa sett þætti úr íslenskum heimild- um og sögu í samhengi sem áður voru sundurlausir. í bók minni tengi ég saman ólík svið sögunnar, svo sem pólitíska sögu og hagsögu, og fjalla jafnframt um hvernig ólík hugtök, svo sem tími og rúm, koma fram á hinum ýmsu sviðum menningarinnar, Af lóðréttum og lárétt- um líkönum Það er ýmislegt í bókinni sem áhugamenn um íslenska sögu hnjóta um. Svo er t.d. um lík- anið sem þú notar til að lýsa stjórnkerfi þjóðveldisins. Þú setur Þingvelli sem miðju líkansins og Ódáðahraun sem „andmiðju“ (anti-center). Hvaða hugsun er hér að baki? Þingvellir voru miðja hins skipulagða samfélags en utan * Okkar heimilda- rýni er ekki létt- vægari en rýni sagnfræðinganna heldur fiskum við eftir óllkum atrið- um í heimildunum. Markmið mitt með þessari bók er að sýna fram á að með greiningu sé hægt að einangra tímabil eða menn- ingu eins og (s- lenska þjóðveldið, greina það sem heild, og nota til greiningarinnar allar tiltækar heimildir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.