Ný saga - 01.01.2000, Page 12
Sigurður Narfi Rúnarsson
stætt á að halda uppi árásum á einslaka
íþróttagrein og krefjast þess að hún yrði
tekin út af stefnuská I.S.I., sér í lagi þar
sem ráðstefna Ríkisíþróttasambanda Norð-
urlanda hefði nýlega samþykkt að mótmæla
árásum á hnefaleikana:
vil ég skora á blaðsljórn blaðsins að víkja
hr. Thorolf Smith strax frá blaðinu.
Hann verður Iþróttablaðinu ekki meira til
skammar ef hann starfar ekki við það. Ég
veit að ég mæli fyrir munn allra sannra
íþróttamanna.
Burt með Thorolf Smith frá íþróttablaðinu
og það strax!62
Ætla má að gagnrýnin á hnefaleikana hafi
verið búin að berast víða og ná eyrum
margra, þótl lítið færi fyrir hnefaleikunum
sjálfum, því þeir voru í lægð á árunum
1954-56. Islandsmót féllu niður þessi ár, en
síðasta íslandsmótið var haldið 1953.63 Bar
nú fátt til tíðinda fyrr en háli'u ári síðar að lagt
var fram á Alþingi frumvarp til Iaga um að
banna hncfaleika á íslandi.
Frumvarp um bann við hnefaleikum
Þann 21. mars 1956 var lagt fram í neðri deild
Alþingis fumvarp til laga um að banna hnefa-
leika. Flutningsmenn voru alþingismennirnir
og læknarnir Kjartan J. Jóhannsson og Helgi
Jónasson. Frumvarpið vakti strax athygli og
var fjallað um það í Morgunblaðinu64 og því
fagnað í leiðara þess:
Almenningur á íslandi mun yfirleitt telja
þetta frumvarp tímabært. ... Enginn, sem
séð hefur keppni í hnefaleikum, getur með
góðri samvizku talið það fagra athöfn eða
íþrótt. Þvert á móti er hnefaleikurinn
ógeðsleg barsmíð, sem hlýtur að vekja við-
bjóð.
íslenzkar íþróttir missa einskis þótt hún
verði bönnuð. Verður því að vœntci þess, að
Alþingi samþykki fyrrgreint frumvarp hið
fyrsta,65
Frumvarpið var sagt hafa vakið mikla athygli.
Þeir sem höfðu hagsmuna að gæta hefðu átt
að geta sett sig inn í málið. Það gerði að
minnsta kosti Iþróttasambandið.
Framkvæmdastjórn I.S.I. tók málið lil um-
ræðu á fundi þann 26. mars. Þar var samþykkt
Mynd 12.
Thorolf Smith
blaðamaður var
um skeið ritstjóri
Iþróttablaðsins og
hóf þar kröftuga
sókn gegn hnefa-
leikum.
Mynd 13.
Alfons Guðmunds-
son og Þorkell
Magnússon
eigast við.
ályklun og undirrituð fyrir hönd íþróttasam-
bandsins af Ben. G. Waage forseta Í.S.Í. og
send Alþingi samdægurs. Þar var frumvarp-
inu mótmælt og skorað á Alþingi að vísa því
frá. Bent var á að keppt væri í hnefaleikum á
hverjum Olympíuleikum og þeir væru og
hefðu um langan aldur verið viðurkennd
íþrótt hvarvetna í heiminum.66 Svo hefði
einnig til skamms tíma verið á Islandi: „Hér á
landi hafa hnefaleikar verið iðkaðir um ára-
bil, en gagnrýni eigi komið fram á þeim sem
íþrótt fyrr en á síðari árum.“67
I.S.I. var Ijóst að hnefaleikar höl'ðu annars
staðar í heiminum orðið fyrir aðkasti yfir-
valda, t.d. í Svíþjóð, enda hafði verið fjallað
um þessi mál á ráðstefnu íþróttasambanda
Norðurlanda 1955 og samþykkt að mótmæla
aðförinni að íþróttinni, eins og kom fram hér
að framan. Tekið var l'ram í mótmælabréfi
Í.S.f. að þá hefði verið upplýst að Norður-
löndin öll að íslandi undanskildu hefðu um
nokkurl skeið Iátið fara fram rannsóknir á
hnefaleikum, bæði læknisfræðilegar og félags-
legar. Þessar rannsóknir átti nú að fella sam-
an í eina heild og leggja niðurstöðurnar fyrir
næsta sameiginlega þing. Meira norrænt sant-
starf var einnig til uniræðu, stofnun sam-
norrænnar vísindastofnunar til rannsóknar á
áhrifum íþrótta og samvinna við læknadeild
Háskóla íslands eða Læknafélagið.68 Ekki
var tekið fram að fyrirhugaðar rannsóknir
væru afmarkaðar við hnefaleika. Hugsanlega
var þetta því sagt til að slá ryki í augu Alþing-
is til að koma í veg fyrir afskipti þess af mál-
efninu, enda kom það skýrt l'ram síðar í mól-
mælabréfinu að Alþingi hel'ði þegar allt kæmi
til alls enga lögsögu í ntálinu:
Samkvæmt gildandi lögum er það verk-
efni íþróttasambandsins að ákveða sjáll't,
hvaða íþróttagreinar það hefur á stel'nu-
skrá sinni. Hefur svo verið frá því að
íþróttalögin voru samþykkl 1940 og í
raun og veru miklu lengur, eða allt frá
því að ÍSÍ var stofnað 1912, að um þetta
hefur verið viðurkennd hefð.
Ef Alþingi nú tæki sig til og samþykkti
framkomið frumvarp um að banna hnefa-
leika, verður það eigi skilið á annan veg en
þann, að sjáll'l löggjafarvaldið líli svo á, að
íþróttasambandið sé ekki l'ært uni að