Ný saga - 01.01.1987, Side 92

Ný saga - 01.01.1987, Side 92
AÐ VITA SANN Á SÖGUNUM Odner og þykist eygja kerfi í þessu. Hann telur að slík bú hafi verið eðlilegar félags- legar og hagrænar einingar í íslensku þjóðfélagi um 900 eins og í öðrum þjóðfélögum á svipuðu stigi, jafnvel í Vestur- Evrópu á sama tíma. Odner telur að hlunnindi hafi verið nýtt og afurðir sendar til aðal- búsins þar sem þær hafi verið notaðar eða verið deilt út til útbúanna eftir atvikum. Odner styðst mjög við Karl Polanyi (d. 1964) um tengsl fé- lagslegra og hagrænna þátta. Merkilegt er að líkan Polanyis af „frumstæðu" þjóðfélagi virðist mega heimfæra upp á þjóðfélagið sem lýst er í ís- lendingasögum en ekki er vitað til að Polanyi hafi kynnt sér það sérstaklega. Sam- kvæmt kenningum hans þjón- uðu hinir hagrænu þættir fé- lagslegum markmiðum í þjóðfélögum fyrir daga iðn- byltingar sem kemur fram í því td. að höfðingjar stjórn- uðu verslun og verðlagningu. Verslunin fór fram á tiltekn- um stöðum ("ports of trade") þar sem sérstakar reglur giltu. Ágóðaverslun þar sem framboð og eftirspurn ríktu var litin hornauga og mjög takmörkuð. Höfðingjar stunduðu ekki slíka verslun, þeir þágu hins vegar gjöld frá undirsátum og veittu þeim MANNFRÆÐING- UR Á VETTVANGI. Myndin er tekin á Grænhöfða árið 1984 og sýnir mannfræðinginn Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur á tali við innfæddar fisksölukonur. Við hlið hennar er túlkur. HÆNSA—ÞÓRIR MÓTMÆLIR TÖKU HEYS. vernd og stuðning eða skipt- ust á gjöfum og veislum, eink- um við jafningja, og treystu félagsleg tengsl. Þannig tengj- ast saman hinir félagslegu og hagrænu þættir í líkani Polanyis. Á tímum mikils frjáls- hyggjutals er fróðlegt að sjá að stjórnlaust (sjálfstýrt) markaðskerfi 19. aldar var nýjung í sögunni að mati Polanyis sem fannst velferð- arríki 20. aldar hins vegar minna á gamla hætti.10 Þeim Odner og landa hans, sagnfræðingnum Káre Lund- en, hefur orðið starsýnt á hversu vel lýsing Hænsa- Þóris sögu kemur að ýmsu leyti heim og saman við líkan Polanyis af „frumstæðu" þjóðfélagi.11 Fræðimenn í norrænum fræðum hafa ritað mikið um það hvort Hœnsa- Þóris saga segi frá raunveru- legum atburðum eða sé skáld- skapur að mestu leyti. Niður- staða þeirra er sú að hún hafi ekkert sagnfræðilegt gildi, amk. ekki um íslenskt þjóð- félag fyrir 1200.12 Mannfræð- ingar munu vera á öðru máli; þá gildir einu hvort Hænsna- Þórir og Blund-Ketill voru til og hvort rétt sé greint frá at- burðum. Þeir eru á höttunum eftir kerfum og hliðstæðum og mun þykja sýnt að sagan sé mjög gagnleg heimild um ís- lenskt þjóðfélag fyrir 1200. Af nýlegum hræringum Að Lunden slepptum virðast sagnfræðingar hafa verið tregir til að samþykkja að- ferðir Odners við notkun sagnanna13 og fara þær leiðir sem Turner benti á. En þetta er etv. að breytast? Ólafía Einarsdóttir segir árið 1984 í grein um konur á þjóðveldis- öld: Einstaklingar og atburðir eru á engan hátt aðalatriðið í rannsókn minni. Sú að- ferð að leggja áherslu á sögulegar staðreyndir í anda þýskrar rannsóknar- hefðar fær einungis lítið rúm hjá mér. Ég sæki hins vegar innblástur til rann- sóknaraðferða sem breskir ogbandarískir fræðimenn í félagsmannfræði hafa beitt, og til frönsku Annála- hreyfingarinnar. Þessar rannsóknaraðferðir gera ritaðar heimildir frá þjóð- veldisöld að hreinustu gull- námu þegar meginmark- miðið er rannsóknir á mannlegri hegðun og þeim normum (reglum) sem hún lýtur og (rannsóknir) á gerð þjóðfélagsins og hagkerfis- ins.14 Því miður sneiddi Ólafía hjá íslendingasögunum í grein sinni en mér finnst að um- mæli hennar geti einkum átt við þær. Á undanförnum árum hafa amk. fjórir bandarískir 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.